Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 13 LÆKNINGAMIÐILLINN EINAR Á EINARSSTÖÐUM Á annað þúsund sjúklingar vilja komast að í hvert sinn Einar á EinarsstöÁum, lækninga- miðill, hcfur nú annast lækningastörf með sínum sérstæða hætti um 25 ára skeið og hafa tugþúsundir manna leitað sér lækninga til hans á þessum tíma. Ekki hafa allir fengið bót, en stór hluti telur sig verða varan við verulegan bata og svo eru hrein lækningaundur sögð hafa gerst í ná- vist Einars. Fyrir þremur árum kom út bók um líf Einars og starf, „Miðils- hendur Einars á Einarsstöðum", og var hún skráð af Erlingi Davíðs- syni. Vitna þar um 30 manns er leitað hafa til Einars um stór- merkar lækningar er þeir hlutu, og hljóta þessir vitnisburðir að vekja alla til umhugsunar hvort þarna hljóti ekki eitthvað að búa að baki, annað en hjátrú eins og stundum er haldið fram. Sjálfur fullyrðir Einar að í gegn- um hann starfi framliðnir menn — flest læknar er áður hafi stundað læknisstörf hér á jörðu, eins og við verðum víst að orða það. Þannig heldur Einar því fram að lækn- ingar er verða í návist hans séu að engu leyti honum að þakka, heldur sé hann einungis milliliður fyrir lífsorku eða lækningamátt sem streymi að handan. Einar hefur því aldrei tekið þóknun í nokkurri mynd fyrir lækningastörf sín, þó hann hafi af þeim ærna fyrirhöfn og mikill átroðningur sé allan árs- ins hring af þessum sökum á heim- ili hans á Einarsstöðum í Reykja- sveit. Einar gegnir fullu starfi sem bóndi. Það hefur að jafnaði verið hljótt um störf hans — og þannig vill hann einmitt hafa það. En þeg- ar bókin „Miðilshendur" kom út og seldist upp nær samstundis varð breyting á. „Þessi bók og sú athygli sem hún vakti á Einari varð síður en svo heppileg fyrir starf hans. Aðsókn sjúklinga til Einars hefur lengst af verið mikil en eftir að bókin kom út var hann hreinlega kaffærður," sagði sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson, sóknarprestur í Lang- holtsprestakalli, í samtali við Morgunblaðið. Sr. Sigurður Hauk- ur hefur lengi verið Einari til full- tingis þannig að hann hefur tekið við lækningabeiðnum til Einars hér í Reykjavík og skipulagt lækn- ingafundi hans hér. Til borgarinn- ar kemur Einar tvisvar á ári, venjulega í nóvember og marz. Rætt við sr. Sigurð Hauk Guðjónsson um lækninga- störf Einars Einar á Einarsstöðum. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson „Aðsóknin að honum hérna í Reykjavík er geysileg, vægast sagt hryllingur," sagði sr. Sigurður Haukur. „Það fer langt á annað þúsund sem vill komast til hans í hvert sinn. Hann hefur auðvitað enga möguleika til að sinna öllu þessu fólki og alltaf verður að vísa einhverjum frá. Hann dvelur að- eins 10 daga í senn en á stóru lækn- ingafundunum sem við höldum í Safnaðarheimili Langholtskirkju, komast mest að 120—130 manns í einu. Einkafundi hefur hann líka með nokkrum sjúklingum í hvert sinn en þeír hafa verið haldnir þar sem hentast þótti hverju sinni. Eftir að bókin kom út safnaðist geysilegur fjöldi að Einari eins og ég sagði og vægast sagt er fólk ákaflega kröfuhart við hann. Við megum ekki gleyma að hann vinn- ur fullt starf sem bóndi og að sjálfsögðu þarf hann að hvílast eins og aðrir. Dregur það ekki úr lækningamætt- inum þegar svona stór hópur fólks leitar til lækningamiðils í einu? „Við höfum ekki orðið varir við það. Svo virðist sem lækningamátt- urinn komi ekki frá Einari sjálfum — ef svo væri er hætt við að hann entist ekki á þessum stóru lækn- ingafundum sem oft eru haldnir fleiri en einn á dag. Þessi kraftur virðist eiga sér rætur annars stað- ar — á öðru tilverustigi eins og Einar telur sjálfur, með öðrum orð- um frá lífsins lind. Hafa gerst merkar lækningar fyrir tilstilli Einars síðan bókin kom út? „Já, þær koma fyrir öðru hvoru. Hann heldur alveg sínu striki og það er alls ekki að sjá að honum fari aftur þó svona mikið mæði á honum. Oft gerast í kringum hann afar merkilegir hlutir — það bók- færum við og geymum. Satt að segja hefur það merkilegasta sem gerst hefur í kringum Einar aldrei verið gert lýðum ljóst — en seinna verður kannski hægt að vinna úr þessu. Því miður er mönnum eins og Einari gert erfitt fyrir með fleiri en einum hætti og eru hleypi- dómarnir e.t.v. hvimleiðastir. Sum- ir hafa jafnvel líkt starfi hans við kukl — en enginn sem þekkir Einar eða er viðstaddur lækningar hans held ég að láti sér slíkt til hugar koma,“ sagði sr. Sigurður Haukur. Opið bréf til ríkisvaldsins Eins og mörgum er kunnugt erum við búin að stofna félag og setja upp skrifstofu, kaupa ritvél, útbúa bréfsefni með haus, prenta kynningar bækling í lit á íslensku, búa til barmmerki og gera ýmislegt til að koma okkur og okkar athöfnum á framfæri. Þrátt fyrir alla athafnaþrá okkar hefur hið opinbera ekki s éð ástæðu til að styrkja okkur fjárhagslega, eða á nokkurn annan hátt. Þvert á móti hefur lagafrumskógur ríkisvaldsins heft okkur á allan hátt og svigrúm til sjálfstæðra aðgerða verið mjög takmarkað. Þessu viljum við að sjálfsögðu ekki una og förum fram á ríkis- styrk. Andstöðuhópur gegn ríkisvaldi. Nokkrir málsvarar „Andstöðuhóps gegn rfkisvaldinu *. F.v. Katla Rós, Gunnar Vilhelmsson, Halldór Carlsson og Sigríður Vala. Ljósm. Emiifa. Stefán frá Möðrudal TJÖRNIN Stefán taldi 947 endur Stefán frá Möðrudal kom að máli við Hlaðvarpann sl. þriðjudag og kvaðst hafa talið fuglana á tjörninni. Sagðist hann hafa beitt fyrir sig þeirri aðferð að telja jafnan fimm í einu og leggja jafnóðum saman — en þessi talningaraðferð mun ekki vera öllum lagin. Niðurstöður Stefáns voru sem hér segir: endur 947 og álftir 35. Upphlaupið í Toll- vörugeymslunni Eftir Björn Her- mannsson tollstjóra Fyrir nokkrum dögum glumdi í eyrum útvarpshlustenda auglýs- ing til innflytjenda á þá leið, að ekki yrði fyrst um sinn tekið á móti vörum til innlagnar í Toll- vörugeymsluna hf., vegna skyndi- legs brotthvarfs tollvarða af staðnum. Sem að líkum lætur á mál þetta sinn aðdraganda. Það var á árinu 1960 að Alþingi samþykkti lög um tollvörugeymsl- ur. Lögin voru talin marka all- verulegt framfaraspor í þróun innflutningsverzlunar. Þau báru að sjálfsögðu keim af þeim tíðar- anda sem þá ríkti í þessum efnum, þ.e. af boðum og bönnum um að þetta mætti ekki né hitt. Það var og er enn í lögunum ákvæði um að vörugeymslur allar skuli að jafn- aði vera bæði undir lás geymslu- hafa og lás og innsigli tollgæsl- arar ungu stofnunar. En svo kom á árinu 1975 að forsvarsmenn Tollvörugeymslunnar hf., óskuðu eftir að breyting yrði á starfshátt- um í þá átt, að þeir fengju sjálfir aukin afskipti og ábyrgð á af- greiðslu inn og út úr geymslunni. Að vel athuguðu máli og að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið var fallist á þessa málaleitan Tollvörugeymslunnar hf. og báðir tollverðirnir, sem þar höfðu starf- að frá upphafi teknir úr störfum þar. Jafnframt var bréflega brýnt yfir Tollvörugeymslunni hf. hvaða afleiðingar þessar breytingar hefðu í för með sér, þ.e. einkum að því er tæki til á hvaða tímamörk- um yrði að vera búið að koma á framfæri kvörtunum um skemmd- ir eða vantanir á vörunum, þ.e. áð- ur en varan væri tekin úr vörslu farmflytjanda. Ennfremur varð nokkru seinna sú breyting að þarna var settur til starfa einn tollvörður sem eingöngu átti að sjá um og annast vörutalningar, sem reglum samkvæmt á að gera a.m.k. einu sinni á ári hjá hverjum vörueiganda í geymslunni. Við þetta sat í tiltölulega góðu jafn- vægi þar til á árinu 1980 að bera fór á óánægju yfir því að ekki skyldu teknar til greina, til lækk- unar á tollgjöldum, vantanir og skemmdir sem fyrst verður vart við komu varanna í Tollvöru- geymsluna hf. Voru þessi ágreiningsefni m.a. kærð af Tollvörugeymslunni tii fjármálaráðuneytisins, sem hafn- aði kærumálinu. Var svo að sjá sem Tollvörugeymslumenn hefðu sætt sig við þessi málalok. En svo gerist það, og sýnist þessum ágreiningsefnum óvið- komandi, að fjármálaráðuneytið ákveður að færa tollvörðinn, sem starfaði í Tollvörugeymslunni af starfsvæði tollstjóraembættisins í Reykjavík til tollgæslustarfa við embætti bæjarfógetans í Hafnar- firði. Þessi ákvörðun ráðuneytis- ins tekur gildi 1. október sl. og með mjög litlum fyrirvara. Til stóð að sjálfsögðu að útvega ann- an tollvörð til vörutalningarstarfa í geymslunni, en til þess hafði ekki unnist tími þegar stjórn Tollvöru- geymslunnar tekur þessa ákvörð- un að loka fyrir innlagnir vara í „Mér þótti því að stríðshanskanum hefði verið kastað að tiiefnis- lausu og óforvarandi. Gat það verið vilji Tollvöru- geymslunnar f.h. innflytj- enda að kalla yfir þessa atvinnugrein hin fyrri og ströng ríkisafskipti á sama tíma og öll þróun gengur í gagnstæði átt?“ geymsluna. Var borið við brott; hvarfi tollvarðarins úr starfi. I hraðskeyti sem mér barst föstu- daginn 9. þ.m. frá stjórn Tollvöru- geymslunnar hf. segir að ekki verði opnað að nýju fyrr en toll- vörður komi til starfa á ný. Til skýringar verð ég að segja, að burtséð frá þessum ágreiningi um túlkun reglna um skemmdir og vantanir á vörum, hafði samstarf- ið við forsvarsmenn Tollvöru- geymslunnar hf. verið mjög gott og naumast borið þar skugga á. Mér þótti því að stríðshanskanum hefði verið kastað að tilefnislausu og óforvarandi. Gat það verið vilji Tollvörugeymslunnar f.h. innflytj- enda að kalla yfir þessa atvinnu- grein hin fyrri og ströngu ríkis- afskipti á sama tíma og öll þróun gengur í gagnstæða átt? Ég átti bágt með að átta mig á samheng- inu í þessari afstöðu Tollvöru- geymslumanna. A síðustu misserum hafa hug- myndir verið að þróast um fram- kvæmd lánafyrirkomulags á að- flutningsgjöldum (tollkrít). Hefur <jjl umræða og þróun gengið í þá átt að gefa atvinnuinnflytjendum greiðari aðgang að innfluttum vörum, jafnvel þegar við skipshlið. Skýtur því nokkuð skökku við ef það er nú raunverulegur vilji inn- flytjenda að viðhalda og jafnvel auka ríkisafskipti af innflutn- ingsversluninni. Verða þessi mál öll væntanlega til umfjöllunar nú alveg á næstunni. En þessu upphlaupi út af toll- vörugeymslunni er nú væntanlega lokið þegar þetta birtist. Og því lauk eins og til var stofnað með því að fjármálaráðuneytið breytti að nokkru áðurgildandi reglum. Og ríkisafskiptin koma á ný. 14. október 1981. Bjöm Hermannsson Iðnnemar þinga um helgina 39. þing Idnnemasambands Is- lands hófst í gær og lýkur á morgun 18. okt. nk. að Hótel Esju í Reykja- vík. Á þinginu verða ræddir hinir hefðbundnu málaflokkar iðn- nemasambandsþinga, kjaramál, iðnfræðsla, félagsmál. Þingið sækja um 100 fulltrúar iðnnemafélaga víðsvegar að af landinu með um 3:000 félaga. Þingið hófst í gær með setningu formanns sambandsins, Guð- mundar Árna Sigurðssonar, og ávörpum gesta. Síðan voru ræddar skýrslur fyrir liðið starfsár og ályktunardrög lögð fram. Á laugardeginum verða mála- flokkar þingsins ræddir í um- ræðuhópum og verða síðan af- greiðslur á þeim á sunnudeginum. Þinginu lýkur á sunnudag með kjöri í trúnaðarstöður fyrir næsta starfsár. Þingið er opið öllum iðnnemum er með því vilja fylgjast og meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.