Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
19
asta þing og var þar samþykkt
sem lög, fylgdi sérfræðileg álits-
gerð um vatnsmiðlun fyrir lands-
kerfið frá Verkfræðistofu Helga
Sigvaldasonar hf. Þar segir, að
„miðlunarstig núverandi kerfis sé
um 0,16 sem verði að teljast frekar
lágt“.
Þetta merkir, að of litlu er safn-
að í lón af vatnsframleiðslu vors
og sumars og geymt til vetrar-
mánaðanna þegar vatnsfram-'
leiðslan er í lágmarki. Af þessum
mikla ágalla núverandi orkukerfis
stafaði skömmtunin síðla síðasta
vetrar m.a. til orkufreks iðnaðar.
I þessari álitsgerð er einnig tal-
ið, að miðlunarstigið 0,30 sé hæfi-
legt fyrir landskerfið til að ekki
þurfi að óttast rafmagnsskömmt-
un.
Með tilkomu Hrauneyjafoss-
virkjunar og Blönduvirkjunar með
stærstu miðlun næst á eftir,
mundi miðlun landskerfisins að-
eins hækka úr 0,16 í 0,21, eða 0,24
ef Ármótastífla og Stórkvíslaveita
kæmu einnig til.
Þetta merkir það, að öll land-
eyðing við Blöndu vegna stærsta
miðlunarlóns nægir ekki til að
tryggj a nauðsynlegt miðlunarstig
í landskerfinu. Komi Fljótsdals-
virkjun hins vegar inn í myndina
á undan Blöndu, næst miðlunar-
stigið 0,30 samkvæmt framan-
greindum útreikningum.
Og samkvæmt sömu útreikning-
um gæfi Blanda aðeins 25 Gwh
eða 3,2% minni orkuframleiðslu
með lítilli miðlun, en með stærstu
miðlun, ef Fljótsdalsvirkjun væri
komin á undan til að tryggja miðl-
unina í landskerfinu. Nú veit
bóndinn og landbúnaðarráðherr-
ann, Pálmi Jónsson, manna best,
hvernig þessi þjóð hefur gengið
um garða á gróðurlendi landsins
allt frá landnámstíð. Ef hann, með
þá vitneskju að bakhjarli, ætlar að
verða forvígismaður þess í sæti
landbúnaðarráðherra að kaffæra
og eyðileggja jafn mikið og í sjálfu
sér verðmætt gróðurlendi og um
er að ræða við Blöndu, fyrir jafn
litla eftirtekju og framangreint
dæmi sýnir, þá held ég að síðari
tíma kynslóðir eigi ekki eftir að
syngja honum mikið lof.
Að lifa við hótun
Ur annarri átt hafa verið hafðar
uppi hótanir: um að fella núver-
andi ríkisstjórn, um stórkostlegt
atvinnuleysi og landflótta verði
ekki fram haldið sívirkjunum á
Þjórsár-Tungnársvæðinu.
Um þesskonar málflutning er
ekkert að segja annað en það, að
það getur engin þjóð lifað við hót-
anir, svo vel sé. Það dæmi gengur
ekki upp í menningarþjóðfélagi
nútímans, að sá hluti þjóðarinnar.
sem með góðum og gildum rökum
hefur búið best um sig í landinu og
fleytt rjómann af því, sem þjóðfé-
lagið hefur best upp á að bjóða,
haldi því stöðugt áfram, án þess
að þeir, sem við skarðastan hlut
hafa búið, fái rétt hann annað
slagið og þannig rétt af þá slag-
síðu, sem myndast hefur í þjóðlíf-
inu.
Það er enginn vegur til þess, að
þeir sem búa fjærst höfuðborg-
arsvæðinu, sætti sig við það til
frambúðar að vera annars eða
þriðja flokks fólk, með tilliti til
fjölbreytni í atvinnutækifærum,
tekjumöguleikum, né almennri
þjónustu menningarþjóðfélags.
Ef þeim er ætlað það hlutskipti
til frambúðar, dynur holskefla
fólksflóttans yfir eins og reynslan
hefur kennt okkur.
Lokaorð
Af því, sem að framan er rakið,
tel ég, að enn sé í fullu gildi sú
hugmynd, að Norðlendingar og
Austfirðingar setjist niður og
ræði málin af ró og skynsemi, og
freisti þess að ná samkomulagi um
skipan þeirra „að bestu manna yf-
irsýn", og með hliðsjón af þeirri
þróun, sem fyrirsjáanleg er í nán-
ustu framtíð.
Það liggur ljóst fyrir, að þjóð-
inni er bráð nauðsyn að draga úr
sókn í fiskstofnana.
Eins og mál standa nú, getur
engin atvinnugrein önnur en iðn-
aður, sem byggir á innlendri orku,
tekið við því vinnuafli, sem losnaði
við fækkun fiskiskipa, auk þess
nýja fólks, sem við bætist á vinnu-
markaði árlega. Trúlegt er, að við
höfum farið okkur of hægt um
áframhaldandi átök í beislun
orkulinda og tilkomu nýrra iðn-
greina og, að snarpari handtök
þurfi i þeim efnum á allra næstu
árum.
I mínum huga eru engar efa-
semdir um það, að það sé nauðsyn-
legt fyrir velferð þjóðarinnar, að á
næstu 8 árum eða svo, verði virkj-
að bæði í Fljótsdal og við Blöndu
og, að iðnfyrirtæki, sem noti um
helming orkunnar eða meir, rísi
bæði á Austurlandi og Norður-
landi eystra og vestra.
Hvort fyrr verður virkjað innan
þessara tímamarka í Fljótsdal eða
við Blöndu á svo að ákvarðast af því,
hvernig haganlegast verði staðið að
heildarverkefninu, með hliðsjón af
hámarksárangri og lágmarkstil-
kostnaði og fórnum.
Norðlendingar og Austfirðingar
verða að gera sér grein fyrir því,
að lífshagsmunir þeirra verða
nánar samtengdir í framtíðinni en
menn hafa e.t.v. látið sér enn til
hugar koma. Og þá er best að
leggja undirstöður traustrar og
góðrar samvinnu sem allra fyrst.
Bergur Sigurbjörnsson
Melka Akkja
Hinir sívinsælu kuldajakkar:
-með vindþéttu vatnshrindandi ytrabyrði.
-fóðraðir með einangrandi vatti.
—dregnir saman í mittið með snúru.
-með stóra rúmgóða vasa.
-með hettu, innrennda í kragann.
-með inná-vasa með rennilás.
Nú er Melka-vetur
í HERRAHÖSINU.
BANKASTR/ETI 7
AÐALSTRÆTI4
NÝ RÓMANTÍSK
STEFNA í LISTSKÖPUN
Steinblóm
frá Glit
Ósnortin íslensk náttúra greypt
í steinleir. Merkasta nýjungin
í íslenskum listiðnaði.
Hönnun: Eydís Lúðvíksdóttir,
myndlistakona og Þór Sveinsson,
leirlistamaður
STEINBLÓM VASAR
PLATTAR SKÁLAR
Tryggið ykkur verk á meðan verðið
er enn hagstætt.
láUut
LAUGAVEGI40
REYKJAVÍK SÍMI 16468