Morgunblaðið - 13.02.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
úi
Rb - ^ JMf m i
W "‘, x M wÍSgQBt MeI
01 j. p - \ i *X
Moðfylgjandi mynd er af leikhópnum sem sýndi Slettirekuna í Broddanesskóla. Talið frá vinstri: Indridi
Sigmundsson Ijósameistqri, Kristján Garðarsson sýningarstjóri og áminnari, Gísli Kjartansson, Jón Hákonar-
son, Jóna' l>órdardóttir, Torfi Halldórsson adstoðarmaður leikstjóra, Guðjón Jónsson, Guómundur þórðarson.
Nedri röð, sitjandi: Steinunn Hákonardóttir, Guðfinna Magnúsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Matthías Lýðsson og
Sigmundur Jóhann Sigurðsson. Á myndina vantar Jón Halldórsson aðstoðarmann leikstjóra og Signýju Sig-
mundsdóttur sem sá um búninga.
_ r
Leikfélagið Elding, Ospakseyrar- og Fellshreppi:
Sakamálaleikrit-
ið Slettirekan
- væntanlega sýnt aftur eftir sauðburð f vor
Párað í hasti kl. 5.45 aðfara-
nótt 7. feb. 1982 í Reykjavík.
Ileill og sæll blaðamaður.
Ég er á förum kl. 8.00 fh. þ.e.
a.s. eftir tæpa tvo klukkutíma —
til Búðardals.
Trúlega furðuleg byrjun á
frétt.
Frétt — hvað er það? Datt ein-
hver í stiga? Er hálka á Hring-
brautinni? Er e.t.v. 7 mm nýfall-
in mjöll á 7 bílum á Vesturgötu?
Hver veit? Ekki ég. Hvaða ég?
Ég heiti Guðfinna Margrét
Óskarsdóttir og er frá ísafirði.
Ég hef í desember og janúar
leikstýrt norður í Strandasýslu
eitt stykki leikréti, Slettirek-
unni. Og mér finnst það frétt. —*
Mér finnst það verulegt frétta-
efni hvernig slíkt og þvílíkt get-
ur átt sér stað, þarna í fámennri
sveit þar sem þrír hreppar taka
sig saman og fjallvegur skilur þá
að, — á þessum árstíma.
Engu að síður gerðist það og
tókst — tókst meira að segja
all-þokkalega. Þess vegna vil ég,
skal mér, takast að duga, þó ekki
sé nema örfáar mínútur í viðbót,
til að reyna að koma á framfæri
örfáum atriðum viðvíkjandi all-
merkilegri frétt — að vísu utan
af landi.
Enginn dó — enginn slasaðist
— enginn vann neina hetjudáð
þ.e.a.s. á heimamannavísu. Þau
mjóikuðu, gáfu, lagfærðu, gáfu
aftur, mjólkuðu aftur, k.vsstu
foreldra, maka og börn og
skelltu sér á leikæfingu sem
e.t.v. tók 12 tíma að meðtöldum
ferðalögum, byrjuðu síðan strax
á rúgbrauðsgerð, rennilásasaum
eða jeppaviðgerð eða ... Síðan
mjólkuðu þau, gáfu fénu o.s.frv.
Nei, það slasaðist enginn, eng-
inn framdi glæp, allt tíðinda-
laust og meinhægt ... og þó, að-
stoðarmaður leikstjóra gat ekki
mætt einu sinni af því hestur
skarst illa þegar ... Fyrirgefðu
ég gleymdi mér. Hvernig í
ósköpunum ætti ég að leggja það
á þig, blaðamann í Reykjavík að
hlusta á hvað það kostar mikinn
tíma, erfiði, fjármuni að kalla á
lækni frá Hólmavík til að gera
að sárum skepnunnar. (Það vill
til að læknirinn er örsmá, fín-
gerð, falleg kona sem lætur sér
ekki allt fyrir brjósti brenna og
bjargaði bónda, hesti, leikstjóra
og leiksýningu frá öllum óþæg-
indum.) Sérstakur dýralæknir?
Sérstakur einhver?) Ekki til ...
Fyrirgefðu blaðamaður góður
ef þú ert orðinn þreyttur. (Ég er
það líka svo fjandinn vorkenni
þér meira en mér.)
Nú er klukkan 6.45. (Þú veist
við þunnbýlingar erum ekki jafn
fljót að spjalla á ritmáli og þið
blaðamenn.)
Og þá er það fréttin: Hún fylg-
ir þessu pári mínu sem léikskrá
fyrrnefnds leikréts og viljirðu
vita meira (en þá verðurðu líka
akkúrat að líta á uppsetningu
eins leikrits í einu af rúmlega 70
áhugaleikfélögum víðs vegar á
Fróni — sem frétt.) þá skaltu
hringja í Franklín Þórðarson,
Litla-Fjarðarhorni, Fellshreppi,
formann Eldingar en það er nafn
leikfélagsins sem fólk úr
Óspakseyrar- og Fellshreppi
stendur að. Síminn er 95-3203
(eini sjálfvirki síminn í sveit-
inni). Eða í undirritaða sem nú
er stödd i Búðardal að halda
leiklistarnámskeið. Síminn er
93-4190.
Frumsýningin í Broddanes-
skóla var 28. janúar, önnur sýn-
ing var áætluð kvöldið eftir en
varð að fresta henni vegna þess
að leikarar komust ekki á stað-
inn vegna ófærðar. Leikför til
Ilólmavíkur varð einnig að af-
lýsa vegna ófærðar en áætlunin
er að æfa og sýna eftir sauðburð
í vor á svæðinu frá Árneshreppi
og suður að Brú í Hrútafirði.
Með vinsemd og fyrirfram
þökk.
G. Margrét Óskarsdóttir.
Leikskráin
KEr ritstjórn Hlaðvarpans
hafði kynnt sér efni þessa bréfs
komust við að þeirri niðurstööu
að hér væri vissulega um frétt að
ræða, og birtum hér valda kafla
úr leikskrá til að varpa ljósi á
„Slettirekuna” og þá sem að
henni standa:
„Leikstjórinn
Þegar formaður Leikfélagsins
Eldingar spurði mig, hvort ég
væri fáanieg til þess að stýra
leikriti fyrir Strandamenn, fór
undarlegur fiðringur um mig.
Raunar var ég ákveðin í því að
vinna ekki við leikstjórn þennan
vetur. Ég bað um dálítinn frest,
en löngunin varð skynseminni
yfirsterkari. Ég sagði já. Svo
hingað er ég komin í annað sinn
og nú að vetri til.
Áður en lengra er haldið er
rétt að ég kynni mig örlítið. Ég
heiti Guðfinna Margrét og er
Óskarsdóttir. 36 ára Isfirðingur,
fiskverkunarkona, húsmóðir og
fæst við leiklist í hjáverkum. Ég
á fjögur börn, ónýtan bíl auk
þeirra ýmsu hluta sem ...,
nokkra vini og ótal kunningja.
Sá hópur stækkaði verulega eftir
dvöl mtna hér í Strandasýslu.
Leikfélagið
Leikfélagið Elding var stofnað
við kertaljós þann 13. janúar
1980, þegar haglél og eldingar
geisuðu um jörðina og slökktu á
ríkisrafmagninu. Þrátt fyrir það
ríkti mikil bjartsýni meðal
stofnenda og ákveðið var að efia
leiklist og leikhúsmenningu á fé-
lagssvæðinu. Leikhúsáhugi hef-
ur alltaf verið mikill hér um
sveitir, og mig langar að geta
þess, að á þessu ári eru liðin rétt
60 ár frá því fyrsta leikritið var
sett upp hér í Fellshreppi, en það
var gamanleikurinn „Prests-
kosningar“.
Mig langar líka til að geta þess
að þegar leikfélagið Elding sýndi
sitt fyrsta verkefni komu nær
90% af öllum íbúum á félags-
svæðinu í leikhúsið. Ég hygg að
fá leikfélög geti státað af slíku."
Slettirekan
„Slettirekan“ er sakamálaleik-
ur í fjórum jþáttum eftir Jack
Popplewell. 1 bréfinu hér að
framan kemur fram að leikritið
verður sýnt eftir sauðburð í vor
á sva'ðinu frá Árneshreppi og
suður að Brú í Hrútafirði að öllu
óbre.vttu. Á meðfylgjandi mynd
iná sjá leikhópinn sem stendur
fyrir sýningunum.
Hjálparhella
sjúkra íslend-
inga í London
- eftir Emil Björnsson
Kona er nefnd Anna Cronin,
fædd og uppalin í Reykjavík en
giftist enskum manni og hefur síð-
an verið búsett í London ásamt
fjölskyldu sinni.
Hún valdi sér snemma af áhuga
og mannvináttu það starf auk
heimilisstarfanna, og ætlaðist
ekki til neinna launa fyrir, að
heimsækja Islendinga, sem þurftu
að leita sér lækninga á sjúkrahús-
um í London, taka á móti þeim
sem voru vegalitlir og lélegir í
ensku, greiða götu þeirra gagnvart
sjúkrahúsunum, heimsækja þá
þar og uppörva og annast hvers-
konar fyrirgreiðslu fyrir þá út um
borgina. Lengi vel var lítil athygli
vakin opinberlega á þessu fágæta
mannúðarstarfi en þeim mun
þakklátari voru þeir einstakl-
ingar, sem hún gerði ómetanlega
gott og var bjargvættur. En í vet-
ur kom löng grein í Morgunblað-
inu um Brampton-sjúkrahúsið í
London, ég hygg að Páll Stein-
grímsson frá Vestmannaeyjum
hafi skrifað hana, og þar minntist
hann fórnarstarfs Önnu Cronin að
verðleikum. Þótt fleiri kunni ein-
hverntíma að hafa minnst starfa
hennar fyrir sjúka, sem ég veit
ekki um, er góð vísa sjaldan of oft
kveðin og þessum orðum mínum
því síst ofaukið á prenti.
Nú er svo komið að Anna Cronin
tekur á móti öllum íslendingum,
sem gangast undir hjartaaðgerðir
á tveimur spítölum í London,
Brampton og St. Thomas, heim-
sækir þá reglulega meðan þeir
dveljast til lækninga, annast
milligöngu og útvegar fyrir þá,
sem ekki eru enskumælandi og
fylgir öllum að lokum á flugvöll-
inn og hefur spurnir af þeim eftir
heimkomuna.
Um 90 íslendingar gengust und-
ir hjartaaðgerðir á þessum tveim-
ur spítölum árið 1981 og er fremur
útlit fyrir að þeim sjúklingum
haldi áfram að fjölga á þessu ári.
Það er því ekki lítill fjöldi á þess-
um tveimur spítölum, og e.t.v. víð-
ar, sem Anna Cronin hefur hönd í
bagga með stöðuglega, enda vant-
ar ennþá hjartaskurðlækninga-
deild hér við Landspítalann og
bráðliggur á að koma henni upp.
Engum er Anna jafn ómissandi
hjálparhella og þeim sjúklingum,
sem enga fylgdarmenn hafa með
sér að heiman og eru stundum
bágbornir í enskunni. Þá er hún á
þrautatíð eina manneskjan sem
talar móðurmálið við þá.
„Því mun koma að því,
og vonandi sem fyrst, að
munað verði eftir óeig-
ingjarnri þjónustu Önnu
Cronin í London þegar
þjóðarorðan er veitt.“
Síðustu árin hefur íslenska ríkið
séð sóma sinn í að launa þetta
starf hennar, fróðlegt væri að vita
launaupphæðina. Það er gott og
blessað og má ekki minna vera
eftir áratuga ólaunaða þjónustu
veitta löndum hennar af mannúð
einni saman þegar mest lá við, í
þyngstu þrautum. En mætti ekki
gera meira af opinberri hálfu til
þess að votta þessari hógværu og
góðu konu verðskuldaðan sóma og
þökk mörg hundruð íslendinga,
sem eiga henni þökk að gjalda á
umliðnum áratugum og þar með
þjóðin öll. Ég veit fyrir víst að ég
mæli fyrir munn margra þegar ég
hvet til þess.
Það væri i hæsta máta viðeig-
andi að heilbrigðisstjórnin byði
þessari konu í opinbera heimsókn
til ættlands síns og gæfi þar með
öllum fyrrverandi skjólstæðingum
hennar hér færi á því að hitta
hana, minnast og þakka. Og hverj-
um væri fremur ástæða til að
veita heiðursorðu þjóðarinnar ef
ekki henni og hennar líkum, sem
veita hverjum sem þarf þjónustu
sína af mannúð einni saman og
þreytast aldrei á því.
I þessu sambandi minnist ég
nýrrar fréttar um að forseti ís-
lands hafi sérstaklega kosið sér í
fyrirhugaðri heimsókn til London
að hitta að máli ensku mennina,
sem björguðu áhöfn íslenska
kaupskipsins við Bretland í vetur,
eflaust til að þakka þeim og heiðra
þá fyrir hönd þjóðar vorrar fyrir
aðstoð við björgun mannslífa og
stendur öll þjóðin þar að baki for-
seta sínum. Fórnfús björgunar- og
mannúðarstörf vill þjóðin fyrst og
fremst þakka og heiðra en síður
launuð embættisstörf.
Því mun koma að því, og von-
andi sem fyrst, að munað verði
eftir óeigingjarnri þjónustu Onnu
Cronin í London, þegar þjóðarorð-
an er veitt. Því sannarlega hefur
hún aðstoðað óbeint við björgun
nokkur hundruð landa úr lífs-
háska í London.
Þorlákshöfn:
Ihuga að sækja um
kaupstaðarréttindi
NEFND HEFUR verid skipud
af hreppsnefnd Ölfushress til
könnunar á kostum og göllum
þess, að Þorlákshöfn fái kaup-
stadarréttindi. Nefndin á að
Ijúka störfum í lok þessa mán-
aðar og að sögn sveitarstjóra,
Stefáns Garðarssonar, verða
niðurstöður hennar kynntar
íbúum Ölfushrepps og síðan
væntanlega haldinn fundur
um málið með íbúunum.
Að sögn Stefáns er íbúa-
fjöldi Þorlákshafnar nú
1.030, en hreppsins alls 1.327,
þ.e. miðað við 1. desember sl.
Aðspurður um hvort hug-
myndin væri sú að Þorláks-
höfn yrði sérstakur kaup-
staður og þá aðskilin frá öðr-
um hlutum hreppsins, sagði
hann það vera hlutverk
nefndarinnar að kanna.
Hann sagði einnig, að ekkert
mælti gegn því að Ölfus-
hreppur í núverandi stærð
fengi kaupstaðarréttindi.
»