Morgunblaðið - 04.12.1981, Síða 29

Morgunblaðið - 04.12.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1981 29 Alfreð Clausen Minningarorð Fæddur 7. maí 1918. Dáinn 26. nóvember 1981. Mér er ljúft að minnast Alfreðs Clausens, mágs míns og frænda, og þó er mér vandi á höndum. For- eldrar hans voru Steinunn Ey- vindsdóttir og Areboe Clausen. Alfreð átti sín bernskuspor í skjóli móðurömmu sinnar, Maríu Jóns- dóttur. Ef til vill segir „Ömmu- bæn“ sem hann hefur hrifið áheyrendur með, meira en orð fá lýst. Alfreð er landskunnur fyrir sinn fagra söng og fer ég ekki nán- ar út í að segja frá því. Alfreð kynntist ég fyrst fyrir 25 árum, er hann giftist systur minni, Huldu Stefánsdóttur. Það hefur alltaf verið náið samband á milli okkar. Alfreð var málari að atvinnu og meistari í þeirri iðn, einnig málaði hann myndir sér til ánægju, því hann var mjög listfengur, þó slíkt hafi ekki komið fyrir almenn- ingssjónir. Síðastliðið sumar kom í ljós að Alfreð var haldinn alvarlegum sjúkdómi, gekkst hann undir erf- iða læknismeðhöndlun, sem því miður bar ekki tilætlaðan árang- ur. Þó leyndist ef til vill smá von- arneisti um bata, sá neisti sem gefur lífinu gildi. Ég veit að Hulda systir mín hef- ur misst mikið því þau voru sam- hent. Hulda annaðist hann af mik- illi alúð í veikindum hans. Alfreð flutti með sér sérstakan andblæ, hann var þægilegur maður, aldrei hef ég heyrt hann segja styggðar- yrði um nokkurn mann. Alfreð naut heimilis síns og hafði ánægju af að prýða það, sem var eitt af hans síðustu verkum áður en kraftar hans þrutu. Einn morgun- inn sat ég hjá honum, meðan Hulda fór til vinnu. Var það síð- asta sinn sem ég kvaddi hann. Við fjölskylda mín þökkum góð kynni við Alfreð. Það er eitthvað tóm- legt til að hugsa, að eiga ekki eftir að njóta nærveru Huldu og Al- freðs sameiginlega. Ef til vill verður það síðar? Hulda og Alfreð áttu eina dótt- ur, Ragnheiði, sem nýlega hefur stofnað heimili ásamt eiginmanni á Selfossi. Áður var Alfreð giftur Kristínu Engilbertsdóttur, sem er látin. Alls átti Alfreð 7 börn. Huldu systur minni og öllum nánum ættingjum Alfreðs, bið ég blessunar Guðs um leið og ég vitna í ljóðlínur Steingríms Thorsteinssonar: Ei vitkasl sá, er aldrei verdur hryggur. Ilvert viskubarn á sorgarbrjóstum lijjgur. Á sorgar hafsbotni sannleiks perlan skín þann sjóinn mátt því kafa ef hún skal verda þín. Ellen Svava Stefánsdóttir. Snemma á þessu ári ræddum við Alfreð Clausen um hugsanlega endurútgáfu á lögum þeim, sem hann söng inn á plötur fyrr á ár- um. Fyrir þremur vikum heimsótti ég Alfreð án þess að vita, að frá því að við hittumst fyrr á árinu, hafði sjúkdómurinn, sem dró hann til dauða, búið um sig. Ég rétti honum fyrsta eintakið af endurútgáfu-plötunni og mun líkletga seint gleyma því, sem hann sagði, um leið og hann renndi augunum yfir lagalistann: „Svavar, kannski batnar mér núna“. En aðeins viku síðar sofan- aði hann svefninum langa. Alfreð Clausen varð landskunn- ur fyrir söng sinn á hljómplötum upp úr 1950. Þá hafði hann þegar í nokkur ár sungið með danshljóm- sveitum, en það varð ekki fyrr en með útgáfu á íslenzkum dægur- plötum upp úr 1950 að Alfreð og margir aðrir söngvarar urðu kunnir og vinsælir um land allt, því plöturnar heyrðust á hverju einasta heimili í landinu fyrir milligöngu útvarpsins. Söngur Alfreðs átti engann sinn líka. Textaframburður var sérlega skýr, en það var fyrst og fremst röddin sjálf, sem aflaði Alfreð vinsælda. Slík raddfegurð er fá- gæt, en um leið dýrmæt. Mýkt raddarinnar var svo und- urfalleg og það svið, sem hún lá á svo heppilegt, að einstakt má telj- ast. Þessi fallega rödd þekktist ætíð í útvarpinu, þó aðeins einn eða tveir tónar hefðu verið sungnir — rödd Alfreðs var ólík öllum öðrum röddum. Það er aðeins á nokkurra ára- tuga fresti að fram koma menn, sem hljóta slíka rödd í náðargjöf. Brautryðjendum íslenzkrar dægurtónlistar fækkar, þó saga hennar hafi raunverulega ekki hafist fyrr en um 1950. Horfnir eru lagasmiðirnir góðu Svavar Benediktsson, Freymóður Jó- hannsson og Steingrímur Sigfús- son. Horfinn er hljómlistarmaður- inn, sem átti hvað stærstan þátt í því, að færa hin íslenzku lög í rétt- an búning til flutnings á hljóm- plötum, Jan Morávek. Nú hverfur sá, sem söng sig inn í hjörtu þjóð- arinnar með þessum fallegu ís- lenzku lögum og með sinni ógleymanlegu rödd, Alfreðs Claus- en. Svavar Gests Minning: Jón Eyjólfur Jóhannes son frá Fagradal Fæddur 9. aprfl 1906 Dáinn 5. október 1981 Kveðja frá barnabörnum Þann 5. október sl. lést á sjúkra- húsinu á Egilsstöðum afi okkar, Jón Eyjólfur Jóhannesson, eftir veikindi, sem hann átti við að stríða. Nú, þegar afi er horfinn yfir móðuna miklu, minnumst við hans fyrst og fremst sem góðs afa, er veitti okkur í ríkum mæli af þeirri miklu góðvild og nærgætni, sem honum var í blóð borin. Afi fæddist 9. apríl 1906 í Víði- dal á Hólsfjöllum, sonur hjónanna Kristínar Jóhannsdóttur frá Götu í Landssveit og Jóhannesar Eyj- ólfssonar frá Fagraneskoti í Aðal- dal og var hann næstelstur fjög- urra systkina. Fjögurra ára gam- all fluttist hann með foreldrum sínum að Fagradal á Hólsfjöllum og ólst þar upp. Á uppvaxtarárum afa þurftu allir, bæði ungir sem aldnir, að leggja hönd á plóginn, því mörg voru verkin, sem vinna þurfti. Sum þeirra verka, er hann innti af hendi kornungur, þekkjast nú ekki lengur, eins og hjáseta (en það var að gæta kvíaánna á milli mjaltatíma), og að fara með hey- bandshestana af engjunum og heim á tún, og þurfti hann þá að leysa baggana og taka niður af klakknum, sem var talsvert erfitt fyrir lítinn dreng. Stundum sagði afi okkur frá þessu, þó honum hafi ekki þótt mikið til um. Hann var ekki þannig gerður, að tala mikið um eigin verk né flíka tilfinning- um sínum. Fagradalsheimilið var söngelskt heimili og hafði afi mjög gaman af söng, þó sérstaklega kórsöng. Afi giftist ömmu okkar, Jó- hönnu Arnfríði Jónsdóttur frá Möðrudal, þann 19. júlí 1930 og hófu þau búskap í sveit og bjuggu lengst af á Hólsfjöllum. Árið 1963 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu á Lindargötu 61 upp frá því. Þau eignuðust átta börn, barnabörnin eru tuttugu og átta og barnabarnabörnin fjögur. Síðustu fimmtán árin, sem afi og amma bjuggu í Möðrudal, hafði hann póstferðir á veturna niður í Skinnastað í Axarfirði og síðar í Mývatnssveit. Voru þetta erfiðar ferðir. Oft fór hann á hestum, en stundum gangandi. Bar hann þá póstinn á hakinu eða dró hann á sleða. En leiðin yfir Hólssand er löng og ströng um hávetur, þegar hríðarbyljir geisa, en í þannig veð- rum lenti afi oft á þessum ferðum og þá reyndi mikið á gagnkvæmt traust manns og hests. Stundum þurfti hann að treysta á ratvísi hests síns, þegar ekki var hægt að skynja nein kennileiti. Komu þá í ljós þeir eiginleikar hans, skap- stillingin og æðruleysið. Mikið yndi hafði afi af hestum sínum og fór vel með þá, enda treysti hann þeim fyrir lífi sínu ef á reyndi, eins og hann segir sjálfur í viðtali, sem var við hann í tímaritinu Hesturinn okkar. Þar segir hann frá því, er hann sundhleypti yfir Jökulsá á Fjöllum, og þakkar þar hestinum sínum að allt fór vel. Margar voru ferðir okkar til afa og ömmu á Lindargötu og aldrei mátti fara aftur án þess að vera búinn að fá eitthvað gott í munn- inn, klapp á kollinn og hlýleg orð. En ferðum okkar á Lindargötu 61 fækkar ekki, þó afi sé horfinn sjónum okkar, því amma býr þar enn, og minningin um afa lifir. „F»r þú í fridi, fridur jfuds þig blessi, hafdu þökk fyrir allt «>u allt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.