Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTOBER 1981 37 ‘í40DS£, Rauðsey til veiða á ný eftir véla- skipti í Danmörku Akranesi. 4. sept. 1981. LaugardaKÍnn 3. október kom Rauósey AK 14 til Akraness úr aðalvélar- skiptum ok ýmiskonar endurnýjun, sem var unnin í Esbjerg í Danmörku. Rauðsey er 300 tonna lodnuskip i eitfu Haralds Böðvarssonar & Co. hf., Akranesi. I skipið var sett ný aðaivél 900/1000 hestafla Grenaa Diesel, sem er fram- leidd hjá a/s Grenaa Motorfabrik, Grenaa, Danmörk. Ennfremur var sett í skipið ný hjálparvélasamstæða Demp/Man, 200 hestafla, og ýmislegt fleira var endurnýjað og lagfært. Niðursetning aðalvélar og önnur skipasmíðavinna var framkvæmd af Nautic Maskinfabrik Aps, Esbjerg, Danmark, en þeir hafa í sumar jafn- hliða vinnu I Rauðsey annast niður- setningu á Grenaa Diesel-vélum í tvo báta frá Grindavík, mb. Skarf GK 666 og mb. Gauk GK 660. Þegar Rauðsey kom til hafnar á Akranesi, náði ég sambandi við Árna Sigmundsson, skipstjóra, og Svein Sturlaugsson, útgstj. H.B. & Co., og innti þá eftir samstarfinu við Danina og hvernig skipið hefði reynst eftir breytingarnar. Létu þeir í ljós ánægju með skipið og samskiptin við Danina, bæði hvað varðar framleiðendur aðalvélarinnar og þá sem önnuðust niðursetningu, og var auðsjáanlegt að mikil áhersla var lögð á að skila verkinu vel af hendi. I íkaði Árna vel við skipið eftir breyt- ingarnar og sagði að það gengi rúmar 12 mílur með nýju vélinni. Rauðsey fer á loðnuveiðar einhvern næstu daga. Haraldur Böðvarsson & Co. hf. er ennfremur með annað skip í gagnger- um breytingum hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., Akranesi. Þetta skip er mb. Haraldur AK 10. Er þar verið að setja nýtt stýrishús á skipið, byggja yfir þilfarið, skipta um raf- kerfi, setja t skipið nýja aðalvél, Grenna Diesel 750/830 hestöfl, ásamt ljósavél Demp/Man, og fleiri breyt- ingum og annarri endurnýjun. Miðar því verki vel áfram, enda Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts vel í stakk búin til slíkra verka, bæði hvað varðar aðstöðu, tæknilega þekk- ingu og fjölhæfni starfsfólks. Mb. Haraldur verður væntanlega tilbúinn til veiða upp úr næstu mánaðamótum. Július Aldrei dottið í hug að selja hlutabréfm — segir Örn Ilelgason í stjórn Starfsmannafélags Arnarflugs „ÞAÐ ER langt frá því að vera rétt. Slíkt hefur engum manni dottið i hug, og þvi full ástæða til að kveða niður slikar gróusögur,“ sagði Örn Helgason, sem situr i stjórn Starfsmannafélags Arnar- flugs, í samtali við MbL, er hann var inntur eftir því hvort rétt væri, að starfsmenn hefðu selt, eða hefðu í hyggju að selja hluta- bréf sin i félaginu. „Málið er þannig vaxið, að við keyptum 17,5% hlutafjár af Flug- leiðum, sem var um 21 milljón gkróna. Það keyptum við á 5,3-földu nafnverði, eða á um 113 milljónir gkróna. Til að fjármagna þetta kom ým- islegt til. Arnarflug keypti af starfsfólki ýmis frí, sem það átti inni. Þá átti starfsmannafélagið nokkra peninga í sjóði, sem reynd- ar voru hugsaðir til kaupa á sumarhúsum. Það, sem á vantaði, lánaði Samvinnubankinn okkur til tveggja ára. Við borgum 4% af launum í þennan hlutabréfasjóð, sem stend- ur undir afborgunum og vöxtum á þessu láni, sem við fengum í Sam- vinnubankanum. Þá vil ég taka fram, að ástæðan fyrir því, að við leitum til Sam- vinnubankans, er einfaldlega sú, að hann er aðalviðskiptabanki fyrirtækisins og allir starfsmenn eiga þar launareikning. Upphæðin, sem þarna um, ræðir er ekki nema um 15 þúsund krónur á hvern starfsmann. Það er því ekki hægt að segja, að þessi fyrirgreiðsla sé óeðlileg á nokkurn hátt,“ sagði Örn Helgason að síðustu. wmmHmmmmmmmmmmmmmmm^^^m^m Hraólestrar- námskeið Næsta hraölestrarnámskeiö hefst 20. okt. nk. Nám- skeiöið stendur yfir í 6 vikur og veröur kennt 2 klst. einu sinni í viku frá kl. 20—22. Heimavinna er 1 klst. á dag á meöan námskeiöið stendur yfir. Námskeiöiö hentar sérstaklega vel skólafólki og öörum sem þurfa aö lesa mikiö. Verö kr. 1050. Skráning í síma 10046 kl. 13.00—17.00 í dag og næstu daga. Leiöbeinandi er Ólafur H. John- son, viöskiptafræöingur. Hraðlestrarskólinn. HELO - Sauna Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæöu veröi. Benco, Bolholti 4, sími 21945. Góður félagi GF-6060H Stereo Portable Radio Cassette III!!! ;1 í í ii ||pl|g && HII! ÍÍHfSuíííH* iíihi ÍiÍÍÍIIl HLJÓMTÆKJADEILD HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Peysumar með tiglunum nýkomnar! Litir: ljósgrátt ljósbrúnt dökkblátt BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.