Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 Hópúð (hóphygð) Davíd Stockman hagsýslustjóra fannst nóg um fógnuð efnamanna vegna vl attalækkana Keagans. En á þessi frignuóur að vera hneykslunar efni? (iera rikir menn ekki meira gagn en ógagn, jafnvel frá sjónar miði hagsýslustjóra séð? Frá Bandaríkjunum berast þær fréttir, að Davíð Stockman, hag- sýslustjóra, hafi þótt nóg um fögnuð ríks fólks vegna skatta- lækkana Reagans, jafnvel kallað hann „græðgi". Og í Frakklandi eru auðmenn skelfingu lostnir vegna skattahækkana Mitter- rands. Aristóteles benti reyndar á það fyrir tvö þúsund árum, að í lýðræðisskipulagi reyndu fátækl- ingar að nota atkvæði sín til að hafa fé af efnafólki, og taldi það mikinn galla á því skipulagi. Það er að minnsta kosti rétt, að auð- menn eru í hugum margra stjórn- málamanna tilvaldir kostnaðar- menn þeirra framkvæmda, sem þeir lofa kjósendum til að fá at- kvæði þeirra. Skýringin er einföld: Stjórnmálamennirnir græða fleiri atkvæði á þessu en þeir tapa, því að auðmennirnir eru fáir, en hinir margir. Og ekki er það verra að geta notað í áróðri eina algeng- ustu og öflugustu tilfinningu venjulegs fólks, sem er öfundin. Þetta gerist víðar en í Frakklandi. Við munum eftir því, er „vinstri" stjórn Olafs Jóhannessonar ætlaði 1981 að koma öllum byrðunum af eyðslu sinni á „breiðu bökin", sem aldrei fundust að vísu. Stjórnmálamenn eiga áhrifa- mikla bandamenn í þessu efni. Menntamenn eru að öllu jöfnu há- værustu fjandmenn ríks fólks. Og með því að þeir skrifa bækurnar, tímaritin og blöðin, sem við lesum, og gera kvikmyndirnar og sjón- varpsþættina, sem við horfum og hlustum á, læðast hugmyndir þeirra inn í sálir okkar. Oteljandi rithöfundar hafa skrifað háðslega um þá, sem hafa meira á milli handanna en þeir sjálfir, og er skemmst að minnast þess frá Is- landi, er sagan Babbitt eftír Sin- clair Lewis var lesin í ríkisút- varpinu. Menntamenn hafa aldrei skilið það, hvers vegna aðrir ættu að hafa meira fé en þeir sjálfir, jafngáfaðir og víðlesnir og þeir eru — eða halda að þeir séu. Þeir hafa alltaf talið, að gæði jarðar ættu að skiptast á menn eftir gáf- um eða menntun. í þeirra hópi hefur því ekki verið sagt margt um það gagn, sem ríkt fólk getur gert, en um það skrifaði ég þessa grein, eftir að ég las hér í Oxford um orð Stockmans hins banda- ríska og verk Mitterands hins franska. Enginn getur að minnsta kosti sakað mig um að gæta eigin hags, því að um margt er ég sekur, en ekki það að vera auðmaður. Hvaða gagn gerir ríkt fólk? Eitt er, að það reynir ýmsar nýjungar á undan okkur hinum og auðveld- ar þannig þá þróun þeirra, sem gerir okkur síðan kleift að kaupa þær. Efnamenn eru tilraunadýr markaðarins. Það, sem þeir geta einir keypt í dag, geta allir keypt á morgun. Og allir geta keypt það á morgun, vegna þess að efnamenn- Auðmenn í Frakklandi eru skelfingu lostnir vegna skattahskkana Mit- terands, sem heldur í öfuga átt við Keagan. Getur verið, að Mitterand ætli að slátra gæsinni, sem verpir gulleggjunum? irnir keyptu það í dag. Gott dæmi um þetta er bíllinn. Löng þróun var nauðsynleg, áður en Ford og aðrir framtaksmenn gátu hafið fjöldaframleiðslu þeirra. Menn urðu að þreifa fyrir sér um, hvern- ig ætti að framleiða þá. Slík kunn- átta varð ekki til af sjálfari sér, heldur lærðu menn af tilraunun- um, ekki síst mistökunum. En framleiðsla er til lítils, ef enginn kaupir framleiðsluvöruna, en það gerði efnafólkið. Annað dæmi jafngott og reyndar nýlegra er myndsegulbandið. Þeir sem geta keypt það í dag á lágu verði, geta þakkað þeim sem keyptu það á miklu hærra verði í gær, fyrir það. Með öðrum orðum ber ríkt fólk kostnaðinn af ýmsum, jafnvel flestum þeim nýjungum sem auð- velda líf okkar. Ekki þarf heldur að fjölyrða um það, að auðmenn hafa kostað flest listaverkin úr fortíðinni (en því miður virðast ríkisstyrkir ekki skila jafngóðum árangri og einka- styrkir í þessu efni, eins og reynsla síðustu áratuga sýnir). Þetta á ekki síst við á Islandi: Eg er hræddur um, að Snorri Sturlu- son hefði hvorki haft tíma né fé til að skrá sögur á kálfsskinn, ef hann hefði ekki verið stórauðugur. Framleiðsla bókar, jafnvel þótt ekki væri nema eitt eintak, var ótrúlega dýr að fornu og ekki á færi annarra en auðmanna. (í Bandaríkjunum eru einkastyrkir til lista þrisvar sinnum hærri en ríkisstyrkir samkvæmt upplýsing- um Bandarísku menningarstofn- unarinnar í Reykjavík, sem þann- ig hrekur staðhæfingar Þorsteins Gylfasonar B.A. í ritdeilu við mig fyrir skömmu, en ég hafði bent á, að listir eru blómlegri í Banda- ríkjunum en í flestum öðrum lönd- um.) Mesta gagnið sem auðkýfingar gera er þó að þeir eru, hver með sínum hætti, nokkur trygging fyrir fjölbreytni og þannig fyr;ir notkun frelsisins. Það er varla til svo aumur málstaður að hann hafi ekki fengið einhvern efnamanninn til að láta fé af h'endi. Og menn, sem eru fjárhagslega sjálfstæðir, en ekki háðir neinni stofnun, geta einir barist, svo að um munar, gegn ranglæti. Þeir hafa einir tíma og fé til þess. Samhyggju- menn eða sósíalistar ættu að skilja þessi rök betur en flestir aðrir. Meistari þeirra, Karl Marx, hefði varla skrifað verk sín, ef hann hefði ekki notið fjárhags- legrar hjálpar auðmannsins Friedrichs Engels. Að minnsta kosti hefði hann varla getað skor- ið upp herör gegn skipulaginu, ef hann hefði verið þegn Kremlverja á okkar dögum. Hann hafði misst vinnuna og ekki haft neinn Engels til að hjálpa sér. Samhyggjumenn á íslandi gætu bent á annað dæmi. Snorri Sturluson hefði hvorki haft tíma né fé til þess að skrifa bækur sínar (og því síður að fá aðra til að skrifa bækur), ef hann hefði ekki verið stórauðugur. Og hafa menn gleymt Maecenasi hinum rómverska og Lorenzo di Medici á Ítalíu? Héðinn Valdimarsson missti vinn- una, þegar stjórn íhaldsflokksins (forvera Sjálfstæðisflokksins) hætti rekstri Landsverslunarinn- ar um 1925. Hann stofnaði þá fyrirtæki, ekki síst til að vera óháður öllum öðrum fjárhagslega. Að sjálfsögðu eyðir margt efna- fólk miklu fé í það, sem við getum leyft okkur að kalla „vitleysu", og hefur engan áhuga á neinum hugmyndum, listum, vísindum eða stjórnmálum. Við lesum um það fólk í myndskreyttum vikublöðum frá Norðurlöndum. En sá hluti efnafólks, sem er áhugalaus um hugmyndir, er líklega ekki stærri en sá hluti almennings, sem er áhugalaus um þær. Og það breytir að minnsta kosti engu um það gagn, sem ríkt fólk gerir — sumt reyndar án þess að ætla sér það. Ein meginástæðan til þess — önn- ur er öfundin, sem nefnd var í upphafi þessarar greinar — að menn eru fjandsamlegir ríku fólki, er þó sú, að þeir kenna því um fátæktina í heiminum. Óteljandi blaðamenn hafa birt mynd af nægtaborði í auðmannaveislu við hliðina á annarri mynd af star- andi fátæklingum með tómar skjóður og ætla síðan áhorfendum að draga sínar ályktanir af þessu. En sú kenning er að sjálfsögðu röng, að eins dauði sé alltaf ann- ars brauð, að arður eins sé fenginn með því að ræna annan. Hún kann að vera rétt með frumstæðum þjóðum, sem lifa ekki við skipulag samkeppni. En velmegun almenn- ings á Vesturlöndum var ekki fengin með því að sækja fé í hend- ur auðmanna, heldur með aukinni framleiðslu, með því að leysa fjötra ríkisins af atvinnulífinu (sem sums staðar er því miður verið að leggja á það aftur). Mestu máli skiptir, ef útrýma á fátæktinni, að menn hafi tækifæri til að efnast. Þeir sem hafa fylgst með sumum innflytjendunum hér í Bretlandi, vita, að þetta eru ekki orðin tóm. Þeir leggja nótt við dag í litlum fyrirtækjum eða verslun- um, reyna með öðrum orðum að fullnægja þörfum annarra sem best, en á því einu verða menn ríkir í skipulags fullkominnar samkeppni. Þeir spara og fjárfesta hyggilega, senda börn sín í góða skóla, breytast á einum áratug úr fátæklingum í efnafólk, „komast áfram", eins og sagt er. Hið sama gerðist í Bandaríkjunum á sínum tíma. Ég get því með góðri sam- visku lokið þessari stuttu grein til varnar ríku fólki, sem á fáa vini aðra en Reagan á okkar dögum, með því að vitna í orð nýskipaðs ráðgjafa Reagans um mál minni- hlutahópa, sem ég las mér til mik- illar ánægju fyrir skömmu: „Besta ráðið til að fækka fátæklingum er að hætta sjálfur að vera einn þeirra." eftir dr. Magna Guðmundsson í þessu greinarkorni vildi ég minnast ögn á það, sem kalla mætti hópúð eða hóphygð. (Svarar til enskunnar „group think“.) Þar er um að ræða hugtak, sem lítt hefir borið á góma í skrifum íslenzkra höfunda, en fellur annars undir þann arm stjórnsýslu, sem lýtur að hegð- unarfræði. Orðið hópúð var fyrst notað af sálfræðingnum Irving Janis um þá eigind hóps (t.d. nefndar) að geta ekki þolað and- óf eða ágreining, — um stöðu, sem upp kemur, þegar sam- komulag um lausn verður mik- ilvægari en lausnin sjálf, sem bezt hentar. Ekki er alltaf auðvelt að átta sig á því, hvenær þessa fyrirbær- is gætir, t.d. hjá ráðgefandi nefnd. En ýmislegt má þó hafa til marks um slíkt. Það er fyrst, að samlyndi ríkir innan hópsins; sérhver fellst á tiltekna ráða- gerð. Það má sjá af því m.a., að ckki kemur nema einn valkostur eða tveir og að einstaklingur er ófús að láta í ljós sína fyrirvara. Stundum eru fleiri haldnir þegj- andi efasemdum, og sanna ein- drægni vantar. Þar við bætist, að meðlimir hópsins beita þá að- ila kænum þrýstingi, sem óvart rengja hina viðteknu skoðun. Þeir gera það með því að tak- marka gagnrýni við smáatriði fremur en forsendur áætlunar og með því að stimpla andmæl- andann sem sérvitring. En skað- legast er, þegar farið er að sía aðkomnar upplýsingar, lagfæra þær eða vísa þeim frá, nema þær styðji málsrökin, sem hópurinn þekkist. Margir muna eftir Icelandic Life, tímaritinu á ensku, um ís- land, sem kom út á íslandi um árabil. Færri þekkja þó konuna á bak við það, og baráttu hennar hérlendis sem blaðamanns, út- lendings og konu. Trúlega hefur Amalía reynst umsvifamesta kon- an úr hópi innflvtjenda, á hérlend- um ritvelli. Við náðum tali af Amalíu ér hún var hérlendis í heimsókn um jólin, en hún er nú starfandi í Kanada. Hún samþykkti fúslega að rekja starf sitt á Islandi og eftir mála þess. Amalía er frá Boston, í Bandaríkjunum, fædd árið 1926, dóttir Edward O. Gourdin, dómara þar. Hún út- skrifaðist með B.Sc. gráðu í blaða- mennsku frá Boston llniversity ár- ið 1948. Þá hafði hún gifst ungum íslendingi, Baldri Líndal, efna- verkfræðingi, sem var við nám þar í borg. Þau fluttu síðan til íslands árið eftir. Einangrun húsmóður- hlutverksins Við komum til íslands árið 1949, að nýloknu námi, og settumst að í Reykjavík. Ég sökkti mér brátt niður í húsmóður- og barnaupp- eldishlutverkið, segir Amalía. — Hvernig fannst þér íslenskar konur vera ólíkar hinum amer- ísku? spyrjum við hana. Mér fannst ég vera á undan minni samtíð. Ég hafði t.d. lang- Flest dæmi um hópúð gerast við borð pólitískrar stefnumót- unar. Alvarlegustu stjórnmálamis- tökin af völdum hópúðar hafa orðið hjá stærri þjóðum. Þannig er gjarnan vísað til þriggja slíkra í Bandaríkjunum á seinni árum, en þau eru: Svonefnt Svínaflóaævintýri Kennedy for- seta, ákvörðun Johnson að varpa sprengjum á Vietnam og ákvörð- un Carter að reyna frelsun gísl- anna i Teheran. Þetta síðasta kom forsetanum. í margs konar vandræði, þeirra á meðal var af- sögn utanríkisráðherrans, Cyrus Vance, sem varð fórnardýr hóp- úðar. Bent hefir verið á ýmsar leiðir til að draga úr afleiðingum hóp- úðar. Ein er sú að láta ágreining gegna sérstöku stofnunarhlut- verki. Aðferðin er að nokkru í því fólgin að endurvekja hina gömlu reglu um valddreifingu. Akvarðanataka er þá fram- kvæmd í tveim áföngum: I fyrstu er hvers konar gildismati frest- að, en sem allra flestir valkostir settir fram, bæði venjulegir og nýstárlegir. Leitað er í þessu skyni aðstoðar minni hópa og einstaklinga og nefndarmenn sjálfir hvattir til að ráðfæra sig hver við annan og við starfslið. Þessu næst er sérhver valkostur kannaður, jafnt sterkar hliðar hans sem veikar. Freistað er að sameina ýmsar gallaðar lausnir í eina betri. Mikil ábyrgð hvílir á formanni hópsins, sem verður einnig að vera opinn fyrir öllum aðfinnslum gv. eigin tillögum. Þegar niðurstaða er í nánd, eru tveir eða þrír valkostir lagðir undir úrskurð sérhæfðs manns, er vefengja skal bæði forsendur hvers valkosts um sig og fyrir- skólamenntun þegar slíkt tíðkað- ist lítið meðal kvenna hér. Ég gat því sjaldan fengið tækifæri til málefnalegra eða menningarlegra samræðna, nema við karlmenn. Þeim þótti þó flestum skrítið að fyrirhitta menntakonu, sem gat staðið þeim á sporði í samræðum, og fannst sér því ógnað. Mér fannst ég því einangranst frá mín- um líkum. Þar við bættist að ég kunni íslensku illa, og kom hún út sem nokkurs konar barnamál, enda var hún að miklu leyti lærð af börnum mínum, þótt ég sækti einnig námskeið um tíma. Ég gat þó lesið málið, og þannig fylgst með fréttunum. Almennt var búist við að giftar konur hérlendis sætu héima óg sinntu engu nema húsmóðurstörf- um. Mér þóttu það dapurleg örlög, og reyndi því að rjúfa þá einangr- un með ritstörfum. Ég var frá byfjun erlendur fréttafulltrúi nokkurra banda- rískra dagblaða og sendi ég þeim greinar uni ísland af og til. Með árunum fór ég síðan að skrifa meira, jafnhlíða húsmóður- önnunum. Umdeild landkynningarbók Það kom fólki hér á óvart þegar ég fékk sjálfsævisögulega kynn- ingarbók um ísland gefna út, í Bandaríkjunum árið 1962. Sú bók var vinsæl á íslenskan mælik- varða; öll fjögur þúsund eintökin seldust upp á einu ári þar vestra.Á Texti: Tryggvi V. Líndal Til varnar ríku fólki Hannes H. Gissurarson skrifar frá Bretlandi „Fólki fannst vid vera nokkurs konar aðskotadýr“ Samtal vid Amalíu Líndal blaðamann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.