Morgunblaðið - 02.09.1981, Page 15

Morgunblaðið - 02.09.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 15 Frá blaðamannafundinum: Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ situr innst við borðið og honum á hægri hönd Sigurður H. Guðmundsson ritari RKÍ. Fremst á myndinni eru Sigurður Magnússon, starfsmaður RKÍ (t.h.) og Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar. Samstarf tekst með RKÍ og Útsýn um vetrarferðir fyrir aldraða: Oldrunarráð Islands stofnað fyrir for- göngu Rauða krossins „NÁMSSTEFNA um öldrun- armál“ verður haldin á vegum Rauða kross íslands dagana 11. og 12. september. Er starfs- mönnum allra hinna 43 deilda RKÍ, sem starfa að öldrunar- málum um allt land, boðið til ráðstefnunnar. bar verða mál- efni aldraðra hér á landi tekin til meðferðar, boðið uppá kennslu og starfsþjálfun varð- andi þau og síðast en ekki sist gerð tilraun til að samræma stefnu RKÍ-deildanna varðandi hagsmunamál aldraðs fólks. Á blaðamannafundi sem Rauði kross íslands efndi til kom fram, að hinn 10. október nk. er í ráði að stofnað verði Öldrunar- ráð íslands fyrir forgöngu RKÍ. Verður hlutverk ráðsins að skapa samræðugrundvöll fyrir hin ýmsu félög er. starfa að málefnum aldraðra en þau eru sem kunnugt er fjölda mörg; félagssamtök, landssamtök og opinberir aðiljar. Þá hefur RKÍ nú tekið upp samstarf við ferðaskrifstofuna Útsýn, um sex vikna vetrarferðir aldraðra til Spánar í vetur. Er mikill áhugi á því innan RKÍ að vegur slíkra ferða verði meiri í framtíðinni, ekki aðeins á vet- urna heldur allt árið um kring. Ódýrar 6 vikna vetrarferðir TEKIST hafa samningar milll Rauða kross íslands og ferðaskrifstof- unnar Útsýnar um ferðir fyrir aldrað fólk til Spánar á komandi vetri. Að sögn Jóns Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra RKÍ hefur Útsýn tekist að ná hagstæðum samningum á Spáni fyrir þessar ferðir og bjóði þær Rauða krossinum með töluverðum afslætti. Undanfarin ár hafa félagsmálastofnanir átt frumkvæði að skipulagningu ferðalaga fyrir aldrað fólk bæði innan lands og utan. Þá hafa ferðaskrifstofur að eigin frumkvæði skipulagt fcrðir fyrir aldraða og hefur t.d. ferðaskrifstofan Útsýn verulega reynslu i skipulagningu slikra ferða. Á blaðamannafundi sem Rauði kross íslands boðaði til, kom fram að vinsældir þessara ferða hafa sannað nauðsyn þess, að sem oftast séu í boði ferðir sem skipulagðar eru þannig að aldrað fólk eigi auðvelt með þátttöku í þeim. Hefur RKÍ kannað mögu- leika á samvinnu við ferðaskrif- stofur um skipulagningu hag- kvæmra ferða fyrir ellilífeyris- þega eða afslætti frá því verði sem aðrir ellilífeyrisþegar verða að greiða fyrir ferðir. Nú er t.d. verið að kanna möguleika á að bjóða slíkar ferðir á sumri komanda — vill RKI í þessum efnum sem öðrum eiga góða samvinnu.við alla sem vilja koma til samstarfs um þetta áhugamál, að auka mögu- leika á hagkvæmum ferðalögum fyrir ellilífeyrisþega. Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Útsýnar, tók til máls á fundinum og sagði að sér sem starfsmanni Útsýnar væri það mikil ánægja að hafa hafið sam- starf við RKÍ að hagsmunamálum aldraðra og vildi koma á framfæri þakklæti til RKÍ fyrir að samstarf skyldi komast á. Kvað hann þessar vetrarferðir fyrir aldraða vera tímabærar, en vetrarferðir til Spánar væru nýmæli, þó hefði Útsýn haft slíkar ferðir fyrir aldraða á boðstólnum til Kanarí- eyja um nokkurra ára skeið. Væri það mjög útbreytt í nágrannalönd- um okkar að bjóða öldruðum slíkar ferðir á góðum kjörum og hefðu Islendingar, sem byggju við erfitt veðurfar og skammdegis- myrkur, þó meiri þörf á að not- færa sér hið milda loftslag á Spáni en þessar þjóðir — hér legðist skammdegið eins og farg á fólk, ekki síst þá sem ættu við heilsu- leysi að stríða. Með þessum hætti gæfist eldra fólki kostur á að stytta veturinn og njóta jafnframt félagslegrar þjónustu. Þá sagði Ingólfur að það væri síður en svo fyrir neina slembi- lukku að Útsýn hefði tekist að bjóða þessar ferðir á svo góðum kjörum — Útsýn hefði nú verið í viðskiptum á Spáni í 23 ár sam- fleytt og nyti þar af leiðandi viðskiptakjara sem ógerningur væri að ná öðruvísi en á löngum tíma. Sagði hann, að þessar ferðir, sem eru sex vikur, kostuðu sam- kvæmt gildandi verðskrá á Spáni 14.350 kr., en Útsýn hefði tekist að bjóða RKÍ þær frá 6.430 kr. Væri það mikill árangur miðað við að nokkur kostnaður væri af sérþjón- ustu sem hópunum verður veitt, en þeim mun fylgja hjúkrunarkona ásamt tveimur leiðsögumönnum. I vetur verður alls um að ræða 4 brottfarir í ferðum RKÍ og Útsýn- ar fyrir aldraöa, og er alls um að ræða 500 sæti. Sagði Ingólfur að varla yrði um hagnað að ræða hjá ferðaskrifstofunni a.m.k. ekki ef einblínt væri á peningahliðina. Hefði RKI verið veittur afsláttur af þessum ferðum að upphæð alls 250.000 kr. og gæfi það augá leið að varla yrði um afgang að ræða, er allur kostnaður af ferðunum hefði verið greiddur. Hins vegar benti hann á að þeir sem nú væru í fullu fjöri stæðu í mikilii þakk- arskuld við hina öldnu kynslóð og teldi hann það vissulega hagnað að geta rutt brautina að þessu mikla hagsmunamáli eldra fólks, jafnvel þó nokkur fjárhagsleg áhætta væri tekin. Hefði Utsýn áður farið inn á nýjar brautir undir sinni stjórn og tekist vel — áratuga reynsla væri nú fengin í rekstri fyrirtækisins og þótt smátt væri farið af stað með þessar ferðir stæðu vonir sínar til að hér væri um að ræða vísir að um- fangsmikilli nýbreytni í ferðamál- um Islendinga. Leiðrétting Með mynd af skipstjóra, vélstjóra og fyrrverandi skipstjóra á MS Álafossi, hinu nýja skipi Eim- skipafélagsins, var sagt að fyrr- verandi skipstjórinn, sem heitir Alan Thorsland, væri Jón Þór Karlsson fyrsti stýrimaður. Er beðist velvirðingar á þessum mis- tökum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Éyflyt ættingjum og vinum mínum alúdarþakkir fyrir gjafir og hlýjar kveöjur, sem mér bárust á sextugs- afmæli mínu 21. ágúst sl. Kærar þakkir. Pétur Pétursson. Veður Akureyri 17 skýjaó Amsterdam 19 heiðskírt Aþena 33 heiðskírt Barcelona 26 skýjað Berlín 18 skýjað BrUssel 52 skýjað Chicago 30 rigning Denpasar vantar Dublin 20 heiðskírt Feneyjar 19. þokumóða Frankfurt 22 heiðskírt Faereyjar vantar Genf 27 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Hong Kong 31 heiðsklrt Jerúsalem 30 Keiðskírt Jóhannesarborg 15 heióskírt Kairó 32 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Las Palmas 25 lóttskýjað Lissabon 25 heiðskirt London 21 skýjað Los Angeies 30 skýjað Madrid 29 skýjað Malaga 24 skýjað Mallorka 20 léttskýjað Mexicoborg 24 heiðskirt Míami 34 skýjað Moskva 14 heiðskirt Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ROTTERDAM: Arnarfell ......... 9/9 Arnarfell ......... 23/9 Arnarfell ......... 7/10 Arnarfell ........ 21/10 ANTWERPEN: Arnarfell ......... 10/9 Arnarfell ......... 24/9 Arnarfell ......... 8/10 Arnarfell ....... 22/10 GOOLE: Arnarfell ......... 7/9 Arnarfell ........ 21/9 Arnarfell ......... 5/10 Arnarfell ........ 19/10 LARVÍK: Helgafell ......... 8/9 Helgafell ........ 22/9 Hvassafell ....... 28/9 Hvassafell ....... 12/10 GAUTABORG: Helgafell ......... 9/9 Helgafell ........ 23/9 Hvassafell ....... 29/9 Hvassafell ....... 13/10 KAUPMANNAHÖFN: Helgafell ........ 10/9 Helgafell ........ 24/9 Hvassafell ....... 30/9 Hvassafell ....... 14/10 SVENDBORG: Dísarfell ......... 7/9 Hvassafell ........ 9/9 Helgafell ........ 11/9 Helgafell ........ 25/9 Hvassafell ........ 1/10 Dísarfell ......... 9/10 Hvassafell ....... 15/10 HELSINKI: Dísarfell ......... 2/10 HAMBORG: Dísarfell ........ 30/9 GLOUCESTER, MASS: Jökulfell ........ 10/9 Skaftafell ....... 30/9 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ........ 14/9 Skaftafell ........ 2/10 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.