Morgunblaðið - 04.12.1981, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981
Stadfesting Jan Mayen-samkomulags:
Nauðsynlegt að ná hlið-
stæðu um Rockallsvæðið
Ólafur Jóhannesson utan-
ríkisráðherra mælti sl.
fimmtudag fyrir tillögu til
þingsályktunar um heimild
til handa ríkisstjórninni að
staðfesta, fyrir Islands hönd,
samkomulag milli íslands og
Noregs um landgrunnið á
svæðinu milli íslands og Jan
Mayen, sem undirritað var í
Osló 22. október 1981. Eyj-
ólfur Konráð Jónsson (S) og
Benedikt Cröndal (A) lýstu
yfir stuðningi Sjálfstæðis-
flokks og AlþýðuBokks við
samkomulagið og töldu það
hagstætt fslendingum og til
fyrirmyndar fyrir aðrar þjóð-
ir, hvern veg leysa megi
ágreiningsmál þjóða í milli.
Olafur R. Grímsson (Abl)
gerði athugasemdir við ní-
undu grein samkomulagsins
og taldi meðferð málsins í
utanríkisnefnd afgerandi um
hver yrði endanleg afstaða
sín til þess.
• Benedikt Gröndal (A) taldi
samninginn hagstæðan íslend-
ingum og fyrirmynd um, hvern
veg vinaþjóðir eigi að leysa
ágreiningsmál. Hér væri um mál
að ræða, sem þýtt gæti innlegg
þeirrar kynslóðar, er nú byggir
landið, til eftirkomenda.
• Kyjólfur Konráð Jónsson (S)
tók í sama streng. Hann minnti á
þingsályktun frá haustþingi
1978, sem leiddi til umræðna við
Norðmenn og þeirra farsælu
lykta, sem nú hefðu náðst. Þetta
samkomulag, sem hér væri til
umfjöllunar, styrkti kröfuna um
helmingsrétt íslendinga á móti
Norðmönnum á umræddu svæði.
Mikilvægt væri að halda áfram
hliðstæðum viðræðum við Breta,
Færeyinga og íra um Rockall-
svæðið, þar sem bæði olía og gas
kynnu að finnast, en hagsmunir
okkar tengdust einnig botnlæg-
um dýrum og ekki sízt að þetta
svæði yrði ekki þann veg nýtt í
framtíðinni að mengun gæti
stafað af fyrir íslenzk fiskimið.
• Olafur Ragnar Grímsson (Abl)
gagnrýndi, hvern veg staðið hefði
verið að samningum við Norð-
menn og lét í ljós efasemdir um
9. gr. samkomulagsins, sem fjall-
ar um skiptingu landgrunns-
svæðisins. Hann lét að því liggja,
að umfjöllun utanríkisnefndar
og hvern veg tiltekin ákvæði
yrðu túlkuð, gæti ráðið afstöðu
sinni til þessa máls.
„Tekjuskattur dregur
úr framtaki og vinnuvilja“
MÞinGI
Jón Þorgilsson (S), sem
sat fyrir skemmstu á Alþingi
í forfollum Eggerts Haukdal,
flutti sína fyrstu þingræðu
(jómfrúrræðu), er hann
mælti fyrir tillögu, sem hann
flutti um afnám tekjuskatts
af almennum launatekjum.
Jómfrúrrædan fer í heild hér
á eftir.
Ég hefi leyft mér að flytja á
þingskjali 79 svohljóðandi tillögu:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að leggja fyrir næsta
ATþingi frumvarp um breytingu á
lögum um tekju- og eignarskatt,
þar sem tekjuskattur verði af-
numinn af almennum launatekj-
um.“
A undanförnum árum hefur far-
ið fram mikil umræða um tekju-
skattinn, kosti hans og ókosti.
Fjölda margir fundir félaga og
flokka hafa ályktað og samþykkt
mikinn fjölda ályktana og tillaga,
þar sem þess er óskað eða krafist,
að tekjuskattur sé ýmist lækkaður
stórlega eða afnuminn með öllu.
Öll þessi umræða er ekki óeðlileg
þar sem tekjuskatturinn, eins og
hann er nú, snertir hagsmuni svo
til hvers einasta vinnandi manns í
landinu og veldur að margra dómi
miklu misrétti milli fólks.
Höfuð tilgangur allrar skatt-
heimtu er að afla fjár í sameigin-
lega sjóði landsmanna og færa
fjármuni milli þegnanna til jöfn-
unar. Það síðarnefnda á alveg sér-
staklega við um stighækkandi
skatta eins og tekjuskattinn.
Tekjuskatturinn eins og aðrir
skattar er vissulega leið til tekju-
öflunar, en hann er ekki það tæki
til jöfnunar, sem sumir kunna að
halda, heldur þvert á móti. Hann
er beinlínis valdur að miklu meira
misrétti en hægt er að sætta sig
við. Hafi tekjuskatturinn einhvern
tíma verið leið til tekjujöfnunar,
virðast þær forsendur ekki vera
lengur fyrir hendi, nema þá að
litlu leyti.
Nú vill svo vel til í okkar þjóð-
„Jómfrúrræða“
Jóns Þorgils-
sonar á Alþingi
félagi, að fyrir hendi eru ýmsar
leiðir til jöfnunar á aðstöðu milli
fólks. Fyrst og fremst almanna-
tryggingakerfið, ódýr eða ókeypis
opinber þjónusta, t.d. í heilbrigð-
ismálum og skólamálum, niður-
greiðsla á almennum neysluvör-
um, trygging lágmarkstekna,
barnabætur og persónuafsláttur
til greiðslu á útsvari. Það sem hér
hefur verið nefnt eru allt miklu
árangursríkari leiðir til tekjujöfn-
unar en sá stighækkandi tekju-
skattur sem við búum nú við.
Ekki virðist óeðlilegt að spurt
sé, við hvað sé átt með orðunum
almennar launatekjur. I þeirri til-
lögu, sem hér er til umræðu, er átt
við almennar launatekjur, séu þær
tekjur eða sama fjárupphæð og
rauntekjur, meiri hluta launafólks
og sambærilegar tekjur hjá öðrum
en launþegum.
Tekjuskatturinn í núverandi
mynd virðist koma þyngst niður á
fólki með meðaltekjur eða ríflega
það. Þetta fólk virðist eiga hvað
erfiðast með að inna þessar álögur
af hendi. Að ekki sé nú minnast á
þá sem eru að byggja yfir sig eða
greiða skuldir vegna íbúöarkaupa.
Stundum heyrist raunar að fólk
eigi ekki að leggja það ofurkapp,
sem margir hafa gert, til að eign-
ast íbúð. Heppilegra sé að byggja
og búa í svokölluðum félagsíbúð-
um. Félagslegar íbúðir eru góðar,
út af fyrir sig, og jafnvel bráð-
nauðsynlegar að vissu marki, en
það er mikið talað um skort á
íbúðarhúsnæði um þessar mundir.
Farsælasta og jafnframt fljót-
virkasta leiðin til úrbóta í því efni
er að nýta það afl og þann vilja,
sem í einstaklingunum býr til að
eignast eigin íbúð kvaðalaust.
Allir þekkja mörg dæmi um
það, að fólk, og alveg sérstaklega
ungt fólk, hefur lagt á sig mikla
vinnu til tekjuöflunar í þeim til-
Jón Þorgilsson,
sveitarstjóri Hellu.
gangi að eignast eigin íbúð og
jafnframt neitað sér um flest það,
sem telst til svokallaðra lífsgæða
til að ná settu marki.
Þessu fólki hefur tekjuskattur-
inn verið fjötur um fót og það
kemur engum vörnum við. Því
meira sem menn afla, því harðara
sem menn leggja að sér, því gír-
ugri verður skattheimtan vegna
þessa háa og stighækkandi tekju-
skatts.
Nú eru nýir kjarasamningar
launafólks á næsta leiti. Eins og
oft áður er mikið talað um nauð-
syn þess að bæta kjör þeirra lægst
launuðu. Æði mörgum sýnist þó
ekki svigrúm til mikilla kjarabóta.
Helst staðnæmast menn við einn
þátt öðrum fremur, þ.e. lækkun
skatta. Þær eru orðnar æði marg-
ar samþykktirnar, sem búið er að
gera, þar sem farið er fram á, að
tilteknar tekjur verði undanþegn-
ar tekjuskatti og fylgir þá með að
í því felist verulegar kjarabætur
launþegum til handa. Eitt nýjasta
dæmið í þessa átt mun vera sam-
þykkt um að undan þiggja tekju-
skatti yfirvinnu við fiskvinnslu.
Enginn vafi er á því að stig-
hækkandi tekjuskattur dregur úr
Samdráttur í iðnaði á Suðurlandi:
19% verðjöfnunargjald á raforku
Kram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp um framlengingu 19% verðjöfnunar
gjalds á raforku til ársloka 1982. Af því skal verja allt að 3% (af seldri raforku
1982) til að greiða kostnað Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða
vegna keyrslu diesel vararafstöðva vegna rafmagnsskorts á sl. vetri, samkvæmt
nánari ákvörðun ráðherra. Heimilt er, skv. frumvarpinu, að endurgreiða Kafveitu
Siglufjarðar verðjöfnunargjald af raforku sem nemi allt að þeirri upphæð sem
innheimt verður af raforkusölu veitunnar.
Atvinnutækifæri
á Suðurlandi
Sigurður Oskarsson og Guðmundur
Karlsson, þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, flytja þingsályktunartil-
lögu um opinberar aðgerðir til að
tryggja ný atvinnutækifæri á Suður-
landi, m.a. með ákvörðunum er
tryggi staðsetningu orkufreks iðnað-
ar á Suðurlandi, með því að hlutast
til um gerð iðnþróunaráætlunar
fyrir landshlutann og með ítarlegri
könnun á möguleikum hefðbundinna
atvinnugreina.
I greinargerð kemur fram að áhrif
nær óslitinnar virkjanagerðar í hálf-
an annan áratug á Suðurlandi hafi
m.a. komið fram t því að afkoma
hundraða heimila hafi meira og
minna tengzt þessum framkvæmd-
um. Framkvæmdir við þessar stór-
virkjanir hafi stuðlað að sveitfesti
fjölda fólks, sem og fjárfestingu í
íbúðarhúsnæði, m.a. í þeirri von að
möguleikar samfara þessum virkj-
unum yrðu nýttir til atvinnusköpun-
ar á Suðurlandi. Ljóst sé af skýrsl-
um, sem byggðar eru á könnun iðn-
ráðgjafa Suðurlands, að stöðnun,
jafnvel samdráttur, hafi átt sér stað
í iðnrekstri í Rangárvallasýslu og
Vestmannaeyjum. Undantekning frá
þessu sé aðeins í 5 af 60 iðnfyrir-
tækjum með 440-497 starfsmenn,
sem könnunin náði til.
Þegar stórvirkjanatímabilinu lýk-
ur, eða eyður skapast í það, hlýtur
vinnuframboð umfram eftirspurn að
skapa vandamál, ef ekkert verður að
gert. Nauðsynlegt sé að fyrirbyggja í
tíma vanda af þessu tagi.
Flutningsrád ríkisstofnana
Helgi Seljan og Ólafur Ragnar
Grímsson, þingmenn Alþýðubanda-
lags, endurflytja frumvarp til laga
um Flutningsráð ríkisins, skipað 7
mönnum, er Alþingi kjósi til eins
kjörtímabils.
Hlutverk Flutningsráðs ríkis-
stofnana skal vera:
a) að vera Alþingi, ríkisstjórn, ráðu-
neytum og einstökum ríkisstofn-
unum til ráðuneytis um staðarval
og flutning ríkisstofnana, þar
með taldar deildir og útibú slíkra
stofnana,
b) að gera tillögur um staðarval
nýrra ríkisstofnana og breyt-
ingar á staðarvali eldri stofnana,
c) að annast a.m.k. einu sinni á ára-
tug heildarendurskoðun á stað-
setningu ríkisstofnana og gera á
grundvelli þeirrar endurskoðunar
tillögur um breytingar, sbr. b-lið,
d) að fylgjast með framkvæmd
ákvarðana um flutning ríkis-
stofnana og staðsetningu nýrra
stofnana og stuðla að því að auð-
velda aðgerðir á þessu sviði.
• Ólafur Jóhannesson utanrík-
isráðherra þakkaði jákvæðar
undirtektir. Misskilningur væri
hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að
Norðmenn hefðu túlkað þetta
samkomulag á annan veg en við.
Ekki væri búið að fastsetja
næsta formlegan viðræðufund
við Breta (sem Eyjólfur hafði
spurt um) um Rockallsvæðið, en
málinu væri haldið vakandi, þó
formlegar umræður hefðu aðeins
farið fram, enn sem komið væri,
á einum fundi.
framtaki manna og vinnuvilja.
Þegar svo er komið að meira en
önnur hver króna, sem aflað er,
fer í opinber gjöld, fara margir að
hugsa sig um hvort það borgi sig
að vera að vinna. Þessa hugsun-
arháttar verður æði víða vart.
Þjóðfélagsgerð sem beinlínis leiðir
til hugleiðinga um hvort það borgi
sig að vinna er ekki viðunandi,
hvorki vegna þeirra einstaklinga
sem þannig hugsa og ekki siður
vegna þess að svona hugsunar-
háttur er skaðlegur fyrir þjóðfé-
lagið í heild, ekki síst vegna þess
að oftast er það dugmesta fólkið
sem á í hlut.
Af mörgum ókostum við háan
og stighækkandi tekjuskatt og hér
hefur nokkurra þeirra verið getið,
er sá ótalinn, sem verstur er.
Það er sá möguleiki, sem alltof
margir hafa til að koma sér undan
þessum skattgreiðslum og raunar
ákveða skatta sína sjálfir án tillits
til raunverulegra tekna. Það er al-
kunna að margir eru haldnir
þeirri áráttu, að koma sér undan
því að greiða gjöld í sameiginlega
sjóði landsmanna. Aðstaða manna
til raunverulegra framkvæmda í
þessu efni er ákaflega misjöfn.
Þetta þekkja allir og því ætti ekki
að vera þörf á að fara þar um
mörgum orðum. Því er ekki að
neita að vegna þessa aðstöðumun-
ar m.a. hefur tekjuskatturinn oft
verið nefndur launamannaskatt-
ur.
Ekki er við hæfi að ganga fram
hjá því, að af hálfu stjórnvalda
hefur ýmislegt verið gert, til að
reyna að draga úr undanskotum
frá tekjuskatti, en árangurinn af
öllu því starfi og þeim kostnaði,
sem því fylgir hefur orðið sorglega
lítil. Ég held að allar ríkisstjórnir
á síðustu tveimur áratugum a.m.k.
hafi haft á sinni stefnuskrá að
auka aðhald með skattframtölum,
herða skattaeftirlit og þyngja
refsingar fyrir brot. Þrátt fyrir öll
fögur fyrirheit í þessu efni hefur
lítið miðað í réttlætisátt. Ég tel
því að rétt væri, af þessari ástæðu
einni, að reyna að breyta um
stefnu og koma efni þessarar til-
lögu til framkvæmda og fækka
skattgreiðendum þar með veru-
lega.
Skattheimta er aldrei vinsæl at-
höfn og flestir eru þeirrar skoðun-
ar að skattar þeirra séu allt of
háir. Óvinsælastur af öllum skött-
um mun tekjuskatturinn þó vera.
Ástæðan er vafalaust það mis-
rétti, sem menn telja að hann
valdi og eru æði oft fundvísir á
dæmi um slíkt. Af þessari ástæðu
er eðlilegt að draga úr þessari
skattheimtu.
Undanfarin tvö ár hafa farið
fram miklar umræður um 59. gr.
tekjuskattslaganna og sýnist sitt
hverjum um hversu réttmæt ákv.
hennar séu og þá ekki síður um
framkvæmd hennar. Ef efni þess-
arar tillögu nær fram að ganga, er
skoðun mín sú, að ákv. 59. greinar-
innar séu að mestu óvirk og
ágreiningurinn um ákvæði hennar
og framkvæmd, ætti þar með að
vera úr sögunni a.m.k. að mestu
leyti.
Þótt tekjuskatturinn hafi ekki
þungt vægi miðað við heildartekj-
ur ríkissjóðs, er flutningsmanni
ljóst, að nái efni þessarar tillögu
fram að ganga, er líklegt að ein-
hverjir telji að það tekjutap, sem
ríkissjóður yrði fyrir með fram-
kvæmd hennar, yrði hann að fá
bætt með öðrum hætti.
Tillagan gerir einmitt ráð fyrir
þeim möguleika, þar sem áhrif af
samþykkt hennar koma ekki til
framkvæmda fyrr en á árinu 1983.