Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 9 Um próflíjör Eftir Halldór Jónsson verkfrœðing 8. október samþykkti fulltrúa- ráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að viðhafa lokað próf- kjör vegna bæjarstjórnarkosn- inganna. Með tilliti til þess að meirihluti sjálfstæðismanna er óflokksbund- inn, þá hefur minnihlutinn svipt meirihlutann tækifæri til þess að hafa áhrif á uppröðun listans. Mótrökin um, að þetta fólk geti þá bara gengið í flokkinn, eru ekki svaraverð, svo augljóslega hald- laus sem þau eru. Áhrif þessa munu berast víða um land. Hvarvetna eru litlar og ljótar klíkur á kreiki, sem vilja hafa flokkinn sem sitt prívatfyr- irtæki. Slíkur sigur pukuraflanna er mikið áfall fyrir flokkinn, sem nú var í mikilli sókn. Meirihluti Fulltrúaráðsins í Reykjavík ætti kannski að sækja um inngöngu í Frímúrarafélagið í heilu lagi, þar er félagslegi skyldleikinn greini- lega fyrir hendi. Hvernig dettur mönnum í hug, að slæðingskommar og álíka utan- veltubesefar úr öðrum flokkum, geti valdið einhverjum straum- hvörfum í framboðsmálum hins stóra Sjálfstæðisflokks? Hann er einn flokka nógu stór til þess að þola opið prófkjör og þessvegna á hann, og jafnframt verður, að gera það. Þó að stjórnmáladeild SÍS, og kommarnir þori ekki fyrir sitt litla líf að koma út úr myrkrinu, þá er öðru máli að gegna um alvöruflokk eins og Sjálfstæðis- flokkinn. Frambjóðendurnir verða allir flokksbundir sjálfstæðis- menn. Það er sama í hvaða röð þeir veljast á listann nákvæmlega, það verður aldrei langt frá verð- leikum hvers og eins. Hræðsla ein- stakra frambjóðenda um sæti sín, sem birtist í áðurnefndri ákvörð- un, endurspeglar þann barnaskap að halda að stjórnmál byggist upp á einstaklingum fremur en stefn- um, sbr. allt slúðrið um Gunnar eða Geir. Rétt eins og flokkurinn stæði ekki jafnréttur eftir þó hvorki væri Gunnar né Geir. Flokkurinn er ekki til fyrir ein- staka menn, heldur þeir fyrir flokkinn. Það væri gaman að spyrja þetta fulltrúaráð hvor þeir vilji heldur; sjö menn, frábæra og flokks- bundna, í minnihluta eða 9, venju- lega flokksbundna menn, í meiri- hluta, jafnvel þó einhver þeirra héti Albert. Ég skora á hvern flokksmann um land allt að íhuga vancBega hvaða afleiðingar það hefur fyiýr flokkinn, ef hinn mikli meirihluti, sem stendur formlega utan raða okkar af persónulegum ástæðum, er látinn sæta þessum kjörum. Áhættan af því er miklu meiri en áhættan af því að kommarnir raði á listana fyrir okkur. Verður nú nægt að segja, að talið um flokkseigendafélag sé bara bull úti „Hvarvetna eru litlar og ljótar klíkur á kreiki, sem vilja hafa flokkinn sem sitt prívatfyrirtæki. Slíkur sigur pukuraflanna er mikið áfall fyrir flokkinn, sem nú var í mikilli sókn. Meirihluti Fulltrúarádsins í Reykjavík ætti kannski að sækja um inngöngu í Frímúrarafélag- ið í heilu lagi, þar er félags- legi skyldleikinn greinilega fyrir hendi.“ loftið? Ég held að formaður flokksins ætti að tjá sig um sína skoðun á fyrirkomulagi prófkjöra hér í blaðinu. 9. október, 1981. Halldór Jónsson verkfr. Rækjubáturinn Elías Sigurðsson frá Bíldudal kominn á leguna fram af bænum Auðkúlu, tilbúinn að ferja ferðalangana yfir Arnarfjörð. formaður Lionsklúbbsins þar, Ágúst Gíslason, með bíl í gangi og var ekið í loftköstum til Pat- reksfjarðar þar sem veislugestir biðu með óþreyju eftir að geta tekið til matar síns. Næsta morgun var svo haldið heim á leið. Nú með Range Rover undir stjórn Bjarna Andrésson- ar framkvæmdastjóra á Tálkna- firði og í fylgd svæðisstjóra Lions, Friðriki Kristjánssyni. Nú hafði veður breyst þannig að ekið var viðstöðulaust til Flateyrar, þar sem fá átti bíl til að flytja hjónin upp á Breiða- dalsheiði, þaðan sem þau hugð- ust e.t.v. ganga heim á leið. Velbúinn Rússajeppi komst þó ekki nema fram að túnfætinum á bænum Breiðadal, þar var allt komið á kaf í snjó. Var þá kall- aður til snjóbíllinn góði og flutti Saga úr ófærðinni ÍSLENSKT veðurfar getur oft gert ferðalöngum skráveifur. Því fékk umdæmisstjóri Lionshreyfingar innar á norðanverðu fslandi og kona hans heldur betur að kynn- ast, á leið sinni í embættisheim- sókn frá ísafirði til Patreksfjarðar þar sem þrír klúbbar voru að halda árshátíð sína. Lagt var upp frá ísafirði upp úr hádegi á laugardag á velbún- um Bronco-jeppa. Færð hafði verið sögð slæm á Breiðdalsheiði en góð þar sunnar. Á Breiðdals- heiði hafði fallið snjóflóð og skafrenningur valdið skafla- myndun. Þar var fyrir bíll frá Orkubúi Vestfjarða á leið til Þingeyrar. Hjálpuðust allir við að moka bílana í gegn um skafl- ana, en þegar að síðasta skaflin- um kom keyrði fram á ferða- langana snjóbíll frá Flateyri, sem var að flytja fréttamenn frá vikuritinu Newsweek til ísa- fjarðar. Snjóbíllinn dró bílana tvo yfir síðasta skaflinn. Þegar komið var á Rafnseyr- arheiði sunnan Þingeyrar var hún alveg ófær. Var þá snúið við til Þingeyrar, þar sem samin var áætlun um næsta áfanga á heim- ili Gunnars Friðfinnssonar. Síð- an var haldið á heiðina aftur, ferðataskan og ferðapelinn sett í svartan plastpoka. Síðan var lagt á heiðina gangandi með pokann í eftirdragi. Handan heiða beið svo bóndinn á Auð- kúlu sem flutti hjónin til sjávar. Þangað kom svo bátur frá Bíldu- dal og flutti fólkið yfir fjörðinn. Á bryggjunni á Bíldudal beið hann fólkið upp á Breiðadals- heiðarbrún þar sem jeppi frá ísafirði beið, en nánast enginn snjór var þá norðanvert í Breiða- dalsheiðinni. Ferðin, sem vana- lega tekur um 3 tíma hvora leið, tók 15 tíma. En með góðum vilja áhugasamra manna má ýmislegt gera á þessu veðurbitna landi. Menn hjálpuðust að við að moka bflana í gegn um kinnina á Breiðadals- heiði. KFUM & KFUK minnast aldarafmælis sr. Bjarna Hinn 21. okt. nk. eru liðin 100 ár frá fæðingu séra Bjarna Jónssonar, fyrrverandi dóm- kirkjuprests. í tilefni aldarafmælisins halda KFUM og KFUK í Reykjavík hátíðasamkomu í húsi félaganna á Amt- mannsstíg 2b, sunnudaginn 18. október kl. 8.30 eh. Eru allir velkomnir á sam- komuna meðan húsrúm leýfir. Séra Bjarni var fæddur í Mýrarholti við Reykjavík 21. okt. 1881. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1902 og hóf þegar nám í guð- fræði við Kaupmannahafnar- háskóla og lauk þar kandi- datsprófi 1907. 1907—1910 var hann skóla- stjóri barna- og unglingaskól- ans á ísafirði. Séra Bjarni var kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1910 og gengdi því starfi til 1951. Hann varð prófastur og síð- an dómprófastur og vígslu- biskup í Skálholtsbiskups- dæmi. Hann var prófdómari við guðfræðideild Háskóla Islands í 52 ár. Séra Bjarni var formaður KFUM í Reykjavík í 54 ár og síðan heiðursmeðlimur félags- ins. Séra Bjarni andaðist 19. nóv. 1965. Hann var kvæntur Áslaugu Ágústsdóttur, sem lifir mann sinn. Frú Áslaug var um margra ára skeið forstöðu- kona KFUK í Reykjavík. Fasteignasala — Bankastræti Símar 29455 — 29680 — 4 línur OPIÐ í DAG 2JA HERB. ÍBÚÐIR | Kaplaskjólsvegur Lítil íbúó í kjallara. Veró ca. 300.000. f Fálkagata 50 fm samþykkt í kjallara. Útb. 200 þús. Engjasel fullbúin og vönduö á jaröhæó með bílskýll. Útb. 350 þús. Þangbakki 60 fm ibúö á 8. hæö. Útb. 280.000. ^ Æsufell 2ja herb. 60 fm ca. á 2. hæö. Útb. 310.000. Guörúnargata 2ja herb. 70 fm í kjallara. Útb. 280.000. > Vallargerði Góö 75 fm á efri hæö. Suöursvalir. Bílskúrsréttur. Ugluhólar 45 fm einstaklingsíbúö á jaröhæö. Útb. 260 þús. Laugavegur 55 fm á 3. hæð. Laus. Útb. 260 þús. 9k Kópavogsbraut 65 fm á jaröhæö, mjög góö, sér inng. Útb. 310 þús. h 3JA HERB. ÍBÚÐIR Hlunnavogur Hæö með bílskúr. Rúmgóð 3ja herb. íbúö á miöhæö. , Smyrlahraun Sérlega góð á annarri hæö, 93 fm. Þvottahús og geymsla í íbúðinni, allt sér. Bílskúrssökklar. Útb. 430 þús. ’ Austurberg 92 fm á 3. hæð. Bílskúr. Útb. 425 þús. ^ Fifuhvammsvegur ca. 80 fm í kjallara. Góöur bílskúr. Einstaklings- íbúð fylgir, fallegur garður. Útb. 500 þús. Vesturbær ca. 80 fm á 1. hæð í nýlegu húsi innb. bílskúr, suður svalir. Útb. 500 til 520 þús. m Hvassaleiti 87 fm í kjallara. Verö 540 þús. Útb. 390 þús. ij| Laufvangur 3ja herb. íbúð, 96 fm á annarri hæö. Útb. 450.000. g Vesturberg 90 fm á 1. hæð, ný eldhúsinnrétting, stórar svalir. Útb. 370 þús. * 4RA HERB. ÍBÚÐIR í Brávallagata 100 fm á 4. hæö með suðursvölum. Útb. 400 þús. Blómvallagata 60 fm risíbúö. Stofa, 2 herb. sér á gangi. Framnesvegur 100 fm risíbúð. Verö 480 þús. % Hliöarvegur Kópavogi 112 fm á jaröhæö. Öll sér. Engjasel fullbúin 112 fm á 1. hæö meö bílskýli. - Laufvangur 4ra herb. á 1. hæð, 120 fm. Útb. 540.000. 5—6 HERB. OG SÉRHÆÐIR Í Krummahólar Vönduö 5 herb. á 2. hæö. Bílskúrsréttur. Útb. 430 fi Þús & Oúfnahólar Góö 128 fm á 1. hæö. Fiísalagt baðherb. Dalbrekka 140 fm á 2 hæðum. 4 svefnherb. Stórar suöursvalir. Bílskúrsréttur. Útb. 570 þús. Laugarásvegur 140 fm ris. 5 herb. Útb. 600.000. Krummahólar — penthouse íbúö á 2 hæöum alls 130 fm. Glæsi- legt útsýni. Hægt aö hafa sem 2 ibúðir. Bílskúrsréttur. Útb. 610 þús. RAÐHÚS Seljabraut 230 fm raöhús á þremur hæöum. Verð 1.100.000. Tunguvegur Ca. 90 fm raöhús + kjallari. Útb. 540.000 Bein sala. EINBÝLISHÚS Í Markarflöt Mjög glæsilegt 250 fm hús meö góöum garði. Vesturberg glæsilegt 180 fm hús meö útsýni. Góöur bílskúr. Jóhann Daviösson sölustjóri. Friörik Stefánsson viöskiptafr. Sveinn Rúnarsson. rMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmM EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU \l (íLYSINGA- SIMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.