Morgunblaðið - 04.12.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981
13
Hvað segja þeir um loðnuveiðibannið?
„Afkoman fer eftir
þyf hvað gert
verður um áramót“
segir Guðmundur
Iilugason á Krossanesi
„Ég hef lítið hugleitt hvaða áhrif
þetta hefur á okkur, þar sem ég
er nú að fara í mína fyrstu ferð í
haust á loðnuna, en okkar af-
koma fer eftir því hvert fram-
haldið verður um áramót," sagði
Guðmundur Illugason skipstjóri
á Krossanesi SU.
„Hrognaloðna
aldrei gefið
neitt af séru
segir Gunnar
Jónsson á Isleifi
„ÞAÐ HEFÐI kannski átt að taka
í taumana strax. Nú er fjöldi báta
búinn með sinn kvóta og aðrir að
Ijúka við hann. Tal um að Bíða
eftir hrognaloðnunni, er út í hött,
þar sem hún hefur aldrei neitt gef-
ið af sér nema eitt ár,“ sagði
Gunnar Jónsson skipstjóri á ísleifi
VE.
Annars er það svo að' mér
finnst vera meiri loðna á miðun-
um en sagt er. Hins vegar hefur
verið erfitt að ná loðnunni að
undanförnu, þar sem hún hefur
staðið djúpt og veður almennt
verið slærnt," sagði Gunnar.
„Vildi ekki axla
þá ábyrgð sem
upp kæmi ef stofn-
inn hryndi alveg“
segir Jón Reynir
Magnússon
„Ja, maður veit vart hvað maður
á að segja. Hins vegar finnst mér
of mikil áhætta að halda veiðunum
áfram, eftir þeim upplýsingum,
sem við höfum um ástand stofns-
ins í dag.
Út frá því hef ég lýst mig sam-
þykkan að stöðva veiðarnar og er
sammála þessari ákvörðun, og ég
vil taka það fram, að ég vildi
ekki axla þá ábyrgð sem upp
kæmi, ef stofninn hryndi alveg,“
sagði Jón Reynir Magnússon,
framkvæmdastjóri Síldar-
verksmiðja ríkisins þegar rætt
var við hann.
„Skipunum er
mismunað“
segir Ingvi Rafn
skipstjóri á Seley
„ÞAÐ er Ijóst að skipunum er mis-
munað og miðað við þær forsend-
ur, sem út eru gefnar nú, get ég
ekki séð að neitt verði veitt eftir
áramót. Þá er lokunjn á svæðinu
milli 66. og 67. gráðu N. hreint
fáránleg, þar sem loðnan er með
sporð og ugga og kann því að
synda, og nú eru bátarnir að fá
stóra og góða loðnu úti af Héraðs-
f1óa,“ sagði Ingvi Rafn skipstjóri á
Seley frá Eskifirði.
„Við þurfum nú að fá að vita
hvað gera á eftir áramót, t.d. er-
um við aðeins búnir að vera einn
mánuð á veiðunum, og því aðeins
búnir með hluta af okkar kvóta.
Hins vegar eru margir bátar nú
alveg búnir með kvótann eða þá í
síðustu veiðiferð. Því er það
mjög eðlilegt að við séum mjög
sárir, að fá ekki að veiða það sem
okkur var úthlutað í sumar. Þá
vorum við farnir að trúa því, að
ráðherra hefði reiknað með
sömu skekkjunni og kom fram í
fyrstu skýrslunni frá Bjarna
Sæmundssyni, en þar skeikaði
um 300%, ef hann hefði gert það,
væri óþarfi að stöðva veiðar nú,“
sagði Ingvi Rafn að lokum.
„Vandamál sem
ekki er gaman
ad eiga vid“
segir Ágúst Guð-
mundsson á Kap 2.
„VIÐ ERIJM á landleið með full-
fermi, en þetta er okkar fyrsta
veiðiferð á þessu hausti, þar sem
báturinn hefur verið i vélarskipt-
um frá því í sumar. Því er það, að
það er ekki mjög bjart yfir mínum
mönnum og reyndar væri það
hroðalegt ef veiðarnar hefðu verið
stöðvaðar samstundis,“ sagði Ag-
úst Guðmundsson skipstjóri á Kap
2. frá Vestmannaeyjum.
„Ég viðurkenni að hér er um
að ræða vandamál, sem ekki er
gaman að eiga við, en hins vegar
þarf maður að vita hvað gera á
um áramót, því ef ekki verða
leyfðar frekari loðnuveiðar, þá
er nauðsynlegt að fá að stunda
þorskveiðar í net, eins og þessi
skip hafa reyndar gert síðari
hluta vertíðar undanfarin ár. Að
lokum vil ég aðeins taka fram,
að mér finnst sjávarútvegsráð-
herra hafa tekið nokkuö skyn-
samlega á þessu máli,“ sagði Ag-
úst.
Frá skákmóti Flugleiða.
Skákmót Flugleiða:
Búnaðarbankinn bar
sigur úr býtum
SVEIT Búnaðarbankans bar sigur úr
býtum á Fluglciðaskákmótinu, sem
fram fór fyrir skömmu á Hótel Esju.
Sveitin háði mikið einvígi við Ríkis-
spítalana og munaði aðeins hálfum
vinningi á þessum tveimur efstu
sveitum. Búnaðarbankinn hlaut 62
vinninga, en sveit Ríkisspítalanna
61 Vi.
Mótið fór í alla staði vel fram,
en alls tóku 24 sveitir, skipaðar
þremur mönnum og tveimur vara-
mönnum, þátt í mótinu. Dómari
var Jóhann Þórir Jónsson, en mót-
stjórar Hálfdán Hermannsson og
Andri Hrólfsson. Fyrir sigur sinn
fengu meðlimir sveitar Búnaðar-
bankans ferð til Akureyrar og
gistingu. Meðlimir sveitar Ríkis-
spítalanna fengu flugferð innan-
lands og sveit Útvegsbankans, sem
hafnaði í þriðja sæti með 53 vinn-
inga, fengu mat af kalda borðinu á
Hótel Loftleiðum.
Þeir sem náðu beztum árangri á
einstökum borðum fengu flugferð
til Kaupmannahafnar. Þeir voru;
á 1. borði, Helgi Ólafsson, Þjóð-
viljanum, Dan Hansson, Ríkisspít-
ölunum á 2. borði og Guðmundur
Halldórsson, Búnaðarbankanum á
3. borði.
Sú sveit sem þó mesta athygli
vakti var sveit Alþingis. Ekki gekk
þeim þó sem skyldi, höfnuðu í 19.
sæti, en þingmenn sýndu mikinn
baráttuvilja og keppnishörku.
Guðmundur G. Þórarinsson telfdi
á 1. borði, Vilmundur Gylfason á
2. borði, Halldór Blöndal á 3.
borði, en varamenn voru Garðar
Sigurðsson og Friðjón Sigurðsson.
18 bækur eftir Jack London
BÓKAFORLAG ísafoldar sendir frá
sér fyrir jólin átján bækur eftir Jack
Ivondon. Þær hafa allar komið út áð-
ur hjá forlaginu og eru í flokki mest
lesnu bóka heimsins.
Bækur þessar eru: Óbyggðirnar
kalla, Spennitreyjan, Uppreisnin á
Elsinóru, Snædrottningin 1 og 2,
Bakkus konungur, Hetjan í Klond-
ike, Gullæðið, í Suðurhöfum,
Ævintýri, Sonur sólarinnar,
Undrið mikla, í langferð með
Neistanum, Fólk undirdjúpanna,
Launmorð, Úlfhundurinn, Hnefa-
leikarinn og Þrjú hjörtu.
í bókakynningu segir: „Jack
London var mikill ævintýramað-
ur, og sögur hans bera þess glöggt
vitni. Þær hafa verið þýddar á
flest tungumál veraldar og eru
enn jafn ferskar og á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Þær eru í
flokki þeirra fágætu bóka sem
höfða jafnt til ungra sem ald-
inna.“
I
Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Arnarhóli,
gefur jólauppskriftir fyrir 6.
I
IHEILSTEJKTAR NAUTALUNDIR
M/SMJÖRSTEIKTUM KJÖRSVEPPUM
OG REARNAISE SÓSU._____________
l'/i kg nautalundir hreinsaöar og brúnadar
vel. Þar nœst eru nautalundirnar steiktar í
heitum ofni (ca. 350°C) í 5 mín.
Sveppirnir eru skolaðir upp úr létt söltuðu
vatni, skornir til helminga, þerraðir og
steiktir upp úr íslensku smjöri.
BEARNAISE SÓSA
6 eggjarauður/500 g mjúkt smjör (ósaltað)
2 msk. Bearnaise essens/Pipar/Estragon
krydd/Sojasósa.
Þeytið eggjarauðurnar ásamt salti og pipar
í skál yfir vatnsbaði. Athugið að halda
vatninu í pottinum við suðumark. (Ekki
sjóða).
Þeytið eggjahræruna þar til hún verður
þykk. Takið þá pottinn af hitanum og bætið
í ’/j af smjörinu sem þarf að vera mjúkt.
Þeytið aftur. Endurtakið þar til allt smjörið
er komið saman við. Bearnaise essens,
estragon og sojasósan sett út í að síðustu.
Þeytið sósuna í 3 mín. yfir hitanum, notið
sósuna strax . Borið fram með frönskum
kartöflum, kjörsveppum og rósinkáli.
2SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARA-
HR YGGUR M/RA UÐ VÍNSSÓSU
OG HRÁSALATI.
l'/i kg hamborgarahryggur soðinn í potti í
1 klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn.
Sjóðið einnig með: saxaðan lauk, gulrætur
8 stk. af heilum pipar.
SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN
200 g tómatsósa/75 g súrt sinnep/1 dós
sýrður rjómi/2 dl rauðvín/1 dl Coca cola.
Allt er þetta hrært vel saman. Brúnið 150 g
af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn
freyðir er rauðvínsblandan sett út í.
Hryggurinn settur í ofnskúffu og pennslað-
ur að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum.
Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig
brúnast sykurhjúpurinn fallega.
RAUDVÍNSSÓSAN
Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt
með kjötkrafti, 3ja kryddinu og pipar.
Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g
mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman.
Sett smám saman út í soðið.
Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma
og afganginum af sykurhjúpnum.
HRÁSALAT
'/■: stk. hvítkálshöfuð/4 stk. gulrætur/2 stk.
tómatar/1 stk. agúrka/V: dós ananas.
Saxað fínt.
Salatsósa: 100 g majonnes/Ananassafinn
Súrt sinnep/1 tsk. karry/Nokkra dropa
Tabasco sósa/H.P. sósa/Season All krydd
Lemon pipar.
Hrærið sósuna vel saman og blandið út í
grænmetið. Borið fram kalt.
Á jólunum hvarflar ekki aö mér aö
nota annaö en smjör viö matseldina
I