Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981
NorðurSuðurviðræðurnar:
Búist við djúpstæðum ágreiningi
á leiðtogafundinum í Cancun
NORÐUR-Sudnr vidræðurnar
svoncfndu, fundur lcidtoga 22ja
þróunarlanda og iðnadarríkja,
hcfjast í dag á mcxíkiinsku ferda-
mannaeynni ('anrun og lýkur þcim
væntanlcga annad kvöld. A fund-
inum munu lciðtogarnir ræda
vandamál þróunarríkja og fjalla
um lciðir til að minnka bilið sem
cr milli ríkra þjóða og snauðra.
Miðað við yfirlýsingar hinna ýmsu
lciðtoga að undanförnu má húast
við umtalsvcrðum ágrciningi í við-
ræðunum, og að samkomulag náist
aðcins um það citf að cfna til nýrra
viðræðna að ári. Kngin sameigin-
leg yfirlýsing verður gefin út í
fundarlok, og þykir það benda til
þess að skoðanir lciðtoganna um
lciðir til að sigrast á vanda þróun-
arríkjanna séu of skiptar. I»ó er við
því búist að Jose lx)pez l’ortillo,
forseti Vlexíkó, gefi út eigin yfir
lýsingu í fundarlok, þar sem hann
mun draga saman árangur við-
ræðnanna.
Fundurinn er sá fyrsti sinnar
tegundar, og þykir að því leyti
sögulegur, en hann er haldinn að
tilstuðlan óháðrar nefndar, sem
Willy Brandt fyrrum kanzlari
Vestur-Þýzkalands veitti for-
stöðu. Nefndin fjallaði um
örðugleika þróunarríkja og sagði
í skýrslu sem hún sendi frá sér í
fyrra, að vandamálin væru þess
eðlis, og efnahagsástandið svo
mismunandi, að viðræður af
þessu tagi væru nauðsynlegar. í
iðnaðarríkjunum væri að finna
80% framleiðslunnar, en aðeins
fjórðungur mannkynsins byggi
þau. Auðinum væri misskipt og
bilið milli snauðra þjóða og ríkra
ykist frekar.
Til fundarins í Cancun koma
leiðtogar átta iðnaðarríkja,
Bandaríkjanna, Vestur-Þýzka-
lands, Japan, Kanada, Stóra-
Bretlands, Frakklands, Svíþjóð-
ar og Austurríkis. Þróunarlönd-
in, sem fulltrúa eiga í viðræðun-
um eru Alsír, Bangladesh,
Brasilía, Fílabeinsströndin, Fil-
ipseyjar, Guyana, Indland, Júgó-
slavía, Kína, Mexíkó, Nígería,
Saudi-Arabía, Tanzanía, og
Venezuela.
Yfirvöld hafa fyrirskipað
stranga öryggisgæzlu á Cancun-
eynni, enda morðið á Anwar
Sadat forseta Egyptalands enn í
fersku minni. Hermt er að fimm
þúsund lögregluþjónar og her-
menn muni gæta leiðtoganna.
Sex varðskip hafa þegar tekið
sér stöðu við eyna og lóna fram
og til baka skammt undan
ströndinni. Hermenn reika um í
fjörunni og köfunarsveitir hers-
ins skyggnast undir yfirborð
sjávar á grynningum, einkum
framundan Sheraton-hótelinu
þar sem leiðtogarnir gista og
ræða saman.
Vandi þróunarlandanna
Vandamál þróunarlandanna,
einkum þó þeirra er ekki hafa
yfir olíulindum að ráða, eru í
stuttu máli þau, að þau eiga við
versnandi efnahagskreppu að
etja. A sama tíma og verð á út-
flutningsvörum þeirra hefur
staðið í stað eða jafnvel lækkað í
verði, hafa innflutningsvörur
hækkað í verði, einkum olía og
fullunnar vörur. Löndin hafa lít-
ið sem ekkert bolmagn haft til
að auka framleiðni í iðnaði og
landbúnaði, og hafa þurft að
taka gífurleg erlend lán til þess
að forðast efnahagshrun.
A fundinum í Cancun verður
rætt hvort og með hvaða hætti
hajgt sé að minnka bil ríkra
þjóða og snauðra. Leiðtogar
þróunarlanda halda því fram, að
orðugleikar landanna eigi rætur
að rekja í „meingölluðu heims-
hagkerfi", eins og þeir vilja
nefna það. Fara þeir fram á að
núverandi efnahagssamstarf og
viðskipti á jarðarkringlunni
verði endurskoðuð og í fram-
haldi af því settar á fót stofnan-
ir, er hafi því hlutverki að gegna
að miðla réttlátlega tækni og
fjármunum til þróunarlandanna.
I þessu sambandi fara leiðtog-
arnir fram á eins konar heims-
ráðstefnu.
Leiðtogar þróunarlandanna
munu fara fram á það í Cancun,
að iðnaðarríkin í norðri veiti
þróunarlöndunum meiri beina
aðstoð, og hins sama yrði krafist
á umræddri heimsráðstefnu.
Nefndin, sem Brandt veitti for-
stöðu, lagði t.d. til að framlög til
umbóta í landbúnaði í þróunar-
löndunum yrðu aukin um átta
milljarða dollara.
Þá verður þess krafist, að
komið verði á fót kerfi er tryggi
bæði verðhækkun á hráefni sem
þróunarlöndin fiytja út og verð-
stöðugleika. Þróunarlöndin eru
að verulegu leyti háð útflutningi
á einni eða tveimur tegundum
hráefnis, og er það mat leiðtoga
þeirra að þau séu of lágt metin
til verðs.
Einnig vilja þróunarlöndin að
iðnríkin aðstoði þau við að finna
leiðir til að þróa eigin orku-
vinnslu, einkum með framlögum
úr 30 milljarða dollara sjóði sem
verður í vörzlu Alþjóðabankans.
Þeirri hugmynd hefur Banda-
ríkjastjórn ekki tekið vel.
Auk þessa krefjast þróunar-
löndin aukinna áhrifa í alþjóð-
legum peningastofnunum og að
tollar á útflutningsvörum þeirra
í iðnríkjunum verði lækkaðir.
Einnig að markaðir fyrir út-
flutning þróunarlanda verði
opnaðir meira en verið hefur.
Mikill ágreiningur
Ljóst þykir, að mikill ágrein-
ingur verði um leiðir út úr vanda
þróunarlandanna, einkum milli
Ronalds Reagan, Bandaríkjafor-
seta, annars vegar og annarra
leiðtoga iðnríkja hins vegar. Þó
er við því búist að Margrét
Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, geti tekið undir skoð-
anir Reagans að verulegu leyti,
en ýmsar ástæður gera það að
verkum að hún á ekki jafn auð-
velt með að afneita þróunarað-
stoð og Reagan. Arileifð ný-
lendutímans gerir t.d. þetta að
verkum, og einnig neyddist
Thatcher til að samþykkja svo-
kallaða Melbourne-yfirlýsingu á
nýafstaðinni Samveldisráð-
stefnu fyrir skömmu, þar sem
segir að taka þurfi á vandamál-
um þróunarlanda með sam-
ræmdu átaki allrar heimsbyggð-
arinnnar.
Þá er Thatcher einn af full-
trúum Efnahagsbandalagsins í
viðræðunum, og leiðtogar
margra ríkja bandalagsins taka
ekki undir skoðanir Thatcher og
Reagans um ágæti lögmála hins
frjálsa markaðar. Er hún því
knúin til að virða afstöðu EBE-
ríkja til þróunarlanda, og því bú-
ist við að Thatcher leiki fyrst og
fremst hlutverk diplómatsins í
Cancun, á sama tíma og búast
má við því að Reagan verði
talsvert herskár.
Talið er að athyglin muni
fyrSt og fremst beinast að Reag-
an, sem lagt hefur blessun sína
yfir núverandi „heimshagkerfi"
og látið í ljósi efasemdir um
ágæti hugmyndarinnar um
heimsráðstefnu um vanda
þróunarlandanna og nýja skipan
viðskipta og efnahagssamstarfs.
Afstaða Reagans
mælist illa fyrir
Reagan hélt því fram fyrir
skömmu, við litlar vinsældir
leiðtoga ýmissa þróunarlanda og
leiðtoga margra iðnríkja, að „að-
dáunarverðar" framfarir hefðu
orðið í þróunarlöndunum á einni
mannsævi og uppgangur þar
mikill. Hann sagði að meðaltekj-
ur á mann hefðu hækkað stór-
lega á stuttum tíma, og iðn-
framleiðsla og útflutningur stór-
aukist á tveimur til þremur ára-
tugum. „Það er sama við hvað er
miðað, við höfum orðið vitni að
umtalsvcrðum framförum í
þróunarlöndunum, framförum
sem viðkomandi þjóðir geta ver-
ið stoltar yfir. Það er aðdáunar-
vert hversu þessar þjóðir hafa
nýtt þau tækifæri sem þau hafa
fengið," sagði Reagan.
Reagan sagði að vissulega
væri ástandið í heiminum og
skipan efnahagsmála ekki full-
komin. Það væri þó ekki leiðin út
úr vandræðum þróunarlandanna
að riðla skipaninni og veikja
efnahag iðnríkjanna, þróunar-
löndin hefðu meira gagn af því
að lönd eins og Bandaríkin
styrktust enn frekar efnahags-
lega. Því væri raunhæfara að
vinna saman að því að styrkja
stöðu iðnríkjanna, en ýmsir
ráðamenn í Washington hafa
látið í ljós ótta um að heims-
ráðstefna um vanda þróunar-
landa og tilraunir til að knýja
fram breytta skipan viðskipta og
efnahagssamstarfs, myndu bitna
á iðnaðarveldunum.
Við þetta tækifæri sagði Reag-
an, að það væri engin lausn að
auka verulega þá upphæð sem
Bandaríkin og önnur iðnaðarríki
veittu til þróunaraðstoðar. Hann
sagði.að gefa þyrfti frekar
einkaaðilum tækifæri til að
hasla sér völl í viðkomandi ríkj-
um og skapa þar athafnafrelsi.
Framfarir gætu aðeins orðið ef
þar ríkti efnahagsfrelsi. Þangað
leitaði fjármagnið sem ekki væri
fyrir miðstýring alls efnahags-
og atvinnulífs. Frjálsir menn
kysu lögmál hins frjálsa mark-
aðar, þau hvettu til aukinna at-
hafna og afkasta, og þar með
bættrar afkomu.
“Treystum mönnunum, látum
hæfileika þeirra njóta sín. Lykil-
in að framförum er að finna í
fólkinu sjálfu. Það er til lítils að
gefa hungruðum manni bita í
dag, því hann verður svangur á
morgun. Kennum honum að afla
sér fanga og hann svengir ekki
aftur," sagði Reagan. Hann
sagði að þróunaraðstoð kæmi að
engu gagni, hvað svo sem hún
væri mikil, fyrr en viðkomandi
lönd hefðu komið röð og reglu á
eigin fjár- og efnahagsmál.
Mitterrand og Keagan
á öndverðum meiAi
Þótt Thatcher geti tekið undir
orð Reagans þegar leiðtogarnir
22 hittast fyrir luktum dyrum í
dag og á. morgun, þá hefur t.d.
Mitterrand Frakklandsforseti
deilt hart á Reagan. „Það verður
óafsakanlegt ef þarna verður að-
eins skiptst á skoðunum," sagði
hann. „Þarna nægja ekki yfirlýs-
ingar um velvilja og góð fyrir-
heit. Við munum leggja til og
berjast fyrir að þarna verði gert
samkomulag um raunhæfar að-
gerðir og sættum okkur því ekki
við hvað sem er,“ sagði Mitterr-
and í viðtali við blöð í Mexíkó
fyrir skömmu.
Ljóst þykir að það verða fyrst
og fremst Mitterrand og Reagan
sem deila á fundinum, því af-
staða franskra og bandarískra
yfirvalda til málefna þróunar-
landanna er gjörólík. Á sama
tíma og Reagan og bandarískir
embættismenn vilja viðhalda
núverandi ástandi og telja að
það styrki frekar þróunarlöndin
að iðnríkin eflist enn frekar, hef-
ur t.d. Claude Cheysson, utanrík-
isráðherra Frakka, nýverið lýst
því yfir fyrir hönd frönsku
stjórnarinnar, að efnahags-
endurbygging í þróunarlöndun-
um sé brýn, og til þess þurfi
iðnríki heims að leggja tugi
milljarða dollara af mörkum.
Hefur Cheysson með öllu hafnað
kenningum Reagans um að
lögmál markaðsfrelsisins geti
reist efnahag þróunarlandanna
við.
Leiðtogar þróunarlandanna
munu vafalaust einnig reyna
sannfæra Reagan um að nauð-
synlegt sé að fara aðrar leiðir til
að minnka bil snauðra þjóða og
ríkra en þær sem Bandaríkja-
forseti hefur haldið á lofti. Fjár-
málaráðherra Bangladesh, fá-
tækasta ríkisins sem fulltrúa
mun eiga á fundinum, sagði ný-
lega, að þróunarlöndin væru arð-
rænd í stórum mæli, rétt eins og
á tímum nýlenduveldanna. Auð-
æfin streymdu enn sem fyrr til
ríkari þjóða, þrátt fyrir að
mannkynið lifði á öld mikilla
tæknilegra-, efnahagslegra- og
félagslegra framfara. Þrátt fyrir
þetta byggju t.d. 850 milljónir
manna við frumstæð skilyrði og
krappari kjör en flestir gerðu sér
í hugarlund. Ástæðuna mætti
fyrst og fremst rekja til órétt-
látra viðskiptahátta og óréttláts
efnahagssamstarfs. Búast má
við því í viðræðunum, að leiðtog-
ar þróunarlandanna muni reyna
skella skuldinni á iðnríkin,. að
þeim verði um kennt að bilið
milli snauðra þjóða og ríkra,
hefur breikkað síðustu áratugi.
Kússar ekki með
Sovétríkin eiga ekki fulltrúa á
viðræðufundinum í Cancun þar
sem þeir halda því fram að vandi
þróunarlandanna sé þeim óvið-
komandi og eigi rætur að rekja
til nýlendutímabilsins. Reyndar
lýstu Kremlverjar því yfir í vik-
unni, að viðræðurnar í Cancun
væru liður í tilraunum nýlendu-
sinna á Vesturlöndum til að arð-
ræna þjóðir þriðja heimsins enn
frekar. Á sama tíma veita Rúss-
ar þó sína eigin efnahags- og
þróunaraðstoð til erlendra ríkja,
aðstoð sem þó einkum er í formi
hergagna og takmarkast við ríki
kommmúnista og leppríki í
þriðja heiminum. Árið 1979
veittu Rússar jafnvirði 910 millj-
óna dollara til annarra mála en
hermála, en það var innan við
fimm af hundraði allrar aðstoð-
ar til þróunarmála það árið. Á
sama tíma veittu Bandaríkin t.d.
0,9 milljarða dollara til þróunar-
mála. AP. Observer.
Ronald Reagan og Francois Mitterrand um borð í Margrét Thatcher getur tekið undir skoðanir Reagans á
frönsku freigátunni DeGrasse í Yorktown í Virginíu- vanda þróunarlandanna, en verður þó í hlutverki dipl-
fylki í síðustu viku. ómatsins í ('ancun.