Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 8

Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 jffleöður á morgun Á Bibiiudaginn veröur til styrktar starfi Hins ísl. Biblíufélags tekið á móti gjöfum viö allar guösþjónustur í kirkjum landsins (og næstu sunnudaga í kirkjum, þar sem ekki er messaö á Biblíudag- inn) svo og á samkomum kristilegu félaganna. Heitið er á lands- menn að styðja og styrkja hið þýöingarmikla starf Biblíufélagsins. DOMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 2 Einar Birnir framkv.s. prédikar, Ingveldur Hjaltested syngur ein- söng. Foreldrar fermingarbarna flytja bæn og ritningartexta. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Kl. 3 hefst kaffisala Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar á Hótel Loftleiöum. Strætisvagn fer þangað frá Dóm- kirkjunni aö messu lokinni. LANDAKOTSSPÍT ALI: Messa kl. 10. Organleikari Birgir Ás. Guð- mundsson. Sr. Þórir Stephensen. ARBÆ JARPREST AK ALL: Barna- samkoma í Safnaöarheimili Árbæj- arsóknar kl. 10.30 árdegis. Guðs- þjónusta í Safnaöarheimilinu kl. 2. Biblíudagurinn. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa aö Norð- urbrún 1, kl. 2. Aðalfundur Hins ísl. Biblíufélags eftir guðsþjónustuna. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Barnasamkoma kl. 11 árdegis. Messa kl. 14 í Breiöholtsskóla. Bibliudagurinn. Sr. Lárus Halldórs- son. BUSTADAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmunds- son. Æskulýösfélagsfundur mánu- dag. Félagsstarf aldraöra á mið- vikudag milli kl. 2 og 5. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur. DIGRANESPRESTAK ALL: Barna- samkoma i Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Þorsteinn Björnsson. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h. Sunnu- dagur: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 f.h. Guösþjónusta í Safnað- arheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Samkoma nk. þriðjudagskvöld í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Fræðslukvöld mánudag kl. 20.30. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11, biskup íslands hr. Pétur Sigur- geirsson prédikar, sr. Karl Sigur- björnsson þjónar fyrir altari. Messa kl. 2 fyrir heyrnarlausa og aöstand- endur þeirra. Sr. Myako Þórðar- son. Þriðjudagur 16. febr. kl. 10.30 Guðspjall dagsins: Lúk. 8.: Ferns konar sáðjörð. BIBLÍUDAGUR1982 sunnudagur 14.febrúar fyrirbænaguösþjónusta, beðið fyrir sjúkum. Kirkjuskóli barnanna á laugardag kl. 2 í gömlu kirkjunni. LANDSPITALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kr. 2. Sr. Arngrímur Jóns- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Kársnesskóla kl. 11 ár- degis. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur Sigurður Sigurgeirsson, myndir. Guðsþjónusta kl. 2. Biblíudagurinn. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guö- jónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Biblíu- dagurinn. Þriðjudagur 16. febrúar, bænaguösþjónusta kl. 18. Æsku- lýðsfundur kl. 20.30. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Laugard. 13. febr.: Samverustund aldraðra kl. 15. Árni Böðvarsson cand.mag. sér um efni og sýndar veröa litskyggnur úr rétt- arferöinni sl. haust. Sunnudagur 14. febr.: Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi. Þriöjud. 16. febr.: Æskulýðsfundur kl. 20. Miðvikud. 17. febr. Fyrir- bænamessa kl. 18.15. Beöiö fyrir sjúkum. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barna- guösþjónusta að Seljabraut 54 kl. 10.30. Guösþjónusta Ölduselsskóla kl. 14. Helgi Elíasson, bankastj. for- seti Landssambands Gideonfélaga prédikar. Að lokinni guösþjónustu verður opnuð sýning á Biblíum og biblíuritum í nýjum Safnaöarsal að Tindaseli 3. Verður hún opin til kl. 19. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barna- samkoma kl. 11 í félagsheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2, organleikari Sigurður ísólfs- son, prestur sr. Krlstján Róberts- son. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkoma kl. 20.30. Lilja Krist- jánsdóttir talar. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Fjölbreytt dagskrá og fórn til Biblíufélagsins. Einar J. Gíslason. DÓMKIRKJA Krists Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laug- ardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. KIRKJA ÓHÁDA SAFNADARINS: Messa kl. 2 síödegis. Sr. Árelius Níelsson predikar. Safnaðarbörn. NÝJA POSTULAKIRKJAN Háaleit- isbr. 58: Sérstök messa kl. 11 og kl. 17. Gene Storer frá Kanada talar. KIRKJA JESU Krists hinna síðari daga heilögu, Skólavöröust. 46: Sakramentissamkoma kl. 14. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- messa í Lágafellskirkju kl. 11 árd. Almenn guðsþjónusta í Mosfells- kirkju kl. 14. Sóknarprestur. GARDASÓKN: Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli kl. 11 árd. Sr. Bragi Friðriksson. BESSASTAOAKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Nemendur úr Álftanesskóla taka þátt í athöfninni. Stjórnandi og organisti Ólafur Ólafsson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síöd. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Guösþjónusta kl. 14. Sjá Bessastaöakirkja. Sr. Sig. H. Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 14. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN j HAFNARFIRDI: Barnatiminn kl. 10.30, fyrir unga sem aldna. Guösþjónusta kl. 14. Bibliudagsins minnst. Fundur ferm- ingarbarna i Víöisstaöaskóla á laugardag kl. 14. Sóknarnefndin. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. INNRI- NJARÐVÍKURKIRK JA: Barnaguösþjónusta kl. 11 árd. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRK JA: Messa kl. 14. Kynning á nýju Biblíuútgáfunni. Sýniseintök lögö fram. Kaffisala systrafélagsins í safnaöarsal meðan á sýningunni stendur. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 14. Síöasta samkoma kristni- boðsvikunnar kl. 20.30. Sóknar- prestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KIRK JUVOGSKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. ÞORLÁKSHÖFN: Messa í skólan- um kl. 2 síðd. Sr. Tómas Guð- mundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest- ur. HEILSUHÆLI NLFÍ, Hveragerði: Messa kl. 10.45 árd. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRK JA: Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Björn Jónsson. Til hamingju, siglingamálastjóri Kejrlurnar um Sigmund.sbúnaðinn fæddar med tangarsókn Frá fundi um öryggismál sjómanna í Eyjum í vertíðarbyrjun. Ljósm. Sigurgeir Eftir Arna Johnsen Gamansemi Hjálmars R. Bárð- arsonar siglingamálastjóra, ríður ekki við einteyming þegar honum dettur í hug að kalla það „viður- kenningu á minni sögufölsun" að upplýsa hann um upphaf sögu gúmmíbjörgunarbáta á íslenzkum fiskiskipum eins og ástaeða var til vegna vanþekkingar hans í þeim efnum, en í því efni ætti siglinga- málastjóri ekki að þurfa að ganga í vatnið oftar. Að skjóta sér undan ábyrgð í langhundum siglingamálastjóra í Morgunblaðinu að undanförnu hefur hann sífellt reynt að koma dragbítsnafni yfir á Ólaf T. Sveinsson fyrrverandi skipaskoðun- arstjóra. Er það með eindæmum lúalegt af siglingamálastjóra að skjóta sér á bak við látinn heið- ursmann og skella á hann allri skuld sem um er fjallað í ritdeilu okkar Hjálmars. Hjálmar má skammast sín fyrir þessa aðferð. Ég leiðrétti hins vegar sjálfur rang- færslur Hjálmars um þátt Ólafs heitins i gúmmíbátamálinu en Hjálmar hafði verið siglingamála- stjóri í 4 ár áður en reglurnar kom- ust í gegn. Hjálmar vill ekki skilja að það er hann sjálfur sem hefur verið aðal dragbíturinn í þeim fáu þáttum starfs Siglingamálastofn- unar, sem ég hef gagnrýnt og þar með tekið undir sjónarmið harð- sækinna baráttumanna um örygg- ismál sjómanna eins og þeirra Sig- urgeirs Ólafssonar skipstjóra, Frið- riks Asmundssonar skólastjóra og Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar stýrimanns. Sambandsleysi siglingamálastjóra Þegar við siglingamálastjóri hitt- umst í Vestmannaeyjum í byrjun janúar, hof hann, að loknum lestri fyrstu greinar minnar þann dag, mál sitt á því að hann vildi semja um frið við mig, ég þyrfti að hjálpa honum, hann væri sambandslaus við fjölmiðla og hefði enga peninga. Ég kvaðst að sjálfsögðu allur af vilja gerður en þegar til kom átti samningurinn að byggjast á því að ég tæki allt aftur sem ég hefði sagt. Það var því miður ekki hægt, rökin lágu á borðinu, enda hefur enginn treyst sér til að taka upp málstað siglingamálastjóra í þessum atrið- um þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans að undanförnu til að fá menn til þess að svara greinum mínum. Sá vondi og hinn góði Ég virði siglingamálastjóra það til vorkunnar að hann hefur í grein- um sínum reynt að snúa út úr þeim staðreyndum sem ég hef lagt á borðið. Hann reynir að krafsa í bakkann með því að klifa sýknt og heilagt á því að ég sé vondi maður- inn sem sé að koma illu orði á góða manninn. Það er illur kækur hjá siglingamálastjóra að lúta ekki rök- um, en þrýstingurinn í þessu máli hefur komið góðu til leiðar og því þoli ég mæta vel að vera kallaður vondur maður þótt rökin fyrir því hjá „stjóra" séu ekkert nema blað- ur. Skjót viðbrögð svo undrum sætir Nú er nefnilega sú stund upp runnin að það er ástæða til þess að óska Hjálmari R. Bárðarsyni sigl- ingamálastjóra til hamingju með vinnubrögðin og það svo skjót viðbrögð- og afgreiðslu að undrum hefur sætt hjá þeim sem gerst þekkja til í starfshraða Sigiinga- málastofnunar. Siglingamálastjóri gafst upp á því að berja höfðinu við steininn og fór að ráðum samstarfsmanna sinna, að eina ráðið til þess að losna út úr þessu „óþægilega“ máli væri að afgreiða strax reglur um Sig- mundsgálgann og annan búnað í ör- yggisþáttum Sigmunds. Því varð um kúvendingu að ræða hjá sigl- ingamálastjóra. Hann hafði ætlað að láta viðurkenningu duga í nokk- ur ár en reglurnar eru það sem skipta öllu máli í framkvæmdinni. Með gagnrýni opinberlega af hálfu ýmissa baráttumanna í öryggismál- um sjómanna var siglingamála- stjóri ræstur all harkalega og ekki fór hann úr koju með góðu. Á Vest- mannaeyjafundinum í janúarbyrj- un um öryggismál sjómanna eru á annað hundrað sjómenn til vitnis um það að siglingamálastjóri vildi ekkert tjá sig um það hvenær regl- ur um losunarbúnað björgunarbáta yrðu settar og taldi ómögulegt að segja til um hvort það yrði yfirleitt gert á næstu árum, því það þyrfi að fá reynslu á þennan búnað. Menn undruðust að sjálfsögðu að það þyrfti að bíða eftir slysi til þess að taka afstöðu til búnaðarins sem þá var kominn í allan þorra skipa Eyjaflotans, en nokkrum vikum síð- ar þegar að þessari skoðun siglinga- málastjóra var fundið á Alþingi í ræðu Péturs Sigurðssonar, þá sá siglingamálastjóri sitt óvænna og kvaðst hafa meint að það hefði þurft að koma reynsla á uppsetn- ingu búnaðarins. Hann vissi þó mæta vel að snemma á síðasta ári var byrjað að setja búnaðinn í Eyjaflotann. í brimgarði slaks málstaðar En sem betur fer þoldi siglinga- málastjórl ekki þrýstinginn, sila- gangurinn varð að víkja þegar flækjan magnaðist og að honum var sótt á síðustu vikum með rökum að vopni. Siglingamálastjóri var því kominn með „skip“ sitt inn í hættu- legan brimgarð á fullu vélarafli en þá fyrst lét hann þvermóðskuna sigla lönd og leið og hann lét drífa í að semja reglurnar í einum hvelli þótt hann hafi marglýst því yfir áð- ur að það yrði aðeins gert á löngum tíma eftir mikla reynslu. Þótti sá málflutningur með ólíkindum vegna einfalds búnaðar, sem veldur þó byltingu og á eftir að bjarga ótöldum mannslífum bæði hér heima og erlendis þar sem þessi búnaður hlýtur að verða tekinn upp og þá væntanlega eftir kynningu siglingamálastjóra á þeim vett- vangi. Kúvending siglingamálastjóra Um síðustu mánaðamót höfðu starfsmenn siglingamálastjóra samið á hálfum mánuði reglur um losunarbúnað Sigmunds, Sig- mundsgálgann, Sigmundspallinn og fleiri atriði og siglingamálastjóri var þá orðinn svo eitilharður í trúnni að hann bætti um betur og lætur reglurnar krefjast búnaðar- ins á alla björgunarbáta í stærri skipum, þótt ekki hafi verið reiknað með því í reglunum sem hann fékk í hendur frá starfsmönnum sínum. Hann hefur nú sent ráðherra regl- urnar til afgreiðslu. Ég undirstrika að allt sem ég hef skrifað um þetta mál, eru stað- reyndir og samkvæmt öruggum sögulegum heimildum, hinu hef ég sleppt þótt siglingamálastjóri hafi í ritdeilu okkar látið vaða á súðum loðinmollulegs orðalags í frétta- bréfum sínum, sem er allt annað en reglur sem fara ber eftir. Siglinga- málastjóri þekkir auðvitað stað- reyndirnar af eigin raun þótt hann hafi reynt að láta pusa yfir þær til þess að verja hægaganginn. Grand- vörum manni eins og honum hlýtur að hafa sárnað orðalagið sem stað- reyndunum var fleytt á, og harma ég ef það hefur valdið honum per- sónulegum sárindum, en siglinga- málastjóri á að geta staðið undir gagnrýni og það á að kalla hlutina því sem þeir heita. Þetta var ekki eltingarleikur við sál siglingamála- stjóra, heldur barátta fyrir auknu öryggi sjómanna og fyrir hönd þeirra sjómanna sem ég mæli fyrir óska ég siglingamálastjóra farsæld- ar í starfi. Starfsmenn Siglinga- málastofnunar hafa staðfest við mig að þessar opinberu umræður um losunarbúnaðinn hafi tvímæla- laust flýtt fyrir afgreiðslu hans, lík- lega svo nemur árum, og hvað er annað en eðlilegt að ræða um og gagnrýna opinberlega öryggisatriði sem varða líf manna í starfi. Það má rekja sjóslysin þar sem erfið- leikar í losun gúmmíbjörgunarbáta hafa kostað mannslíf, þau síðustu borðliggjandi eru Þernuslysið við Stokkseyri og Verslysið við Vest- mannaeyjar. Vegna frumkvæðis baráttumanna í öryggismálum sjó- manna, uppfinningar Sigmunds Jó- hannssonar og undirtekta siglinga- málastjóra eftir að hann var ræstur út, sér nú hilla undir snarlega framkvæmd þessa máls að lokinni afgreiðslu Steingríms Hermanns- sonar ráðherra, en hennar mun vart lengi að bíða. Útvegsbændur í Eyjum hafa þegar látið setja losun- arbúnaðinn í skip sín samkvæmt reglum siglingamálanefndar Vest- mannaeyja, nú koma önnur skip landsmanna á eftir og samkvæmt reglum siglingamálastjóra lýkur verkinu á næsta ári. Þökk sé þeim sem hlut áttu að máli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.