Morgunblaðið - 02.09.1981, Side 19

Morgunblaðið - 02.09.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 19 þjóðmálabaráttunni, m.a. verið í framboði á Snæfellsnesi til Al- þingis (1949), og setið í stjórn Fiskimálasjóðs 1951—’56. Hann var í stjórn Rímnafélagsins um skeið, og ennfremur sat hann í stjórn átthagafélags Snæfellinga í Reykjavík og var þar í útgáfu- stjórn. Hann hefur verið meðlim- ur í Vísindafélagi íslendinga frá 1961. Á árunum 1972—’74 annað- ist Lúðvík fyrir Alþingi uppsetn- ingu á minningarsafni um Jón Sigurðsson í hinni gömlu íbúð forsetans við Austurvegg í Kaup- mannahöfn. Ber safnið þess ljós- lega merki, hversu gjörkunnugur hann er þessum efnivið. Á 70 ára afmæli Háskóla ís- lands í júní sl. sæmdi heimspeki- deild Lúðvík einni æðstu lær- dómsnafnbót, sem Háskólinn hef- ur yfir að ráða, — útnefndi hann heiðursdoktor fyrir vísindastörf hans. Um það þarf ekki að fara frekari orðum, hversu verðskuld- aður sá heiður var. Fræðimaður- inn frá Stykkishólmi, sem fékk um hríð, án stúdentsprófs, sæti á háskólabekk með mörgum dokt- orsefnum á sinni tíð, reyndist sem sagt enginn eftirbátur skóla- bræðra sinna, heldur í öllu jafn- ingi þeirra að andlegu atgervi. Lúðvík hefur ekki staðið einn í lífsbaráttunni. Hann kvæntist 30. október 1936 Helgu Jónsdóttur Proppé, verzlunarstjóra í Ólafs- vík, og konu hans, Guðrúnar Bjarnadóttur. Börn þeirra eru tvö: Véný, húsfreyja og kennari í Hafnarfirði, og Vésteinn, rithöf- undur. Sonur Lúðvíks og Guð- bjargar Hallvarðsdóttur frá Fá- skrúðarbakka er Arngeir, verzlun- armaður. Helga Proppé hefur stutt mann sinn með ráðum og dáð, og hefur þar ekki sízt munað um liðsinni hennar við það mikla ritverk, sem hann nú vinnur að. Á menningar- legt heimili þeirra í Hafnarfirði hefur verið gott að koma og blanda geði við þessi vel gerðu hjón. Sá, sem þessar línur ritar, hefur haft persónuleg kynni af Lúðvík Kristjánssyni í rúmlega tvo ára- tugi og á honum margt að þakka. Eins og að líkum lætur átti Lúðvík sem eldri maður frumkvæði að þeim kynnum. Þótt hann væri þá innan við fimmtugt, var hann orðinn þekktur fræðimaður og rithöfundur, sem menn á mínu reki litu þá upp til og virtu mikils. Það var mér því óneitanlega gleðiefni og raunar mikilsvert, að slíkur maður sem hann skyldi gefa því gaum, sem ungur maður var þá að fást við, leiðbeina honum óbeðið, sýna honum traust og skapa þar með grundvöll að kynn- um, sem ég vil ætla, að hafi síðan leitt til vináttu, sem muni vara meðan báðir lifa. Frá þessum tíma hafa leiðir okkar legið saman að meira eða minna leyti; við höfum átt margvíslega samvinnu og bor- ið saman bækurnar, þar sem áhugasvið hafa tengzt. Hann hef- ur frá fyrstu kynnum komið mér fyrir sjónir sem heilsteyptur og traustur persónuleiki á nákvæm- lega sama hátt og verk hans hafa borið vitni um. Það er mér óblandið fagnaðar- efni á sjötugsafmæli Lúðvíks Kristjánssonar að eiga þess kost, — bæði persónulega og fyrir hönd Sögufélags — að senda honum og fjölskyldu hans hugheilar heilla- óskir með afmælisriti, sem út kemur í dag. Það ber nafnið „Vestræna“ og hefur að geyma nokkrar ritgerðir hans, en Sögufé- lag hefur þann heiður að gefa það út. Jafnframt votta þar vinir Lúðvíks og aðrir samferðamenn honum virðingu og þakklæti fyrir ritstörf hans, svo og ánægjuleg samskipti. Megi hann lifa vel og lengi við góða heilsu og fá lokið mörgum hugstæðum verkefnum á hinum frjóa akri íslenzkra fræða, sem hann hefur erjað af trúmennsku og elju frá unga aldri til þessa dags. Einar Laxness um rannsóknir og vinnuaðferðir Lúðvíks Kristjánssonar. Sá sem fræddi mig var Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur og ég man að hann lagði áhersluna á, að Lúðvík leitaði allt til rótar þegar hann kannaði félagslega eða at- vinnulega þætti íslenskrar sögu. Síðan þetta gerðist er liðinn meira en aldarfjórðungur. Fræði- mennska Lúðvíks Kristjánssonar er að verða eign alþjóðar, því að rit hans um íslenska sjávarhætti er komið inn á fjölmörg heimili í landinu og menn bíða eftir fram- haldinu sem er væntanlegt á næstu árum. Með því verki hefir hann gert meira en að marka og draga í land dýrmæta þekkingu á því lífi sem var við sjávarsíðuna allt frá því að landið var numið. Hann hefir bjargað úr tímans Stórasjó mörgu því sem gleymsk- an var að verpa sandi og hylja um alla eilífð. í þetta mikla björgun- arstarf hefir ævinni verið varið allt frá unglingsárum. Hér hefir verið unnið mjög tímafrekt og lýjandi starf. ís- lenskir sjávarhættir eru eljuverk í sönnustu merkingu þess orðs, en fýsnin til fróðleiks og skrifta gaf höfundinum enga ró fyrr en landi var náð og við þessi tímamót í ævi hans er skammt í farsælan endi á þessu tröllaukna verki. Lúðvík Kristjánsson hefir lifað eftir heil- ræðum frænda síns, dr. Jóns Þorkelssonar þjóðskjalavarðar, sem kvað: Kyrrlát önn skal klungrin crja kafa til alls. þótt djúpt só aö «rafa. en hann hefir hlotið þau laun erfiðis síns að í verkum hans sjáum við LandiA fullt af lifi og yndi lá ok straumar ok vötnin bláu. .Ktæðum og bólstrum] -gömul húsgögn. Gott; úrva! af áklæðum Þrýstimælar Allar stæröir og geröir Ég ætla að það hafi verið á öldurhúsi úti í Kaupmannahöfn að ég var leiddur í allan sannleika SfltmuíMygjtyF Vesturgötu 16, sími 13280 Persónulega vil ég færa þeim hjónum þakkir fyrir margar og góðar samverustundir, og þar ber hæst ferð um Snæfellsnes fyrir nokkrum árum, veðurguðirnir fögnuðu okkur hið besta með sólfari og fegurstu fjallasýn og Lúðvík og Helga létu ekki sitt eftir liggja til að gera ferðina ógleym- anlega. Ég vil að lokum endurtaka þakklæti mitt og flyt afmælis- barninu hugheilar árnaðaróskir. Aðalgeir Kristjánsson Lóö á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. óskast fyrir einbýlishús. Uppl. í síma 43559 eftir kl. 19 á kvöldin. Lúðvík Kristjánsson verður í dag staddur á heimili Vénýjar, dóttur sinnar, og tengdasonar að Miðvangi 116, Hafnarfirði, og tek- ur þar á móti gestum. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Lipurogpersonuleg þjónusta, á besta stað í bœnum og nóg af bílaslœðum Ef þetta eru atriði sem þú metur mikils að peningastofnunin þín uppfylli, er Sparisjóður vélstjóra eitthvað fyrir þig. Sparisjóður vélstjóra starfar ( nýju og rúm- góðu húsnæði að Borgarúni 18 og hefur frá upphafi verið í fararbroddi í tölvuvæðingu og hagræðingu. Þess vegna getum við tryggt viðskiptavinum okkar hraða og örugga af- greiðslu. Ef þú hefur reglubundin viðskipti við okkur, áttu svo að sjálfsögðu möguleika á lánafyrir- greiðslu þegar hennar er þörf. ? SPARISJOÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, s. 28577 ÞITT EIGIÐ RAFMAGN Nú er rétti tíminn skammdegið er skammt undan Getum útvegað allt frá 50 - 750 kw. rafstöðvar með stuttum fyrirvara. PRISMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.