Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 17.10.1981, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 Minnirifj: Ragnheiður Magnús- dóttir, Hvítárbakka Fædd 17. ágúst 1897. Dáin 6. október 1981. Meðfæddur höfðingsskapur, víð- sýni og mannleg reisn, allt þetta í þeim mæli sem fágætt er, ein- kenndi þá ættgöfgu heiðurskonu, sem til moldar verður borin í dag að Bæ í Borgarfirði. Við hjónin kynntumst Ragn- heiði Magnúsdóttur frá Hvítár- bakka alltof seint. Hún var þá komin á miðjan aldur, en við frek- ar ungir foreldrar. En æ síðan gaf hún okkur og drengjunum okkar af nægtabrunni gæzku sinnar og góðleika allt til hins síðasta. Fyrir það þökkum við af heilum hug. Við höfum öðlast þá gæfu að njóta góðrar vináttu margra manna og kvenna á lífsleiðinni og við þökkum þá Guðsgjöf af hjart- ans einlægni. En á engan af ágæt- um vinum okkar er hallað, þótt fullyrt sé, hér og nú, að Ragnheið- ur er ein dýrasta perlan í vina- keðju okkar, þegar undanskildir eru nánustu ættingjar. Með djúpum og sárum söknuði kveðjum við Ragnheiði, og þessi fáu orð eru skrifuð til að ítreka það, en einnig til að árétta þann kærleik okkar hjóna til hennar sem nær út yfir gröf og dauða. Nú er skarð fyrir skildi, sem ekki verður fyllt. Enginn er til, sem getur bætt missi Ragnheiðar nema Guð einn. Honum er allt mögulegt. . Þeim mörgu, sem syrgja Ragn- heiði Magnúsdóttur, má vera það nokkur huggun, að líf hennar, starf, breytni og hugsun öll var til fyrirmyndar. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Sonum hennar, systur og venzlafólki færum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Annie og l'orsteinn R. Helgason í flestum eða öllum sýslum þessa lands hafa verið til menn- ingarsetur, sem hafa dreift lær- dómi, góðvild og félagsanda í um- hverfi sínu og á þann veg stuðlað að aukinni menntun hjá ungum sem eldri. Þessi menntasetur voru þeim mun mikilvægari sem minna var til af skólum og einstakl- ingarnir þurftu að afla sér fræðslu eftir eigin leiðum. Oft voru það prestar, er þar voru fremsir í fiokki og tóku að sér kennslu við hliðina á embættisstörfum og bú- rekstri. Fyrir það á þjóðin mörg- um þeirra skuld að gjalda, sem vert væri að minnast. Tvo menntasetur í Borgarfirði koma við sögu Ragnheiðar Magn- úsdóttur, en það er Gilsakki í Hvítársíðu og Hvítárbakki í Andakílshreppi. Á fyrri staðnum ólst hún upp í foreldrahúsum til tvítugsaldurs. Á Hvítárbakka var hún húsmóðir í 35 ár og kenndi sig jafnan við þann stað eftir að hún fluttist þaðan. Foreldrar Ragnheiðar voru hjónin Sigríður Pétursdóttir Si- vertsen, bónda að höfn í Melasveit og fyrri konu hans, Sigríðar Þor- steinsdóttur, prests í Reykholti Helgasonar og Magnús prófastur Andrésson, bónda í Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi, Magnússonar bónda og alþing- ismanns þar, Andréssonar og konu hans, Katrínar Eyjólfsdótt- ur, bónda á Snorrastöðum í Laug- ardal, Þorleifssonar. Magnús útskrifaðist úr Presta- skólanum 1877, var biskupsritari 1877—1881, en stundaði jafnframt kennslu. Hann var vígður til Gilsbakkaprestakalls 1881 og sama ár gengu þau Sigríður og hann í hjónaband og fluttu að Gilsbakka. Þar var hann prestur til 1918 eða alls í 37 ár og nokkuð af þeim tíma var hann einnig prófastur. Magnús var alþingis- maður fyrir Árnesinga 1880-r-1885 og fyrir Mýramenn 1900—1908 og 1911—1913. Hann bjó á Gilsbakka til æviloka, 31. júli 1922, en kona hans andaðist 24. ágúst 1917. Hann var fæddur 30. júní 1845 en hún 15. júní 1860. Systkini Ragnheiðar, þau eru upp komust, voru þessi: Andrés, f. 11/6 1883, dó 10/6 1916. Hann var í þann vegin að taka við búi af föður sínum, er hann andaðist. Sigríður, f. 10/7 1885, dó 23/10 1980, kennari í Reykjavík. Pétur, f. 10/1 1888, dó 26/6 1948, alþingis- maður, ráðherra. Kona hans var Þórunn Ingibjörg Guðmundsdótt- ir Viborg. Katrín, f. 1/2 1890, dó 7/6 1972, bókavörður í Reykjavík. Steinunn Sigríður, f. 10/11 1894, dó 6/12 1976. Hennar maður var Ásmundur Guðmundsson, biskup. Guðrún, f. 16/3 1896, dó 9/9 1943. Maður hennar var Sigurður Snorrason. Hófu þau búskap á Gilsbakka 1923. Sigrún, f. 19/4 1899, hjúkrunarkona í Reykjavík. Er hún nú ein á lífi af hinum stóra og vel gefna systkinahópi frá Gilsbakka. Auk þess ólu Gilsbakkahjónin upp Jón Jónsson frá Gröf í Lund- arreykjadal, f. 3/6 1890, dó 22/4 1967. Hvíldi stjórn búsins á Gils- bakka mjög á honum eftir að Andrés dó, svo og þeim systrum, sem heima voru, Sigríði, Katrínu og Guðrúnu. Jón bjó í Árdal í Andakílshreppi 1932—1963. Var hann giftur Halldóru Hjartardótt- ur. Séra Magnús á Gilsbakka var ágætur kennimaður og góður bóndi. Hann hélt jafnan uppi kennslu á heimili sínu, kenndi börnum sínum og fjölda pilta und- ir skóla. Þótti kennsla hans frá- bær. Hann kynntist smáskammta- lækningum hjá séra Magnúsi Jónssyni á Grenjaðarstað og stundaði þær heima alla ævi. Var það ærið starf og margir áttu hon- um mikla skuld að gjalda, enda mun hann sjaldan hafa þegið greiðslu fyrir. Séra Magnús gerði Gilsbakka að menningarsetri. Hins vegar liggur ekki mikið eftir hann af rituðu máli. Hans daglega önn leiddi hugann inn á önnur svið. Frá þeim hjónum og börnum þeirra mörgu streymdu heillarík áhrif — menn- ing — sem mun berast áfram til komandi kynslóða. Þegar Ragnheiður Magnúsdótt- ir var komin á fullorðinsár og hafði notið góðrar kennslu hjá föður sínum, leitaði hugur hennar út fyrir endimörk sveitarinnar. Fyrsti áfanginn var til Borgar- ness, en þar stundaði hún barna- kennslu veturinn 1918—1919. Eft- ir það lá leiðin til Danmerkur og dvaldi hún þar um eins árs skeið, meðal annars einn vetur á hús- stjórnarskóla við Kolding. Áður en hún fór út hafði hún heitbund- ist Guðmundi Jónssyni frá Reykj- um í Lundarreykjadal. Hann var þá bóndi á Ytri-Skeljabrekku í Andakílshreppi (frá 1915). Hann hafði á árunum 1910—1914 dvalið við búnaðarnám í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð. Er ekki ótrúlegt að hann hafi hvatt unnustu sína til utanferðar og leiðbeint henni. Guðmundur hafði á fyrstu bú- skaparárum sínum á Skeljabrekku ferðast um Borgarfjörð og leið- beint bændum í búskaparháttum. I þeim ferðum kom hann oft að Gilsbakka og þar munu hafa orðið þeirra fyrstu kynni. Þegar Ragnheiður kom aftur heim frá Danmörku giftist hún Guðmundi (12/6 1921) og tók við bústjórn á Skeljabrekku. Þar bjuggu þau til vors 1926, er þau fluttu að Hvítárbakka. Guðmund- ur var fæddur 23. apríl 1890, dó 25. maí 1957. Hann var einn mesti búnaðarfrömuður í Borgarfirði, prófdómari við Bændaskólann á Hvanneyri í 43 ár, „sanngjarn, góðviljaður og öruggur í því starfi sem öðrum sem honum voru fal- in“. Þau hjón fluttu að Hvítárbakka að öðrum þræði til þess að hafa hönd í bagga með rekstri alþýðu- skólans þar, en hann var stofnað- ur af Sigurði Þórólfssyni 1905. Var það til heilla fyrir skólann að fá þau þangað. Var oft til þeirra leit- að af skólastjóra, kennurum og nemendum, þegar vanda bar að höndum. Þegar héraðsskóli Borg- firðinga var stofnaður 1931, var hann staðsettur í Reykholti og réði þar að mestu jarðhiti þess staðar. Þegar höfundur þessarar grein- ar kom ungur kennari að Hvann- eyri 1928 sköpuðust kynni við heimilið á Hvítárbakka sem urðu mér og okkur hjónum verðmæt. Það var ávallt tilhlökkun þegar Guðmundur á Hvítárbakka og um skeið Jón í Deildartungu komu til prófs á Hvanneyri, og til heimilis- ins á Hvítárbakka var oft gott að sækja holl ráð, stundum ekkert síður til húsfreyjunnar en hús- bóndans. Ragnheiður var vitur kona, mikið lesin og í heild vel menntuð. Hún myndaði sér skoð- anir í málefnum, sem varaði land og þjóð og þeim skoðunum var oft gott að kynnast og læra af. Á Hvítárbakka var stórt bú eft- ir að þau Guðmundur og Ragn- heiður komu þangað. Var mjög aukið við byggingar á jörðinni og jarðabætur mjög miklar, svo og tilraunir. Fékk Guðmundur verð- laun úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. Heimilið var því alla jafna mannmargt. Þar við bættist gestakoma meiri en almennt gerð- ist á þeim tíma. Þau hjónin voru sérstaklega gestrisin, glöð heim að sækja og veitingar frábærar að vöxtum og gæðum. Það voru því annasamir dagar hjá húsmóður- inni og seint gengið til hvílu. Ragnheiður sparaði ekki á neinn hátt orku sína. En þrátt fyrir matseld og aðra vinnu við heimil- isstörf, gat hún oft setið með manni sínum hjá gestum og lagt til mála af góðvild og þekkingu. Ragnheiður dó sig mjög í hlé til opinberra starfa og meira en eftir var leitað. Hún var meðal stofn- enda í Kvenfélaginu 17. júní 1938. Hún kom mjög við sögu Hús- mæðraskólans á Varmalandi í Borgarfirði. Hún var þar í bygg- ingarnefnd og í skólanefnd frá 1946, þegar skólinn hóf starf sitt, og þar til hún flutti til Reykjavík- ur. Eftir dauða Guðmundar veitti hún forstöðu búinu á Hvítárbakka með Jóni, syni sínum, þar til að hún flutti til Reykjavíkur 1971, fyrst til Magnúsar sonar síns til 1973, en þá fór hún til systra sinna, Sigríðar og Sigrúnar. Bjuggu þær saman og voru fram- úrskarandi samrýndar. Sigríður dó 1980, svo sem áður er sagt. Nú er Sigrún ein í hlýlegu íbúðinni þeirra á Hringbraut 81. Hún hefur misst mikið við fráfall þessara tveggja systra sinna með svo skömmu millibili. Þau Ragnheiður og Guðmundur eignuðust tvo syni: Magnús, f. 8. jan. 1925. Hann er stórkaupmaður í Reykjavík. Fyrri kona hans var Bryndís Jakobsdóttir frá Akureyri og eignuðust þau tvö börn. Seinni kona er Rúna Guðmundsdóttir frá Móum á Kjalarnesi. Jón, f. 9. febr. 1928, bóndi á Hvítárbakka. Kona hans er Björg Jónsdóttir frá Reykjavík. Þau eiga 5 börn. Þau, Ragnheiður og Guðmundur ólu upp Oskar Þ. Guðmundsson frá Múlastöðum, f. 8/7 1920. Hann er silfursmiður í Reykjavík. Kona hans er Sigríður Benjamínsdóttir, hjúkrunarkona. Þau eiga 5 börn. Ragnheiður lét sér mjög annt um þennan fósturson sinn og börn hans og var þeim eins og besta móðir og amma. Ragnheiður var ljóðelsk og las mikið af bundnu og óbundnu máli. Hún var vel hagmælt og gerði nokkuð af því, einkum á æskuár- um, að setja fram vísur og kvæði. En hún fór mjög dult með það. Sigurður Jónsson frá Haukagili hefur sagt mér það, að af 16 bæj- um í Hvítársíðu hafi um skeið ver- ið hagyrðingar á 14 þeirra. Ung- mennafélagið Brúin þar í sveit'gaf út handritað blað fyrir félaga sína. í því birtist mikið af ljóðum, flest undir dulnefni. Þar komu í fyrsta sinn sum af Ijóðum Guð- mundar á Kirkjubóli. Ragnheiður Magnúsdóttir átti þar bæði stökur og kvæði. Var náið samband í skáldskap milli þeirra. Má telja, að Ragnheiður hafi örvað skáld- skaparhneigð Guðmundar, hvatt hann í þeim efnum og að sumu leyti leiðbeint honum. Hafi hún á þann hátt haft áhrif í þá átt að fegra ljóð hans. Jafnframt þrosk- aði það ljóðagerð hennar og hefði hún vafalaust getað náð umtals- verðum árangri í ljóðagerð, ef önn dagsins hefði ekki orðið að sitja þar í fyrirrúmi. Ég set hér tvær vísur eftir Ragnheiði, en þær birtust í blað- inu Brúnni, sem áður er getið. Þær eru teknar af handahófi. Þær eiga að vera sýnishorn af hagmælsku hennr, en engan veginn lífsstefnu eða mótun á hugarfari. Fyrir hinstu sumarsól sveipast skýjafeldur. Það eru ekki alltaf jól, ekki sumar heldur. Byrgist máni í bleikum hjúp bjarmi á gljána slæðist. Hljótt við ána og Dimmadjúp dauði á tánum læðist. Ragnheiður á Hvítárbakka var elskuð og virt af ættingjum, heimafólki, nágrönnum og öllum þeim öðrum, sem hún hafði kynni af. Mér er í huga margar samveru- stundir með þeim hjónum. Fyrir þær vil ég þakka fyrir mína hönd og látinnar konu minnar. Þessi fá- tæklega grein er vottur um það þakklæti. Innileg hluttekning og kveðja til ástvina þeirra hjónanna frá Hvít- árbakka, Ragnheiðar og Guð- mundar, og þá dvelur hugur minn ekki síst hjá systurinni, sem eftir lifir, Sigrúnu á Hringbraut 81. Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri. Þann 6. október sl. andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík Ragnheið- ur Magnúsdóttir, Hvítárbakka Borgarfirði. Þá féll frá ein sú mætasta kona sem Borgarfjarðarhérað hefur al- ið. Ragnheiður amma eins og börnin kölluðu hana, fór skyndi- lega á sjúkrahús til rannsóknar og gekkst síðan undir erfiðar aðgerð- ir á áttugasta og fimmta aldurs- ári, þaðan sem hún átti ekki aft- urkvæmt. Fráfall hennar er óvænt og þungbært öllum þeim er henni kynntust. Við hjónin urðum þeirr- ar gæfu aðnjótandi þegar við stofnuðum okkar fyrsta eiginlega heimili, að fá þá loftið í húsi Ragnheiðar á Hvítárbakka til íbúðar. Þá, árið 1965, var Ragn- heiður orðin ekkja. Guðmundur Jónsson maður hennar varð bráð- kvaddur 1957 áður en við settumst að í Andakílshreppi, þannig að við kynntumst honum ekki. Tímabilið er við bjuggum á Hvítárbakka hjá Ragnheiði er okkur minnisstætt og kært. Nú þegar kveðjustundin rennur upp, hugsum við til þeirra ára þegar Ragnheiður gaf okkur svo mikið af sér. Hún umvafði okkur með hlýju sinni strax við fyrstu kynni. Hún var falleg, glaðleg og ímynd alls þess bezta sem prýða má eina manneskju. Hvaða málefni sem bar á góma, þá var Ragnheiður vel að sér og viðræðufús, oft þekkti hún af eigin kynnum til þess eða hafði kynnt sér. Skoðanir hennar . /fl Hringiö í síma 35408 m Blaðburðarfólk óskast Miðbær Vesturbær Laugavegur 101—171 Hverfisgata 4—62 Hverfisgata 63—120 Hagamélur 14—40 Hagamelur 41—55

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.