Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981 F áein orð um fransk- brauð sem megrunar- og hollustuvöru eftir Laufeyju Steingrímsdóttur, nœringarfræöing Norrænni brauðviku er nú ný- lokið ok fer hver að verða síðastur að næla sér í sneið af nýbökuðu VíkinKabrauðinu. Þessi vikukynn- ing á brauðum var vel til fundin, or hefði, ef betur hefði verið til hennar vandað, aukið skilning al- mennings á gildi og hollustu þess- arar undirstöðufæðu okkar, og jafnvel kveðið niður að einhverju leyti þá fordóma, sem allt of margir hafa gegn brauðmat. Því var leitt að heyra strax í vikubyrjun talsmenn bakara hefja upp áróður, sem lítið átti skylt við fræðslu, en brynja sig jafnframt með áliti erlendra næringarfræð- inga á því hversu margar brauð- sneiðar íslendingar ættu helst að eta — heilsunnar vegna. Einn talsmaður bakara (viðskiptafræð- ingur að mennt) lýsti því þannig yfir í útvarpi, að það væri útbreiddur misskilningurað hveitibrauð væri óholl, öll brauð væru holl, sum brauð væru bara ennþá hollari en önnur. Með heim- spekilegri rökvísi mætti sjálfsagt til sanns vegar færa, að öll fæða sé holl, bara í mismiklum mæli. Hins vegar hrekja slíkar hártoganir ekki þá alkunnu staðreynd, að franskbrauð eru fyrst og fremst orkugjafi, að miklu leyti sneydd vítamínum, járni eða trefjaefnum, þar sem gróf brauð eru mikilvæg- ur gjafi þessara bætiefna. Tals- manni til nokkurrar málsbótar, þá hefur hann ef til vill fengið upp- lýsingar um hollustu brauða frá „Franskbrauð eru fyrst og fremst orku- gjafi, að miklu leyti sneydd vítamínum, járni eða tref ja- efnum.“ einhverju norðurlandanna, þar sem járn og vítamínbæting bak- arahveitis er lögboðin. Hér á landi er ekki um slíkt að ræða, og því er hollusta hveitibrauða að þessu leyti lakari hér en víða annars staðar. Annað atriði í almennings- fræðslu brauðvikunnar var það, að „brauð væru alls ekki fitandi og æskilegur skammtur kyrrsetu- manns væri a.m.k. 6—8 brauð- sneiðar á dag“. Það er rétt, að brauð eru ekki jafn orkurík eða „fitandi“ og margir telja. Ein ósmurð brauðsneið veitir þannig á bilinu 50—80 kcal, sem er sam- bærilegt við eitt epli eða lítið glas af undanrennu. Hins vegar borða fæstir Islendingar brauðið þurrt og áleggslaust. Ein teskeið af smjöri, smjörlíki eða majonesi breytir dæminu að mun, og bætir 40 kcal ofan á brauðsneiðina, og áleggssneið af kjöti eða osti (20 g) eykur orkuna enn frekar um 50—70 kcal. Ein brauðsneið, hóf- lega smurð og án nokkurs íburðar í áleggi veitir því varla innan við 150 kcal. Sé hins vegar meira í hana lagt, t.d. skreytt majonesi, hleypir það orkunni upp all hast- arlega. Án nokkurra skreytinga eða bruðls veittu hins vegar átta smurðar brauðsneiðar með áleggi að öllum líkindum 8x150 kcal, sem jafngildir 60% orkuþarfar ungra kvenna, en hvorki meira né minna en 70% meðalneyslu kvenna yfir fimmtugt. Karlar ættu mun auð- veldar með að rúma brauðsneið- arnar átta, þar sem orkuþörf þeirra er töluvert meiri, en tæpur helmingur heildarneyslu þeirra væri fólginn í brauðinu ásamt áleggi. Brauðið er mikilvægur þáttur í okkar fæðu, og flestum væri hollt að auka hlut þeirra á kostnað fitu, sætinda og sætabrauðs. Það er til dæmis góður siður að bera fram ósmurt brauð með heitum réttum rétt eins og margir Evrópubúar gera. Bakarar hafa líka komið til móts við óskir almennings um holla og góða vöru, og hér er nú á boðstólnum fjölbreytt úrval af góðu og næringarríku brauði. Það framtak bakara ber að þakka, vönduð vara þeirra mælir með sér sjálf, en áróðursskothríð, sem hæfir hátt yfir mark dregur frek- ar úr trausti almennings á vör- unni og fræðslu um næringu hennar og hollustu. Nokkur orð um hollustu brauða að lokinni brauðaviku eftir Herdisi Steingrimsdóttur matvcelafrœöing Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um hollustu brauða og virðast vera nokkuð skiptar skoðanir um það mál. eru einungis athugaðar gæti fólk haldið að lyft brauð eins og heil- hveitibrauð og franskbrauð inni- héldu mikinn sykur. Niðurstöður mælinga hafa þó sýnt annað. Nokkur næringargildi heilhveitibrauðs og franskbrauðs hitaein. %kolv. %sykur %trefjae. %fita %aska Bl-vít. B2-vít. kkal alls mg/lOOg mg/lOOg Heilhv.b. 220 48 0,23 4,0 1,9 2,0 0,17 0,07 Franskb. 233 49 0,27 2,0 2,9 1,7 0,05 0,06 Eru franskbrauð óholl? Á blaðamannafundi Landsam- bands bakarameistara 2. okt. síð- astliðinn spurðu blaðamenn mig um hvort ég teldi franskbrauð óholl. Svaraði ég því til, að út- skýra þyrfti hvað miðað væri við. Ef við værum að bera saman heil- hveitibrauð og franskbrauð kæmi í ljós, að franskbraut skorti að miklu leyti þau trefjaefni og víta- mín, sem heilhveitibrauð innihéldi og væri franskbrauð því gæða- minna en heilhveitibrauð. Aftur á móti, ef við bærum franskbrauð saman við fjölmargar fæðuteg- undir, sérstaklega fæðutegundir, sem innihalda mikið af fitu og sykri, er ekki hægt að segja að franskbrauð sé óhollt. Taflan hér að ofan sýnir, að þau franskbrauð og heilhveitibrauð, sem mæld voru innihalda mjög lít- ið af sykri, um 0,2%. Rétt er þó að geta, að brauðauppskriftir eru mjög breytilegar eftir framleið- endum og hafa bakarar óskað eftir því við mig að athuga sykurinni- hald í brauðum almennt, svo að þeir geti stillt uppskriftir sínar eftir þeim niðurstöðum ef með þarf. Aðrar tölur hér að ofan hef ég fengið úr næringaefnatölu < fæðurannsóknadeildar Rann- sóknarstofu landbúnaðarins og á þeim sést, að megin munur franskbrauða og heilhveitibrauða liggur í trefjaefna- og vítamín- magni eins og áður segir. Eru brauð fitandi? við höfum borðað okkar ákveðna skammt af orkuefnum getur lík- aminn ekki nýtt meira af þeim þó þeirra sé neytt, en geymir þau í formi fitu. Það má þvi segja að allar fæðutegundir séu fitandi, ef þeirra er neytt eftir að orkuþörf dagsins er uppfyllt. Brauð gefa mikla magafyllingu Brauð innihalda miðlungs hita- einingafjölda miðað við þéttleika, en hafa mikið magafylli fram yfir margar fæðutegundir. Þau inni- halda lítið af fitu og sykri, mikið að flóknum kolvetnum og eru ágætis hvítugjafar. Kolvetni og heilsan Að lokum vil ég vitna í bók dr. Jóns Óttars Ragnarssonar, mat- vælafræðings, Næring og heilsa, en þar segir: „Flestir eru sammála um að neysla á flóknum kolvetn- um á borð við sterkju og trefjaefni sé mjög æskileg, en að sykur- neysla sé óæskileg nema í hófi.“ Ilerdis Steingrímsdóttir, matvælafræðingur Landsam- bands bakarameistara. Vetraráætlun Arnar- flugs innanlands: Flognar verða 38 ferðir í viku til 11 staða Vetraráætlun Arnar- flugs er nýlega gengin í gildi. Arnarflug flýgur nú áætlunarflug til 11 stada vestan- og norðanlands. í vetur verða alls 38 ferðir frá Reykjavík í viku hverri. Til Stykkishólms verður flogið fimm sinnum í viku, þ.e. alla daga nema þriðjudaga og föstudaga. Til Grundarfjarðar verða tvær ferðir í viku, mánudaga og föstudaga. Til Rifs verður flogið fimm daga í viku, alla daga nema þriðjudaga og fimmtudaga. Til Reykhóla verður flogið á mánudögum, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum til Bíldudals. Fjórar ferðir verða síð- an í viku til Flateyrar, sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Sömu daga verður flogið til Suðureyrar. Til Gjögurs verður flogið á mánudögum og fimmtudögum, sömuleiðis til Hólmavíkur. Fimm ferðir verða í viku hverri til Blönduóss, þ.e. alla daga riema mánudaga og miðvikudaga. Loks verða svo fimm ferðir í viku til Siglufjarðar, alla daga nema mánudaga og föstudaga, Arnarflug á nú fjórar vélar, sem sinna áætlunarfluginu innan- lands. Tvær Twin Otter-vélar, eina Piper Chieftain og skrúfu- þotu af gerðinni Piper Cheyenne, sem ennfremur er notuð til leigu- ferða til annarra landa. Samhliða áætlunarfluginu eru vélar félagsins notaðar til leigu- flugs með farþega og vörur innan- lands og milli landa. Hefur þessi þjónusta verið mikið notuð, m.a. í vaxandi mæli af íþróttafélögum. Þá var í sumar flogið mikið með erlenda ferðamenn og ýmiss konar leiguflug fyrir íslenzk fyrirtæki, m.a. með varahluti. Þá má ekki gleyma þeirri þjónustu, sem Arn- arflug býður upp á með sjúkraflug og má í því sambandi geta þess, að nú í sumar fór skrúfuþota félags- ins tvisvar í sjúkraflug til fjar- lægra landa. Jafnframt því, sem Arnarflug hefur reynt að auka þjónustu við áætlunarstaði sína, hefur félagið reynt að beita áhrifum sínum til að bæta flugvallarskilyrði úti á landi og þá einna helst að fá lýs- ingu á flugvellina, svo hægt verði að fljúga til áætlunarstaðanna þegar bezt hentar íbúum byggð- arlaganna, en ferðir séu ekki háð- ar dagsbirtu, sem er aðeins um 5 klukkustundir á sólarhring, þegar minnst er, segir að síðustu í frétt frá Arnarflugi. Jafnréttisráð vill ná- kvæmari starfslýsingar Getur hrauð stuðlað að tannskemmdum? Hveiti er rík uppspretta flókins kolvetnis, sem kallast sterkja. Sykur er einfalt kolvetni, sem get- ur stuðlað að tannskemmdum. Ekki er vitað til þess að sterkja valdi á neinn hátt tannskemmd- um. Bakarar bæta sykri út í brauðdeig sem næringu fyrir ger- ið, en gerið er lifandi gersveppir, sem þurfa á næringu að halda. Gersveppirnir brjóta niður sykur- inn og breyta honum meðal ann- ars í loft, sem lyftir brauðinu. Ef brauðuppskriftin er rétt stillt eiga gersveppirnir að éta upp allan sykurinn. Ef uppskriftir brauða Miklu fjaðrafoki hefur valdið sú auglýsing Landsambands bakara- meistara um að brauð séu ekki fit- andi. Á Vesturlöndum hefur kom- ið fram sú trú á síðustu tímum að brauð séu fitandi. Virðist ekki hafa þurft að útskýra það nánar. Ef að er gáð stendur þó þessi for- dómur á mjög völtum fótum. Nauðsynlegt er að útskýra hvað átt er við þegar talað er um að fæðutegund sé fitandi. Við þurfum daglega ákveðinn skammt af öll- um næringarefnunum. Er þessi skammtur mismunandi eftir aldri, kyni og hvernig vinnu fólk stund- ar. Ekki getum við fengið öll þessi næringarefni úr einni eða tveimur fæðutegundum. Fjölbreytt fæðu- val er því mjög mikilvægt. Þegar EFTIRFARANDI dreifibréf hefur Jafnréttisráð sent fyrir- tækjum landsins: Jafnréttisráð skorar á alla at- vinnurekendur að hafa alltaf til reiðu nákvæmar starfslýsingar, áður en þeir auglýsa störf laus til umsóknar, þannig að um- sækjendur geti í hverju tilviki gert sér sem besta grein fyrir í hverju starfið er fólgið og hvaða kröfur það gerir til starfshæfni og menntunar. Hvað eftir annað hefur það komið í ljós í þeim málum, sem Jafnréttisráði er gert að fjalla um, að starfslýsingar og erind- isbréf fyrir starfsmenn eru ým- ist alls ekki til eða afar ófull- komin. Þetta er m.a. til þess fallið að torvelda Jafnréttisráði störf sín. Að lokum tekur Jafnréttisráð það fram, að verði breytingar á eðli og umfangi starfs sem valda því að aðrir eða fleiri eiginleikar séu æskilegir til að gegna því vel, verður að taka það greini- lega fram í auglýsingu um starf- ið. (FrHtatllkynnlnx.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.