Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Óskar J. Þorláksson, fyrrv. dómprófastur predikar á 50 ára vígsluafmæli sínu. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa. Sr. Þórir Stephensen. Fermingar- börn og aðstandendur þeirra eru sérstaklega boðuð til messunnar. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Sr. Þórir Stephensen. Organleikari Birgir As Guð- mundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma í safnaðarheim- ili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 2. Kirkjukaffi Kvefnfé- lags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa fellur niður vegna fermingarbarna- námskeiðs í Vatnaskógi. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. í Breiðholtsskóla. Óskað er sérstaklega eftir að fermingarbörn og fjölskyldur þeirra komi til guðsþjónustunn- ar. Sr. Lárus Halldórsson. BÍJSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Fermingar- messa Fella- og Hólasóknar kl. 2. Sr. Hreinn Hjartarson mess- ar. Sr. Ólafur Skúlason, dóm- prófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg k. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 2. Sr. Þorsteinsson Jóhann- esson, fyrrv. prófastur messar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugard. 17. okt.: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnud. 18. okt.: Barna- samkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Ferming og altarisganga í Bú- staðakirkju kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikar Jón G. Þórar- insson. Guðsþjónusta kl. 20.30. Altarisganga. „Ný Tónlist." Al- menn samkoma nk. fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Melville Schroeder frá Hazelden stofnuninni í Minne- sota predikar. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriðjud. 20. okt.: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barnanna er á laug- ardögum kl. 2 í gömlu kirkjunni. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- GUðSPJALL DAGSINS: Matt. 22.: Hvers son er Kristur? þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11. Söngur, sögur myndir. Sögumaður Sig- urður Sigurgeirsson. Guðsþjón- usta kl. 2. Örganleikari Kristín Ögmundsdóttir. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2 fellur niður vegna fermingar- barnanámskeiðs í Vatnaskógi. Þriðjud. 20. okt.: Bænaguðsþjón- usta kl. 18. Altarisganga. Æsku- lýðsfundur kl. 20.30. Föstud. 23. okt.: Síðdegiskaffi kl. 14.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugard. 17. okt.: Samverustund aldraðra. Skógar- ferð í Elliðaárdal. Brottför frá Neskirkju kl. 3 stundvíslega. Sunnud. 18. okt.: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta að Selja- braut 54 kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barna- guðsþjónusta í félagsheimilinu kl. 11 árd. Sr. Frank M. Hall- dórsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Sigurð- ur Isólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Kl. 10.30 barnatími bæði fyrir börn og aðstandendur þeirra. Kl. 14 guðsþjónusta. Haustferming. Fermd verða: Hrund Þórarins- dóttir, Jóhann Smári Ásgeirs- son, Laufey Ósk Kristófersdóttir og Marteinn Helgi Þorvaldsson. Safnaðarstjórn. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2b: Hátíðarsamkoma kl. 20.30 í tilefni af 100 ára afmæli sr. Bjarna Jónssonar fyrr um dóm- kirkjuprests og formanns KFUM. DÓMKIRKJA Krist konungs l.andakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. I þessum mánuði er lesin Rósa- kransbæn eftir messuna sem hefst kl. 6 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Út- varpsguðsþjónusta kl. 11 árd. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Sunnudagskóli kl. 14. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Jóhann Pálsson. Fórn til kirkj- unnar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Dagur heimilasambandsins. Klukkan 10 árd. sunndudagaskóli. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. Brigad- ier Ingibjörg Jónsdóttir talar. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háa- leitisbr. 58: Messa kl. 11 árd. Gestur frá Kanada, sr. Luschen- ÍR- KIRKJA JESÚ Krists hinna síðari daga heilögu (Mormónar) Skóla- vörðustíg 4fi: Sakramentissam- koma kl. 14. Sunnudagaskóli kl. 15. BESSASTTAÐAKIRKJA: Kirkju- dagurinn. Dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður flyt- ur ræðu um Sveinbjörn Egilsson skáld. Hanna Bjarnadóttir syng- ur einsöng. Sr. Bragi Friðriks- son. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. VIÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Fermingar- guðsþjónusta í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 14. Fermdur verður Pétur Kristinsson, Hjallabraut 7. Sr. Sigurður H. Guðmundsson. HAFNARFJARÐARSÓKN: Sókn- arprestur og kór Hafnarfjarð- arkirkju annast guðsþjónustu að Hrafnistu kl. 2 síðd. Ferming- arguðsþjónusta á vegum Víði- staðasóknar í kirkjunni kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 2 síðd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Fjallað verður um gleðina. Sóknarprest- ur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Sókn- arprestur. HVALSNESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Sóknarprest- ur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 13.30. Sóknarprest- ur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- messa kl. 10.30 árd. Sóknarprest- ur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sr. Tómas Guð- mundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11 árd. Sr. Tómas Guð- mundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Björn Jónsson. Það er skemmti- legt að ferðast Við Edda höfum þekkst síðan hún sótti hann pabba sinn stund- um í skólann að starfi hans loknu. Lítil og lagleg, dökkhærð hnáta með brún og skær augu. Brosleit og örugg í fasi trítlaði hún inn í kenn- arastofu, læddi lítilli hönd í lófa pabba síns og skokkaði svo við hlið hans út að bílnum þeirra, þar sem mamma hennar beið. Alltaf er tíminn ótrúlega fljótur að líða. Nú sit ég andspænis Eddu á fallegu heimili þeirra í Kópavogi. Hún varð 17 ára í ágúst og er nýbúin að taka bílpróf. Hún horfir spyrjandi á mig er hún hefur boðið mér sæti — og bíður þess að ég hefji samtalið. — Hvenær tókstu bílpróf Edda? — Sextán dögum eftir að ég varð 17 ára. — Er gaman að aka bíl? — Mjög gaman. Pabbi lánar mér oft bílinn og ég hef víða ekið hér um nágrennið, t.d. til Keflavík- ur. — Þér þykir gaman að ferðast. Hefurðu farið til útlanda? — Já, það er skemmtilegt að ferðast. Ég hef komið til Spánar, Þýskalands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Álandseyja. Tvisvar til Svíþjóðar. — Áttu þá ekki kunningja ein- hvers staðar í þessum löndum? — Jú, ég á þrjár vinkonur í Sví- þjóð. Við skrifumst á. Þær hafa heimsótt mig til íslands og ég hef heimsótt þær. — Hvaða ferðalag var nú skemmtilegast? — Þegar ég fór með mömmu og pabba til Spánar — og líka þegar ég fór með kennurum mínum og skólasystkinum úr Heyrnleys- ingjaskólanum til Svíþjóðar. — Viltu segja mér dálítið frá því ferðalagi? — Já, heyrnleysingjaskólarnir í Stokkhólmi buðu okkur að koma. — Við flugum fyrst til Noregs. Eftir dálítið stopp þar flugum við til Stokkhólms. Þar tóku sænskir kennarar á móti okkur og þeir óku með okkur til Hásselbyslot, sem höfuðborgir Norðurlanda eiga. Síð- an gisti ég hjá Maríu vinkonu minni í Stokkhólmi. — Var ykkur ekki sýnt mikið og margt? — Jú, við vorum alltaf í skoðun- arferðum — alla dagana. Við skoð- uðum konungshöllina, Stórkirkj- una, dýragarðinn og fórum í tívolí. Svo var okkur boðið að borða á tuttugustu og níundu hæð í Edda og María vinkona hennar í Stokkhólmi. mömmu og pabba, afa og ömmu og fleirum heima. Það var í stóru húsi í miðborginni, niðri í kjallara í stórri verslun sem heitir Ahléns. Þetta var allt svo skemmtilegt og það vorQ allir svo góðir við okkur. — Ætlar þú til útlanda næsta sumar? — Mig langar mikið á æskulýðs- mót sem verður í Danmörku og að koma þá við í Noregi og Svíþjóð hjá vinkonum mínum. Edda sýnir mér margar myndir frá ferðalögum sínum. Sumar þeirra hefur hún tekið sjálf. Einn- ig sýnir hún mér bók sem hefur að geyma texta og myndir frá ferða- laginu til Svíþjóðar, hún er unnin í samvinnu kennara og nemenda að loknu ferðalaginu. Það leynir sér ekki á innihaldi og útliti bókarinn- ar hve mikla alúð stjórnendur ferðarinnar hafa lagt við öll sín störf í því sambandi. Þegar ég kveð þessa athyglis- verðu, ungu stúlku, sé ég lengra inn í hinn sameiginlega kima mannheims þar sem góðvild og traust ræktast öðru betur en ég hefi áður gert. Kaknástornet. Þaðan sáum við yfir alla borgina. Borgarstjórinn í Stokkhólmi bauð okkur líka. ís- lenski sendiherrann, Ingvi Ingva- son, og kona hans buðu okkur heim. Þar fengum við góðan mat, sem japanskur matreiðslumaður bjó til. Já, það var alltaf svo gam- an. — Ferðuðust þið eitthvað um Svíþjóð? — Já, við fórum norður í Dalina og yfir Dalelfur. Þar skoðuðum við Sala-silfurnámuna. Við vorum með hjálm á höfðinu á meðan. Svo fór- um við með skipi til Álandseyja. Mér fannst skrýtið að ferðast með skipi. — Höfðuð þið einhvern sama- stað í Stokkhólmi? — Við héldum mest til í Al- viksskóla. Þar kepptu íslensku krakkarnir í íþróttum við sænsku krakkana. Stundum unnum við — stundum þau. Allir íslensku krakk- arnir voru svo þreyttir þá um kvöldið. — Fóruð þið eitthvað í búðir? — Já. Ég keypti gjafir handa Alviksskólinn í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.