Morgunblaðið - 31.01.1982, Síða 48

Morgunblaðið - 31.01.1982, Síða 48
Sími á ritstjórn og skritstofu: 10100 ÍHotxjunhlu&ií) Síminn á afgreiðslunni er 83033 |H0ríjnní>Iní>ií> SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1982 Bflaflutningar Kimskips: Meira en 100 bifreið- ir á viku að meðaltali MKIKA »n 1(M) bifreidir komu til íslands á viku a<) meðaltali á síðasta ári með skipum Kimskipafélags Is- lands, eða samtals milli 5oj<6 þús- und bílar, af þeim nærri 8 þúsund bílum sem fluttir voru inn á árinu 1981. liörður Sigurgestsson forstjóri Kimskips sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, að mestur hluli hílanna kæmi til lands- ins um þrjár hafnir, bandarískir bíl- ar kæmu frá Norfolk í Viginíu, vestur-þýskir bílar frá llamborg í Norður-I'ýskalandi og japanskir bíl- ar kæmu um Antwerpen í Hollandi. Fleiri hafnir koma þó til, bresk- ar bifreiðar koma til dæmis um Feliztowe, og bílar frá Sovétríkj- unum um Riga í Lettlandi, sænsk- ir bílar koma beint frá Svíþjóð og svo framvegis. Stærstur hluti bif- reiðanna kemur með ekjuskipun- um Álafossi og Eyrarfossi, en einnig flytja önnur skip mikið af bílum til landsins. Má til dæmis nefna að Mánafoss kom með 240 bíla frá Riga milli jóla og nýárs. Frá höfnum þeim er áður eru nefndar koma bifreiðirnar beint til íslands með íslenskum skipafé- lögum, en áður eiga bílarnir oft langt ferðalag að baki, jafnt á láði sem legi. Bifreið, sem til dæmis er pöntuð frá Japan í janúar, er venjulega tilbúin í skip þar um mánaðamótin febrúar-mars. Þá tekur við 29 daga sigling til Evr- ópu, oftast Antwerpen, þá nokk- urra daga bið og umskipun, og kaupandi bílsins á Islandi á að geta fengið hann í hendur ekki seinna en um miðjan apríl. Flugumferð einkaflugvéla var mikil í góðvidrinu í gxr. Myndina íók Krist- ján Einarsson á Reykjavíkurflugvelli. Skerðing raforku til stóriðjuveranna: Verðum hreinlega að loka, ef skerðingin verður meiri - segir Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendifélagsins „1»KTTA kemur okkur illa. Við getum ennþá selt og þó verðid sé lágt fáum við meira en sem nemur fastakostnaði fyrir álið, þó við höfum ekki upp í fjármagnskostnað. Ann- ars er þetta orðinn árviss viðburður og kemur ekki á óvart,“ sagði Ragnar Hall- dórsson forstjóri ÍSAL, er Mbl. spurði hann hver áhrif skerðing forgangsraforku um 10% hefði á afkomu fyrirtæk- isins. Jón Sigurðsson forstjóri íslenzka járnblendifélagsins Skeiðarárhlaup gæti orðið í hámarki undir næstu helgi: Búist við meðalhlaupi — en þó tíu sinnum stærra en Skaftárhlaupi BÍJIST er vió aó Skeióarárhlaup verði í hámarki undir næstu helgi. Kagnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli, sagói í gær, aö áin yxi mjög hægt og væri upphaf hlaupsins svipaö og vió upphaf Skeióarárhlaupa síóustu áratugina. ttann sagóist ekki eiga von á sérlega stóru hlaupi að þessu sinni og sagðist ætla, að hlaupið yrði á flestan hátt svipaó og árið 1976. Áin hefói breitt nokkuð úr sér í gær neóan brúa og var húin aö ryðja sér rennu, þar sem áóur var ís á ánni. Helgi Björnsson, jarðeðlis- fræðingur, sagði að síðustu ára- tugina hefðu Skeiðarárhlaup verið 2—3,5 rúmkílómetrar að stærð, árið 1976 mældist það 2,8 rúmkílómetrar og 3,2 rúmkíló- metrar árið 1972. Síðustu ára- tugina hafa Skeiðarárhlaup yfir- leitt orðið á 4—6 ára fresti, en fyrr á öldinni hljóp Skeiðará yf- irleitt einu sinni á áratug og þá var vatnsmagnið gjarnan tvöfalt meira en í hlaupunum eftir 1940. Sem dæmi má nefna að talið er að Skaftárhlaupið fyrr í þessum mánuði hafi verið um 0,2 rúm- kílómetrar. Hámarksrennsli í Skeiðarár- hlaupum undanfarin ár hefur verið 8—10.000 teningsmetrar á sekúndu. í stóru hlaupunum, til dæmis 1934 og 1938, var rennsli árinnar hins vegar um 40.000 teningsmetrar á sekúndu þegar það var mest. í Skaftárhlaupi á dögunum var rennslið um 800 teningsmetrar á sekúndu þegar það var í hámarki og í Skaftár- hlaupum hefur rennslið mest verið um 1.500 teningsmetrar á sekúndu. Kötluhlaup eru hins vegar talin ná 100.000 tenings- metrum á sekúndu, en þau verða við eldgos undir jöklinum og ná hámarki á nokkrum klukku- stundum. Skeiðarárhlaup koma úr Grímsvötnum í Vatnajökli, en þar er stórt og mjög öflugt jarðhitasvæði. Aðspurður um hver ástæðan væri fyrir því, að Skeiðarárhlaup færu minnkandi með árunum, sagði Helgi, að skýringin væri væntanlega sú, að jökullinn hefði þynnzt á und- anförnum áratugum og vatns- borð Grímsvatna þyrfti því ekki að rísa eins hátt og áður til að vatnið gæti þrengt sér undir ís- inn og niður á Skeiðarársand. \ hlutar vatnsins í Grímsvötnum myndast við bráðnun vegna jarðhitans, en um '4 er leysinga- vatn af yfirborði. Á yfirborði jökulsins er um 300 ferkílómetra svæði, sem flytur vatn til Grímsvatna , sjálf Grímsvötnin eru hins vegar um 30 ferkíló- metrar, en allt jarðhitasvæðið undir jöklinum við Grímsvötn er talið geta verið um 100 ferkíló- metrar að stærð. Því hefur verið haldið fram að Grímsvötn séu stærsta jarðhita- svæði í heimi, en um það sagðist Helgi Björnsson ekkert vilja fullyrða. Við mælingar á jarðhitasvæði Grímsvatna væri hægt að nota tiltölulega einfald- ar og auðveldar aðferðir og sú tala, sem út kæmi, benti til þess að um stærsta jarðhitasvæði í heimi gæti verið að ræða. Hins vegar hefði Yellowstone-jarð- hitasvæðið í Bandaríkjunum verið talið stærsta jarðhitasvæði í heimi til þessa, en við mæl- ingar á því hafa verið notaðar aðrar aðferðir en í Grímsvötnum og einnig á Torfajökulssvæðinu, sem talið hefur verið stærsta jarðhitasvæði hér á landi. Meðan sömu aðferðir væru ekki notaðar við mælingar á stærð og orku þessara svæða sagðist Helgi ekki sjá neinn tilgang í því að bera svæðin saman á þennan hátt. Skaftárhlaup koma úr tveimur sigkötlum í Vatnajökli tíu kíló- metrum norðvestan Grímsvatna, en Skeiðarárhlaup koma hins vegar úr sjálfum Grímsvötnum eins og áður er nefnt. Helgi Björnsson hefur leitt rök að því, að jarðhitinn undir Grímsvötn- um hafi heldur minnkað á síð- ustu áratugum, en á sama tíma hafi hann vaxið undir þessum sigkötlum. Er það nærtæk til- gáta að kvikan, sem er að brjót- ast upp og er aflgjafi Gríms- vatnasvæðisins, hafi nú kvíslast út fyrir það vatnasvæði og kyndi undir þessum sigkötlum í aukn- um mæli. Auk þess að vera mikið jarð- hitasvæði eru Grímsvötnin eitt virkasta eldgosasvæði landsins og hafa gos verið tíð þar, en síð- asta gosið í Grímsvötnum varð árið 1934. Eldgosin koma í lok jökulhlaupanna og það eru því ekki gosin, sem koma hlaupun- um af stað heldur frekar hlaupin sem koma gosunum af stað, eins og dr. Sigurður Þórarinsson hef- ur fjallað um. Að sögn Helga Björnssonar hefur ekkert komið fram enn, sem bendir til þess að eldgos verði í lok hlaupsins. sagði: „Við erum þannig sett- ir núna ad vid þolum ekki mikið meira en þessa skerð- ingu. Ef hún verður meiri þá verðum við hreinlega að loka.“ Ragnar sagði að þessi skerðing væri að vísu ekki eins slæm og í fyrra, en þetta kæmi fyrirtækinu illa. Það væri þó ekki þar með sagt að þetta kæmi sér illa fyrir Alu- suisse eða álmarkaðinn í heimin- um. Jón Sigurðsson sagði lítið hægt að segja um hvort tjón hlytist af skerðingunni fyrr en ljóst væri hverjar markaðsaðstæður yrðu. Hann sagði einnig: „Fram að þessu hefur rafmagnsskömmtun til okkar og markaðsörðugleikar farið saman. Því eru takmörk sett hvað við getum farið langt niður til að reka ofnana í samfellu. Hins vegar hafa Landsvirkjun og ISAL alltaf sætt sig við að við fengjum hlutfallslega meira til að geta haldið þessu gangandi. — Þetta þýðir á þessu stigi eingöngu sam- svarandi minnkun framleiðslunn- ar, en hvort það verður til tjóns ræðst af markaðsaðstæðum." AWACS- flugvél hlekktist á AWACS-ratsjárflugvél varnarliósins hlekktist á í lendingu á Keflavíkur- flugvelli á fóstudagskvöldið. Þrír hjólbaróar sprungu í lendingu og hinn fjórói missti loft. Flugvélin rann fram af brautarcnda og einnig fram af öryggisbraut, sem við tekur. Flugvélin lenti á brautarljósum og brotnuðu þau. Vélin var í gærmorgun dregin inn í flugskýli og skipt um hjólbarða, aðrar skemmdir urðu ekki og er vélin tilbúin til flugs. Enginn slasaðist um borð í vélinni þegar atvikið átti sér stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.