Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 3

Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 3 Símabilun í Sundahöfn orsakaði útkall slökkviliðsins Allt slökkvilið Reykjavíkur á vakt um miðjan dag í gær var kallað inn í Sundahöfn, en þegar þangað kom reyndist engin hætta á ferðum. Símamenn unnu að breytingum á símakerfi á svæðinu og varð samsláttur sem gerði það að verkum að sjálfvirkt boðunarkerfi kallaði á slökkviliðið, en sérstök lína á svæðinu er tengd slökkvistöðinni. ijósm. ól.K.M. Saudárkrókur: Kaupfélagið yfirtek- ur plastverksmiðju KAUPFÉLAG Skagfirðinga yfirtók nýverið plastverksmiðju á Sauðár króki. Keypti kaupfélagið bæði hús- næði, vélar og tæki af Braga Þ. Sig- urðssyni á Sauðárkróki og hóf rekst- ur verksmiðjunnar um síðustu ára- mót. Plastverksmiðjan hefur starfað lengi og framleitt allar gerðir af einangrunarplasti. Hún er eina verksmiðjan sinnar tegundar á Norðurlandi vestra og hefur selt framleiðsluvöru sína að stærstum hluta á svæðinu frá Siglufirði og vestur í Hrútafjörð. Listahátíð: Nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson frumsýnt KJARTAN Ragnarsson, leikritahöf- undur, er um þessar mundir að ganga frá handriti að nýju leikverki sem verður sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur á Listahátíð í sumar. Verkið, scm nefnsit „Skilnaður" er nútímaverk með sex pcrsónum og er það skrifað fyrir hringleiksvið. V’erð- ur þá leiksviðið í miðjum sal í Iðnó, en áhorfendabekkir í kring, svo framarlega sem unnt reynist að lcysa ýmis tæknileg vandamál í því sambandi. „Ég setti þetta verk saman á þennan hátt, vegna þess að þrengslin á sviðinu í Iðnó voru farin að ofbjóða mér, en vissulega er erfitt að breyta svoha löguðu á venjulegum sýningum m.a. vegna fastagesta. Þess vegna þótti mér að á Listahátíð gæfist gott tæki- færi til að reyna þetta hring- leiksvið," sagði Kjartan í samtali við blm. Mbl. í gær. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgarspítalans: 73 milljóna kr. halli á rekstri sjúkra- húsa annarra en ríkisspítalanna Gæti numið allt að 200 milljónum á árinu fáist ekki 12,5% hækkun daggjalda og útvegun fjármagns til greiðslu skulda „NÚ ER að meðaltali um 12,5% og samsvarar það nú um 73 halli á rekstri sjúkrahúsa á land- inu annarra en ríkisspítalanna Sumarbústaðir BSRB: Lægsta tilboð á 8,2 millj. - hæsta á 15,7 - Húsasmiðjan með lægsta tilboðið í GÆR voru opnuð tilboð í 30 sumarbústaði, sem Bandalag starfs- manna rfkis og bæja hyggst láta reista að Stóru Skógum og Eiðum. Alls bárust 26 tilboð í verkið. Húsa- smiðjan hf. á lægsta tilboðið í verkið og hljóðar það upp á 8,2 milljónir króna. Hæsta tilboð hljóðar upp á 15,7 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 9,5 milljónir króna og lét BSRB gera teikningar að sumarbústöð- um. Alls verða 15 sumarbústaðir reistir að Stóru Skógum og 15 að Eiðum. milljónum króna. Þessi halla- rekstur stafar fyrst og fremst af vanmati stjórnvalda á dýrtíðinni en ekki auknum rekstri sjúkra- húsanna. Daggjaldanefnd gerði það að tillögu sinni um áramótin að daggjöld hækkuðu um 12,5%, en því hafnaði ríkisstjórnin og veitti 1,1% hækkun. Auk þessa lækkaði aukadag- gjald, sem notað er til viðhalds og tækjakaupa, um 35% frá og með áramótum. Því er svo komið að óviðunandi ástand ríkir í þessum málum og fáist ekki hækkun á ár- inu má reikna með að heildarhall- inn á árinu verði nálægt 200 millj- ónum,“ sagði Haukur Benedikts- son, framkvæmdastjóri Borgar- spítalans, í samtali við Morgun- blaðið. Að sögn Hauks var stjórnvöld- um gerð grein fyrir ástandinu á fundi Landsambands sjúkrahúsa, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag og skýringa óskað á synjun á síðustu hækkunarum- sókn. Var því lofað þar að stjórn- völd myndu fjalla um málið fljót- lega. Haukur sagði ennfremur, að aðeins væri um tvennt að velja hvað varðaði lausn vandans, ann- ars vegar þyrfti að koma til hækk- un daggjalda um 12,5% og útveg- un fjármagns til greiðslu rekstr- arhallans og hins vegar að rekstur sjúkrahúsanna yrði dreginn sam- an um 10%. Það þýddi lokun sjúkrarúma og uppsagnir hundr- uða starfsfólks og væri það vissu- lega mjög slæmur kostur. Það væri mjög brýnt að lausn fengist sem fyrst því mikið af skuldum sjúkrahúsanna væri á hæztu vöxt- um hjá viðskiptabönkunum og hækkaði því upphæðin dag frá degi. Akraborg siglir á ný LOKIÐ er viðgerð á Akranesferj- unni og átti skipið að hefja ferðir aftur nú í morgun samkvæmt sinni vetraráætlun. Vegna viðgerðar á bíla- brúnni hér í Reykjavík, sem ekki mun verða lokið fyrr en á mánudag eða þriðjudagskvöld getur skipið ekki tekið nema 10 bíla í ferð meðan á þessari við- gerð stendur. Deila hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar: Sáttatillaga lögð fram á sunnudag SATTANEFND leggur á sunnudag fram sáttatillögu í kjaradeilu Keykja- víkurborgar og hjúkrunarfræðinga á Borgarspítalanum. Á sameiginlegum fundi sátta- nefndar með deiluaðilum á sunnu- dag verður einnig tilkynnt frestun á verkfalli, en sáttasemjari hefur lög- um samkvæmt heimild til að fresta boðuðu verkfalli um allt að fimmtán daga. Noti hann allan frestinn kem- ur verkfall til framkvæmda 7. marz verði sáttatillagan ekki samþykkt eða samningar gerðir áður. Þá verð- ur á sunnudag tilkynnt hvaða daga atkvæði verða greidd um sáttatillög- una og hvenær atkvæði verða greidd. Staða hagsýslustjóra: Magnús Péturs- son eini um- sækjandinn EIN UMSÓKN barst um stöðu hag- sýslustjóra, en umsóknarfrestur rann út 10. febrúar sl. Umsóknin er frá Magnúsi Péturssyni, sem nú er settur hagsýslustjóri. Fjármálaráðherra veitir stöðu hagsýslustjóra og í viðtali við hann í gær, sagðist hann væntanlega ganga frá stöðuveitingunni fljótlega í næstu viku. Hann sagði einnig, að sér væri ekki kunnugt um fleiri um- sóknir en þessa einu, og því væru yfirgnæfandi líkur á að Magnús fengi stöðuna. Páskaferð til Mexicó Brottför 3. apríl — 17. dagar. Örugg sólskinsparadís, fagurt landslag og framandi þjóðlíf. Aörir brottfarardagar meö islenskum fararstjóra: 20. marz, 1. maí og 15. maí. Athugið — hagstæð greiöslukjör. MALLORKA: Glaesileg gistiaðstaða í ibúöum og smáhýsum (bungalows). Viku- legar brottfarir. KORSÍKA: Undurfögur sumarleyfisparadís. Góö gisting í smáhýsum alveg viö strönd. Vikulegar brottfarir. RHODOS: Þessi gríska ævintýraeyja er rómuð fyrir náttúrufegurö. Góö gisting í íbúðum og hótelum. PARÍS: Vikulegar Brottfarir frá 12. júní. AMSTERDAM: Vikurlegar brottfarir frá 28.maí. Miklir ferðamöguleikar. ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA: Við veitum alla almenna þjónustu við ferðamenn — útgáfa flugfarseðla um allan heim — útvegum gistingu og aðra þjón- ustu, sem óskað er eftir. VERÐLISTAR FYRIRLIGGJANDI. Feröaskrifstofan Laugavegi ,, 101 Reykjavík, Simi: 28633

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.