Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 Leiðtogi veginn rétt hjá Belfast Belfaxt. 16. okt. AP. VOPNAÐIR menn myrtu Billy MtK'uliough, einn af leiðtogum mót- ma'lendasamtakanna Varnarsam- hand Ulsters (UDA), í VesturBelfast í dag og aðrir menn rændu syni verzlanaaudjöfurs nálægt landamær um írska lýðveldisins. írski þjóðfrelsisherinn (INLA), samtök marxista er klufu sig úr írska lýðveldishernum (IRA), kvað sig bera ábyrgðina á morði McCulloughs og þar með vilja hefna morða öfgasinnaðra mót- mælenda á kaþólskum mönnum. Morðið á McCullough er hið fjórða í þessari viku og hefur auk- ið ugg um nýjar blóðsúthellingar á Norður-írlandi. „Erfitt er að gera sér í hugarlund að UDA hefni ekki McCulloughs," sagði lögreglan. Yfirvöld leiða getum að því að INLA hafi einnig staðið að ráninu á Ben Dunne jr., þrítugum syni auðmanns sem á keðju verzlana í báðum hlutum írlands með höfuð- stöðvum í Dyflinni. Fjórir grímuklæddir menn rændu Dunne 200 metra frá landamærunum þegar hann ætl- aði að opna nýja verzlun í Porta- down. Háttsettur lögregluyfirmaður í Dyflinni sagði: „Við höfum ekki útilokað þann möguleika að glæpamenn sem sækjast eftir lausnargjaldi hafi rænt Dunne." En bent er á að Dunne var rænt á svæði nálægt Killeen í suður Armagh sem sé alræmt stiga- mannabæli og vígi skæruliða. Diana getur ekki átt barn strax vegna anna London, 16. október. AP. BREZKA blaðið The Sun skýrir frá því í dag, að Díana prinsessa hafi frestað því um eitt ár að minnsta kosti að eignast barn þar sem hún sé svo önnum kafin. Talsmaður konungshirðarinnar sagði að fréttin væri bæði heimsku- leg og ætti ekki við nein rök að styðjast. Talsmaðurinn sagði það einkamál Karls prins og Díönu prinsessu hvenær þau hygðust eign- ast börn, og fyrir lægju engar upplýs- ingar hvenær þau hefðu slíkar ráða- gerðir í huga. Skömmu fyrir brúðkaupið 29. júlí síðastliðinn lét Díana prins- essa þau orð falla að hún vildi gjarnan eignast barnaskara. The Sun segist hafa það eftir nánum kunningja prinsessunnar, að hún hafi ákveðið að fresta því um stundarsakir að geta barn með Karli vegna anna. „Það er óþarfi fyrir brezku þjóð- ina að eiga von á yfirlýsingum um að barn sé á leiðinni fyrr en næsta haust í fyrsta lagi,“ segir The Sun. The Sun varð fyrst brezkra blaða til að skýra frá því að sam- dráttur væri með Karli og Díönu, og í síöasta mánuði sagði blaðið að prinsessan væri orðin þrautleið á hlutverki því sem hún hefði fengið í konungsfjölskyldunni, en taís- maður Buckingham-hallar vísaði þeirri frétt á bug. Prinsessan hefur verið önnum kafin upp á síðkastið við að stofna heimili í Highgrove í Gloucest- ershire og í Kensington-höllinni í Lundúnum, auk þess sem hún hef- ur komið fram við ýmis tækifæri og tekið á sig stuttar ferðir í þágu konungsfjölskyldunnar. Áflog í tónleikasal í Tel Aviv er þar var fluttur forleikurinn að „Tristan Isolde“ eftir Wagner. Tónlist eftir Wagner hefur ekki verið áður flutt srael og mikið var um framíköll meðan á flutningi forleiksins stóð. væru mótfallnir flutningnum að ganga út. Frjálslyndur þingmaður, Abraham Wirsubski, sagði í snörpum útvarpsumræðum að Wagner bæri ekki ábyrgð á hel- för gyðinga og bann við verkum hans væri árás á tjáningarfrelsi. Ronnie Milo úr Likudflokkn- um sagði að hljómsveitin, sem er ríkisrekin, yrði að taka tillit til tilfinninga þeirra 100.000 manna, sem lifðu af helförina og búa í Israel. „Að hlusta á tónlist Wagners er eins mikil martröð og að horfa á ljósmynd af Hitl- er.“ Indverjinn Mehta kvað tilfinn- ingar sínar „blendnar" eftir flutning forleiksins. „Ég tel Wagner mjög mikið tónskáld," sagði hann í útvarpsviðtali. „Hjá mér togaðist á ást mín á tónlist hans og ást mín á þessu landi. Ég hafði mikla samúð með þeim sem gengu út og ég er ekki reiður við nokkurn mann.“ Slegizt er tónlist Wagners var flutt Tel A»iv, 16. okt. AP. ÍNRAELNKA fílharmóníuhljómsveitin lék tónlist eftir Richard Wagner undir stjórn Zubin Mehta í gærkvöldi þrátt fyrir hróp og köll og handa- lögmál. Flutningur á tónlist Wagners hefur verið hannaður síðan Ísraelsríki var stofnað, þar sem hann er talinn gyðingahatari og nazistar kynntu verk hans sem tákn um yfirburði aría. Flestir áheyrendur fílharm- óníuhljómsveitarinnar voru því samþykkir að tónlist Wagners væri flutt, en margir mótmæltu, til handalögmála kom og fiðlu- leikarinn Abraham Melamed, sem var í fangabúðum nazista, gekk af sviðinu til þess að taka ekki þátt í flutningnum. „Hví skyldum við leika tónlist, sem kemur fólki til að berjast og gráta?" spurði hann. Mehta kynnti forieikinn að óperu Wagners „Tristan og Is- oIde“ þegar hljómsveitin var kölluð fram í lok tónleikanna. Forleikurinn var ekki á efnis- skránni og Mehta bauð þeim sem Mehta sagði að hann mundi halda áfram að flytja tónlist eft- ir Wagner, en tilkynna flutning hennar fyrirfram til að forðast mótmæli. Talsmaður hljómsveitarinnar sagði að tónlist Wagners væri of mikilvæg til þess að hægt væri að hundsa hana og benti á að meirihluti áheyrenda hefði setið kyrr í sætum sínum og klappað. Daniel Binyamini konzertmeist- ari sagði að hljómsveitin mundi einskorða sig við „þau verk Wagners sem væru ekki eins tevtónsk". Aðild að NATO grundvöllurinn að öryggi Noregs og sjálfstæði - sagði Káre Willoch í stefnuræðu sinni (Nló, 16. október, frá Jan Krik Ijiure, fróUaritara Mbl. KÁARE Willoch, forsætisráðherra, sagði að aðild Norðmanna að At- Kanadamenn birta Gouzenko-skjölin Oltawa. 16. okl. AP. RÚSNAR reyndu að fá Kanadamenn af rússneskum og úkraínskum ættum til njósnastarfa á árunum eftir 1940 með því að hóta að myrða eða skaða ættingja þeirra í gamla landinu. Þetta kemur fram í leyniskjöl- um er hafa að geyma framburð sovézka flóttamannsins Igor Gouzenko frá 1946. Gouzenko, sem var dulmálsritari sovézka sendiráðsins, býr nú í Toronto og Kanadastjórn birti skjölin eftir 35 ára bann í gær. „Þetta er enginn brandari," sagði Gouzenko í framburði sín- um. „Þeir gætu sagt við mann, ef þú neitar að vinna fyrir okkur getur verið að systur þinni og bróður verði útrýmt." Gouzenko sagði í viðtali eftir birtingu skjalanna í gærkvöldi að furðulegt mætti teljast að það hefði tekið yfirvöld fimm ár að hafa hendur í hári kjarnorku- njósnarans Klaus Fuchs eftir uppljóstranir sínar. „Mackenzie King (forsætisráðherra) sagði mér að rannsóknarsviðið væri stöðugt að færast út, en það þrengdist og þrengdist," sagði Gouzenko. Chapman Pincher, höfundur bókarinnar „Their Trade Is Treachery", sem leiddi til rann- sóknar á brezku leyniþjónust- unni, sagði í dag að birting skjal- anna styddi staðhæfingu sína um að Sir Rogers Hoollis, yfir- maður MI5, hefði njósnað fyrir Rússa á árunum 1940—50. Hann skoraði á Margaret Thatcher forsætisráðherra að endurskoða ásakanir sínar í ljósi nýrra sannana. Framburður Gouzenko varð til þess að 18 voru ákærðir, en helmingurinn var sýknaður. Upphaflega átti að birta skjölin 1976, en birtingu þeirra var frestað í 10 ár í viðbót til að vernda einkalíf vissra einstakl- inga. Skjölin eru birt nú eftir þrýsting frá íhaldsmönnum, sem vildu skýringu á því hvers vegna skjöiin væru á bak við lás og slá. Gouzenko sagði að auk fyrr- verandi rússneskra borgara hefði verið reynt að fá verka- lýðs- og æskulýðsleiðtoga, emb- ættismenn, vísindamenn og fé- laga úr kanadíska kommúnista- flokknum til njósnastarfa. Út- sendararnir hefðu auk þess átt að mynda „fimmtu herdeild" ef Rússar gerðu innrás í Kanada. Gouzenko taldi líklegt að innrás yrði gerð þá og Rússar væru komnir á fremsta hlunn með að segja bandamönnum sínum úr stríðinu stríð á hendur og fleiri lönd væru í sömu hættu og Kanada. Gouzenko sagði að Rússar hefðu starfrækt allt að þrjár njósnaþjónustur í Kanada á þessum tíma. Hann kvaðst þekkja útsendara í vegabréfa- deild utanríkisráðuneytisns er útveguðu njósnurum fölsuð vegabréf. Hann kvað ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að laumast til áhrifa í vísindafélög- um og verkalýðsfélögum og sagði að njósnarar í Vancouver og Halifax hefðu útvegað upplýs- ingar um flotaaðgerðir. lantshafsbandalaginu væri grund- völlurinn að öryggi landsins og sjálfstæði, er hann flutti stefnuræðu sína í Ntórþinginu í dag. Forsætisráðherrann sagði við það tækifæri, að eitt helzta viðfangsefni stjórnarinnar yrði að búa þannig að iðnaði landmanna að hann gæti vax- ið og dafnað á ný. Það kom fram í stcfnuræðu Will- ochs, að stjórnin hyggst starfa í anda þeirra stefnu sem borgaraflokkarnir þrír, Hægriflokkurinn, Miðflokkur inn og Kristilegi þjóðarflokkurinn, settu fram fyrir kosningar. Viðræður flokkanna um stjórn- armyndun leiddu að vísu ekki til myndunar ríkisstjónar þessara flokka, heldur minnihlutastjórnar Hægri. Hægriflokkurinn á hins vegar allt sitt undir stuðningi hinna flokkanna tveggja í þinginu, og því kemur ekki á óvart að stjórn Hægri-flokksins skuli hyggjast starfa í anda sameiginl- egrar stefnu borgaralegu flokk- anna. Káre Willoch sagði, að reynt yrði af fremsta megni að spyrna við verðhækkunum og lögð yrði áherzla á að auka samkeppni í at- vinnulífinu og auka framleiðni í iðnaði og landbúnaði. Stjórnin mun einnig draga úr útgjöldum hins opinbera og ráðast gegn skrifræðinu. Þá er í ráði að draga úr skattbyrði einstaklinga og atvinnuveganna. Auk þessa hyggst stjórnin af- nema einkarétt ríkisins til út- varps- og sjónvarpsreksturs. Leyfðar verða útvarpsstöðvar í einkaeign og einkafyrirtækjum verður leyft að starfrækja kapal- sjónvarp og senda út í því eigið efni og aðkeypt efni. Loks er það skoðun stjórnarinn- Káre Willoch ar að hugmyndin um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndun- um sé atriði sem rætt skuli í af- vopnunarviðræðum Atlantshafs- bandalagsríkjanna og Varsjár- bandalagsríkjanna, en frumkvæði af hálfu Norðmanna á þvi sviði komi ekki til greina. Af hálfu Verkamannaflokksins hefur því verið lýst yfir, að engin áþreifanleg atriði hafi verið nefnd í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar, sem forsætisráðherra skýrði í stefnuræðu sinni. „Við verðum að dæma stjórnina af verkum henn- ar,“ sagði Gro Harlem Brundtl- and, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í Stórþinginu. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.