Morgunblaðið - 31.01.1982, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982
43
Þeir
kunna
sitt fag
Það verður ekki af þeim piltum í
kanadísku rokksveitinni Loverboy
skafiö, aö þeir kunna sitt fag og
það út í ystu æsar. Þessi fimm
manna flokkur hefur náð að festa
sig traustlega í sessi hjá poppunn-
endum vestanhafs, en vinsældirnar
austan megin Atlantsála hafa til
þessa látið á sér standa. Ástæðan
er vafalítið sú að tónlistin, sem
Loverboy hefur fram að færa er
eins „Amerísk" og hugsast getur.
Á nýju plötu flokksins, Get lucky,
er að finna níu tónsmíðar, sem allar
falla undir sama rammann. Flest
laganna renna Ijúflega á milli ham-
ars og steðja í eyrnabotnum hlust-
andans og mörg þeirra hafa þenn-
an dæmigerða metsölulagastimpil á
sér.
i öllum tilvikum nema ef vera
skyldi í laginu, Take Me to the Top,
er um þráðbeint og rökrétt fram-
hald að ræða frá fyrstu plötu
flokksins. Sannast sagna er undir-
ritaður hreint ekki frá því að þaö sé
eitt besta lag plötunnar.
Tónlist Loverboy er hreint og
klárt iðnaðarrokk. Þó er ekki sama
væmnin til staðar og er farin að
hreiðr illilega um sig hjá hljómsveit-
um á borð við Foreigner, Kansas,
Styx, Survivor og öllum hinum á
sömu linu. Lögin eru fersk, jafnvel
þótt ekki sé verið að troða hrein-
dýraslóöir.
Til þessa hefur Loverboy náð að
halda sínum sérstaka stil. Þó má
greina hugmynd úr Queen-laginu
Another One Bites the Dust í Lucky
Ones. Önnur áberandi utanaðkom-
andi áhrif er ekki gott aö finna.
Fyrir þá, sem heyrt hafa fyrstu plötu
Loverboy, er rétt að verða sér út
um Get Lucky. Hún er á flestan haft
heilsteyptari og um margt „frum-
legri", ef leyfist að nota það lýs-
ingarorö um þessa tegund tónlist-
ar.
— ssv.
Sá gamli
gefur
sig ekki
Það vekur jafnan athygli þegar
Rod Stewart sendir frá sér plötu.
Þótt árin færist yfir kappann lætur
hann engan bilbug á sér finna og
sendir jafnt og þétt frá sér plötur
þrátt fyrir misheppnuð ástarævin-
týri. Hin siðari ár hafa framlög hans
þótt vera fremur slök en karlinn
hefur þó alltaf lætt einu og einu
metsölulagi með. Nýjasta plata
hans, Tonight l'm Yours, leit dags-
ins Ijós fyrir skennmstu.
Þar er á ferð plata, sem er
dæmigerð fyrir poppara, sem man
timana tvenna. Stewart er þó það
meðvitaður um stööu sína í hinum
valta heimi poppgoðanna að hann
gerir tilraun til að bæta upp gamla
rokk og rólið sitt með áhrifum, ætt-
uðum úr nýrómantik og rokkabillý.
Það sem meira er: honum tekst
bara bærilega upp.
Sem afþreyingarplata er Tonight
l’m Yours prýðileasti gripur. Þar er
hins vegar ekki verið að brydda upp
á neinum byltingarkenndum nýj-
ungum, enda er þetta fyrst og
fremst söluvara. Stewart býöur að-
dáendum sínum upp á tvö lög, sem
eru undir nýrómantískum áhrifum.
Þau eru þó næsta væg, en hljóm-
borösleikur setur svip sinn á bæöi
titillagiö, svo og Young Turks. Tear
it up er ekta rokkabillýlag í anda
Shakin’ Stevens.
Sá gamli svikur tryggustu að-
dáendurna ekki alveg. Tora, Tora
Tora en besta lag plötunnar. Eins
ekta Stewart lag og þau gerast i
seinni tíð. Jealous er ekki ósvipað
Do Ya Think l’m Sexy. Til að tryggja
góða útkomu hefur karlinn smellt á
plötuna tveimur góðum og gildum
ballöðum. Annað lagið er How
Long, sem Ace gerði frægt hér á
sínum tíma, og hitt er Just Like a
Woman, sem farandgoðið Bob Dyl-
an söng á bestu árum sínum. Meö-
ferð Rod á báðum lögunum er
prýðileg og í heildina séð er þessi
plata hans eigulegasti gripur.
ssv
Sjónvarp-
ið kemur
á óvart
- von á tveimur
poppþáttum innan
skamms
„Það er ekki enn búið að fastá-
kveöa hvaöa hljómsveitir þetta
verða, en við höfum þegar rætt viö
Purrk Pillnikk og Grýlurnar,” sagöi
Tage Ammendrup, fulltrúi dag-
skrárgerðarstjóra Sjónvarpsins, er
Pokahorn innti hann eftir þvi hvort
rétt væri að von væri á tveimur
poppþáttum í sjónvarpinu áður en
langt um liði.
Að sögn Tage hafa þegar veriö
ákveðnir tveir 20 mínútna þættir,
sem báðir verða teknir up „live“
með áhorfendum i sjónvarpssal.
Líklegast þykir að valdar verði
þessar tvær áöurnefndar hljóm-
sveitir. Þá var tekinn upp 20 mín-
útna þáttur með Nýja kompaníinu
á fimmtudagsmorgun, en sú sveit
leikur jazz af fingrum fram.
Talsvert er nú liðið frá því sjón-
varpið bauö upp á islenska popp-
þætti í einhverri mynd. Líkast til
hefur Rokkveita Ríkisins, en svo
nefndist þáttaröð, verið síðasta
framlag sjónvarpsins í þá átt.
Rétt þykir að fagna þessu fram-
taki sjónvarpsins, en i spjallinu viö
Tage benti hann á að allsendis
óvíst væri um framhald á þessari
nýbreytni. Stofnuninni væri þröngt
sniðinn stakkur í fjármálum og
hefði þvi ekki mikiö bolmagn til
þáttageröa af þessu tagi.
Þættirnir tveir, sem hér um ræð-
ir, verða teknir upp í febrúarbyrj-
un, en sýningardagar eru enn
óákveðnir.
— SSv.
Einar Örn og Bragi. Purrkurinn í
sjónvarpið
Flokkseigendafclag Þursaflokksins í stúdíóinu góða, Grettisgat. Frá vinstri: Þórður, Ásgeir, Egill, Júlíus
og Tómas.
Myndir: Krisiján.
Innst inni
bíðum við
alltaf eftir
þeim stóra
Pokahornió ræðir við
Pursana á heimavelli
þeirra á Grettisgötunni
„Ætli við nefnum þaö bara ekki
Grettisgat," sagði Tómas Tómasson,
bassaleikari Þursanna, er Pokahornið
heimsótti hann og félagana í æfinga-
og upptökulókali flokksins viö Grett-
isgötuna. Nafngiftin kemur líkast til
þaðan. Hljótt hefur verið um Þursa-
flokkinn um nokkurt skeið og síðustu
tónleikar hans voru skömmu fyrir jól.
Þótt aðgerðir þeirra fari ekki hátt
þessa dagana sitja þeir félagar siður
en svo auðum höndum.
Stjórnklefi Grettisgatsins.
Plata í bígerö
Þursaflokkurinn hefur starfaö um
fjögurra ára skeið — á reyndar fjög-
urra ára afmæli nú um þessar mundir
— og óhætt er aö segja aö þeir félag-
ar haldi sig við efnið. Fjórða hljóm-
plata Þursaflokksins er nú i vinnslu
og fjórða hringferö hljómsveitarinnar
hefst i febrúarlok. Pokahornið innti
Tómas eftir því hvernig efnið yrði á
plötunni, sem nú er veriö að vinna að.
„Þetta er fyrst og fremst efni, sem
við vorum meö á hringferðinni í fyrra.
Það er ekki splunkunýtt í sjálfu sér en
mjög ólíkt því sem Þursaflokkurinn
hefur verið að gera á þeim þremur
hljómplötum sem hann hefur sent frá
sér. Við vorum fyrst með þetta efni á
miöju ári í fyrra og reyndum það síð-
an í hringferöinni. Það fékk ágætar
viðtökur.”
— Þið hafið þá sagt skilið viö
þjóðlagarokkið að sinni?
„Já, þaö var ekki ætlunin að halda
þvi áfram lengur. Það var aöeins
hugsað sem skammtimaverkefni en
entist gott betur. Þetta var skemmti-
legt tímabil en því er nú lokið. Við
gáfum út þrjár plötur með þessu efni
og ég held að það sé ágætt.” Þess
má geta hér i leiðinni að plötur Þursa-
flokksins seldust ekki nema þokka-
lega þótt undarlegt megi virðast.
Lætur nærri að meöalsalan hafi verið
i kringum 3000 eintök. Það eru þvi
greinilega engin uppgrip i poppinu —
jafnvel hjá færustu hljóðfæraleikurum
landsins.
Sígild saga
Húsnæði þaö, sem Þursarnir hafa
innréttað á Grettisgötunni, er einkar
hentugt. Fremur lítið, en framúrskar-
andi notalegt. I rauninni hefur maður
það ekki á tilfinningunni aö þarna sé
á ferðinni 8 rása stúdió. En hvað kom
til að Þursarnir fóru út í þessar fram-
kvæmdir?
„Það er sama sígilda sagan; vand-
ræði með æfingahúsnæði, svo og
staðreyndin að okkur hefur alltaf
langað til að koma okkur upp ein-
hvers konar lókali þar sem við gætum
dundað okkur við upþtökur. Þetta
varð útkoman. Upphaflega ætluöum
við okkur að eyða um mánuði i að
koma þessu upp, en þeir eru nú orðn-
ir þrir og kostnaöurinn er oröinn ær-
inn. Ætli efniskostnaöur einn sér sé
ekki um 40.000 krónur," sagöi Tómas
og stundi. „Það hafa allir okkar fjár-
munir farið í þetta undanfarið og hér
er árangurinn." Ekki er hægt aö segja
annað en vel hafi tekist til því hús-
næðiö er einkar smekklega innréttað.
„Við erum sem betur fer að mestu
lausir við þetta dauöa „sánd", sem
oftast myndast i stúdióum," bætti
hann viö.
Ekki minni
möguleikar
Pokahornið spurði Tómas að því
hvort ekki væru minni möguleikar í
8-rása stúdíói, en t.d. 16 eöa 24 rása.
„Nei, það þarf alls ekki að vera. Það
hefur meira að segja færst í aukana
aö hljómsveitir taki upp í 8-rása stúd-
iói. Það, að hafa 24 rásir, virkar
stundum þrúgandi á tónlistarmenn.
Þeir hafa þaö þá á tilfinningunni að
þeir verði að nýta allar rásirnar og
fyrir vikið verður tónlistin hjá þeim
e.t.v. ofhlaðin. Það, sem mestu máli
skiptir í þessu, er að kunna að nota
tækin rétt. Þetta er spurning um úr-
vinnslu og framsetningu.”
— Hversu mörg lög eruö þið búnir
aö taka upp?
„Viö erum búnir að taka upp
grunna í 6 lög hérna hjá okkur, en
líkast til tökum við upp ein 3—4 til
viðbótar. Þó er alls ekki vist að við
notum öll lögin á plötuna. Viö erum
ekki bunir að fullmæla lengdina á
þeim svo að það gæti allt eins farið
svo að við yrðum að sleppa ein-
hverju."
— Hvenær áætlið þiö að platan
komi út?
„Líklegast og vonandi verður það
um mánaöamótin febrúar/marz. Við
förum reyndar i hljómleikaferð um
landið á svipuðum tíma, sem hefst
28. febrúar. Ætlunin er að leika á ein-
um 13 stöðum. Við munum byrja á
Húsavík og halda síðan vestur um
land og til Reykjavíkur. Siðan tökum
við okkur hlé í 2—3 daga. förum sið-
an austur á Egilsstaöi og vinnum
okkur í hina áttina til Reykjavíkur á
ný“
Beðið eftir þeim stóra
A milli þess sem við spigsporuðum
um husnæðið ræddum við áfram um
allt og ekkert. „Við gefum plötuna út
sjálfir," sagði Tómas. „Eða öllu heldur
Þursabit, en það er fyrirtækið að baki
flokknum. Þetta er allt saman rekið á
hlutafélagsgrundvelli. Julli Agnars er
fimmti meðlimurinn í því." Við rædd-
um áfram um væntanlega plötu og
annað, sem henni viðkemur.
„Ein hljómplata hefur gífurlega
peningaumsetningu i för með sér.
Samt eru hljómlistarmennirnir þeir
síðustu til að sjá einhverja aura af
vinnunni. Það er lagt svo mikið i alla
aðra þætti Upptakan verður að vera
fullkomin, umslagið i lit. textablað að
fylgja og guð má vita hvað. Þegar upp
er staðið er harla lítið eftir handa
hljómlistarmönnunum sjalfum. Mark-
aðurinn hér er ekki svo stór." Það er
Egill Ólafsson, sem á þessi orð.
Og hann heldur áfram: „Það ríkir
ruglað gæðamat hjá fólki her á landi.
E.t.v. hafa menn fengið glýju i augun
af velgengni poþpara erlendis, en
þetta er svo ólíkt hér. Hér verður eng-
inn ríkur á aö spila popptónlist. Tón-
listarmenn hafa ákaflega litla samúð
almennings, hvað þá hins opinbera.”
„Já, hvers vegna skyldum við ekki fá
aðflutningsgjöld og tolla niðurfellda
af okkar hljómtækjum?” skaut Tómas
inn i. „Rétt eins og leigubifreiöastjór-
ar. Þetta eru okkar atvinnutæki rétt
eins og bilarnir þeirra.” „Tónlistar-
menn eru hópur, sem nýtur engra
rettinda. Ekki getum við farið i verk-
fall,” sagði Egill. „Það má eiginlega
flokka okkur með laxveiðimönnum.
Við erum i þessu ánægjunnar vegna
fyrst og fremst. en innst inni biðum
við alltaf eftir þeim stóra. Við ættum
kannski að stofna hagsmunasamtök
með þeim."
— SSv.