Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
21
Verðlagsforsendur fjárlagafrumvarps 1982 - 33% ,jeiknitala“:
Engin f járveiting til
komandi kjarasamninga
HEILDARTEKJUR ríkissjóðs
fyrir árið 1982 eru áætlaðar 7.799
miilj. kr. samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi ársins 1982, en heild-
argjöld 7.648 miilj. kr. Rekstrar-
afgangur er þvi 151 milij. kr.
Reiknitala frumvarpsins varð-
andi hugsanlega hækkun verð-
lags og launa er miðuð við 33%
milli áranna 1981 og 1982 og að
sögn Ragnars Arnalds fjármála-
ráðherra á fréttamannafundi,
sem hann boðaði til i gær til
kynningar á frumvarpinu, er
tala þessi engan veginn raunhæf
hvað varðar niðurstöður fjárlaga
og sagði hann i þvi sambandi að
ríkisstjórnin myndi lenda I veru-
legum vandræðum, ef verðbólgan
kæmi til með að nema lægri upp-
hæð, en þessum 33%. Þess má
geta að sams konar reiknitala
nam 42% I fjárlagafrumvarpi
ársins 1981, en fjármálaráðherra
lýsti því yfir að útlit væri fyrir að
meðaltalshækkun milli áranna
1980 til 1981 yrði 50%, en hins
vegar segir í fréttatilkynningu
frá fjármálaráðherra, að vænt-
anleg hækkun frá upphafi til
loka árs 1981 verði 40%.
Fjármálaráðherra gerði í upp-
hafi fundarins grein fyrir helstu
niðurstöðutölum fjárlagafrum-
varpsins og skiptingu þeirra.
Hann sagði frumvarpið byggt á
sama grundvelli og fyrri frum-
vörp. Stefnt væri að jafnvægi í
ríkisbúskapnum, nokkur rekstr-
arafgangur væri og ekki greiðslu-
halli. Að vísu væri greiðslustaðan
nálægt núlli og í rekstrarstöðunni
væri tekið tillit til greiðslustöð-
unnar.
I tekjuáætlun frumvarpsins
nema óbeinir skattar 6.327 millj.
kr. og beinir skattar 1.355 millj.
kr., aðrar tekjur nema 117 millj.
kr. Á gjaldahlið eru neyslu- og
rekstrartilfærslur 3.440 millj. kr.,
samneyslan 3.168 millj., fjárfest-
ingar 484 millj. og fjármagnstil-
færslur 709 millj.
í ráðstöfun ríkistekna nema út-
gjöld til tryggingamála hæstri
upphæð, eða 2.159 millj. kr., þá
koma fræðslumál 1.028 millj.,
heilbrigðismál 618 millj. kr., vega-
mál 566 millj. kr., niðurgreiðslur
466 millj. kr., búnaðarmál 314
millj. kr., dómgæslu- og lögreglu-
mál 285 millj., vaxtagreiðslur 264
millj. kr., samgöngumál, önnur en
vegamál, 211 millj. kr., orkumál
181 millj. kr., húsnæðismál 169
millj. kr., lífeyrisgreiðslur 105
millj. kr. og annað 1.282 millj. kr.
I sambandi við ráðstöfun ríkis-
tekna var fjármálaráðherra að því
spurður á fundinum, hver upphæð
sú væri, sem ráðherrar og m.a. að-
stoðarmaður forsætisráðherra
hafa lýst yfir að teknar yrðu til
hliðar til ráðstöfunar í komandi
kjarasamningum, en í síðasta
fjárlagafrumvarpi var sérstakur
liður, nefndur „til efnahagsað-
gerða" upp á 12 milljarða gkr.,
áætlaður í því skyni. Fjármála-
ráðherra svaraði því til, að fréttir
um slíka fjárveitingu væru ekki
réttar, — enginn slíkur liður væri
í fjárlagafrumvarpinu nú. Hann
var þá spurður hvort ríkisstjórnin
hygðist þá ekki veita fjármunum í
þessu skyni og svaraði hann því
til, að slík fyrirgreiðsla yrði áfram
til umfjöllunar í ríkisstjórn. Ef
slíkt yrði talið nauðsynlegt kæmi
ákvörðun um fjárveitingu til um-
fjöllunar í meðferð frumvarpsins
á Alþingi. „Þetta er eingöngu til-
færsluatriði," sagði ráðherrann.
í lánahreyfingum kemur í ljós,
að áætlun er um fjáröflun alls
með lánum að upphæð 1.185 millj.
kr., þar af í erlendum lánum 665
millj. kr. Upplýsti fjármálaráð-
herra á fundinum að þær 665
millj. kr. í erlendum lánum næmu
þó aðeins um einum þriðja af
heildarlántökum erlendum. Fram
myndi koma að erlendar lántökur
næmu alls um 2.000 millj. kr. á
árinu 1982 og kæmu til viðbótar
lántökur ýmissa opinberra fyrir-
tækja, sveitarfélaga og lántökur
til einstakra verkefna. Fjármála-
ráðherra sagði þó að þrátt fyrir þá
upphæð teldi hann erlendar lán-
tökur aðeins aukast um 18—19%
frá árinu 1981.
Undir liðnum „önnur innlend
fjáröflun", sem talin er nema 143
millj. kr. sagði fjármálaráðherra
vera lán frá Byggingasjóði ríkis-
ins, lán frá Lífeyrissjóðum til
fjárfestingasjóða, einnig 3% af
innlánsaukningu bankastofnana,
svo það helsta væri nefnt.
Stefnt er að því í frumvarpinu,
að sögn Ragnars Arnalds, að
greiða niður skuld við Seðlabanka
Islands um 120 millj. kr. og sagði
hann skuldastöðuna við bankann
þrátt fyrir það koma til með að
standa í stað í krónutölu, en spá
væri um að skuldin muni nema 1,6
til 1,7% af vergri þjóðarfram-
leiðslu á árinu 1982.
Ragnar Arnalds lagði áherslu á
að aðhaldi yrði beitt í ríkisbú-
skapnum, en þrátt fyrir stranga
aðhaldsstefnu yrðu framlög aukin
verulega til nokkurra málaflokka.
Bæri þar hæst framlög til félags-
legra íbúðabygginga, en framlag
ríkissjóðs til Byggingarsjóðs
verkamanna hækkaði um 48,4%
frá fjárlögum 1981. Þá væri fyrir-
hugað stórátak í vistunarmálum
aldraðra, framlög til vegamála
yrðu einnig hækkuð. Þá væri
stefna ríkisstjórnarinnar að efla
listastarfsemi og yrði framlag rík-
issjóðs til þessa verkefnis tvöfald-
að að krónutölu, úr 9,3 millj. kr.
1981 í 19,0 millj. kr. 1982. Að-
spurður um hvar dregið yrði sam-
an til að mæta þessum auknu út-
gjöldum sagði hann erfitt að
benda á einstaka þætti, en veru-
legur samdráttur yrði á fjárveit-
ingum til fjárfestingasjóða og um
annan samdrátt mætti nefna sem
dæmi, að fyrirhugað væri að
fækka ferðum skipa Landhelgis-
gæslunnar.
Aðspurður um framkomnar
fréttir um samdrátt í fjárveiting-
um til Háskóla íslands sagði fjár-
málaráðherra að þær fréttir væru
ekki réttar. Háskólinn myndi
halda sínu miðað við sama
kennslumagn og veitt væri heim-
ild til nokkurra nýrra kennara-
staða.
I fréttatilkynningu ráðherra
kemur einnig fram, að ekki eru
uppi áform um verulegar breyt-
ingar á löggjöf um tekju- og
eignaskatt á komandi ári. Hins
vegar er fyrirhugað að frumvarp
um staðgreiðslu skatta verði
fljótlega lagt fram á Alþingi.
Verði staðgreiðslufrumvarp að
lögum fyrir áramótin 1982/83 og
segir í tilkynningunni að gangi
undirbúningur vel, sé hugsanlegt
að hefja innheimtu skatta sam-
kvæmt staðgreiðslukerfi í ársbyrj-
un 1983. Til þess að svo verði þarf
Alþingi að samþykkja sérstök lög
haustið 1982 um upphaf stað-
greiðslu og skatthlutföll miðað við
áætlað verðbólgustig, þegar kerfið
kemur til framkvæmda.
Þá er miðað við í frumvarpinu,
að tímabundnir skattar, sem lög-
um samkvæmt ættu að falla niður
um næstu áramót, verði fram-
lengdir, þó ekki sérstakt tíma-
bundið innflutningsgjald á sæl-
gæti og kexi, sem fellur niður í lok
febrúar 1982. Skattvísitala er
ákveðin 150 stig í frumvarpinu.
Þá kemur einnig fram í frétta-
tilkynningunni að nú í þingbyrjun
verður lagt fram nýtt frumvarp
um breytingar á söluskattslögum,
sem stefnir að því að herða inn-
heimtu og tryggja betra eftirlit
með álagningu skattsins. Þá er
unnið að endurskoðun tollskrár og
aðflutningsgj alda.
Fjárfestinga- og lánsfjáráætlun
fyrir árið 1982 hefur að sögn fjár-
málaráðherra verið unnin jafn-
hliða fjárlagafrumvarpinu og er í
meginatriðum frágengin. Fjár-
málaráðherra sagði á fundinum að
væntanlega yrði áætlunin lögð
fram á Alþingi fyrir /yrstu um-
ræðu fjárlagafrumvarpsins. Hann
sagði nokkra þætti enn óútrædda,
svo sem ákvörðun um hvort tengja
ætti línuna Höfn í Hornafirði/
Sigalda og einnig nokkra innlenda
fj ármögnunarliði.
Þá sagðist fjármálaráðherra
vænta þess, að ákvörðun um
næstu virkjun landsmanna yrði
tekin nú fljótlega. Gert væri ráð
fyrir ákveðnum lánum til virkjana
landsmanna og myndu þær upp-
hæðir, sem til þeirra væru áætlað-
ar, ekki breytast við þá ákvarð-
anatöku, en það kemur fram í
fréttatilkynningu ráðherrans, að
mikilvægum framkvæmdaáföng-
um í orkumálum, eins og þar seg-
ir, ljúki á þessu ári og ljóst sé, að
nokkuð dragi úr framkvæmdum á
næsta ári að magni til, en heildar-
fjárfesting er áætluð í frumvarp-
inu 24% þjóðarframleiðslu í stað
25,5% í ár.
Þess má einnig geta, að í 6. gr.
fjárlagafrumvarpsins er gert ráð
fyrir að heimild fáist til allt að 10
millj. kr. lántöku vegna flugstöðv-
arbyggingar í Keflavík. Þess er
getið í fréttatilkynningu fjármála-
ráðherra, að ljóst sé að af ákvörð-
un um byggingu flugstöðvar verði
ekki nema allir ráðherrar sam-
þykki.
Frá fréttamannafundi fjármálaráðherra I gær. Lengst til hægri á myndinni er nýskipaður hagsýslustjóri
Magnús Pétursson, sem fjármálaráðherra kynnti á fundinum, en á hægri hlið Magnúsar er Gísli Blöndal
fyrrum hagsýslustjóri. Fremst á myndinni er Bolli Bollason frá Þjóðhagsstofnun. Við borðsendann fjár-
málaráðherra, Ragnar Arnalds.
Ljt'ksm. Mbl. Emilia.
Collonil
vernd fyrir skóna,
leöriö, fæturna.
Hjá fagmanninum.
& Armúla 16 simi 38640
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armstrong LOFTAPLCfTUR
KDRkOPLAST GÓLFFLÍSAR
TJ’ahmaplast EINANGRUN
GLERULL STEINULL
Tremix
TQfiAR
Nýju lauf-léttu vibrator-
arnir frá TBEMIX eru
timanna tákn
Þeirra tíma er allt verður
einfaldara og LÉTTARA
Þeir vega aðeins nokkur
kilógrömm, en gera samt
allt sem ætlast er til af
vibrator
25 ára reynsla TREMIX I
framleiðslu steypuvibra-
tora til notkunar um viða
veröld, er trygging fyrir
góðum árangri
OG fyrir þá sem puða i
steypuvinnu ætti sá lauf-
létti að vera eins og af
himnum sendur
TREMIX ER SÆNSK
GÆOAVARA
Kynnið ykkur málin áður
en steypublllinn kemur
LANDSSMKUAN
“E 20 6 80