Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÖ; j>RIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
Enn um
Lögréttuna
Eftir Jón
ísberg sýslumann
Á fjórðunKsþinKÍ NorðlendinKa
í byrjun september var mótmælt
frumvarpi til lögréttulaga, sem
latít hefir verið nokkrum sinnum
fyrir Alþingi en dafjað uppi. Sjón-
varpið tók viðtal við Má Péturs-
son, formann Dómarafélags
Reykjavíkur. M.a. sagði Már þá, að
við Norðlendingar hefðum bara
ekki lesið frumvarpið, því hefðum
við iesið það, myndi okkur þykja
það uott. Auðvitað var undanskilið
að við skildum það. Eg svaraði Má
nokkrum orðum í Morgunblaðinu.
Hann skrifar svo langa grein sem
svar 29. f.m. og heldur sig við
sama heygarðshornið og segir
nánast, þú hefur bara ekki lesið
frumvarpið eða skilur ekki hve
mikil framför það er.
Ég reyndi í minni fyrri grein að
skrifa fyrir hinn almenna borgara
eða vera sem sé ekki of faglegur.
Það þýddi, að ég tók frumvarpið
almennt en ekki öll hugsanleg af-
brigði, sem til greina gætu komið.
Auðvitað er markmið lögrétt-
unnar í sjálfu sér gott, en það er
að hraða málsmeðferð og aðgreina
meira framkvæmdavald og
dómsvald. Ég endurtek það sem ég
hefi sagt áður, að tilkoma lögrétt-
unnar skiptir engu máli fyrir
borgara Stór-Reykjavíkursvæðis-
ins, vegna þess að þar verður
ástandið nánast óbreytt, bara
skipt um nafn, en samþykkt frum-
varpsins óbreytts skiptir sköpum
fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
Segja má, að grein Más skiptist
í 3 meginkafla. I fyrsta kaflanum
greinir hann frá því, að lögréttu-
frumvarpið sé gott, því Ólafur Jó-
hannesson og þrír aðrir dóms-
málaráðherrar séu því meðmæltir
og svo sé þetta svona á hinum
Norðurlöndunum. I öðrum kafla
er nafnbreyting á dómstólunum í
Reykjavík talin nauðsyn vegna
þess að starfandi dómarar séu svo
reyrðir í fjötra vanans að þeim
verði ekki mjakað nema með rót-
tækum aðgerðum. Og svo síðasti
kaflinn, sem gæti heitið, ef hæfi-
leg illgirni er notuð: „Þú ert svo
vitlaust að þú veist ekki hvað þú
Eftir Guðjón
B. Baldvinsson
Þessar spurningar eru áleitnar,
þegar hugsað er til þeirra, sem
lokið hafa starfsæfi sinni, eins og
sagðt er um þá sem hverfa af
vinnumarkaðnum, og eiga að lifa
af eftirlaunum eða ellilífeyri.
Ættum við ekki að huga betur
að undirbúningi fyrir efri árin?
í þessum málum eiga stéttarfé-
lögin íslensku óplægðan akur. Og
eigum við ekki að segja að launa-
greiðendur eigi líka skuld að
gjalda í þessum efnum. Vissulega
eru til atvinnufyrirtæki, sem gefa
starfsmönnum sínum kost á að
vinna meðan nokkur starfgeta er
eftir hjá þeim, en hvað lengi geng-
ur sá máti? Og er endilega víst að
það henti alltaf best hverjum ein-
staklingi, getur æfikvöldið ekki
orðið bjartara og auðnuríkara
með öðrum hætti? Sannarlegar er
margur maðurinn orðinn þræll
vinnunnar á miðjum aldri, en
hvað lengi á það að ganga? Fleira
er vinna en starfið, sem verið hef-
ert að tala um, auk þess hefur þú
ekki lesið frumvarpið allt.“
I þessari grein, sem hinni fyrri,
ætla ég að reyna að skrifa fyrir
þá, sem raunar þekkja ekki þessi
mál nema að takmörkuðu leyti.
Lögréttufrumvarpið þarf ekki í
sjálfu sér að vera gott eða til bóta,
þótt góðir og gegnir menn styðji
það. Mörg dæmi eru til þess að
mjög hæfum mönnum getur mis-
sýnst. Ég veit, að Ólafur Jóhann-
esson er góður fræðimaður og ég
ber virðingu fyrir lagaþekkingu
hans. En beitti hann sér fyrir lög-
festingu lögréttunnar? Hann lagði
fram frumvarpið, það er rétt. Hins
vegar hef ég þá trú á áhrifum
Ólafs, að honum hefði verið auð-
velt að koma frumvarpinu í gegn-
um þingið, hefði hann lagt á það
áherslu. Það gerði hann ekki,
sennilega vegna þess að hér voru
mörg nýmæli á ferðinni, sem hann
vildi að menn hugsuðu og ræddu.
Hina tvo ráðherrana, þá Stein-
grím og Vilmund, þarf ekki að
ræða af augljósum ástæðum. Þá er
það núverandi dómsmálaráðherra.
Ég varð ekki var við sérstakan
þrýsting frá honum síðastliðinn
vetur um að afgreiða lögréttu-
frumvarpið. Svo þessi röksemda-
færsla Más er harla lítils virði,
enda öll í ætt við ljóðlínurnar sem
einu sinni voru mikið notaðar og
hljóðuðu eitthvað á þessa leið:
„Því annar eins maður og sir Oliv-
er Lodge fer ekki með neina lygi.“
Ég viðurkenni fúslega að ég er
ekki fær um að rökræða um
Landsréttinn í Danmörku eða
samsvarandi dómstig á hinum
Norðurlöndunum og samanburð á
þeim og lögréttunni, ef að lögum
verður. En það eru bara engin rök
að segja, að þetta sé svona á hin-
um Norðurlöndunum. Þetta er
minnimáttarkennd, svona svipuð
sem við verðum stundum vör við
hjá einstaka mönnum úti á lands-
byggðinni gagnvart Reykjavík.
Auðvitað eigum við að hafa sam-
vinnu við nágranna okkar og nýta
allt gagnlegt frá þeim, en það er
ekki það sama og gleypa við öllu
sem frá þeim kemur að óathuguðu
máli. Ég held, að þegar hafi of
mikið verið gert af því, svo þessi
rök Más falla um sjálf sig.
ur brauðgefandi lengst af æfinnar.
Við megum ekki ganga út frá
því sem gefnu að „deyja með
skóna á fótunum" þ.e. falla frá við
starf. Mannsæfin lengist stöðugt,
og með aukinni tækni styttist
starfsæfin stöðugt á næstu ára-
tugum. Starfsgetan og starfslöng-
unin hverfur ekki samtimis,
starfsþörfin líður ekki frá, sem
betur fer þá er starfsgleði mörg-
um lífshamingja, og þá tilfinningu
ber að auka og varðveita m.a. með
því að lengja starfsæfina fram á
elliárin.
Vonandi verður skilningur les-
andans það rúmur að ekki sé ein-
blínt á erfiðustu störfin og þau
allra hversdagslegustu. Fjöl-
breytni starfa er mikil og ekki síst
þegar litið er til tómstundaiðkana.
Endurhæfingarnámskeið eru
ekki eingöngu fyrir þá, sem eru að
starfi, þau eiga líka að vera fyrir
þá, sem þurfa að aðlaga sig breytt-
um lífsháttum vegna aldurs.
Endurhæfingin á að miðast við
það að auðga líf þeirra er njóta,
ekki bara létta handtökin og auka
hagræðingu í og við þau verk, sem
„Lögréttufrumvarpið
þarf ekki í sjálfu sér
að vera gott eða til
bóta, þótt góðir og
gegnir menn styðji
það.“
Jón ísberg
Þá er komið að öðrum kaflan-
um. Þar er rætt um seinagang
dómsmála. Við Már erum sam-
mála um, að slíkt er ekki hægt að
þola. Mín lausn er sú, að fjölga
dómurum og jafnvel að aðskilja
dómsvald og framkvæmdavald og
stofna nýjan héraðsdóm, þar sem
aðstæður eru fyrir hendi, t.d. á
Akureyri. En Már segir umbúða-
laust: „dómarar eru fallnir í ein-
hvern doða, í raun og veru eru þeir
nógu margir, en bara af vana
draga þeir og draga málin. Þessu
verður ekki breytt nema með
þeirri „sykkologisku" aðferð að
gefa dómstólunum nýtt nafn.“
Við Már erum báðir það gamlir
í hettunni að við lærðum þríliðu-
reikning í barnaskóla, sem nú er
víst hætt að kenna, vegna þess að
hætt var að kenna hann í Svíþjóð.
En dæmið myndi hljóða svo: ef
einn dómari t.d. dæmir 5 dóma á
mánuði, hvað dæma þá 2 dómarar
marga dóma? við Már báðir fengj-
um töluna 10, ef við notuðum
barnalærdóminn, eða er það ekki,
Már? Er kannske deyfðin og van-
inn það sterkur að hann drepur
niður rökfræði stærðfræðinnar?
Ég held ekki að dómarar á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, því
innt eru af hendi, heldur og létta
skapið örva vinnugleðina og auð-
velda þátttöku í fjölbreyttari við-
fangsefnum. Lífið er ein heild,
þess vegna er engin mótsetning í
því að lifa í núinu og skipuleggja
um leið síðasta æfiskeiðið. Besta
skipulagningin er að hagnýta vel
þá möguleika, sem lífið býður í
dag.
þetta á fyrst og fremst við þá, eigi
þessa kveðju skilið frá formanni
félags þeirra. Það sem ég þekki til
þessara manna er ekki annað en
það, að þetta eru samviskusamir
og góðir dómarar, sem vinna verk
sitt vel. Þeir komast bara ekki yfir
allt það, sem þeir þurfa að gera.
Það hefur aldrei hvarflað að mér,
að í raun og veru væru þetta þræl-
ar vanans sem gætu afkastað
miklu meira og gerðu ef þeir
fengju bara nýjan titil. Svona ein-
föld geta málin stundum verið!
Við Már getum nú varla búist
við að margir lesi þessar greinar
okkar. Ef til vill nokkrir dómarar
og lögfræðingar og svo nokkrir
kunningjar okkar. Ég gæti t.d. bú-
ist við að fjármálaráðherra eða
viðskiptaráðherra litu yfir grein-
arnar, annar er nú þingmaður
minn og hinn gamall starfsfélagi
úr Háskólanum. Þarna geta þeir
séð mjög góða leið til þess að neita
Borgardómi Reykjavíkur og fleiri
dómurum hér á höfuðborgarsvæð-
inu um meira fjármagn til þess að
geta ráðið nýja dómara. Þeir
myndu einfaldlega segja við yfir-
borgardómarann: „Reyndu bara
að hrista upp í stofnuninni og
láttu helvítin vinna fyrir kaupinu
sínu. Þú mátt breyta nafni dóms-
ins ef þú vilt, ef þú getur með því
margfaldað afköstin." Það er nú
stundum betra, Már, að hugsa áð-
ur en talað er, að ég tali nú ekki
um áður en skrifað er. Svo má nú
svona rétt í leiðinni vekja athygli
á grein eftir Curt Olsson doktor
juris, forseta Hæstaréttar Finn-
lands, í nýútkomnu tímariti lög-
fræðinga. Hann ræðir um aukinn
málafjölda fyrir dómsstólum og
seinkun mála þess vegna. Hann
segir: „Við málafjölguninni hefur
verið brugðist með því að auka af-
kastagetu dómsstólanna fyrst og
fremst með því að fjölga dómurum
svo og með lagabreytingum og
bættum vinnubrögðum." Hvað
segir Már nú um hina norrænu
fyrirmynd?
Þá er komið að síðasta kaflan-
um þar sem Már gefur enn í skyn,
að ég hafi ekki lesið frumvarpið.
Látum það liggja á milli hluta. Ég
ætlaði ekki -að hafa þessa fyrri
grein neina doktorsritgerð og til-
greina alla möguleika, sem til
greina gætu komið. Það er útaf
fyrir sig rétt hjá Má, að heimild er
í 2. mgr. 25. gr. frumvarpsins að
stefna máli fyrir héraðsdóm, sem
annars ætti að stefna fyrir lög-
réttu, en hvað segir greinargerð
frumvarpsins um þetta atriði?:
„að athuguðu máli hefur réttar-
farsnefndin nú einnig gert tillögu
um að málum, sem lögrétta á að
fjalla um, megi stundum stefna
fyrir héraðsdóm er fari með málið
í upphafi. Má vera að með þessu sé
nokkuð dregið úr þeim óþægind-
um, er kunna að fylgja því að
„Menningarlíf hefur
ekki gefið þér tóm til
að lifa, máski vegna
þess að svokölluð lífs-
þægindi hafa glapið
þér sýn“
Áhugaefni þurfa menn að eiga
auk starfsins, áhugamál, viðfangs-
efni, sem tekið er til við og endast
til dægrastyttingar og lífsfyll-
ingar daginn, sem þú lætur af
störfum, og þá daga sem þú átt þá
ólifaða. Vinnandi maður heldur
ekki heilsu, ef ekkert er til að fást
við nema borða, sofa og horfa á
sjónvarp. En heilsugæsla á auðvit-
að að miðast við langlífi með lík-
ams og sálarkröftum að fullu mið-
að við aldur. Það mun verða í und-
andrætti fyrir flestum að fitja upp
dómþing lögréttu er ekki lögskip-
að utan Reykjavíkur.“ Ja, bragð er
að þá barnið finnur.
Már telur, að sýslumaður Húna-
vatnssýslu og þá væntanlega flest-
ir eða allir héraðsdómarar muni
þingfesta flest ef ekki öll iögréttu-
mál. Undantekningin verði að að-
alreglu. Málin undirbúin heima og
bara dæmd fyrir sunnan. Þarna
skaust upp úr Má nákvæmlega það
sem ég hefi haldið fram eða hreint
út sagt: „Þið megið vinna allt
verkið og eruð ekkert of góðir til
þess en hafið ekki vit né þekkingu
til þess að dæma, það á að gera í
Reykjavík."
Ég skal nú viðurkenna að ég skil
ekki afstöðu Más til sátta. Dóm-
ara ber skylda til að leita sátta.
Áður fyrr meðan aðilar mættu
sjálfir var stundum hægt að ná
sáttum. Ef lögmenn mæta, má
segja að það sé næstum vonlaust
einfaldlega vegna þess að kostnað-
ur er orðinn of mikill og menn lifa
í voninni um að vinna málið, ann-
ars færu þeir ekki í mál. Ef maður
reynir að sætta menn, verður
hann að virða sjónarmið beggja og
vera sjálfur hlutlaus. Það er hægt
að koma með tillögu að sátt, en að
ætla sér að segja mönnum álit sitt
á málefninu og fá þá til þess að
virða það sjónarmið, er hæpið, svo
ekki sé meira sagt. Sá sem finnur
að sáttamaður fellst ekki á sjón-
armið sitt er tortrygginn. Ég hefi
nokkra reynslu í þessu. Einu sinni
sat ég fundi með tveimur mönnum
frá hádegi til miðnættis. Þá voru
komnar á sættir en annar aðilinn
lagði prennann þrisvar frá sér áð-
ur en hann skrifaði undir. Ég
hafði mínar skoðanir á málinu.
Úrslitin voru ekki öll í samræmi
við þær. En að mér dytti í hug að
flíka þeim var víðsfjarri enda eng-
inn árangur þá orðið.
Nú verða sáttanefndir aflagðar
frá og með næstu áramótum.
Jafnframt verða þinghám breytt
þannig að sýsla verður þinghá í
stað hreppa áður. Vegna breyttra
samskiptamöguleika voru sátta-
nefndirnar orðnar úreltar. Ég
held hins vegar að með breytingu
á þinghám hefði átt að endurvekja
sáttanefndirnar og fela þeim úr-
lausn smaérri mála. Þá hefði verið
hægt að koma á föstum þingdög-
um í flestum umdæmum landsins
og þannig skapað meiri festu í
dómsmálakerfinu. En ekki meira
um það.
Og heldur Már sér við undan-
tekningarnar pg vitnar í 16. og 2.
mgr. 7. tölul. í leiðinni má benda
á, að frumvarpssmiðirnir hafa
sennilega ætlað sér að vera ný-
tískulegir og merkja greinarnar
samkvæmt því, en ruglast í kerf-
inu. Halda sem sagt gömlu greina-
skiptingunni en ætla að sýna til-
þrif og fylgjast með tímanum en
það bögglast fyrir þeim og útkom-
á einhverju alveg nýju þegar líf
ellilaunaáranna hefst.
Tómstundaiðjan, hver sem hún
er, verður að vera í sjónmáli og vel
það, þegar þú leggur frá þér eða
yfirgefur starfstæki þín á vinnu-
stöð þinni og hverfur alfarið til
þíns heima.
Vinnukergjan hefur e.t.v. hel-
tekið þig oftast af þörf fyrir meiri
peninga, fjöldskyldulífið hefur
goldið þess, menningarlíf hefurðu
ekki gefið þér tóm til að lifa,
máske vegna þess að svökölluð
lífsþægindi hafa glapið þér sýn, en
maðurinn lifir ekki af einu saman
brauði.
Vinnudagur íslensks almenn-
ings þarf að styttast a.m.k. þarf að
ætla tíma til að búa sig undir ell-
ina. Það er menningarmál, and-
legt velferðarmál, heilsuvernd og
heilbrigð umgengi meðal fólks, að
ætla æfikvöldinu friðsæld, sáíar-
jafnvægi það, sem gefur lífinu
ómælt gildi.
Launagreiðendum kemur það til
góða sem öðrum þjóðfélagsþegn-
um að sem flestir eigi kost á
endurhæfingu fyrir starfslok, það
léttir öllum lífið og mannlífið er
þess virði að hlúa að því.
Manngildið er miklu meira virði
Hugsar þú fyrir morgimdeginum?