Morgunblaðið - 04.12.1981, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Neyð Pólverja
Um allan hinn vestræna heim, þar sem menn hafa nóg að bíta og
brenna, þrátt fyrir ýmislegt efnahagslegt andstreymi, er nú leitað
til almennings með óskum um, að menn leggi eitthvað af mörkum til
aðstoðar Pólverjum. Vetrarmánuðirnir eru myrkir í Póllandi af mörgum
ástæðum, þó ekki síst vegna skorts á matvælum og öðrum nauðsynjavör-
um. Landflótta Pólverjar um víða veröld eða fólk af pólskum ættum
hefur myndað samtök til stuðnings þeim, sem halda kyrru fyrir í fá-
tæktinni á gömlu ættjörðinni; katólska kirkjan beitir afli sínu til að
safna mat'vælum á Vesturlöndum fyrir Pólverja; Rauði krossinn og
aðrar hjálparstofnanir láta neyð Pólverja einnig til sín taka. Héðan
hafa verið send matvæli, svo sem eins og lýsi handa skólabörnum.
Fregnir af daglegu lífi manna í Póllandi minna helst á lýsingar á
ástandinu í Evrópulöndum fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina, á meðan
framleiðslutækin voru enn í rúst og almenningur eygði enn enga leið út
úr hörmungum sínum. Fátæktarkerfi kommúnismans, sem Pólverjar
hafa mátt búa við lengst af eftir síðari heimsstyrjöldina, má líkja við
rekstur þjóðféiags á stríðstímum, því að í löndum kommúnismans er það
hervélin, sem hefur forgang og þá fyrst fær fólkið eitthvað til sinna
þarfa, þegar herinn hefur fengið sitt.
í stríðshrjáðum ríkjum Vestur-Evrópu var með markvissum hætti og
með virðingu fyrir athafnafrelsinu unnið að endurreisn í kjölfar styrj-
aldarinnar. Enn vita Pólverjar ekki, hvað morgundagurinn ber í skauti
sér, yfir þeim hvílir hin sovéska ógn, og þeir vita ekki, hvenær þeir hafa
að mati Krelmverja stigið það skref í baráttunni við fátæktina og
neyðina, sem höfðingjunum í Moskvu finnst ógnun við veldi sitt og
nægileg ögrun til að senda skriðdreka inn í Pólland. Ekkert kommún-
istaríkjanna getur lagt neitt meira af mörkum til hjálpar Pólverjum, í
þeim öllum búa menn við þröngan kost. Við, sem orðið höfum rík fyrir
eigin atorku innan hins frjálsa hagkerfis, eigum að rétta Pólverjum
hjálparhönd í neyð þeirra, um leið og við vonum, að takist þeim að
þreyja þorrann og góuna muni losna um fátæktarbönd kommúnismans.
Capo Verde
Utanríkisráðherra Capo Verde Silvano da Luz dvaldist hér á landi í
síðustu viku og var þá undirritaður samningur um áframhaldandi
aðstoð íslendinga við þróun fiskveiða á þessum fátæku Atlantshafseyj-
um, sem eru að stíga fyrstu skref sín á sjálfstæðisbrautinni. Undirritun
samningsins, sem gildir til 1985, er staðfesting beggja aðila á því, að vel
hafi til tekist fram til þessa, en í júní 1980 hóf rs. Bjartur fiskirannsókn-
ir við eyjarnar. Nú er í undirbúningi smíði fiskiskips, sem er sérhannað
til veiða við Capo Verde og í þróunarríkjum.
Við þróunaraðstoð geta ríki valið á milli tveggja höfuðkosta, að láta
aðstoðina í té fyrir milligöngu alþjóðastofnana, eða taka upp beint
samband við eitthvert þróunarríki og aðstoða það með þeim hætti.
íslendingar hafa satt að segja ekki látið þróunarmál mjög mikið til sín
taka til þessa, en þó einkum tengst þeim í gegnum alþjóðastofnanir. Með
aðstoðinni við Capo Verde er farið inn á nýja braut. Nú geta íslendingar
betur en áður fylgst með því, hvaða árangri aðstoð þeirra skilar. Ef vel
gengur, eins og vænta má, verður samstarf okkar við íbúa Capo Verde til
þess, að við færum frekar út kvíarnar á þessu sviði.
Silvano da Luz, utanríkisráðherra, sagði, að samvinna íslands og Capo
Verde gæti orðið öðrum þjóðum til eftirbreytni. Islendingar settu til
dæmis engin póltiísk skilyrði fyrir aðstoð sinni og fyrir íbúa Capo Verde
væri það grundvallaratriði. Auðvitað á ekki að ástunda þróunaraðstoð
með hugarfari heimsvaldasinnanna, sem allt vilja undir sig leggja,
raunar yrðu íslendingar næsta hjákátlegir í því hlutverki, þótt þeir líti
að jafnaði nokkuð stórt á sig. Hitt er víst, að við höfum meiri skilning en
flestar aðrar vestrænar þjóðir á því viðhorfi eyjaskeggjanna á Capo
Verde, að þeir telji eðlilegt að líta vel til beggja átta á sjálfstæðisbraut-
inni.
Þjóðviljinn
og prófkjörið
Eins og við var að búast rembist Þjóðviljinn við að reyna koma illu af
stað innan Sjálfstæðisflokksins í kjölfar prófkjörsins. í því efni er
blaðið sjálfu sér samkvæmt, enda það eitt eftir sem stefnumið Alþýðu-
bandalagsins að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn líklega í nafni þeirra
„sögulegu sátta", sem forsætisráðherra eru kærastar.
Ein af helstu röksemdum Þjóðviljans í árásinni á prófkjörið er, að í
því hafi ekki fengist nein „afgerandi úrslit" um borgarstjórnarefni
sjálfstæðismanna, af því að ekki hafi verið mikill atkvæðamunur á efstu
mönnunum í prófkjörinu. Þjóðviljinn ætti að fara sér hægt á þessari
braut, minnugur þess, að aðeins nokkrir tugir atkvæða tryggðu vinstri
mönnum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur 1978. Voru það ekki
„afgerandi úrslit"? A að skilja vangaveltur Þjóðviljans um prófkjör
sjálfstæðismanna svo, að blaðið sé að komast á þá skoðun, að samstarf
vinstri manna í borgarstjórninni í tæp fjögur ár byggist á hreinum
misskilningi vegna skorts á „afgerandi" kosningaúrslitum?
Blönduvirkjun:
Landeigendur ákveði
sig fyrir 16. desember
Landeigendum var kynnt
samþykkt ríkisstjórnarinnar
um röðun næstu vatnsafls-
virkjana landsmanna á fundi
á Blönduósi á þriðjudag. Á
fundinum voru ákveðin tíma-
mörkin 16. desember nk.
hvað varðar frest norðan-
manna til að taka ákvörðun
um hvort þeir fallast á að
láta eftir lönd til virkjunar
Blöndu samkvæmt virkjana-
tilhögun 1.
I samþykkt ríkisstjórn-
arinnar er þess getið, að ef
Blanda verður ekki virkjuð
nú, verði Fljótsdalsvirkjun
næsta stóra vatnsaflsvirkj-
unin.
Skoðanir hafa verið
skiptar fyrir norðan um
hvort samþykkja eigi virkj-
anatilhögun þá sem ákveð:
ið er að virkjað verði eftir. I
viðtölum við norðanmenn í
gær kom fram að staða
mála fyrir norðan sé mjög
svipuð og verið hefur, en
hreppsnefndirnar sex sem
hér eiga hlut að máli munu
fjalla um mál þetta á
næstu dögum.
Kristján Ragnarsson:
„Ef olíugjald kemur til
hlutaskipta glatar út-
gerðin 65 millj. krónaa
„ÉG IINDRAST þessi ummæli rád-
herra og minni á að núverandi ríkis-
stjórn hækkaði olíugjald með lögum
úr 2% í 7,5% þann 1. október 1980.
Ég get því ætlað að ríkisstjórnin
hefði ekki gert það, nema hún hafi
haft til þess brýna ástæðu. Þróun
olíuverðs hefur verið útgerðinni
óhagstæð frá því að olíugjaldið var
ákveðið. Þannig hefur verð á gasolíu
hækkað um 58% og á svartolíu um
82%, frá því að olíugjaldið var
ákveðið 7,5%. Fiskverð hefur á sama
tíma hækkað um 42%,“ sagði Krist-
ján Ragnarsson, formaður Lands-
sambands ísl. útvegsmanna þegar
Morgunblaðið bar undir hann þau
ummæli Svavars Gestssonar í Þjóð-
viljanum í gær, að eðlilegt sé að olíu-
gjald verði fellt niður til að greiða
fyrir samningum við sjómenn.
„Öllum eiga að vera kunnir erf-
iðleikar útgerðarinnar vegna hins
stórhækkaða olíukostnaðar og það
þekkir fólkið úti á landsbyggðinni,
sem hitar hús sín með olíu. Eg tel
hins vegar fráleitt að olíugjald
verði lækkað við næstu fiskverðs-
ákvörðun.
Ef ráðherrann meinar það sem
hann segir í öðru orðinu, að af-
koma útflutningsatvinnuveganna
þurfi að vera trygg, þá getur hann
ekki í hinu orðinu gert þær ráð-
stafanir, sem valda mundi aðal-
aútflutningsstarfseminni stór-
auknum erfiðleikum. Ég vil líka
minna á, að þegar síðustu kjara-
samningar við sjómenn voru gerð-
ir, um sl. áramót, var olíugjaldið
7,5% og er því ekki um neina rösk-
un gagnvart sjómönnum að ræða,
þótt það haldist óbreytt," sagði
Kristján.
Morgunblaðið spurði Kristján
hvað olíugjaldið gæfi útgerðinni
miðað við að það héldist 7,5%.
„Eins og er eru það 150 millj. kr.
og ef olíugjaldið kæmi til hluta-
skipta þá myndi útgerðin glata 65
millj. kr. Vegna ummæla ráð-
herra, að afnám þess væri barátta
gegn verðbólgu, vil ég benda á að
afnám olíugjalds er verðbólgu-
hvetjandi," sagði Kristján Ragn-
arsson að lokum.
Ákvæði vantar um hvernig
greiðslu barnabóta skuli
hagað f nýju skattalögunum
í SKATTALÖGUNUM nýju er ekki kveðið á um hvernig greiðslu barnabóta
skuli hagað og hafa lögfróðir menn bent á að þarna sé gat f lögunum. Jafnvel
sé mögulegt fyrir fólk, sem rétt á á barnabótum, að krefjast þess, að þær séu
greiddar í einu lagi. Ef slíkt sé ekki gert kunni viðkomandi að eiga rétt á
vöxtum. Venjulegast er, að barnabætur séu greiddar í fernu lagi.
Árni Kolbeinsson, deildarstjóri
í fjármálaráðuneytinu, sagði það
rétt, að í nýju lögunum væri ekk-
ert slíkt ákvæði og reglugerð um
framkvæmdina, sem til væri í
handriti, hefði ekki öðlazt gildi.
Hins vegar sagðist Árni ekki telja
líkur á, að fólk ætti heimtingu á
greiðslu barnabóta í einu, lagi og
ef um slíkt hefði verið að ræða að
fá þá vexti ofan á bæturnar.
„í eldri skattalögunum í c-lið 25.
greinar var mjög hliðstætt ákvæði
um barnabætur og er í núgildandi
lögum," sagði Árni Kolbeinsson.
„Þar segir, að barnabætur greiðist
framfæranda barns að því marki,
sem eftirstöðvum nemi, þegar frá
hafi verið dregnar greiðslur
ákveðinna opinberra gjalda, sem
síðan eru talin upp í forgangsröð.
Síðan kemur setning þar sem seg-
ir, að fjármálaráðherra skuli
ákveða gjalddaga eftirstöðvanna
ár hvert.
I 69. grein ‘nýju skattalaganna,
en samkvæmt þeim hefur tvívegis
verið lagt á, er þetta ákaflega líkt
upp sett, og þessi grein samsvarar
c-lið 25. greinar gömlu laganna.
Orðalagið er það sama nema hvað
ákvæðið um að fjármálaráðherra
skuli ákveða gjalddaga er ekki í
nýju lögunum. Hins vegar er al-
menn reglugerðarheimild í 119.
grein nýju laganna, þar sem segir,
að ráðherra sé heimilt að kveða
nánar á um framkvæmd laganna
með reglugerð. Sú ákvörðun, sem
ráðherra hefur tekið á grundvelli
eldri heimildar um skiptingu
greiðslu barnabóta, hefur ekki enn
birzt í formi reglugerðar.
Mér finnst líklegt að þessi setn-
ing hafi fallið út vegna mistaka. í
lögunum stendur aðeins að barna-
bætur skuli greiða, en ekkert er
tekið fram um hver gjalddaginn
eigi að vera eða hvernig og hvenær
eigi að greiða barnabætur. I reglu-
gerðarheimildinni almennu er
ráðherra hins vegar falið að setja
nánari reglur um framkvæmd lag-
anna. Ég myndi túlka það þannig,
að sú heimild næði einnig til þessa
þó svo að það sé kannski ekki haf-
ið yfir allan vafa,“ sagði Árni
Kolbeinsson, deildarstjóri.
Vegna ummæla dr. Gunnars
Vegna þeirra ummæla dr.
Gunnars Thoroddsens í Tíman-
um í gær, að ég hafi ekki leitað
upplýsinga hjá honum, þegar ég
skrifaði bókina um Ólaf Thors,
vil ég geta þess, að ég átti langt
samtal við hann í Mbl. fyrir for-
setakosningarnar 1968, þar sem
fjallað var um' líf hans og störf
og m.a. forsetakosningarnar
1952 og studdist ég við samtöl
okkar, eins og fram kemur í bók-
inni um Ólaf. Þá þegar hafði ég
unnið að ritverkinu um Ólaf
Thors um nokkurt skeið.
Hitt er svo annað mál, að
hæpið er að leita um of til núlif-
andi stjórnmálamanna, þegar
skrifað er ritverk eins og „Olafur
Thors" og vil ég benda á svofelld
ummæli í bókinni þess efnis: „Ég
hef helst leitað heimilda í sam-
tíðinni, meðan sagan var að ger-
ast og allt var á hreyfingu í
kringum höfuðpersónu þessa
rits, en þó einnig í síðari tíma
heimildir. Þær eru samt einatt
harla varasamar, svo að ekki sé
meira sagt. Þegar stjórnmála-
menn horfa um öxl, hættir þeim
til að segja söguna eins og þeir
vilja, að hún hafi verið, en ekki
eins og hún var.“
Matthías Johannessen