Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRUAR 1982 Guðjón Jónsson, vitavörður Urðavitans Þorbjörns, skimar eftir vita sínum, horfnum af sínum stað. Urdaviti á Heimaey hvarf IÍRÐAVITI austur á Nýjahrauni í Vestmannaeyjum hvarf í óveðrinu um síðustu helgi, en vitinn hefur gengið undir nafninu Þorbjörn frá eldgosinu í Kyjum, en Þorbjörn á Kirkjubæ var helzti bóndi Vest- mannaeyja þegar gosið skall á. Gamli Urðavitinn fór undir hraun á fyrstu dögum eldgossins, en yzt á hömrum nýja hraunsins var reistur annar viti sem þurfti þó að færa fyrir nokkrum árum vegna breytinga á austurhömrun- um. En í fárviðrinu sem gekk yfir um sl. helgi varð vitinn hafinu að bráð og jafnframt gjörbreyttist allt landslag á stóru svæði þarna í veðrahamnum. Verður nú ráð- inn bráður bugur að því að reisa vita á Austurströndinni þarna, því skipaferðir eru tíðar austan við Eyjar. - j jn TT' u Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum fyrir skömmu af Urðavitanum „Tobba“, en hann hvarf í óveðrinu um sl. helgi. Fjögur félög á Vest- fjörðum boða til verk- falls 22. febrúar nk. ísafjörður: Prófkjörslisti sjálf- stæðismanna ákveðinn l.saHrði. II. fi'brúar. í DAG, fimmtudag, gekk uppstill- inganefnd frá framboði sjálfstæð- ismanna vegna sameiginlegs próf- kjörs stjórnmálaflokkanna á Isa- firði, sem haldið verður 27. og 28. febrúar nk. Prófkjörslistinn er fullskipaður með 12 þátttakendum, en kjósend- ur geta bætt inná allt að sex nöfn- um við atkvæðagreiðsluna. Þessir eru á listanum: Anna Pálsdóttir meinatæknir, Árni Sigurðsson rit- stjóri, Brynjólfur Samúelsson byggingameistari, Emma Rafns- dóttir húsmóðir, Geirþrúður Charlesdóttir skrifstofumaður, Guðmundur H. Ingólfsson gjald- keri, Guðmundur Marinósson skrifstofumaður, Hans Georg Bæringsson málarameistari, Ingi- mar Halldórsson framkvæmda- stjóri, Pétur Geir Helgason yfir- fiskmatsmaður, Valgerður Jóns- dóttir kennari og Þórólfur Egils- son rafverktaki. Hinir flokkarnir hafa enn ekki birt prófkjörslista sína, en frest- urinn til þess rennur út að kvöldi föstudagsins 12. febrúar. Úlfar. Lögbannsmálið yar sett í dóm TVÖ verkalýðsfélög á Vestfjörðum, á Isafirði og Suðureyri, hafa boðað til vinnustöðvunar 22. febrúar næstkomandi takist samningar ekki áður. Þá munu verkalýðsfélögin á Bolungarvík og Flateyri hafa ákveð- ið að boða til verkfalls þennan dag, en verkalýðsfélög annars staðar á Vestfjörðum hafa ekki boðað til verkfalls. Félagar í þessum verka- lýðsfélögum starfa flestir við fisk- vinnslu, en þess má geta, að sjó- ________________________________________________________________________ menn vestra styðja þessar aðgerðir „ .{ « ij n , ciTT ■ h i n* <■ ■ ekki. Félög á Vestfjörðum öfluðu sér Eyjólfur lsteld torstjori SH um loðnumarkaðmn 1 Japan: verkfallsheimilda í október og nóv- ember er samningar voru lausir. í gær var haldinn árangurslaus samningafundur Alþýðusambands Vestfjarða og félags vinnuveit- enda undir stjórn Guðlaugs Þor- valdssonar, ríkissáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hef- ur á samningafundum undanfarið einkum verið rætt um samning til þriggja mánaða. Hvorugur aðili hefur gefið eftir á samningafundum undanfarið og þó svo að verið sé að ræða samn- ing til skamms tíma, bendir nú allt til verkfalls á fyrrnefndum stöðum á Vestfjörðum um næstu helgi. Útgerðarmenn á Vestfjörð- um hyggjast láta togarana sigla með aflann komi til verkfalls. MUNNLEGUR rnámutningur fór fram á fimmtudag í löghannsmálinu, sem samgönguráðuneytið höfðaði gegn Bifreiðastöð Steindórs, og var málið sett í dóm. Búist er við dóms- niðurstöðu á mánudag. Viðar Már Matthíasson lögfræðingur flutti mál- ið fyrir hönd núverandi eigenda stöðvarinnar, og Jón Þorsteinsson fyrir ráðuneytið, en hann er einnig lögmaður Bifreiðastjórafélagsins Frama. „Við munum á mánudag af- henda samgönguráðherra undir- skriftalistana, þar sem um 10 þús- und manns lýsa yfir stuðningi við okkur í deilunni við samgöngu- ráðuneytið," sögðu talsmenn bif- reiðastjóra hjá Bifreiðastöð Steindórs í samtali við Morgun- blaðið. Londonfrakt í gegnum Luxemborg SVEINN Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að verkfallsaðgerðir á Heathrow- flugvelli í London, hafi hindrað vöruflutninga hingað til lands und- anfarna daga. — Við höfum sent tvo hlað- menn með vélunum að undan- förnu, en það hefur ekki tekizt að afhlaða vélarnar vegna þess, að þeir sem standa fyrir þessum verkfallsaðgerðum, hafa lagt bíl- um og stórum vinnutækjum fyrir vöruafgreiðslurnar. — Vegna þessa ástands höfum við nú gert ráðstafanir til að senda þær vörur sem bíða í gegn- um Luxemborg. Vörurnar eru fluttar á stórum flutningabílum yfir til Luxemborgar og ég á von á því, að allar vörur, sem bíða komi hingað til lands um helgina, sagði Sveinn Sæmundsson ennfremur. Aðspurður sagði Sveinn, að ef framhald yrði á þessum aðgerð- um, yrði vöruflutningunum beint í gegnum Luxemborg. Kváðust þeir verða varir við mikinn stuðning almennings við málstað sinn, þessar tíu þúsund undirskriftir hefðu komið á ör- stuttum tíma, og alveg án allrar skipulegrar vinnu við söfnun þeirra. Kleppsspítali og Kópavogshæli: Um 200 manna hópur ekki mætt í vinnu síðustu daga ALLT ER enn við það sama í deilu ófaglærðs starfsfólks á Kleppsspít- ala og Kópavogshæli við ríkið, en á hádegi á fimmtudag yfirgaf um 200 manna hópur á þessum stöðum vinnustaði sína og ætlar ekki að mæta til vinnu fyrr en samningar hafa tekizt. Verkfall þetta er ólög- legt. , I gær voru um 20 ófaglærðir starfsmenn við vinnu á Klepps- spítala, en enginn þeirra lýsti yfir stuðningi við þessar aðgerðir með undirskrift eins og 100 vinnufélag- ar þeirra gerðu. Á Kópavogshæli mætti hluti starfsmanna til vinnu í gær, en þar rituðu 104 undir stuðningsyfirlýsingu við þessar aðgerðir. Patreksfjörður: Sameiginlegt prófkjör Patrvksfírði. 12. febrúar. ÁKVEÐIÐ hefur verið sameiginlegt prófkjör Sjálfstæðisflokksins, Al- þýðuflokksins og Framsóknar flokksins hér á Patreksfirði. Verður það hinn 14. marz næstkomandi. Alþýðubandalaginu var enn- fremur boðin þátttaka í sameig- inlegu prófkjöri, en því var hafnað af forvígismönnum þess. — Pá|| „Veiðibannið hér kemur í veg fyrir sölu á miklu magni af hrognum og frystri loðnu“ Refur í heimsókn líoriííirci rum. \-K.vjiirjalliihrcppi, 12. folir. OSKEMMTILEGUR gestur, refur, var aó sniglasl hér við hæinn á dög- unum. Aðeins einu sinni áður hefur refur sést hér á slóðum. Þar var fyrir mörgum árum og var hann að velli lagður. Sigurður Sigmundsson, verk- stjóri hjá Rafveitunni, sá refinn við veginn fyrir ofan Hólmsbæi og stefndi hann í suður í átt að Borgareyrum. Jörð var auð og því ekki hægt að rekja slóð hans. Rebbi sleppur því væntanlega í þetta skipti. Misveðrasamt hefur verið hér í vetur, austan rok eða suðvestan éljagangur. Þó hafa komið hér margir góðir dagar í vetur. — Markús „ÞAÐ ER mikil eftirspurn eftir frystri loðnu og loðnuhrognum í Jap- an um þessar mundir og hefur verð hækkað frá í fyrra. Það er einfald- lega veiðibannið hér heima, sem kemur í veg fyrir að við seljum mik- ið magn af þessum afurðum til Jap- ans í vetur. Hins vegar er rætt um að Japanir kaupi 500 tonn af frystum þroskhrognum frá íslandi í vetur,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í samtali við Morgunblaðið, en hann er nú nýkominn heim frá Jap- an, eftir að hafa rætt við kaupendur þar um kaup á loðnu og loðnuhrogn- um frá íslandi. „Ég var langt kominn með að gera samning við Japanina, þegar mér bárust fréttir um ástand loðnustofnsins og því þurfti ég að hætta við samningsgerðina, en málin standa þannig að Japanir viija eindregið gera við okkur samning um kaup. Að vísu eiga einhverjir bátar eftir að fiska ör- lítið af því, sem þeim er heimilt og hafa eigendur þeirra skipa áhuga á að frysta loðnuna og. selja til Japans. Það er mjög slæmt ef engin loðnuhrogn verða fryst hérlendis í vetur, því þá förum við illa með kaupendur og neytendur í Japan. Hrognin fara í verksmiðjur í Jap- an og ef þær fá ekki hrogn til að vinna úr, er um rothögg fyrir Jap- ani að ræða.Norðmenn geta að vísu komið þarna til bjargar að einhverju leyti, en engu að síður er þetta mjög slæmt fyrir okkur, ekki síst þar sem markaður í Jap- an fyrir loðnuhrogn og einnig frysta loðnu fer vaxandi," sagði Eyjólfur ísfeld. Eins og Morgunblaðið skýrði frá, þá hefur tonnið á frystri loðnu í Japan hækkað úr 1275 dollurum í 1375 dollara frá því í fyrra. Að sögn Eyjólfs ísfeld, ræddi hann við Japani um kaup á öðrum sjávarafurðum frá Islandi, en það sem kemur í veg fyrir frekari kaup Japana á íslenzkum sjávarafurð- um er hinn hái flutningskostnaður tii Japan frá íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.