Morgunblaðið - 22.10.1981, Side 1

Morgunblaðið - 22.10.1981, Side 1
236. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fnrvrti jTc/*| nfÍG f l\fnmcfi F°rset* íslands, Vigdís FinnbogadóUir, komur til opinberrar veizlu í höll Noregskonungs í -* Sdl JJ 1 T l/i vgl gærkvöldi. Fremst ganga forsetinn og Ólafur Noregskonungur, en fyrir aftan þau sér í Sonju krónprinsessu, Astrid prinsessu og Harald ríkisarfa. Sjá ræður forseta og konungs á bls. 21 og frásögn bladamanns Morgunblaðsins á miðopnu. Varnarmálaráðherrar NATOríkjanna: Vilja nýjar varnarflaugar í Evrópu á komandi árum iiondon, 21. októÍH'r. Al*. VARNARMALARAÐHERRAR ríkja Atlantshafsbandalags- ins lýstu í dag á fundi í Gleneagles í Skotlandi yfir stuðningi við fyrri áform bandalagsins um að koma fyrir nýjum, banda- rískum kjarnorkuflaugum í Evrópu, þrátt fyrir vaxandi mót- mæli í ýmsum löndum gegn þessum áformum. einum rómi, enda þótt af hálfu Hollands og Belgíu hafi um nokkurt skeið verið látinn í ljós efi um, hvort heimilað skyldi að koma vopnunum fyrir í þessum löndum. Weinberger sagðist ekki telja, að háværar raddir um einhliða afvopnun í ýmsum Evrópulöndum, ættu hljóm- grunn meðal ábyrgra stjórn- valda í löndunum Mexíkó: Ráðstefna ríkra þjóða og snauðra að hefjast < 'ancun, Mexíkó, 21. októlHT. Al\ RÁHSTEFNA leiðtoga ríkra þjóða og snauðra hefst í ('ancun á morg- un, fimmtudag. Til fundarins eru komnir þjóðarleiðtogar og stjórn- málamenn frá 22 ríkjum til að ræða um hvernig helst megi vinna bug á fátæktarvanda þróunarland- anna og brúa bilið milli ríkra þjóða og hinna snauðari, norðurs og suðurs. Reagan Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem komu til Canc- un í dag. Hann sagði við brott- förina frá Washington, að vandi þróunartandanna yrði ekki leystur á einni nóttu, heldur væri um að ræða alvarlegt og djúpstætt vandamál. Reagan lagði áherslu á hlutverk frjálsr- ar samkeppni og frjálsra alþjóð- legra viðskipta við lausn vandans og nauðsyn þess að efla einstaklingsframtak í ríkjum þriðja heimsins. Hann hét stuðningi Bandaríkjanna við að hjálpa „frjálsu fólki að byggja upp frjálsa markaði". Búist er við því að ágreiningur verði mikill á fundunum í Canc- un. Meðal þátttakenda eru Zhao Zidyang, forsætisráðherra Kína, Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, forseti Nígeríu og starfsbræður hans frá Júgóslav- íu, Filippseyjum og Tanzaníu, auk leiðtoga frá Kanada, Braz- ilíu, Frakklandi, Svíþjóð, Ind- landi, Guyana, Saudi-Arabíu og fleiri löndum. Kurt Waldheim, Tramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tekur einnig þátt í fundunum. Gestgjafi er Jose Lopez Portillo, forseti Mexíkó. Sjá ennfremur grein á bls. 30 í Mbl. í dag. Stjórn Papandreous tekin við í Grikklandi Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því á fundi ráð- herranna, að Bandaríkjastjórn myndi reyna að semja um það við Sovétríkin í væntanlegum Aukakosning í Bretlandi l/ondon, 21. októlHT. Al\ AUKAKOSNINGAR í litlu kjör dæmi í útjaðri London, sem fram fara á fimmtudag, eru taldar geta verið prófsteinn á framtíð hins nýja jafnaðarmannaflokks í Bretlandi og kosningabandalags hans og Krjáls- Ivnda flokksins. Síðustu skoðanakannanir benda til þess, að kosningabandalagið fái 35% atkvæða, en Ihaldsflokkur- inn, sem haldið hefur þessu kjör- dæmi í Croydon Northwest frá ár- inu 1955, 32%. Verkamannaflokk- urinn fær 31% samkvæmt skoð- anakönnuninni. samningum um samdrátt her- afla, að allar kjarnorkueld- flaugar verði fjarlægðar frá Evrópu. Ákvörðun varnarmálaráð- herranna 13 er staðfesting á samkomulagi, sem bandalags- ríkin gerðu með sér árið 1979 um að koma fyrir 572 kjarn- orkueldflaugum í Vestur- Þýzkalandi, Ítalíu, Bretlandi, Hollandi og Belgíu á komandi árum. í yfirlýsingu ráðherr- anna segir, að uppsetning SS-20-kjarnorkuflauga Sov- étmanna, sem hæft geta hvaða skotmark sem er í Evrópu, hafi hrundið úr jafnvægi hernaðarstöðunni í álfunni, og við því verði að bregðast. Segir í yfirlýsingunni, að Sovétríkin hafi komið upp 1100 kjarn- orkuflaugum, sem beint sé gegn Evrópu, þar af 750 af gerðinni SS-20. Að sögn Weinbergers var ákvörðun ráðherranna tekin \ þ<-nu. 21. oltlólHT. Al\ ANDREAS Papandreou sór í dag cmbættisciða fyrir sig og rfkisstjórn sína, fyrstu ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi. Alls veróa 39 ráðherrar í ríkisstjórn Papandrcous. Papandreou mun auk forsætisráð- herrastarfsins veróa varnarmálaráó- herra í hinni nýju ríkisstjórn, en stjórnin er aó mestu leyti skipuð mönnum, sem verió hafa nánir sam- starfsmenn Papandreous um langt árabil. Leikkonan Melina Mercouri verður menningarmálaráðherra í stjórninni, en auk hennar eru tvær konur aðrar í ráðherrastöð- um. Fjármálaráðherra verður Melina Mercouri, hinn nýi ráðherra menningarmála í Grikklandi. Emmanuel Drettakis, og utanrík- isráðherra Ioannis Haralambo- poulus, sem er fyrrum liðsforingi í her landsins og þingmaður. Stjórnmálaskýrendur segja, að líklegast hafi Papandreou kosið að fara með varnarmálin til að geta f.vlgst vel og náið með her lands- ins. Forsætisráðherrann hvatti ráðherrana við embættistökuna til að taka til hendinni við endur- reisn Grikklands, eins og hann orðaði það. Hét hann og hvatti aðra ráðherra til að skera niður kostnað við stjórnsýslu og auka framlög til menntamála, heil- brigðismála og til landbúnaðar- mála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.