Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 ... ad leyfa henni að vera fyrstri til að aka nýja bílnum. TM R*g. U.S. Pat. Off.-all rlghts rasarvad ® 198 f Los Angeles Times Syndicate Ég er ákvedinn í að hætta ad selja þessa stóru potta! Minkapels, — ef þú segir mér hug þinn allan? HÖGNI HREKKVÍSI 76//W " Tómstundastörf barna og unglinga „Kæri lesandi! Nokkur orð langar mig til að rita um tómstundastörf barna og unglinga í Svíþjóð, á þeim stað þar sem ég stunda nám mitt um þessar mundir. Hér eru hverslags tóm- stundastörf í hávegum höfð og þykja sjálfsagður hlutur innan hvers skóla. Undantekningar- laust stunda börn á aldrinum 7—14 ára einhverskonar tóm- stundastörf, skipulögð af tóm- stundaráði hvers bæjarfélags, en með aðstöðu innan hinna ýmsu skóla bæjarins. Leiðbeinendur þessara hópa eru ekki faglært fólk, heldur fer í þetta fólk sem hefur áhuga, vill vinna með börnum og gefa þeim eitthvað af sínum tíma og kunnáttu, gæti verið góð þjálf- un fyrir fóstru- og kennara- nema, og jafnvel gott tækifæri til að fá foreldra og/eða eldri systkini til að koma ögn meira inn í skólana. Skipulagning tómstunda- starfsins er eins og áður segir í höndum tómstundaráðs hvers bæjarfélags, sem setur upp ákveðið prógramm yfir það sem á boðstólum er. I byrjun hverr- ar skólaannar er prógramminu síðan dreift í allar bekkjar- deildir grunnskólanna, ásamt spurningalista um áhugamál nemendanna og hvenær þau hafi tíma o.fl. Þegar tómstundaráð hefur síðan fengið þessi gögn í hendurnar er prógrammið endurskoðað og lagfært, áhuga- hópum bætt inn í og aðrir tekn- ir út. Hver hópur samanstendur af 5—13 börnum, eftir því hvers eðlis verkefnin eru. Hver hópur hittist síðan einu sinni í viku, 2 tíma í senn í allt að 10 vikur. Námskeiðsgjaldi er ákaflega í hóf stillt, til að gefa sem flest- um tækifæri til að vera með. Laun leiðbeinenda eru síðan greidd af viðkomandi bæjarfé- lagi. Aðalmarkmið með starfsemi sem þessari er að gefa nemend- um tækifæri til að vera saman með félögum sínum og leiðbein- anda í hinum ýmsu áhugahóp- um, kenna þeim að vinna í hóp, skapa tækifæri fyrir betri sam- bönd á milli nemenda frá ýms- um bekkjardeildum og aldurs- hópum, og jafnvel frá mismun- andi skólum. Gerður Guðmundsdóttir fóstra, sem nú stundar nám við Fornby- lýðháskólann í Borlange í Svíþjóð, hefur sent eftirfarandi grein um tómstundastarf barna og unglinga í Svíþjóð. Gerður er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi og hefur starfað sem fóstra í heimabæ sínum frá því að hún lauk námi fyrir tveimur árum. Þessi grein er liður í námi Gerð- ar, þ.e. henni er ætlað að senda hana til síns heimalands til birt- ingar og jafnframt að fá andsvör þeirra sem áhuga hafa. Það helsta sem nemendum hér er boðið upp á er: borðtenn- is, boltaleikir ýmiss konar, úti- vist (gönguferðir, skíði, skautar Fyrirspurn til gatnamálastjóra íbúi við Teigasel skrifar: „Velvakandi. Mig langar mjög mikið til að leggja fyrirspurn fyrir gatna- málastjóra eða önnur yfirvöld gatnamála. Nú standa yfir lagfæringar á horni Skógarsels og Öldusels. Er ekki möguleiki að gerður verði flái á hornið norðan megin, þar sem þetta horn hefur reynst okkur, sem þarna eigum leið um á bílum okkar að vetrarlagi þegar ófærð er og snjókoma, mikill far- artálmi. Þessi beygja er svo kröpp og það vill draga í skafla þarna á hominu. Bílar sitja þar oftlega fastir langtímum saman og tefja eðlilega umferð. Ég held það liggi í augum uppi að það yrði til mik- Fyrirspurn til félagsmála- ráðherra Félagar nr. 413 og 421 í Bygg- ingarféíagi verkamanna skrifa: „Kæri Velvakandi. Að gefnu tilefni langar okkur til að biðja þig að koma þeirri spurningu á framfæri við fé- lagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, hvaða rétt við félagar í Byggingarfélagi verkamanna, Stórholti 16, Reykjavík, höfum til íbúðakaupa hjá félaginu. Við hjónin gengum í félagið 1976 og töldum okkur vera að skapa okkur möguleika til íbúðar- kaupa fyrir fimm manna fjöl- skyldu okkar. Hver er sú félags- lega hlið sem að okkur snýr í raun?“ illa bóta, ef hornið yrði gert meira aflíðandi, ég tala nú ekki urfi ef sama yrði gert báðum megin á gatnamótunum við Teigasel, þar sem beygjan er nú 90 gráður. Litla brekkan sem liggur upp í Teigaselið er mikill farartálmi á snjóavetrum. Gaman væri að fá svar við þessum tillögum frá rétt- um aðilum. Smáábending En það er fleira sem liggur okkur á hjarta, íbúum í verka- mannabústöðum í Seljahverfi. Ungur íbúi hér í hverfinu er ný- kominn á forláta skellinöðru, sem hann því miður misnotar herfi- lega. Hann æðir um á farartæki sínu hér inni á milli blokkanna. En það er nú ekki bara hræði- legur hávaðinn sem stráksa tekst að framleiða með ökutæki sínu, þannig að börn og fullorðnir hrökka með andfælum upp af værum svefni, heldur oBbýður manni og svíður þegar illa er farið með grasfleti og grashóla, sem verið er að græða upp með ærnum tilkostnaði á hverju vori, með sáningu og tyrfingu. Ég vona að stráksi og foreldrar hans taki þetta til athugunar sem fyrst. Við erum að reyna að byggja upp og prýða hverfið okkar, en ekki rífa það niður á þennan hátt. Hann mætti því gjarnan halda sig á götunum á nöðrunni sinni. Við höfum númer farartækis hans og vinar hans sem stundum tekur þátt í niður- rifinu, og ef þessu linnir ekki nú þegar, verðum við að gera aðrar ráðstafanir. Þetta er nú bara smáábending, sem vonandi verður tekin til greina af fullri skynsemi. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." Fallegur staður og skjólsæll Guðmunda Snorradóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá frétt um það í miðvikudags- blaðinu hjá ykkur að verið er að rífa upp trjáplöntur í Ártúnsholt- inu. Éinnig segir í fréttinni að unglingar hafi plantað þessum trjám á sínum tíma og ekki sé vit- að hvar plöntunum verði nú fyrir komið. Það vill svo til að ég veit um ákjósanlegan stað fyrir þær. Hann er suðaustan við Barðavog- inn, beint á móti Ökuskólanum. Þangað var ekið geysimikilli mold í sumar og sjálfsagt hefur verið sáð í hana grasfræi. Þarna er bæði fallegt og skjólsælt og án efa góð- ur jarðvegur fyrir trén auk þess sem fjölfarið er um þessar slóðir svo að margir geta notið þess að sjá gróðurinn þegar þar að kemur, unglingar ekki síður en aðrir. Trjáplöntur rifnar upp í Ártúnsholti ÞESSA dagana eru starfsmenn Reykjavíkurborgar að rifa upp trjáplönturnar á Ártúnsholti, þar sem unglingar plöntuðu 11.000 trjám skv. áatlun borgarinnar um umhverfi og útivist, fyrir rúmum þremur árum. Skv. hugmyndum um að taka þetta svæði undir byggð eru plönturnar nú rifnar upp og settar I geymslu hjá Garðyrkjunni. Ekki I er búið að samþykkja tillögur 1 vegna byggðar á holtinu, þótt 1 fyrstu tillögur hafi komið fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.