Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 29 voru ákveðnar og skýrar, mótaðar af óvenjulegu innsæi og miklum þroska. Það var sama til hvers hún tók, allt gerði hún af um- hyggju og virðingu. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari mætu konu er okkur hjón- um efst í huga á þessari stundu. Ég veit að „Hvítárbakkatímabilið" í ævi okkar hjóna og barna okkar hefur gefið okkur aukinn þroska og mikla lifsreynslu vegna kynna okkar af Ragnheiði. Ef allir þeir sem kynntust henni í gegnum árin gerðu sér far um að breyta eftir hennar breytni og gætu útbreitt til mannkynsins alls hennar miklu og góðu kosti, væri birta og friður í hvers manns huga. Nú þegar kveðjustundin rennur upp er hugur okkar hjónanna hjá skyldmennum Ragnheiðar, sem hafa misst svo mikið, mér er orða vant. En vissan um trú Ragnheiðar og þá fegurð sem hún gaf í minningu um sig gerir þessa stund léttbær- ari, einnig það að nú sameinast hún manni sínum að nýju. Ferðin til hins eilífa aust'urs er hafin, þar mun Ragnheiður amma umvafin kærleika, birtu og hlýju, svo sem hún sjálf gaf öllum þeim er nú minnast hennar í auðmýkt og með þakklæti. Ófeigur Gestsson. Fyrstu kynni mín af Ragnheiði Magnúsdóttur voru fyrir 60 árum, um það leyti er hún giftist Guð- mundi Jónssyni, bróður mínum, sem þá var bóndi á Ytri-Skelja- brekku. Á þeim árum var ég tvö haust gestur þeirra hjóna viku- tíma eða svo. Það voru miklir ánægjudagar fyrir mig, ungan dreng, því margt var gert til þess að gera mér dagana skemmtilega. Til dæmis átti Guðmundur grammófón og talsvert af plötum. Slíkt tæki hafði ég ekki séð né heyrt fyrr. Ragnheiður kenndi mér hvernig fara skyldi með fón og plötur og mátti ég spila að vild. Já, það var mikil tíð fyrir níu ára strák. Nokkrum árum seinna, þeg- ar þau hjónin, Ragnheiður og Guðmundur, voru flutt að Hvít- árbakka, byrjaði ég nám í Hvít- árbakkaskólanum og dvaldist þá á heimili þeirra þrjá vetur, í raun og veru í skjóli þeirra. Seinna á námsárum mínum, bæði í mennta- skóla og síðar, var ég studdur af þeim hjónum með ráðum og dáð og lét Ragnheiður þar ekki sitt eftir liggja. Þá vil ég minnast þess, að móðir mín dvaldi oft á heimili þeirra á efri árum sínum og naut umhyggju og alúðar Ragnheiðar. Þess minnist ég með þakklæti. Kynni okkar Ragnheiðar voru löng og góð og aldrei bar á skugga. Ragnheiður var fríð kona og góð- um gáfum gædd. Hlutskipti henn- ar var að standa fyrir stóru sveitaheimili, þar sem alltaf var ærið gestkvæmt. Það var oft margt sem kallaði að í einu hjá húsmóðurinni á Hvítárbakka í hennar tíð, að vísu voru þau sam- hent hjónin um búsýsluna, en oft þurfti Guðmundur að vera að heiman vegna ýmsra trúnaðar- starfa fyrir sveit eða hérað og kom þá stundum í hlut Ragnheiðar að leggja til ráð um verk á búinu, sem Guðmundur annars stjórnaði. Öll bústörf og stjórnun fórst henni vel úr hendi, því henni var gefið þrek, ráðsnilld og lagni. Heimilið var mannmargt, ekki síst á sumr- in, þegar við bættist kaupafólk og sumardvalarbörn sem oft voru mörg. Sonur minn, Jón, var þar þó nokkur sumur og reyndist Ragn- heiður honum umhyggjusöm sem móðir. Þá voru þar einnig stund- um sumardvalargestir. Þá gat hent á heyannadegi, þeg- ar sól skein í heiði og allir sem vettlingi gátu valdið störfuðu við heyskapinn, að stofan á Hvítár- bakka fylltist af gestum, einu sinni eða jafnvel tvisvar sama daginn. Sumir komu rétt til að drekka kaffi, aðrir og oft margir urðu næturgestir. Því þau voru vinmörg og frændmörg hjónin. Á slíkum degi hafði húsmóðirin á Hvítárbakka í mörg horn að líta. En þrátt fyrir ærið nógar annir við að sjá gestum fyrir beina auk venjulegra húsmóðurstarfa, gat Ragnheiður oftast gefið sér tíma til að sitja um stund hjá gestum sínum og ræða við þá. Var þá ekki að sjá eða heyra annað en hún hefði nægan tíma. Aldrei skorti umræðuefni. Hún kunni þá list að sveigja tal að hugðarefnum við- mælanda síns. Sjálf hafði hún gaman af viðræðum um bók- menntir, ekki síst ljóð. Ragnheið- ur var víðlesin og var ekki komið að tómum kofanum hjá henni í þeim efnum. Ég dáðist oft að orð- ræðum hennar við gesti, athuga- semdum studdum rökum, um menn og málefni, settum fram í hógværu en ákveðnu formi. Mér fannst mikið til um vinnuþrek og hússtjórn mágkonu minnar. Þá dáði ég ekki síður það jafnvægi og fágun sem einkenndi framkomu hennar. Henni voru gefnir miklir skaptöfrar. Blessuð sé minning hennar. Ég og kona mín vottum sonum Ragnheiðar, Magnúsi og Jóni, svo og öðrum skyldmennum og vensla- fólki samúð. Rafn Jónsson Hún amma mín er dáin og verð- ur til grafar borin í héraðinu sínu þann 17. næstkomandi. Þó svo að við amma Ragnheiður værum ekki það sem er kallað blóðskyldar, vorum við þó bundn- ar sterkum böndum. Enginn hefði heldur getað óskað sér betri ömmu en amma Ragnheiður var. Frá þeirri stundu er leiðir okkar lágu saman, ég ellefu ára stelpuhnokki og hún á áttræðisaldri, tókust með okkur vinátta og gagnkvæmt traust. Amma Ragnheiður var hávaxin og reisuleg kona. Hún var kona vönduð og traust, en oft brá fyrir gleðiglampa í augum og brosi á vör. Amma var greind kona eins og hún átti kyn til og sjór af fróð- leik. Hún var fulltrúi þeirrar kyn- slóðar er fæddist og ólst upp í bændasamfélaginu, en upplifði síðan hið mesta breytingaskeið ís- Iensks samfélags. Þrátt fyrir það var hún alltaf opin fyrir öllu nýju, sem má líklegast þakka hennar léttu lund og raunsæja lífsvið- horfi. Amma Ragnheiður var ein af þeim fáu manneskjum sem eru sí- ungar í anda og alltaf með á nót- unum. Jafnan þegar amma var nærri færðist líf í umræðurnar og féllu skoðanir ömmu yfirleitt vel að skoðunum okkar unga fólksins. Amma var alltaf tilbúin að ljá málstað okkar lið. Amma skildi sálir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast mikillar konu og þakka henni samfylgdina. Rúna. Þó ég finni mig vanmegnuga til að skrifa minningargrein um frænku mína, Ragnheiði Magn- úsdóttur, þá langar mig samt til, sem eitt af mörgum sumarbörnum hennar, að þakka að leiðarlokum. Ég tel það eina mestu gæfu í lífi mínu að hafa fengið að dvelja hjá þeim góðu og elskulegu hjónum, Guðmundi og Ragnheiði á Hvít- árbakka. Þar ríkti heimilisandi ástar, góðsemi og ljúfrar upp- fræðslu. Ég tel á því engan vafa að þaðan fór fólk betra en það kom. Þegar ég hugsa til baka, um sumrin á Hvítárbakka finnst mér að þar hafi alltaf verið sólskin. Fyrir svo margt hef ég að þakka frænku minni og þá mest hlýju og ástúð hennar sem aldrei brást. Enga manneskju hef ég þekkt sem þetta á betur við, „að þar sem góð- ir menn ganga eru Guðsvegir". Ég sendi öllum hennar nánustu hjartanlegar samúðarkveðjur og þá ekki síst Sigrúnu, systur henn- ar. Heimili þeirra síðustu ár að Hringbraut 81 var einstakt dæmi um fagurt og fórnfúst mannlíf. Guð blessi minningu Ragnheið- ar Magnúsdóttur. Þorbjörg Pétursdóttir Kveðja: Anna Guðbjörg Guðmundsdóttir Fædd 21. júní 1974. Dáin 7. október 1981. Litlu vinkonurnar standa agn- dofa við fregninni, Anna Guðbjörg Guðmundsdóttir, Birkiteig 19 í Keflavík er dáin. Með tárin í aug- unum kveðja þær litlu vinkonuna síðustu kveðjuna. Margt kemur þeim í hug, þó æfin sé stutt eru hugljúfar minningar aðeins nokk- ur ár, en við áttum svo margar ánægjustundir. Við lékum okkur saman, áttum marga fallega litla drauma eins og mörg önnur börn, þetta og hitt átti að framkvæma. En við lifum í hörðum heimi, miskunnarlausum. Einn daginn er litla vinkonan tekin frá okkur. Bjarta og fallega brosið geymist aðeins í huga og hjarta allra vinanna sem áttu þess kost að umgangast litla, glaðværa stúlku. En nú er tími hennar á þessari jörð liðinn. En englarnir vaka yfir litla hvíta rúminu. Eftir liðinn vetur brosa blómin á ný. Þannig mun sólin breiða geisla sína móti þeim er nú eiga þunga byrði að bera. Ólöf og Helga. HITABLÁSARAR ARMÚLA11 Atlas hf GROFINNI 1 - SÍMI 26755 Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Eínkaumboð á íslandi. Óskum eftir aö kaupa eöa taka á leigu flatningsvél. Enni hf. Ólafsvík. Sími á vinnustaö 93—6351 og heimasími 93—6124 og 93—6386. Rex*Rotary IjósrUunarvélar Dönsk gæöaframleiðsla, verðlaunuö fyrir hönnun, viðurkennd um víða veröld. Allir Rex-Rotary Ijósritarnir skila hnífskörpum, þurrum Ijósritum strax, þ.e. án upphitunartíma. Eftir eðli og umfangi verk- efnanna velur þú þann rétta, og Rex-Rotary skaffar þér besta vélaverð, besta efnisverð og þar með ódýrustu Ijósritin. iFúnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 13., 20. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á Kjarrhólma 18 — hluta —, þinglýstri eign Sigurjóns Þór- mundssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðju- daginn 20. október 1981 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 63, og 66. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, að Birkigrund 34, talin eign Guðmundar Sveinssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 21. október 1981 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 59., 65, og 68. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Furugrund 34 — hluta —, þinglýstri eign Ingólfs R. Björnsson- ar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 21. október 1981 kl. 14.30. _ Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 84., 89, og 93. tölublaði Lögbirtingablaösins 1980, á Hamraborg 4 — hluta —, þinglýstri eign Jónasar Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 21. október 1981 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Kópavogí. Nauðungaruppboö sem auglýst var í 84., 89, og 93. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Lyngheiöi 6, þinglýstri eign Jörundar Guðlaugssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 21. október 1981 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.