Morgunblaðið - 04.12.1981, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 19811
Minning:
Jóhanna Vigdís
Sœmundsdóttir
Fædd 30. nóvember 1899.
Dáin 19. nóvember 1981.
Að kvöldi hins 19. nóvember sl.
andaðist í Reykjavík tengdamóðir
mín Jóhanna Vigdís Sæmunds-
dóttir, tæplega 82 ára að aldri. Er
þar með lokið æviskeiði merkrar
konu.
Jóhanna fæddist 30. nóvember
1899 að Lækjarbotnum í Lands-
sveit. Foreldrar hennar voru hjón-
in Sigríður Theódóra Pálsdóttir og
Sæmundur Sæmundsson, er þar
bjuggu. Sigríður Theódóra, móðir
hennar, var dóttir Páls hrepp-
stjóra á Selalæk, Guðmundssonar
hreppstjóra á Keldum Brynjólfs-
sonar og konu hans Þuríðar Þor-
gilsdóttur, bónda á Rauðnefsstöð-
um Jónssonar (Víkingslækjarætt).
Sæmundur, faðir Jóhönnu, var
sonur Sæmundar Guðbrandssonar
frá Lækjarbotnum og Katrínar
Brynjólfsdóttur frá Þingskálum.
(Lækjarbotnaætt). Sór Jóhanna
sig í ætt formæðra sinna, sem
margar báru af öðrum að gáfum
og myndarskap.
Jóhanna var fjórða í röð sjö
systkina, sem upp komust. Af
þeim eru nú þrjú á lífi, Árni, bóndi
að Bala í Þykkvabæ og tvö búsett í
Reykjavík, Guðríður og Sæmund-
ur. Fjölskyldan varð fyrir þeirri
þungu sorg, þegar Jóhanna var 9
ára að aldri, að faðirinn andaðist.
Er erfitt að gera sér í hugarlund
aðstæður móður hennar, sem stóð
ein uppi með barnahópinn, öll inn-
an fermingaraldurs. Fyrst í stað
bjó hún ein með börnum sínum
áfram að Lækjarbotnum, en þegar
frá leið hagaði forsjónin því svo,
að hún brá búi og kom börnum
sínum í fóstur til skyldfólks og
vina í Rangárþingi. Jóhanna fór
að Bjólu í Holtum, en þar bjó
skyldfólk hennar, hjónin Guðrún
Jónsdóttir og Einar Guðmunds-
son. Þar ólst hún upp til 18 ára
aldurs og var jafnan hlýtt með
henni og börnum þeirra hjóna.
Þrátt fyrir aðskilnað systkin-
anna var alla tíð mikill kærleikur
Leið mistök urðu hér í blaðinu
í gær, er birtar voru minn-
ingargreinar um Áifhildi Run-
ólfsdóttur frá Kornsá. Mynd af
henni, sem birtast átti með
greinunum, varð viðskila við
þær. Um leið og blaðið birtir
myndina af Álfhildi biður það
alla hlutaðeigandi afsökunar á
mistökunum.
með þeim og samheldni. Móðir
hennar vann fyrir sér við ýmis
störf og hafði jafnan Sæmund,
yngsta soninn, með sér. Fáar kon-
ur mat Jóhanna meir en móður
sína.
Frá Bjóiu í Holtum lá leiðin til
Reykjavíkur i atvinnuleit, og var
þá ekki margra kosta völ. Ekki var
um menntunarmöguleika að ræða
fyrir stúlkur á þeim tíma, sem
þurftu að sjá sér farborða, enda
þótt hana skorti hvorki hæfileika
né greind. Þó tókst henni að afla
sér kunnáttu í saumaskap og
hannyrðum, og voru fáir henni
fremri á því sviði.
Réðst hún í vist í Sambandshús-
ið til Jónasar Jónssonar og Guð-
rúnar Stefánsdóttur konu hans, en
systir hennar, Katrín, hafði áður
verið á því heimili. Rómaði hún
ávallt það heimili, sem hún taldi
hafa verið sér góðan skóla og
minnist þess jafnan með virðingu.
Auk þess stundaði hún sauma-
skap, enda lék allt í höndum henn-
ar.
Hinn 5. maí 1928 gekk hún að
eiga Erlend Ólafsson, sjómann frá
Ytra-Hóli í Vestur-Landeyjum,
síðar í Votleifsholtsparti í Ása-
hreppi. Hann andaðist fyrir rúmu
ári, hinn 30. ágúst 1980, og höfðu
þau þá verið í ástríku hjónabandi í
yfir 50 ár. Þeim varð fjögurra
barna auðið, þau eru: Sigríður
Theódóra sagnfræðingur, Guðríð-
ur Ólafía ritari og tvíburarnar
Guðrún dósent og Ölafur. Einka-
soninn Ólaf misstu þau á 5. ald-
ursári, og varð hann þeim mikill
harmdauði. Dæturnar eru allar
giftar, tengdasynirnir eru undir-
ritaður, Gísli Guðmundsson og
Örn Clausen. Barnabörnin eru 10
talsins og eitt barnabarnabarn.
Heimili Jóhönnu og Erlendar
stóð fyrst að Kárastíg 10 eða þar
til þau fluttu árið 1033 að Bar-
ónsstíg 21, þar sem þau bjuggu æ
síðan. Fyrstu árin bjuggu þau í
sambýli við Guðríði, móður Er-
lends og Guðna, bróður hans.
Tengdamóður sinni reyndist Jó-
hanna sem bezta dóttir, og má
geta þess, að síðustu æviár Guð-
ríðar lá hún rúmföst, og annaðist
Jóhanna hana af einstakri um-
hyggjusemi.
Heimilið að Barónsstíg 21 ein-
kenndist af reglusemi og mynd-
arskap. Þar ríkti vinátta og kært
samband milli heimilismanna, og
mikil kjölfesta var hin öruga for-
sjá húsmóðurinnar í fjarveru
heimilisföðursins við störf á sjón-
um. Hjónaband þeirra og allt sam-
líf var slíkt, að á betra var ekki
kosið. Þau voru samhent í uppeldi
barnanna, og ekki er það orðum
aukið, að þau hafi helgað þeim allt
líf sitt. Hvatti hún dætur sínar til
mennta, því að það var bjargföst
skoðun hennar, að góð menntun
væri bezta veganesti, sem nokkur
hefði í lífinu og aldrei yrði frá
þeim tekin, og gilti þá einu hvort
um drengi eða stúlkur væri að
ræða. Bitu úrtölur á þeim tíma lítt
á hana vegna menntunar dætr-
anna. Fátt ef nokkuð var henni
meira gleðiefni en það, að þær
skyldu ganga menntaveginn.
Leyndi það sér ekki í svip hennar,
þegar þau mál bar á góma. Til-
finningar sínar bar hún hins veg-
ar aldrei á torg, og þurfti maður
vel að þekkja hana, til að skynja
þær.
Jóhanna verður öllum, sem
henni kynntust, eftirminnileg
vegna góðrar lundar, fágaðrar
framkomu og glæsileika. Mann-
kærleikur var hennar aðalsmerki.
Guðrún Jónsdóttir
Isafirði - Minning
Fædd 12. desember 1916.
Dáin 15. nóvember 1981.
Einkennilega er það misjafnt að
koma í fyrsta sinn inn á heimili
sem gestur. Stundum er eins og
ískaldur gustur næði á móti þér,
strax og útidyrahurðin opnast.
Annars staðar er sem útbreiddir
armar bjóði þig velkominn í hlýj-
an faðm.
Mér verður það jafnan minn-
isstætt, þegar ég kom fyrst að
Silfurgötu 7 á ísafirði, á heimili
þeirra hjónanna Guðrúnar Jóns-
dóttur og Guðmundar Guð-
mundssonar útgerðarmanns.
Var ég þar í fylgd með konu
minni og tengdaforeldrum, en
mágur minn, Valdimar Jónsson,
er tengdasonur þeirra Guðrúnar
og Guðmundar. Þar mætti okkur
þetta óskýranlega, hlýja viðmót,
þessir ósýnilegu, en þó um leið
raunverulegu, útbreiddu armar og
buðu okkur velkomin á þann veg,
að okkur fannst öllum sem við
værum komin heim.
Þessi fagra minning frá fyrstu
samfundum okkar Guðrúnar Jóns-
dóttur kemur eins og ósjálfrátt
fram í hugann, þegar sú kalda
staðreynd verður ekki lengur um-
flúin, að ævidagur hennar er á
enda runninn.
Guðrún Jónsdóttir fæddist að
Langeyri við Álftafjörð í N-ísa-
fjarðarsýslu. Foreldrar hennar
voru hjónin Jón Bjarnason og
Daníela Samúelsdóttir. Hún var
þriðja í aldursröð af átta systkin-
um, sem upp komust. Hálfbróður
af föður á hún einnig, er Pétur
heitir. Hann er búsettur í Kanada
og er elstur systkinanna.
Þriggja ára að aldri var Guðrún
tekin i fóstur af hjónunum Ólafi
Andréssyni og Margréti Þórar-
insdóttur í Hnífsdal. Hjá þeim
ólst hún upp sem þeirra eigið barn
og átti hjá þeim heimilisfesti fram
á fullorðinsár.
Þann 8. ágúst árið 1942 giftist
Guðrún eftirlifandi eiginmanni
sínum, Guðmundi Guðmundssyni
úgerðarmanni frá Hnífsdal. Þau
voru jafnaldrar, nágrannar, skóla-
systkini og leikfélagar, þannig að
þau kynni, sem hjúskapur þeirra
var grundvallaður á, voru bæði
löng og traust. Enda var hjóna-
bandið og samlíf þeirra allt ein-
staklega farsælt og hamingjuríkt.
Þau settust þegar í upphafi að á
ísafirði og bjuggu að Silfurgötu 7
alla sína samleiðartíð. Þau eign-
uðust þrjár dætur, sem allar eru á
lífi. Elst þeirra er Bryndísi, kenn-
ari og húsmóðir í Hafnarfirði, gift
Kristjáni Ólafssyni lögfræðingi,
þau eiga tvo syni. Þá er Jóna
Margrét, skólaritari og húsmóðir í
Mosfellssveit, gift áðurnefndum
Valdimar Óskari Jónssyni, loft-
skeytamanni hjá landhelgisgæsl-
unni, þau eiga fjögur börn á lífi,
en misstu eina dóttur. Yngst er
Ingibjörg, félagsmálafulltrúi, bú-
sett í Hafnarfirði.
Guðrún Jónsdóttir var mikilhæf
kona, mjög vel gefin, vel metin og
vinsæl meðal allra þeirra, sem
einhver kynni höfðu af henni. Hún
var glæsileg að ytri útliti, þannig
að eftir henni var tekið. Viðmót
hennar var hlýtt, brosið bjart og
blik augnanna óviðjafnanlega fag-
urt.
Hún var félagslynd að eðlisfari
og hafi mikinn áhuga á félagsmál-
um, þótt flest hennar störf væru
heimilinu tengd. Einn félagsskap-
ur var það þó, sem hún bar sér-
staklega fyrir brjósti og helgaði
marga stund starfskrafta sína. En
það var Kvennadeild slysavarna-
félagsins á ísafirði. Þar var hún
um langt skeið í forystusveit og
formaður deildarinnar um árabil.
Hún hafði kennt dálítillar van-
heilsu undanfarið, en þó ekki í
þeim mæli, að um alvarleg veik-
indi væru að ræða. Og aðeins
Sjaldan sást henni bregða, en hún
hélt fram skoðunum sínum af ein-
urð og festu og lét aldrei villa sér
sýn. Hún var gestrisin með af-
brigðum og umhyggjusöm við allt
sitt fólk, vel lesin og greind.
Það er því með trega, sem hún
er kvödd, svo góðar og hugljúfar
minningar skilur hún eftir í hug-
um allra, sem henni kynntust. Á
hitt skal þó bent, að undanfarin ár
fór heilsu hennar mjög hrakandi
og varð hún að dvelja síðustu ævi-
ár sín á hjúkrunardeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur, við
einstaklega gott atlæti starfs-
fólksins þar. Skömmu fyrir andlát
hennar heimsótti ég hana á
sjúkrabeð. Þegar ég kvaddi hana,
varð ég í síðasta skipti aðnjótandi
þeirrar heiðríkju og hlýju, sem
jafnan var yfir svip hennar og hið
milda bros færðist yfir andlit
þessarar góðu vönduðu konu. Ár-
angursríku ævistarfi er lokið.
Minning hennar mun lifa í hugum
fjölskyldunnar, sem efst er í huga
þakklæti fyrir alla umhyggjuna,
sem aldrei brást.
tveimur dögum síðar lukust augun
hennar aftur í síðasta sinn.
Missirinn er mikill og sár. En
minningarnar eru margar, bjartar
og fagrar, fegurri en svo að orðum
verði að komið.
Sú myndin, sem þar gnæfir
hæst og lýsir skærast, er hin ást-
ríka eiginkona, hin góða og göfuga
móðir og amma, sem alltaf var
reiðubúin til að færa þær fórnir á
altari kærleikans, sem veittu ást-
vinum rikulegasta hamingju og
blessun í ótal myndum.
Mætti sú bjarta minningamynd
og aðrar henni líkar verða ástvin-
unum ljós og styrkur á ófarinni
ævileið.
Innilegar samúðarkveðjur,
kæru vinir. Blessun Guðs vaki yfir
ykkur í bráð og lengd.
Útför Guðrúnar Jónsdóttur fór
fram frá ísafjarðarkirkju 21. nóv.
síðastliðinn.
Björn Jónsson
Elskuleg vinkona okkar andað-
ist í Landspitalanum þann 15. þ.m.
Það er bjart yfir samfylgdinni
þegar litið er yfir liðin ár.
Við minnumst hennar frá leikj-
Hún leggst nú til hvílu hinsta
sinni við hlið eiginmanns og son-
ar. Megi hún hvíla i friði.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Vigdísar Sæmundsdóttur. Útför
hennar verður gerð í dag kl. 3 e.h.
frá Fríkirkjunni í Reykjavík.
Hjalti Geir Kristjánsson
Frá barnabörnum.
Hún amma er dáin. Amma hafði
sérstaklega góða lund og allir, sem
kynntust henni, róma hana fyrir
hæversku og góðvild. Við barna-
börnin nutum þess e.t.v. meir en
aðrir og fáum það seint fullþakk-
að. Amma vildi allt fyrir okkur
gera, prjóna ullarhosur, vettling
og peystur og fleira, sem við gát-
um notað. Hjá ömmu og afa á Bar-
ónsstíg fengum við alltaf eitthvað
gott í svanginn, flest hafði hún bú-
ið til sjálf. Allt lék í höndunum á
ömmu. í gömlu saumavélinni
saumaði hún t.d. föt á mömmu
okkar. Hún henti aldrei neinu, all-
ir smábútar urðu að nýtilegum
fötum þegar þeir komust í hend-
urnar á henni.
Við vorum flest ung þegar
amma var við góða heilsu og búum
við alltaf að því, sem hún kenndi
okkur og sagði. Hún hafði gaman
af að fylgjast með því, sem við
vorum að gera, og gátum við leitað
til hennar með aðstoð. Siðustu ár-
in, þegar hún dvaldist á sjúkra-
húsum, kom vel í ljós, hvað hún
hafði góða lund. Öllum líkaði vel
við hana, hún brosti og vildi öllum
gott gera. Hún var Ijóðelsk, fór
með ljóð og söng sálma, jafnvel
þótt heilsunni hefði hrakað.
Amma Jó, eins og við kölluðum
hana alltaf, var góð kona og veikt-
ist hún alltof fljótt. Við hefðum
viljað hafa hana miklu lengur með
okkur, heila heilsu. Okkur finnst
erfitt að lýsa henni í fáum orðum,
en hún skilur eftir bjartar og góð-
ar minningar.
Barnabörn
jm og störfum. Við minnumst
hennar ungrar, geislandi af lífs-
krafti og fjöri, allt lék í höndum
hennar hvort sem sest var við
saumavélina eða gripið í hljóðfær-
ið, en hún var mjög söngelsk og
var þá eiginlega sama í hvaða
hljóðfæri var tekið. Eftir nám í
Samvinnuskólanum stundaði hún
verslunar- og skrifstofustörf og
fórst henni það eins og annað vel
úr hendi.
Ung að árum giftist hún eftirlif-
andi manni sínum Guðmundi
Guðmundssyni, útgerðarmanni og
fljótlega settust þau að i eigin
húsnæði að Silfurgötu 7 á ísafirði,
þar sem þau bjuggu síðan alla tíð.
Þetta fallega heimili var þeirra
helgireitur þar sem ríkti sam-
heldni, friður, glaðværð og gest-
risni, þar var ávallt gott að koma
og dvelja.
Framan af árum helgaði hún sig
eingöngu heimilinu og uppeldi
dætranna þriggja af ástúð og um-
byggjusemi, en eftir að um fór að
hægjast gaf hún sig að félagsmál-
um og hefur um margra ára skeið
verið formaður Slysavarnadeildar
kvenna á ísafirði og reynst þar
sem annarsstaðar mjög dugandi
og farsæl í störfum. Þrátt fyrir
vanheilsu siðustu ára, sem ágerð-
ist mikið nú í haust, fór hún ekki
til rannsóknar hingað til Reykja-
víkur fyrr en hún hafði haldið fé-
lagsfund og gengið frá störfum
sínum í þágu félagsins.
Manni sínum var hún sem önn-
ur hönd í hans umfangsmiklu
störfum og aðstoðaði hann við
skrifstofustörf vegna útgerðarinn-
ar.
Nú er hún horfin, svo langt fyrir
aldur fram, aldrei framar munum
við hlusta á glaðan hlátur hennar
né hnyttnu tilsvörin.
Við biðjum Guð að styrkja vin
okkar Guðmund, dæturnar og fjöl-
skyldur þeirra, megi minningin
um þessa hugprúðu og dugmiklu
konu og móður verða þeim leið-
arljós um ókomin ár.
Við sem eftir stöndum á strönd-
inni þökkum einlæga vináttu
hennar og tryggð gegnum árin.
Megi hún hvíla í Guðs friði.
Júlíana Sigurjónsdóttir,
Ólöf Karvelsdóttir.