Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 15

Morgunblaðið - 17.10.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 15 Frá Syntagma, en þar voru sídustu rratndoosiunairnir haldnir. setinn myndi hugsanlega rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Svar hans var fjarska einfalt. Hann sagði að Nýdemókrataflokkurinn hefði þegar gert þær breytingar sem hefðu skipt sköpum fyrir Grikkland. Þjóð,- artekjur á mann hefðu meira en tvö- faldazt. Grikkir hefðu tekizt á við orkukreppuna án þess að verða fyrir umtalsverðum búsifjumm. Þróun í efnahagsmálum hefði verið farsæl og innganga Grikkja í Efnahags- bandalagið hefði átt þar líka sinn þátt. Hann kvaðst vilja benda á að atvinnuleysi í Grikklandi væri með því lægsta í Evropu. Þrátt fyrir orð Rallis um þann ábata sem Grikkir hefðu af veru sinni í Efnahagsbandalaginu eru ekki allir á sömu skoðun. Margir Grikkir segjast ekki sjá fram á ann- að en útgjöld og erfiðleika vegna að- ildarinnar í EBE a.m.k. næstu árin. En það sem ríkisstjórnin er gagn- rýnd langsamlega harðast fyrir er framkvæmdaleysi. Sumir sögðust sakna gömlu góðu daganna, þegar herforingjastjórnin var við völd, þá hefði verið regla á hlutunum og hún hefði verið athafnasöm í fram- kvæmdum. Það er óráðin gáta hvernig And- reas Papandreu yrði sem stjórnandi ef honum tekst að leiða flokk sinn til sigurs. En stefnuskrá flokks hans um umbætur í innanlandmálum hef- ur mælzt vel fyrir og Grikkir segja að það tjói lítið fyrir Rallis að koma með einhverjar tölur um aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðustu ár, hver einasti borgari finni fyrir því hversu lítið hafi verið aðhafst, m.a. í skóla- málum, sem eru í algerum ólestri skipulagslega séð, mengunar- og um- ferðarmál í Aþenu eru ekki nokkru lík, sjúkrahús eru víða óstarfhæf vegna þess þau eru svo illa búin tækjum, atvinnuvegirnir eiga við mikla erfiðleika að glíma og grísk kona sem sagði við mig:„ Mér hugn- ast ekki Papandreu sem persóna, en vegna þess hve ríkisstjórnin hefur verið sinnulaus um umbætur í að- kallandi málum sem hvern mann varða, ætla ég nú að kjósa Pasok. Verra getur innanlandsástandið al- ténd ekki orðið. Og ég hef ekki nokkra trú á því að Papandreu fari með Grikki úr NATO, enda hefur mál hans nú síðustu vikurnar sýnt að hann er að draga í land hvað það snertir og leggur áherzlu á að það þurfi a.m.k. að skoða málið vand- lega. Grikkir hafa alltaf haft eðlis- læga þörf fyrir breytingar. Þeir hafa í raun og veru aldrei unað almenni- lega pólitískri kyrrð — og þarf ekki annað en skoða atburði þar síðustu áratugi til að sannfærast um það. Nú býðst þeim Papandreu, maður sem á árum áður var hálfgert vand- ræðabarn í grískum stjórnmálum — en hefur smám saman verið að ávinna sér traust og virðingu, fyrir nú utan þennan persónulega sjarma sem hann hefur. Það er afar trúlegt að þeir velji þann kost að Papandreu taki við stjórnartaumunum og það er ekki víst, a það verði nein róttæk breyting á stefnu Grikkja í utanrík- ismálum þrátt fyrir allt. Við kosningarnar nú bjóða fram fjórtán flokkar, en ekki er búizt við að nema 3 flokkar fái eitthvað fylgi að ráði, þ.e. Nýdemókrataflokkurinn, Pasok, og KKE — kommúnistaflokk- urinn sem er mjög Moskvusinnaður. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir „Á engan er hallað þótt sagt sé, að Andrés Kristjánsson, þá fræðslustjóri í Kópavogi, Axel Jónsson, Sigurjón Hil- aríusson og Sigurður Helga- son, þá bæjarfulltrúar hafi verið sérlega áhugasamir um stofnun menntaskóla í Kópa- vogi.“ í málinu", eins og segir í bréfi er fræðslustjóri skrifaði ráðherra dags. 17. mars 1973. í þessu bréfi er skýrt frá því, að þrem mennta- skóladeildum í fyrsta árgangi sé kennt í Víghólaskóla þennan vet- ur, 1972—1973, en ekki verði unnt að láta í té húsnæði í þeim skóla fyrir menntaskólakennslu næsta vetur, 1973—1974. Því verði nauð- synlegt að útvega nýtt kennslu- húsnæði. Bréfi fræðslustjóra lýk- ur þannig: „Jafnframt því sem fræðsluráð Kópavogs fagnar stofnun mennta- skóla í Kópavogi og þakkar yður ákvarðanir og framgöngu í mál- inu, vill það lýsa yfir því áliti sínu, að nú þegar verði að hefja undir- búning byggingar skólahúss fyrir þessa skólastofnun með ákvörðun um lóð og teikningu hússins og síðan byggingarframkvæmdum svo fljótt sem verða má, þar sem augljóst er, að skólinn vex upp úr öllum bráðabirgðaráðstöfunum í húsnæðismálum hans þegar á tveimur eða þremur næstu árum. Fræðsluráðið og nefnd sú, sem það og bæjarráð hefur tilnefnt í þessu máli, er að sjálfsögðu reiðu- búin til viðræðna um framvindu málsins eftir því sem þér og emb- ættismenn yður kynnu að óska.“ Þessi nefnd á vegum bæjarráðs ræddi við menntamálaráðherra og fulltrúa hans í ráðuneytinu um frekari framgang málsins. í nefndinni áttu sæti Andrés Kristjánsson, fræðslustjóri, Sig- urjón Ingi Hilaríusson, fræðslu- fulltrúi og Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri. Niðurstaða þeirra viðræðna var sú, að menntaskól- anum var útvegað húsnæði í nýrri álmu, er byggð var við Kópa- vogsskóla 1972—’73, og skóla- meistari var skipaður frá 1. júlí 1973 að telja. Samkvæmt þeim bréfum, sem hér birtast, er það ljóst, að ætlun- in var frá upphafi að menntaskól- inn þróaðist í fjölbrautaskóla, og einnig var ráðgert, að byggt skyldi yfir starfsemi hans á miðbæjar- svæðinu í Kópavogi. Jínofi^ TILBOD l m ki Furuborö (115x73 cm), bekkur og tveir stólar aöeins kr. 2.280,00 ALLT SETTIÐ. HAMRABORG 3, SÍMI: 4 2011, KÓPAVOGI Rodkal Rodkal ognœnn ^.KiLVSIWOASTOfA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.