Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIHJUÐAGUR 13. OKTÓBER 1981 13 Dæmi um flugvélakost er fullnægja myndi þörfum fyrir áætlunarflug til og frá íslandi. Flugvélagerðir Vetur £ umar fjóldi farþoKa- sæti frakt pallar fjöldi farþeKa- sæti fraktpall- ar B-727-100C 1 79 2 í 126 - B-727-200 1 169 - í 169 - DC-8-63CF - - - í 209 3 SAMTALS 2 293 2 3 999 3 — (Ilér er átt við áætlunarflug milli íslands og Norðurlanda, Bretlands, meginlands Evrópu og Bandaríkjanna.) áætlunarflugi, skapar þar enga at- vinnu fyrir íslenzka flugmenn, flugvélstjóra, flugfreyjur og flug- virkja. En hvað eru svo stjórnvöld að gera? Jú, þau eru að reyna að bjarga einhverju af skuldum og ófarnaði Iscargos. Nei, góðir fund- armenn. Kakan er svo lítil að hún er ekki til skiptanna. Okkur er best borgið með einu öflugu félagi, það er ekki stærð Flugleiða sem er vandinn, heldur smæðin. Ég vitna enn til Halldórs E. Sig- urðssonar, með leyfi fundarstjóra: „Ég legg áherslu á, að hér eftir sem hingað til verða ráðamenn ís- lenskra flugmála og íslensk stjórnvöld að vera minnug þess að íslenski flugmarkaðurinn er lítill og ber að haga sér samkvæmt því. Fjöregg úr hreiðri, sjálfstæði þjóðarinnar, má ekki meðhöndla ógætilega, hvorki í samkeppni milli íslenskra flugfélaga né í samskiptum við aðrar þjóðir. Til þess er það of brothætt." Þótt Flugleiðir séu kannski stórar á íslenzkan mælikvarða, þá eru þær peð í alþjóðaflugmálum. Norðurlöndin, þ.e. Danmörk, Noregur og Svíþjóð, t.d. treysta sér ekki hvert fyrir sig að reka sjálfstæð flugfélög. Þess vegna má ekki veikja fyrirtækið. Það þarf á öllu sínu að halda. Samstillt hæfi- leikafólk, sem hér vinnur, hefur sýnt að það getur náð fyrirtækinu upp aftur. I hitteðfyrra var tapið 20 m $, í fyrra 7 m $ og í ár standa reikningar sennilega í núlli. Aðstoð stjórnvalda við Norður- Atlantshafsflugið er hér inn í og kemur sér vissulega vel, meðan mesta hryðjan gengur yfir. Ég segi aðstoð: Ríkið hefur haft mikl- ar tekjur af þessum rekstri og þess vegna er rétt að styðja við slíkan rekstur, þegar illa árar. Það er alrangt að kalla þetta styrk, því ef þetta flug væri ekki rekið, fengi ríkið ekkert. Svo ég vitni aftur í Halldór E. Sigurðsson: „í þriðja lagi vek ég athygli á því, að íslensk flugfélög, er lengst hafa starfað hér á landi og hafa annast innanlandsflugið og flug milli landa, hafa ekki sótt fjár- magn til islcnska ríkisins. Sú óbeina aðstoð sem stjórnvöld á hverjum tíma hafa veitt flugfélög- unum voru ríkisábyrgðir, sem ekki féllu á ríkissjóð, heldur voru lánin greidd af flugfélögunum sjálfum, nú síðast Flugleiðum. Beinnar að- stoðar af hálfu ríkissjóðs hafa flugfélögin ekki notið fyrr en á þessu ári. Hins vegar hafa fjár- hæðir er opinberir aðilar, þ.e. ríki og sveitarfélög, hafa notið vegna starfsemi flugfélaganna með ein- um eða öðrum hætti, verið ómæld- ar.“ Reyndar er það svo, að stjórn- völd sýna flugmálum hér að öðru leyti lítinn áhuga. Sláandi dæmi um það eru hinir lélegu flugvellir vítt og breitt um landið, lélegar brautir, lítil og /eða engin ljós, skúrabyggingar í stað flugstöðva. Flugstöðin í Keflavík, stolt ís- lenzkra flugmála, andlit landsins, er hrein hörmung. Nei, framlag ríkissjóðs til flugmála er aðeins 0,6% af fjárlögum 1981. 0,6%. Hins vegar eru stjórnvöld óspör á skattlagningu. Gott dæmi er brottfararskatturinn: Sá hæsti sem til þekkist. Skattur þessi er hreinasta hneyksli. Hann fælir ferðamenn frá landinu og fyrir landsmenn eru þetta nánast átthagafjötrar. Það kostar fjölskyldu mína — 6 manns — kr. 960 í skatt að fara úr landi — bara í skatt — og ef ég byggi úti á landi, mundu kr. 144 bætast við. Það gerir samtals kr. 1.104 í skatt. Ég skora á stjórn- völd að fella þennan skatt niður, ég skora á ráðherra að beita sér fyrir því og ég vona að fundar- menn taki undir þessa áskorun mína. Þessi hái skattur er okkur til skammar. Þá má nefna skatt á ferðagjaldeyri. Hér eru stjórnvöld opinberlega með svartamark- aðsbrask á gjaldeyri. Ég ræddi um smæð markaðarins áðan. Eins og ég sagði áðan, þá hefur það heyrzt að samgönguráðherra ætli að færa Arnarflugi Þýzkaland og Sviss á silfurbakka, lönd sem við höfum starfað í um árabil. Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir okkur? Ég spyr, á að koma upp „skrapdagakerfi" í fluginu líka? Jú, í stuttu máli, ein vél fellur út með tilheyrandi fækkun starfs- manna. Loksins, þegar byrjar að birta á ný, hrannast uppsagnarský upp á sjóndeildarhringinn. Við höfum vissulega gengið í gegnum sársaukafullar aðgerðir við að fækka starfsmönnum um 700 hér heima og erlendis, sem eru stærst- ar slíkar aðgerðir hjá einu fyrir- tæki hér á landi. Nú, þegar við erum að jafna okkur aftur, berast okkur þær fréttir að nú ætli samgönguráð- herra að stuðla að enn frekari fækkunum. Við munum og verð- um að berjast gegn þessu. Ráð- vígstöðvum NATO á Ítalíu, hefur nýlega verið búin nýjum banda- rískum vopnum. Margt er ópert og eitt af því fyrsta, sem þarf að gera, er að koma upp loftvarnakerfi með ný- tízku ratsjárneti og fjarskipta- og tölvukerfi, og seinna munu loft- varnaeldflaugar fylgja í kjölfarið. Einnig er þörf á tundurdufla- slæðurum til að halda höfnum opnum skipum, sem sigla yfir Atl- antshaf. Eins og nú er ástatt yrðu skip brezka sjóhersins og banda- rískar þyrlur að sjá um þetta starf á stríðstíma. Það hefur ekki farið fram hjá Rússum að NATO hefur biðlað til Portúgala að undanförnu. Félög hafnarverkamanna í Lissabon og Madeira, sem kommúnistar stjórna, krefjast nýs vinnufyrir- komulags, er mundi lengja til muna þann tíma, sem skip dvelj- ast í þessum höfnum. Mikill meiri- hluti þessara skipa er rússneskur. Portúgölsk yfirvöld óttast að tilgangur verkalýðsfélaganna sé fyrst og fremst sá að gefa sovézk- um leyniþjónustustarfsmönnum, sem eru í hverju einasta kaupskipi Rússa á heimshöfunum, betra næði til að rannsaka nýjustu hernaðarframkvæmdir NATO, eins og við Madeira-stöðina. Bretar hafa þegar hafið viðræð- ur við Portúgala um sölu á Lynx- þyrlum, sem eru vopnaðar Sea- Skua gagnskipaflaugum, í nýju freigáturnar, sem hægt væri að knýja með Rolls Royce-gastúrbín- um. Fjallmenn hafa þurft að draga fé úr fönn og skurðum B«\ Ilöírtastriind. 9. október. SLÁTURTÍÐ stendur nú sem hæst á Sauðárkróki og mikið kapp lagt á að ljúka verki. sér- staklega úr Fljótum og dölum i austurfirðinum. þar sem fjall- menn hafa þurft að draga fé úr fönn, skurðum og öðrum hættum. bó ekki sé fullséð hver meðalvigt verður á dilkum, þá er sýnilegt að meðalvigtin er mjög misjöfn, jafnvel 12—18 kiló á milli bæja. Þyngsti dilkur. sem mun hafa komið til þessa, úr Austur- Fljótum. vó 29,9 kíló. — Björn Bændur illa búnir undir harðan vetur IIÚKavík. 9. október. í ELLEFU daga hefur verið hér um slóðir stöðugur éljagangur og snjó- koma svo að víða er snjór í mjóalegg og sums staðar meira. En snjókoman hefur verið meiri eftir þvi, sem nær hefur dregið ströndinni. Þetta hefur á margan hátt valdið bændum miklum erfiðleikum. Siðustu leitir gengu illa svo að heimtur eru ekki góðar. herra hefur þetta í hendi sér. Uppbygging félaganna gömlu og Flugleiða hefur staðið í 43 ár: Ætl- ar ráðherra að riðla þessu? Það er ekkert sem segir að Arn- arflug muni ráða allt þetta fólk, reynslan hefur líka kennt okkur annað. Hvað gerði t.d. íscargo? Þeir leigðu erlendar vélar, erlenda flugmenn, erlenda vélstjóra, er- lendar flugfreyjur og erlenda flug- virkja. Hvar er nú áhugi ráÁ herra á atvinnumöguleikum starfsmanna okkar? Var þetta bara pólitísk sýndarmennska í fyrra? Láir mér nokkur þótt ég spyrji: Hverjum er verið að hygla? Hvern er verið að vernda? Hjá Arnarflugi er myndin svipuð. Stærsti hluti af þeirra starfsemi er erlendis. Geir Hauksson og aðr- ir flugliðar munu sennilega koma inn á þessi mál á eftir, og gaman væri að heyra ályktun Flugvirkja- félagsins. Nei, kæru starfsmenn, staða okkar verður ekki tryggð með mörgum veikburða félögum. Hún er bezt tryggð með öflugum Flugleiðum. Hún er bezt tryggð með vel reknum Flugleiðum. Ilún er bezt tryggð með sterkri sam- stöðu og sameiginlegu átaki okkar allra. Ég fagna því, að svona mörg stéttarfélög standa að fundarboð- inu. Ég vona, að þessi fundur leiði til enn frekari samvinnu. Stönd- um öflugan vörð um Flugleiðir. Flugleiðir eru fólk: Traust fólk hjá góðu félagi. Sláturfé hefur víðast verið á fullri gjöf hér í lágsveitum og allt fé er komið á einhverja gjöf þó reynt sé að beita því með. Sláturféð hefur lagt mikið af svo að tjón bænda vegna tíðarfarsins mun vera orðið töluvert. Nautgripir eru fyrir nokkru allir komnir á hús. Heyfeng- ur sumarsins mun í meðallagi, en misjafn að gæðum svo að segja má að almennt muni bændur ekki vera of vel undirbúnir fyrir harðan vetur eins og útlit er fyrir. Sjósókn hefur verið mjög stopul og eftir veiði síðustu daga virðist síldin hafa fært sig og vera að hverfa af miðum hér. — Fréttaritari Staður: _ Lækjarbrekka í Bemhöftstorfii ________Stlllltl:________ 9. oktúber kl.17 ______________SteU: ______ Bell, frá Gustavsberg ' Veitingastaðurinn Lækjarbrekka í Bernhöftstorfunni opnaði á föstudaginn var. Til hamingju! Glæsilegur staður í fallegu umhverfi. Auðvitað hefur undirbúningurinn verið tímafrekur. Allt skal vera vandað, stílhreint og falla vel við umhverfið. En valið á matar- og kaffistelli var auðvelt: Knútur Jeppesen arkitekt valdi auðvitað ,,Bell“ frá Kosta Boda í Bankastræti. Frábærlega falleg gæðavara úr eldföstum steinleir. Þaulhugsað notagildi. Kosta Boda býður fjölbreytt úrval af fallegum matar- og kaffistellum. Einnig allskonar gjafvörur, skálar, bakka, kertastjaka og borðbúnað. ^ Allt vönduð merki frá víðfrægum sænskum og ? þýskum framleiðendum. yl • * Komið við í Kosta Boda. Fallegar vörur í fyrirrúmi. *■% • *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.