Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 14

Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 HLAÐVARPINN Umsjón Bragi Óskarsson Skjaldhamrar á fjölunum í Sogn og Fjordane Teater: Hefur hlotið góða dóma í norskum blöðum - besta uppfærslan sem ég hef séð, segir Jónas Árnason Að undanfornu hefur leikrit Jónasar Arnasonar „Skjald- hamrar“ verið sýnt í Sogn og Fjordane Teater í Noregi og er skemmst frá því að segja að leik- ritið virðist hafa gert mikla lukku í menningarlífinu þar. Lofsamlegar umsagnir um leik- ritið hafa birst í stórblöðum þeirra Norðmanna og er með- fylgjandi mynd tekin úr „Aften- posten“ þar sem lofsamlega er fjallað um leikritið. í „Fridapost- en“ segir m.a. um Skjaldhamra: „I>rátt fyrir að hér sé um gam- anleik að ræða er grunnt á alvör unni. I’annig á góður gamanleik- ur að vera. Við spáum því að þetta leikrit falli leikhúsgestum vel í geð. I»arna er á ferðinni ekta íslenzk fyndni og Norð- menn munu vissulega vera með á nótunum ...“ í samtali við Morgunblaðið sagði Jónas Arnason að hann væri mjög ánægður með upp- færslu Skjaldhamra í Sogn og Fjordanne Teater og væri upp- færslan þar sú bezta sem hann hefði séð til þessa. Þess má geta að lokum að nú er verið að æfa Skjalflhamra [ Logalandi, Reykholtsdal, og einnig austur á Kirkjubæjar- klaustri. Frá sýningu Sogn og Fjordane Teater á Skjaldhömrum. Myndin er tekin úr Aftenposten. Hér var hanskabúð í síðasta Hlaðvarpa birtist með- fylgjandi mynd úr Austurstræti á fyrstu áratugum aldarinnar og var þá varpað fram fyrirspurn til lesenda um það, hvaða hönd það væri er sæ- ist efst til hægri. Nú hefur borist svar við fyrir- spurninni. Magnús Þorgeirsson í PFAFF hafði samband við aðal- ritstjórnarskrifstofur Hlaðvarp- ans og kvaðst telja að hér væri um að ræða sérkennilegt skilti, eða skreytingu sem hékk utan á hús- inu númer fimm við Austurstræti á sínum tíma, en þar stendur nú Búnaðarbankinn. Að sögn Magnúsar var í þessu húsi starfrækt hanskaverslun og hefur höndin því haft skýrt og táknrænt gildi fyrir verslunina. Taldi Magnús að verslunin hefði verið við lýði allt fram um 1930 og hefði hún verið rekin af „Rikku“ Finsen. Hlaðvarpinn þakkar Magnúsi kærlega greinargóðar upplýsingar. Af almennum sveitarfundi í Lýtingsstaðahreppi: Kveðið um Blönduvirkjun Hlaðvarpanum hafa horist eftirfarandi tækifærisvísur frá Sauðárkróki. Að sögn heimildarmanns Hlaðvarpans var á almennum sveitarfundi í Lýtings- staðahreppi 14. desember sl. rætt um virkjun Blöndu. Björn Egilsson, Sveinsstöðum, flutti þar ræðu og vitnaði í hina heilögu skrift: „Allt hold er gras.“ I>á kvað Jóhann Guðmundsson bóndi í Stapa: llcidarlöndin hljóla aó rýrna, hagabcit á snöpum naumum. Kflaust mun þó huldið hýrna, af háspcnnu frá Blöndustraumum. Síðar á sama fundi kvað Guðrún Eiríksdóttir í Villinganesi: Kitthvað mun nú oiga að gera eflir fréttum nú í haust. Mér finnst Klanda verðug vera að virkja hana lafarlausl. Úr vísnakompu Sigurð- ar í Norræna húsinu Úr vísnakompu Sigurdar hét dagskrá sem var flutt í Norræna húsinu tvívegis sl. sunnudag og var þar um að ræða 20 texta sem dr. Sigurður Þórarinsson prófessor hefur gert á undan- (ornum áratugum við erlend og innlend vinsæl lög; en erlendu lögin eru úr nær öllum heimsálf- um. Sigurður Þórarinsson hefur gert fjölmarga texta sem hafa farið eins og eldur í sinu um landið og smollið í hóp vinsæl- ustu dægurlaga. Má þar nefna Maríu, Maríu, Svífur yfir Esj- unni og fyrsta texta Sigurðar: Að lífið sé skjáifandi lítið gras og fleiri og fleiri, en ails hefur dr. Sigurður gert um 50 texta svo vitað sé, en það er langt frá því að það liggi Ijóst fyrir, því Sigurður hefur gert flcsta text- ana í sambandi við ferðir jökla- rannsóknamanna og ósjaldan hurfu textarnir út í veður og vind að loknu tilefninu sem gaf þá af sér. Á dagskránni í Norræna húsinu sem var fjölsótt flutti Gylfi Þ. Gíslason tölu og kvað dr. Sigurð ekki aðeins heims- kunnan vísindamann í fagi sínu, heldur væri hann lista- maður í textasmíð sinni og hefði veitt ótöldum fjölda Is- lendinga mikla ánægju með því verki sínu. Af þeim tuttugu textum, sem fluttir voru ur vísna- kompu Sigurðar, voru nokkrir lítt þekktir og reyndar var lögð áherzla á það í smíði dagskrárinnar að kynna frem- ur lítið þekkta texta. Voru þeir við lög eftir Taube, Bellman, Sigurð Þórarinsson og Offenbach, en einnig voru lög frá Englandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Mið-Amer- íku, íslandi, Danmörku og Japan. Flytjendur voru auk Sigurð- ar Þórarinssonar, sem söng lagið Yfir græði og grundu, Árni Björnsson, Erna Ingv- arsdóttir, Eyþór Einarsson, Gísli Helgason, Gunnar Gutt- ormsson, Margrét Gunnars- dóttir, Elías Davíðsson, Gerð- ur Gunnarsdóttir, Pétur Jónasson, Örnólfur Krist- jánsson og Sigrún Jóhannes- dóttir fiðlari. I)r. Sigurður raular Yfir græði og grundu. Flytjendur taka lagið í samsöng í lok tónleikanna, en þá var Vorkvöld í Reykjavík rifjað upp. Frá vinstri: Gísli, Pétur, Árni, Gerður, Sigrún, Erna, Margrét, Örnólfur, dr. Sigurður, Gunnar, Eyþór og Elías.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.