Morgunblaðið - 31.01.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982
Síðdegissýning á Kisuleik
LEIKRITIÐ „KISULEIKUR" eftir ungverska skáldið Istvan Örkeny,
sem Þjóðleikhúsið sýnir nú á Litla sviðinu hefur vakið umtalsverða
athygli og er jafnan uppselt á sýningarnar. Nú hefur verið ákveðið að
bjóða upp á síðdegissýningu á þessu verki. Verður sú sýning nk. sunnu-
dag kl. 16.
Offrambod á áfengi
Varsjá.
PÓLSKIR embættismenn ákvæöum mega Pólverjar
hafa áhyggjur af 4,5 millj- velja á milli vodka og
ón lítra offramboði á létt- léttra vína og þar sem
um vínum, sem á rætur þeir eru Pólverjar velja
sínar að rekja til áfeng- þeir venjulega vodka. Þess
isskömmtunarinnar og vegna liggur létt vín undir
dálætis Pólverja á vodka. skemmdum í geymslum
Samkvæmt skömmtunar- ríkisáfengisfyrirtækisins.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hér fara á eftir spurningar, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til
þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi
er í því fólgin, að lesendur geta hringt í síma 10100 kl. 13 til 15 á
mánudögum til föstudaga og borið upp spurningar sínar um skattamál.
Mbl. leitar síðan til Skattstofunnar í Reykjavík um svör og birtast þau í
þessum þætti að nokkrum dögum liðnum.
Tekið skal fram að skilafrest-
ur skattframtals einstaklinga er
á miðnætti miðvikudagsins 10.
febrúar 1982.
Sigurður Þorkelsson, Grundar
firði:
Liður 50 á framtalseyðublaði
snertir frádrátt vegna stofnunar
hjónabands. Gildir þessi frá-
dráttur aðeins ef stofnað er til
hjónabands, en ekki ef stofnað er
til sambúðar?
Svar:
Aðeins þeir, sem gengið hafa i
hjónaband, eiga rétt á þessum
frádrætti.
Dýrleif Kristjánsdóttir:
Á framtali er í T 14 C fjallað
um frádrátt og skal færa á
rekstraryfirlit frádráttarliði
aðra en vaxtakostnað og fyrn-
ingar. Spurt er, hvað má þá færa
til frádráttar, er það rafmagns-
kostnaður, fasteignagjöld o.fl?
Svar:
Spurningin er ekki nógu ljós,
en fyrirspyrjanda er bent á
„Leiðbeiningar ríkisskattstjóra"
neðst á bls.4.
Árni Björnsson:
Eg er öryrki og fékk í fyrra
fellda niður skatta. Spurning
mín er hvort ég þarf í ár að
greiða hina lögboðnu fyrir-
framgreiðslu, sem gjaldendum
er gert að greiða? Hafði ég
nokkrar tekjur sl. ár frá fyrri
vinnustað, en síðan aðeins trygg-
ingabætur.
Svar:
Það veltur á því hverjar tekjur
sl. árs voru. Spyrjanda er bent á
að snúa sér til viðkomandi skatt-
stjóra þegar framtal 1982 hefur
verið fyllt út og leita þar svara
um hvort heimilt er að breyta
fyrirframgreiðslu skv. reglugerð
nr. 1/1982.
H.G., Reykjavík:
Spurning mín er um frádrátt
vegna lánakostnaðar við íbúða-
kaup. Tók ég 1.5.1981 100.000 kr.
lífeyrissjóðslán með láns-
kjaravísitölu og 2% vöxtum,
fyrsti gjalddagi 1.5. 1982. Tók
1.7. 1981 50.000 kr. vaxtaaukalán
með 40% vöxtum, fyrsti gjald-
dagi 1.2. 1982. í árslok er áfallin
vísitala fyrra lánsins komin í
22.175 kr. og vextir þess eru 1.425
kr. Síðara lánið var um liðin ára-
mót 8.333 kr. hærra vegna vaxt-
anna. Hvað má færa til frádrátt-
ar, er það aðeins vextir eða einn-
ig hækkun á láninu vegna láns-
kjaravísitölunnar, þ.e. þessar
22.175 kr.?
Svar:
Til frádráttar vaxtagjalda
vegna íbúðakaupa teljast vextir
og gjaldfallnar verðbætur á af-
borganir og vexti. Á kvittunum
kemur væntanlega fram fjárhæð
vaxta og þær verðbætur, sem
heimilt er að draga frá skv.
framanrituðu.
. \
i