Morgunblaðið - 04.12.1981, Page 24

Morgunblaðið - 04.12.1981, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 * Birgir Isl. Gunnarsson: Feigðarhreyfíng eða friðar? Hér fer á eftir þingræða Birgis Isi. Gunnarssonar í umræðu um í Sameinuðu þingi um strand sovésks kafbáts í Svíþjóð og sovéskar njósnir og fjármagn í Dan- mörku. Hópar af mismunandi toga Á fundi í Sameinuðu þingi hér sl. þriðjudag, þá hóf 1. þingmaður Reykjavíkur, Ragnhildur Helga- dóttir umræðu utan dagskrár, um þá alvarlegu atburði sem gerst hafa í Danmörku og Svíþjóð und- anfarið og fréttir hafa borist um og mikið verið um ræddir, þ.e. að kafbátur búin kjarnorkuvopnum skyldi hafa strandað upp í land- steinum í Svíþjóð, og að upplýst hefur verið í Danmörku að svonefndar friðarhreyfingar þar hafa fengið fjármagn frá Sovét- ríkunum til starfsemi sinnar. Þessari umræðu varð ekki lokið, en þessir allra síðustu atburðir eru vissulega tilefni til umræðna hér á Alþingi, og reyndar er ég þeirrar skoðunar, að utanríkismál skipi ekki nægilegan sess í um- ræðu hér á hv. Alþingi, í þau einu skipti sem nokkurn vegin er ör- uggt hægt að ganga að þvi vísu að umræður verði hér um utanrík- ismál, það er þegar hæstv. utan- ríkisráðherra leggur skýrslu sína fram, en æði oft fer umræða fram um hana hér að næturlagi, að fáum þingmönnum viðstöddum. En þessir allra síðustu atburðir hafa vissulega dregið athyglina að starfsemi svonefndra friðarhreyf- inga, og vekja upp ýmsar spurn- ingar um starfsemi þeirra, en þær hafa mjög verið til umræðu bæði hér á landi og víða í Evrópu, að undanförnu. Það er alveg ljóst að þessar hreyfingar eru af mismun- andi toga, þær hafa verið myndað- ar af oft mjög ósamstæðum hóp- um, eitt er þó víst að samtök kommúnista í Evróippu hafa víð- ast hvar verið mjög áberandi í þessum samtökum, en enginn vafi er á því, að margt fólk sem af ein- lægni berst fyrir friði í heiminum, hefur tekið þátt í þessu starfi. Og hver vill ekki frið, ég held að þeirri spurningu getum við svarað á þann veg að allir hér á landi, og sennilega allur almenningur alls staðar í Evrópu þrái ekkert heitar en að geta fengið að starfa í friði, og án þess að styrjaldarhættan vofi stöðugt yfir. Það hefur verið mjög áberandi í kröfugerð frið- arhreyfinganna, að lögð verði áhersla á kröfu um einhliða af- vopnun í Vestur-Evrópu. Mestur þungi hefur verið lagður á kröfuna um að Atlantshafsbandalagsríkin létu af áformum sínum, um stað- setningu svokallaðra Pershing-2 eldflauga í Evrópu, hins vegar hefur mikilu minna farið fyrir kröfunni um að Rússar legðu niður SS-20 eldflaugar sínar sem settar hafa verið upp í Austur- Evrópu undanfarin ár. Þetta eru svokallaðar meðaldrægar eld- flaugar sem rætt er um, og það er rétt að hugleiða í þessu sambandi lítillega hver er grundvöllur þess- arar deilu um þessar meðaldrægu eldflaugar. Kjarnorkuvopna- búnaður í Evrópu Undanfarin ár hefur þess orðið mjög vart, að Sovétríkin hafa auk- ið mjög kjarnorkuvopnabúnað sinn í Evrópu, og hér er um að ræða fyrst og frest svokallðar SS- 20 eldflaugar, sem geta farið 2.300 mílur, en þó með því að bæta við einu eldflaugarþrepi enn, geta þær dregið 3.400 mílur, það er því al- veg ljóst að þessum eldflaugum er því ekki bei.nt gegn Bandaríkjun- um, sem Sovétríkin oft telja sinn höfuð óvin, heldur er þessum eldflaugum beint gegn Vestur- Evrópu. Hver þessara eldflauga ber 3 til þess búna kjarnodda, og getur hver um sig hæft þrjú mis- munandi skotmörk. Og er kraftur hvers þessa kjarnaodds, miklu mun meiri heldur en kraftur þeirrar sprengju, sem sprengd var á Hiroshima í Japan í lok styrjald- arinnar. Sovétríkin munu nú, að því að fróðustu menn telja, hafa þegar sett upp 250 slíkar eldflaug- ar sem bera 750 kjarnaodda og talið er, að áður en langt um líður, þá verði þessar eldflaugar orðnar 300 talsins með 900 kjarnaodda. Tveimur þriðju þessara eldflauga er beitt gegn Vestur-Evrópu, hin- um er beitt gegn skotmörkum í Kína, Japan og Kóreu. Eldflaug- um Sovétríkjanna er því í dag, beint að öllum meiri háttar bæj- um og borgum í Vestur-Evrópu. Þetta er hrikaleg staðreynd, sem reyndar hefur verið ljós, nú í nokkur ár. Og það er merkilegt til þess að hugsa, að þegar þetta var heyrum kunnugt, a.m.k. fyrir tveimur árum, hvað væri að ger- ast, þá heyrðist ekkert frá svo- kölluðum friðarhreyfingum, um mótmæli gegn þessum hrikalega vopnabúnaði sem þarna er að eiga sér stað. Og það er athyglisvert að þessi mikli vopnabúnaður Sovét- ríkjanna og þessi hervæðing, hún fer einmitt fram á þeim árum, meðan Sovétmenn friðmælast hvað ákafast við Vesturveldin, og hafa uppi sitt blíðasta bros. Með þessum óhugnalegu fram- kvæmdum hafa Sovétríkin náð al- gerum yfirburðum á þessu sviði. Það kom nú nýlega út skýrsla á vegum ríkisstjórnarinnar í Bonn, þar sem það var upplýst, að nú væru Sovétríkin átta sinnum öfl- ugri í meðaldrægum eldfaugum í Evrópu heldur en Atlantshafs- bandalagið, og er þá nokkur furða þó að ráðamenn i Atlantshafs- bandalaginu í Evrópu, hafi talið sig þurfa að bregðast við á ein- hvern hátt, ekki til að verja Bandaríkin, heldur til að verja sjálfa sig í Evrópu. Viðbrögð til mótvægis Því var það í desember 1979, þá var ákveðið á vegum Atlants- hafsbandalagsins eða tekin ákvörðun sem var tvíþætt: í fyrsta lagi að setja upp 108 svokallaðar Pershing-2 eldflaugar og 464 stýriflaugar, þetta eru svokallaðar meðaldrægar eld- flaugar eins og SS-20 eldflaugarn- ar, og framkvæmdir við þær eiga að hefjast 1983. f öðru lagi, var jafnframt sam- þykkt að taka upp viðræður við Sovézk fjármögnun í V-Evrópu Birgir ísl. Gunnarsson Sovétríkin, til þess að draga úr Evrópu-kjarnorkuvopnabúnaði eins og það er kallað, sem er fyrst og fremst um að ræða við hinar meðaldrægu eldflaugar í Evrópu. Ég sagði áðan, að samkvæmt mati þessarar skýrslu, sem ég vitnaði til væri nú talið að Sovét- ríkin væru átta sinnum öflugri í meðaldrægum eldflaugum, en eft- ir að búið er að framkvæma sam- þykkt Atlantshafsbandalagsins frá 1979, er talið að hlutföllin í styrkleika verði 2,5 á móti 1, Sov- étríkjunum í vil, en ef ekkert verði að gert mundi Sovétríkin fljótlega, verða tíu sinnum öflugri en Evr- ópa, að þessu leyti. Það er athygl- isvert, að það er fyrst eftir að þessi ákvörðun er tekin hjá Atlants- hafsbandalaginu að friðar- hreyfingar fara verulega að láta á sér kræla. Gegndarlaus kjarnorkuvopna- búnaður Sovétríkjanna, sem bein- ist gegn Evrópu, þótti lítið tilefni mótmælaaðgerða meðal þessara hópa fyrir desember 1979. Margir talsmenn friðarhreyfinga mót- mæla því, að þeir krefjist einhliða afvopnunar, og ég skal játa að það er rétt í sumum tilfellum. í öðrum tilfellum er krafan um afvopnun Sovétríkjanna, með smáa letrinu í kröfugerð friðarhreyfinganna. Hitt er víst, hvað sem líður orðum í þessu sambandi, þá kemur frið- arbarátta, friðarhreyfinganna í Evrópu þannig út í reynd, að af- leiðingarnar gætu orðið einhliða afvopnun Vesturveldanna. Þrýst- ingurinn er fyrst og fremst settur á stjórnvöld í Vestur-Evrópu um afvopnun, allir vita að mótmæla- aðgerðir hér í Vestur-Evrópu setja engan þrýsting á löndin austan tjalds. Það er því með fullum rétti, og fullum rökum, sem menn túlka starfsemi friðarhreyfinganna sem kröfu um einhliða afvopnun. Afstaða Mitterand og íslenzks sagnfræðings Ég held að það séu einar þrjár helgar síðan að mótmælagöngur í Evrópu náðu hámarki, það voru farnar göngur víða og frá þessum göngum var rækilega sagt í Ríkis- útvarpinu, þessa helgi. En það voru tvær stuttar frásagnir í þessu sambandi, sem vöktu sér- staka athygli. í fyrsta lagi að Mitterand og flokkur hans í Frakklandi, tók ekki þátt í þessum friðargöngum, heldur andmælti þeim. Þessi sérstaki uppáhalds stjórnmálamaður Alþýðubanda- lagsins túlkaði þessar aðgerðir, sem kröfu um einhliða afvopnun. Ég heyri að hv. formaður þing- flokks Alþýðuflokksins kváir við, en því verður ekki móti mælt, að hæstv. félagsmálaráðherra, for- maður Alþýðubandalagsins, sendi sérstakt skeyti til Mitterands, og fagnaði sérstaklega sigri hans í Frakklandi. Þó að þeir greinilega eigi 'ekki samleið í þessu máli. (Gripið fram í: Það var áður en þetta kom í ljós.) í öðru lagi var getið um í stuttri frétt, að á einum stað austan járntjalds, hefði verið haldin mótmælafundur, mót- mælaganga, en það var í Potsdam í Austur-Þýskalandi, og þar var krafan ein og aðeins ein, að Vest- urveldin ættu að afvopnast ein- hliða, en ekki var minnst á kröfu um, að Sovétríkin eða Austur- Evrópuríkin létu af SS-20 eld- flaugum sinum. Þetta segir auð- vitað sína sögu. Hvað sem líður fullyrðingum forsvarsmanna friðarhreyf- inganna er baráttan rekin á þann hátt, að í raun er hún krafa um einhliða afvopnun Vesturveld- anna. Þetta hafa margir sýnt fram á, á mismunandi glöggan hátt. Ég er ekki vanur að kveðja Þjóðviljann mér til vitnis, en ég ætla að gera það þó að þessu sinni, og vitna í grein sem birtist þar í sumar, það var í helgarblaðinu 1.—2. ágúst, þar var athyglisverð grein, eftir Sólrúnu B. Jónsdóttur, sagnfræðing, þar sem hún svaraði spurningu sem beint var til henn- ar, en hún var svohljóðandi: „Tel- ur þú að almenn samtök séu líkleg til að forða heiminum frá kjarn- orkustríði?" Þetta er nokkuð löng grein, og ég get ekki vitnað í hana að öllu leyti hér, eða lesið hana upp, en ég vil þó leyfa mér, með leyfi hæstv. forseta að lesa niður- lag þessarar greinar er rætt er um kjarnorkuvopn. Hún segir: „Að lokum skal rætt um kjarn- orkurisaveldin sjálf, og svæði þar sem þau hafa komið fyrir gereyð- ingarvopnum utan landamæra sinna. Það vekur undrun hve lítið hefur verið um almennar umræð- ur um afvopnunarmál í Banda- ríkjunum, en yrðu almenn samtök þar nægilega sterk, gætu þau trú- lega haft þau áhrif á ráðamenn, að þeir legðu sig fram um það af al- efli, að koma á afvopnunarviðræð- um við Sovétríkin. En almenning- ur í Sovétríkjunum, getur hann lagt sitt af mörkum, til að knýja fram afvopnunarviðræður? Þessu verður að svara neitandi, og er nú komið að mjög mikilvægu atriði, sem oft vill gleymast, þegar rætt er um hvort almenn samtök geti komið í veg fyrir kjarnorkustríð. Augljóst er að slík samtök á Vest- urlöndum nægja ekki, samskonar samtök í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, verða að koma til. Við núverandi stjórnarfar í þess- um ríkjum þar sem þegnarnir hafa hvorki skoðana né tjáningar- frelsi eru þau óhugsandi, stjórn- endur geta látið eigin geðþótta ráða án nokkurs tillits til almenn- ings, stjórnarfarsbreytingar í lýð- ræðisátt í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, er því forsenda þess að almenn samtök fái ein- hverju áorkað til afvopnunar. Vekur það vonleysi því ekkert bendir til þess að slíkar breyt- ingar sé að vænta á næstunni. Ál- menningur á Vesturlöndum verð- ur því að hafa það hugfast, er hann berst gegn vígbúnaði og kjarnorkuvopnum að þar er aðeins barist fyrir eigin afvopnun meðan almenningur í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, sem ugglaust er jafn friðelskandi, getur ekkert gert til þess að hafa áhrif á vald- hafana. Má benda á að baráttan gegn kjarnorkuvopnum sem al- menningur í Vestur-Evrópu hefur efnt til að undanförnu beinist ekki fyrst og fremst gegn hinum nýju SS-20 eldflaugum sem Sovétmenn hafa komið fyrir í Austur-Evrópu, heldur gegn áformum Atlants- hafsbandalagsins um að endur- nýja kjarnorkubúnað sinn í Vestur-Evrópu til jafnvægis. Trú- Ný þingmál: Lokunartfmi sölubúða verði frjáls Fjárlagafjárhæð til olíu- styrks aðeins nýtt að hálfu Vilmundur Gylfason (A), Guðrún Helgadóttir (Abl) og Árni Gunn- arsson (A) hafa lagt fram frumvarp um lokunartíma sölubúða. Frum- varpið er í tveimur greinum: 1) Lokunartími sölubúða skal vera frjáls. 2) Niður falli lög nr. 17/1936 um samþykktir um lokunartíma sölu- búða. — Meðal annarra nýrra þingmála eru: Lögheimili Pétur Sigurðsson og Ólafur G. Einarsson, flytja frumvarp til breytinga á lögum um lögheim- ili. í fyrstu grein segir: „Það telst eigi heimili, þó maður dveljist í skóla, sjúkrahúsi, heilsuhæli, elliheimli eða ann- arri slíkri stofnun... “. „Sama gildir um dvöl í sérhönnuðum heimilum eða íbúðum aldraðra og öryrkja byggðum í tengslum við þjónustumiðstöð aldraðra eða heilsugæzlustöð... “. Útflutningsgjald af grásleppuhrognum Fram hefur verið lagt frum- varp til laga um útflutningsgjald af grásleppuhrognum, 3.5% af fob—verðmæti. Gjaldið skiptist þannig: 38% til greiðslu á ið- gjöldum líf- og slysatrygginga skipverja, 18% til Aflatrygg- ingarsjóðs, 22% til Fiskveiða- sjóðs Islands og 22% til Sam- taka grásleppuhrognaframleið- enda. I ákvæðum til bráðabirgða er gert ráð fyrir 2.5% viðbót- argjalds af fob—verðmæti „er notað verði til að standa straum af kostnaði við byggingu birgða-, kæli- og pökkunarstöðvar á veg- um Samtaka grásleppuhrogna- framleiðenda". Hliðarfrumvarp um breytingu á lögum um Aflatryggingarsjóð sjávarútvegsins, fylgir fyrra frumvarpinu, þar sem gert er ráð fyrir aðild grásleppuhrogna- framleiðenda. Skert heildarfjár hæð olíustyrks Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S) hefur borið fram fyrir- spurnir til viðskiptaráðherra, svohljóðandi: • 1) Hverjar ástæður geta verið fyrir því, að ekki sé ráðstafað til olíustyrkja nema um helmingi af þeim 50 m.kr., sem fjárlög 1981 gera ráð fyrir að sé varið í þessu skyni? • 2) Vill ríkisstjórnin sjá til þess, að greidd verði viðbót við olíustyrki 1981, þannig að ráð- stafað verði öllu því fjármagni, sem fjárlög gera ráð fyrir til olíustyrkja (v. húshitunar með olíu) á þessu ári?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.