Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981
_______1 .... .......... ...............
Heræfingar í
austri og vestri
Þessa mynd sendi sovéska fréttastofan TASS frá sér í september. Hún sýnir
sovéska landgonguliða hlaupa alvopnaða á land úr loftpúðaskipi, sem flutti
þá í land úr skipum á hafi úti. Sovétmenn hafa náð lengst allra þjóða við
beitingu loftpúðaskipa í hernaðarskyni.
Undir lok ágúst í sumar fjölgaði
bandarískum hermönnum á Kefla-
víkurflugvelli um nokkurra vikna
skeið. Þá bættust orrustuvélar í hóp
þeirra Phantom-orrustuvéla, sem
hér eru að staðaldri. Nánar tiltekið
komu hingað 8 F-4C-orrustuvélar frá
Texas til þátttöku f æfingu á vegum
bandarísku Atlantshafsflotastjórnar
innar, sem herafli frá öðrum Atlants-
hafsbandalagsríkjum átti einnig að-
ild að. Þoturnar flugu hingað f ein-
um áfanga frá Kelly-flugstöðinni í
Texas og tóku eldsneyti í lofti. Sam-
hliða vélunum dvaldist hér á landi
um 200 manna sveit flugvirkja og
aðstoðarmanna. Var sveitin flutt
hingað til lands í C-121 Starlifters-
flutningavélum. Þá var sérstök flug-
stjórnarvél af gerðinni EC-135 í
fylgd með orrustuvélunum. Þessi æf-
ing var hluti af víðtækari þjálfunar
áætlun fyrir orrustuflugmenn, sem
sendir eru til stuttrar dvalar í bæki-
stöðvum bandaríska hersins í Evr
ópu, Alaska og á Kyrrahafssvæðinu.
Var farið að starfa eftir þessari áætl-
un á árinu 1975.
Fyrir nokkrum mánuðum birt-
ist á forsíðu Morgunblaðsins frétt
úr breska blaðinu Daily Tele-
graph, þar sem frá því var skýrt,
að á Eystrasalti hefðu Sovétmenn
efnt til landgönguæfinga, sem
sýndu, að þeir væru að búa sig
undir að geta sent liðsafla á land á
lítt vörðum ströndum nálægra
landa og var ísland nefnt í því
sambandi. í september efndu Sov-
étmenn til einhverra umfangs-
mestu heræfinga í sögu sinni, fóru
þær fram á Eystrasalti, nánar til-
tekið undan strönd Póllands og
Eystrasaltslandanna. Til þátttöku
í æfingunum var stefnt skipum
hvaðanæva að úr heiminum, flug-
móðurskipið Kiev kom úr Norður-
flotanum á Kólaskaga og liðs-
flutninga- og landgönguskipið
Ivan Rogov kom alla leið úr
Kyrrahafi. Sjálfur D.F. Ustinov
marskálkur og varnarmálaráð-
herra Sovétrikjanna stjórnaði
þessum æfingum. Þegar til þeirra
var efnt, töldu ýmsir að með þeim
væru Sovétmenn að búa sig undir
„bróðurlegar aðgerðir" gegn Pól-
verjum, en jafnframt var á það
bent, að til jafn víðtækra æfinga
væri ekki efnt nema með að
minnsta kosti tveggja ára fyrir-
vara og því stæðu þær ekki í bein-
um tengslum við þróun mála í
Póllandi.
Um 100 þúsund hermenn tóku
þátt í þessum sovésku æfingum.
Það, sem vestrænum aðilum þótti
einna markverðast, var hin mikla
áhersla á að æfa landgöngu. Eins
og áður sagði var Ivan Rogov siglt
hálfa leiðina í kringum jörðina til
að sýna hæfni þess og landgöngu-
prammar voru fluttir frá Kóla-
skaganum suður í Eystrasalt til að
þá mætti nota í æfingunni. Að
sögn sérfróðra aðila á Vesturlönd-
um settu Sovétmenn 7000 manna
fullbúið lið á land í Litháen í einni
lotu æfinganna. Hafa þeir aldrei
verið svo stórtækir á þessu sviði
áður.
Þessar tvær haustæfingar aust-
urs og vesturs, sem hér hafa verið
nefndar eru ólíkar að eðli og um-
fangi. Raunar var á vegum Atl-
antshafsbandalagsins efnt til víð-
tækari æfinga á Atlantshafi í
haust en í upphafi var getið. Á
tímabilinu 1. ágúst til 15. október
hefur á vegum Atlantshafsflota-
stjórnar NATO og Bandaríkjanna
verið efnt til flotaæfinga allt frá
Argentínu að Knöskanesi, nyrsta
odda Noregs. Um 120 þúsund
manns, 250 skip og meira en 1000
flugvélar frá 14 löndum hafa tekið
þátt í þessum æfingum. Tilgangur
þeirra var að sýna og auka hæfni
þjóðanna við Atlantshaf til að
vernda og nota siglingaleiðirnar
um hafið á hættu- og átakatímum.
★
Sérfróðir menn á Vesturlöndum
meta landgönguherstyrk Sovét-
manna á þann veg, að ekki sé enn
unnt að beita honum til innrásar
nema í nágrenni við Sovétríkin
Hið umdeilda kjör í fjárveitingamefnd:
Atkvæðagreiðslur hafa iðulega
farið fram í öllum þingflokkum
- segir Pétur Sigurðsson alþingismaður
Pétur Sigurðsson, alþingismaður, hefur ásamt Matthíasi Á.
Mathiesen, setið lengst á Alþingi, þeirra þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins, sem eru í stjórnarandstöðu. Vegna þeirra
deilna, sem upp hafa komið vegna kjörs í fjárveitinganefnd,
og frá hefur verið sagt í Morgunblaðinu, bað blaðið Pétur að
rekja hvernig slíkar kosningar hafa farið fram, og hvaða
reglum fylgt er þegar kosið er í trúnaðarstöður sem þá er hér
um ræðir. Jafnframt vék Pétur í viðtalinu að þeim venjum
sem skapast hafa við val þingflokksins á mönnum í trúnað-
arstöður.
„Mér er það ljúft að verða við
þessari ósk,“ sagði Pétur, „en ég
vil þó taka skýrt fram að ég hef
ekki til þessa hlaupið með fréttir
af störfum í þingflokki sjálfstæð-
ismanna, né farið með fullyrð-
ingar í blöð eða aðra fjölmiðla
vegna þess sem fram hefur farið
þar. Þar er enda í flestum tilvik-
um um trúnaðarmál að ræða. í
kosningu til fjárveitinganefndar
að þessu sinni hefur aftur svo
margt verið sagt og missagt, og
margar fullyrðingar komið fram
byggðar á misskilningi, að ég tel
nauðsynlegt að skýrt verði nánar
frá þessu máli. Varðandi þetta
sérstaka mál get ég einnig sagt
það, að á mánudaginn var lagði ég
til, að blaðamönnum yrði skýrt frá
aðdraganda og niðurstöðu kosn-
inga þingflokksins. Þetta vildi ég
að gert yrði vegna villandi og jafn-
vel rangra upplýsinga er fram
höfðu komið. Þessari tillögu minni
var ekki mótmælt á þingflokks-
fundi, fremur var hún samþykkt,
því síðar sama dag áttu allir aðil-
ar málsins viðtal við blaðamann
Morgunblaðins um afstöðu sína til
málsins. Komu meðal annars fram
þeir er áður höfðu átt viðtal við
síðdegisblöðin.
En í slíku vali hafa reglur þing-
flokksins verið og eru, skýrar. Ef
fleiri eru boðnir fram til trúnað-
arstarfa en kjósa skal, er kosið í
milli, og ræður meirihluti. Falli
atkvæði jöfn er kosið aftur, eða
dregið. Nú var dregið. — Það var
dregið eftir að formaður þing-
flokksins hafði spurt hvort nokkur
óskaði þess að kosningin yrði
endurtekin. Engar slíkar óskir
komu fram, þá voru þeir fram-
bjóðendur er fengið höfðu 9 at-
kvæði hvor, þeir Guðmundur
Karlsson og Egill Jónsson, spurðir
að því hvort þeir sættu sig við að
dregið yrði. Það gerðu þeir báðir,
og kvað Guðmundur upp úr með
það fyrstur. í þessu er farið að
lögum um þingsköp og að almenn-
um fundarreglum, eins og allir
vita er til þekkja.
Það getur enginn bannað einum
né neinum að koma fram með til-
lögur um ákveðna lausn mála, eða
að stinga upp á sjálfum sér eða
öðrum til tiltekinna starfa. Það er
alveg ljóst, enda væri annars um
flokksræði að ræða, og slíku
myndu menn ekki vilja una í nein-
um þingflokki."
— En á hinum umdeilda þing-
flokksfundi? Voru allir þar við-
staddir?
„Nei, Albert Guðmundsson var
það ekki, hann mun hafa verið að
horfa á fótbolta. Hann var heldur
ekki á fundum þar á undan, ég veit
ekki á hvað mörgum. Ég hef á
hinn bóginn verið á fundum þar
sem bæði þeir Egill Jónsson og
Sverrir Hermannsson hafa skýrt
frá því að framboð Egils myndi
koma fram. Þingmönnum kom
"þetta því ekki á óvart, auk þess
sem hægt var að spyrjast fyrir um
þessi mál hjá stjórn þingflokksins,
hefðu menn ekki verið á þing-
flokksfundum."
Pétur Sigurðsson
alþingismaður
— Er algengt að skipt sé um
menn í nefndum á borð við fjár-
veitinganefnd á miðju kjrötíma-
bili?
„Já, þess finnast dæmi, og þau
meir að segja í fjárveitinganefnd.
Til sliks geta auðvitað legið marg-
ar ástæður, og slíkt á ekki síst við
nú, er meirihluti sjálfstæð-
ismanna er að aðlaga sig þeim að-
stæðum er sköpuðust er hluti
þingflokksins fór á bak við meiri-
hlutann undir forystu varafor-
mannsins. Þar stóð hann í stjórn-
armyndunartilraunum og viðræð-
um án þess að flokksformaðurinn
eða meirihluti þingflokksins fengi
um það að vita. Hafði formaður
flokks og formaður þingflokks þó
umboð til slíkra stjórnarmyndun-
arviðræðna frá þingflokknum.
En varðandi dæmi um skipti, þá
er gott að benda á er þingmaður
Austurlandskjördæmis, Jónas
Pétursson, fór út á miðju kjör-
tímabili úr fjárveitinganefnd, en
einmitt nú má segja að sé mitt
kjörtímabil. Ef breytingar eiga að
verða er ekki óeðlilegt að þær
verði um það leyti og að störf
skiptist á milli þeirra er þar
vinna, samkvæmt ákvörðun þing-
flokksins. Jónas Pétursson vissi
um og átti von á mótframboði úr
Reykjaneskjördæmi, og hann var
búinn að boða sitt framboð áður.
Það dró hann svo til baka á síð-
ustu stundu, og Sverrir Júlíusson
þingmaður Reyknesinga kom inn í
fjárveitinganefnd.
Enginn vafi er á því að þing-
flokkurinn hefur fyrr og síðar
metið stöðu þeirra er sitja í fjár-
veitinganefnd mjög þýðingar-
mikla fyrir hvert kjördæmi. Ég
bendi á það er eitt sinn var kjörið
í stjórn Framkvæmdastofnunar
ríkisins, þá var Jón Árnason heit-
inn, sá mæti þingmaður, formaður
fjárveitinganefndar. Hann sótti
fast, vegna kjördæmahagsmuna,
að verða kjörinn í fyrsta vara-
mannssæti Framkvæmdastofnun-
ar. En hann féll fyrir Sverri Her-
mannssyni, meðal annars vegna
þess að allir vissu að hann var
formaður fjárveitinganefndar, og
einnig var talið eðliegt að í sæti
varamannsins kæmi maður úr
Austurlandskjördæmi.
Sjálfur hef ég kallað allt þetta
pot þingmanna úr hinum ýmsu
kjördæmum „gullrassapólitík", og
hef ef til vill getað gert það, vegna
þess að ég hef ekki sóst eftir slík-
um vegtyllum sjálfur og gegni
þeim ekki. En frá fyrstu tíð hafa
ýmis störf í þingflokknum og á
vegum hans, verið metin með
kjördæmin í huga. Mestur áhugi
er á að komast í fjárveitinga-
nefnd, og ennfremur í samgöngu-
nefnd. Þar á eftir kemur svo
stjórn Framkvæmdastofnunar
eftir að hún kom til og í bankaráð
ríkisbankanna, sem Alþingi kýs.
— Jú, fleira mætti nefna, og oft
hafa orðið átök í þingflokkunum
og kosningar, um hver verða skuli
forseti Sameinaðs þings, og í
deildum. Þar hafa orðið kosningar
og menn hafa orðið að sætta sig
við að verða þar undir. Enn má hið
sama segja um utanríkismála-
nefnd, og minna má á að allt ætl-
aði vitlaust að verða fyrir skömmu
er nýr þingmaður vildi komast
þangað. Iðulega fara fram kosn-
ingar um aðalfulltrúa í Norður-
landaráð, Evrópuráð og í fasta-
nefnd Atlantshafsbandalagsins og
á ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur.
Ráðherrastaða er þó mest metin.
Þá má minna á að sami þingflokk-
ur og nú er talinn koma svo illa
fram við Guðmund Karlsson, kaus
þann sama Guðmund fyrir
skömmu í bankaráð Útvegsbank-
ans, með það í huga að þar þurfti
að gæta sérstakra hagsmuna
Vestmannaeyinga. En engir eiga
meiri hagsmuna þar að gæta en
Eyjamenn. — Mörg önnur dæmi
mætti nefna um kosningar innan
þingflokkanna, og allt það sem ég
'nef hér að framan sagt á við um
alla þá, en ekki Sjálfstæðisflokk-
inn einan."
— Voru kosningarnar á dögun-
um þá ekki persónulegar?
„Nei, alls ekki. Til dæmis höfum
við allir verið sammála um það í
stjórnarandstöðuhlutanum, þar á
meðal bæði formaður flokks og
formaður þingflokks, að Guð-
mundur Karlsson er hinn mætasti
maður og góður félagi. Hann hef-
ur reynst hinn nýtasti maður í öll-
um þingstörfum. Persónulega get
ég vel þakkað honum fyrir þátt
hans í lausn vandamála sem við
höfum hér verið að glíma við á
höfuðborgarsvæðinu. Þær þakkir
eiga ekki við hann einan, heldur
og fjölmarga aðra fjárveitinga-
nefndarmenn.
Ég geri mér fulla grein fyrir því
að það er til stór hópur manna,
sem vill allt gera til þess að koma
höggi á stjórn Sjálfstæðisflokks-
ins, á formann hans og á þing-
menn flokksins. Ég vildi gjarna
spyrja þá hina sömu menn og
gagnrýna hvað mest, augliti til
auglitis, hvað gera þeir fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, hvað hafa
þeir gert fyrir stefnu hans? Eru
hinir háværustu í gagnrýninni
ekki einmitt oft þeir, sem ekki
hafa talið sig fá nóg í gegnum
flokkinn. Að persónulegir hags-
munir þessara manna hafa verið
látnir víkja fyrir hagsmunum
heildarinnar? Vera má að svo sé.“
— En hvað með ástandið í Suð-
urlandskjördæmi, kemur það
þessu máli ekki við?
„Jú, það er engin launung á því.
Fyrr á þessu þingi komu þeir
Steinþór Gestsson og Guðmundur
Karlsson, stjórnarandstöðuþing-
mennirnir í þingflokknum úr kjör-
dæminu, til okkar og sögðu að
sættir hefðu tekist. Þeir báðu um