Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 17 Dr. Magni Gudmundsson „Flest dæmi um hópúð gerast við borð póli- tískrar stefnumótunar. Alvarlegustu stjórn- málamistökin af völd- um hópúðar hafa orðið hjá stærri þjóðum.“ heits, sem við hann eru tengd að mati flutningsmanna. Á síðasta stigi, þegar ákvörðun hefir þegar verið tekin, er enn boðað til fundar og rökin með og móti ákvörðuninni á ný grannskoðuð. Þess má geta til fróðleiks eða skemmtunar, að víkingar til forna voru að sögn vanir að taka ákvörðun tvisvar: í eitt skipti ölvaðir og í annað sinn allsgáðir; ef báðar niðurstöður voru sam- hljóða, létu þeir til skarar skríða, ella hugsuðu þeir ráð sitt betur. En því er þessi þáttur um hóp- úð tekinn saman, að gagnrýni á ekki upp á pallborðið hjá ís: lenzkum stjórnmálamönnum. í stað þess að virða gagnrýni og þakka hana, óttast þeir hana og móðgast af henni. Þeir mættu leggja á minnið þau orð Háva- mála, að „esa sá vinr, er vilt eitt segir". Amalía Líndal „Helst virtust íslendingar vilja láta útlendinga halda ad allt væri sem nútímalegast á íslandi; öll hús með tekk- húsgögnum, og allir Islend- ingar aðalsmenn að auki.“ bandarískan mælikvarða var hún ekki metsölubók, en bar sig þó, og vel það. — Þér bauðst víst síðan að láta gefa hana út á íslensku, hérlendis? Já, en ég hafði góðar ástæður fyrir að neita því boði. Mér fannst að íslenskir lesendur myndu flest- ir óhjákvæmilega misskilja at- hugasemdir mínar um Island, og taka sumt sem ýkjur og illmælgi, vegna þess að þeir þekktu fáir stórborgarlífið sem ég hafði til hliðsjónar. — Hvað gagnrýndu íslendingar helst? Þeim fannst að ég ætti ekki að skrifa um nein vanþróunarein- kenni á íslandi, fyrir erlendan markað. Það fór t.d. í taugarnar á þeim að ég lýsti náið lífinu á sveitabæ, og minntist á braggana í Reykjavík. Helst virtust Islendingar vilja láta útlendinga halda að allt væri sem nútímalegast á Islandi; öll Gengur barni þínu betur ef þú fylgist með vinnu þess og hrós- ar því fyrir vel unnið starf? eftir Kristínu H. Tryggvadóttur Okkur fullorðna fólkinu vill oft gleymast að börn og unglingar þurfa á athygli og uppörvun að halda í sínu starfi — skólastarf- inu, náminu, ekki síður en við í okkar starfi. Okkur hættir til að álykta sem svo að eftir að skólinn hefur tekið við börnunum okkar þá muni hann sjá þeim fyrir öllum þröfum þeirra á þessu sviði. En er það svo? Þó aðeins sé litið á þá staðreynd að nemendafjöldi er langt umfram eðlileg mörk í mörgum bekkjum þá gefst ekki mikill tími til að sinna hverjum nemanda í hverri kennslustund jafnvel þótt hóflega sé setinn bekkurinn. Athyglin sem hver nemandi fær í skólanum er því af skornum skammti jafnvel þótt henni væri jafnt skipt á milli þeirra en svo vill sjaldnast verða því að eins og flestir vita þá eru börn mismun- andi dugleg að vekja á sér athygli. Ef við setjum okkur í spor kenn- arans með yfir tuttugu nemendur í kringum sig, hvern með sínar þarfir, þá er ótrúlegt hvað hann kemst oft yfir að líta til með hverjum nemanda, koma með at- hugasemd, brosa og uppörva. Þegar heim er komið að skóla- degi loknum er það barninu mikils virði að einhver spyrji hvernig gengið hafi, hvað hafi verið gert, og litið með því á verkefni dagsins. En eins og við vitum er margt starfað í skólanum annað en ein- kunnir sýna. Má minna á þjálfun i samvinnu og tjáningu bæði í máli og myndum. Kannski kemur barnið sjálft að fyrra bragði og segir frá og óskar aðstoðar við möguleg heimaverk- efni. Verum þá reiðubúin að gefa okkur og þar með barninu tíma, það þarf ekki langan tíma til að öllu muni. Með því vinnst svo margt. Nemandinn, barnið, fær þá tilfinningu að starf þess í skólan- um sé mikilvægt í augum foreldra. Starf þess hefur því líka tilgang eins og annarra í fjölskyldunni. Vissulega hefur það nokkra þýð- ingu hvernig farið er að. Stundum hefur barnið orðið fyrir vonbrigð- um með undirtektir í skólanum, jafnvel þó það hafi lagt sig fram af öllum mætti, alveg eins og við verðum fyrir vonbrigðum í okkar starfi. Þá er að koma til aðstoðar við að endurvekja áhugann. Áhugi barnsins sjálfs er skilyrði fyrir því að nám og þroski fari fram. Trúlega erum við oft full spar- söm á hólið og tæplega finnst það barn sem á ekki hrós skilið fyrir marga hluti. Stundum hefur því ekki tekist að ná valdi á verkefn- inu og ekki þolað aðfinnslur kenn- arans eða kennarinn, þá stundina, ekki getað sýnt þá nærgætni sem barninu er nauðsynlegt til að ná árangri. Þegar málið er rætt heima fyrir í ró og næði næst oft að skapa þann skilning á mannlegum við- brögðum sem nægja ekki aðeins til að fleyta yfir margan boðann í náminu bæði nú og seinna meir heldur líka í lífinu sjálfu. Hér er ekki átt við að heimilið eigi að standa í því að kenna barn- inu það sem skólinn á að kenna í námsgreinunum. Heimanám, fari það fram á annað borð, á að grundvallast á því sem skólinn hefur lagt inn og kennt áður. Það er því í flestum tilfellum æfing eða þjálfun í áður lærðum atrið- um. Það er því fyrst og fremst um að ræða mótun á viðhorfi nemand- ans, barnsins, til námsins. Það, að nám þess hafi gildi í augum fjöl- skyldunnar, að aðrir hafi áhuga á því og að það sé lofsvert að rækja það vel, leggur grunninn að betri árangri og góðum starfsháttum. Það finnur tilgang með náminu. Það finnur sjálft árangur innra með sér. Það er því gott að for- eldrar gefi sér þegar í upphafi skólagöngu barnsins (6 ára) tíma til áðurnefndra athafna. hús með tekk-húsgögnum, og allir íslendingar aðalsmenn að auki. Það var nokkuð fjallað um bók- ina í fjölmiðlum hér, og ýmsar meinlega athugasemdir gerðar þar. Eg vil þó ekki skemmta skrattanum með því að tíunda þær sérstaklega. Það er mér hins vegar gleðiefni að Islendingar eru nú sjálfir farn- ir að gagnrýna, sín á meðal, sömu hlutina og ég skrifaði um fyrir tuttugu árum. Er það kannski vegna þess að Islendingar eru nú víðreistari en áður? spyr Amalía. Bókin, sem heitir „Ripples from Iceland", nýtur enn vinsælda í al- menningsbókasöfnum í N-Amer- íku. Hún virðist vera vinsæl ein- mitt vegna þess að hún dregur fram einkennin sem gera íslenskt mannlíf ólíkt stórborgarlífinu. Það er mér mikill heiður að hluti bókarinnar hefur nú nýlega verið endurprentaður í kennslu- bók fyrir skyldunámsfólk í Kan- ada. Það er sá kafli bókarinnar sem fjallar um hefðbundna ís- lenska uppeldishætti. í N-Amer- íku er nú nefnilega aukinn áhugi á skilningi á hefðbundnum háttum, til að fólk eigi betur með að finna sig í menningarlegu og sálfræði- legu losi heimsborgarlífsins. í bók minni skrifaði ég einhversstaðar: „ísland er góður staður til að ala upp börn og mildur staður fyrir elliárin." Tímarit um Island, á ensku Á næstu árum þar á eftir skrif- aði ég ýmislegt fleira: Smásögur birtust í Tímanum, og í bresku smásagnariti. Greinar birtust í blöðum og tímaritum, innlendum og erlendum. (T.d. í Samvinnunni og Fálkanum.) Næsti stóri áfanginn var stofn- un tímarits á ensku um ísland. Hvatinn að því var annars vegar að ég þekkti marga útlendinga og innflytjendur á Islandi sem gátu ekki skilið íslensku nógu vel til að fylgjast með fréttunum, og hins vegar að það voru margir útlend- ingar erlendis, svo sem ferðamenn og Vestur-íslendingar, sem höfðu áhuga á Islandi. Þar við bættist áhugi minn á að koma á fót tímariti fyrir hugsandi fólk um þjóðmál og bókmenntir, sem ekki var glyskennt. Þetta tókst, að ég held, og hefur ekkert annað tímarit sameinað öll þessi markmið. Stofnféð kom af dálitlum arfi eftir föður minn látinn. Ein í rekstri tímarits Ég hélt þessu tímariti úti í meira en þrjú ár, frá 1967 til 1970. Undir lokin var það farið að skila gróða. Ég stóð í rekstri tímaritsins að lang mestu leyti ein. Það hefði ég ekki getað gert án blaðamennsku- menntunar minnar. Ég tók viðtöl, skrifaði greinar, ritstýrði, las prófarkir, skrifaði auglýsingar og sá um snið, útlit og upplímingu blaðsins. Einnig sá ég um auglýs- ingasöfnunina. Blaðið kom út ársfjórðungslega. það hét til að byrja með 65°, en þar eð svo margir héldu að sá titill táknaði ekki breiddargráðu ís- lands, heldur eitthvert hitastig, breytti ég nafninu smám saman í Icelandic Life. í hverju eintaki voru rúmlega 6—7 greinar og 1 viðtal, frétta- yfirlit, smásaga og ljóð. — Hvernig voru viðtökur þínar í starfi? Ég fékk jafnan góðar viðtökur þegar ég bað um viðtöl, vegna þess að ég fór ekki alltaf til þekktustu nafnanna heldur til samstarfs- manna þeirra sem höfðu lítið komist í sviðsljósið. Mér finnst að ég hafi fengið hina bestu ágætismenn í blaðið, og ég var mjög stolt af að fá að vinna með þeim. Þegar kom að auglýsingsöfnun og annarri fjárhagsaðstoð, rak ég mig illilega á hrossakaup og flokkadrætti stjórnmálanna. Því miður er ég ekki sú manngerð sem er virk í slíkum stjórnmálum, svo mér tókst ekki að nýta mér slíkt blaðinu í vil. Blendin viðbrögð fólks — Hvaða öfl voru blaðinu and- snúnust? í fyrsta lagi var það almenn andúð á innflytjendum. Fólki fannst við vera nokkurs konar að- skotadýr, „helvítis útlendingar" var algengt viðkvæði. í öðru lagi var það að ég var kona, sem ekki var að skrifa um sérmál kvenna. Slíkt mæltist illa fyrir, sérstaklega þó hjá karl- mönnunum. I þriðja lagi þóttu það vera nokkurs konar svik við íslenska þjóðernisstefnu að gefa út blað á ensku. Það fannst mér þó ekki, en ég var íslenskur ríkisborgari þá, og er það enn. Ólíkt bók minni um ísland, fékk tímaritið mjög góða blaðadóma. Menn virtust skilja og kunna að meta það sem ég var að reyna að gera. Má í því sambandi nefna skrif Halldórs Laxness, Sigurðar A. Magnússonar og Guðmundar G. Hagalín. — Af hverju hætti tímaritið að koma út? Ég varð að hætta útgáfu þess árið 1970, eftir að það var farið að bera sig og vel það. Ég varð að hætta vegna þess að ég skildi við manninn minn sama ár og þurfti nú að fara að sjá fyrir börnunum mínum sjálf. Ég hafði þá komist yfir fyrstu þrjú árin, sem sögð eru vera þau erfiðustu fyrir útgáfustarfsemi. Dr. Sigurður Nordal hafði sagt við mig þegar hann gerðist áskrif- andi: „Ég hef gaman af að safna heildarútgáfum af íslenskum tímaritum", og átti hann þá við að tímarit yrðu flest mjög skammlíf hérlendis. Hann átti reyndar eftir að lifa mitt tímarit, þótt það yrði langlífara en mörg önnur. Ég minnist blaðaútgáfunnar sem ánægjulegasta^ starfsins sem ég hef haft. Hinsvegar þótt mér miður að tveir aðrir stórir draumar skyldu ekki rætast. Nefnilega að verða meðlimur í Blaðamannafélaginu og Rithöfundasambandinu. í Kristín H. Tryggvadóttir blaðamannafélagið komst ég ekki vegna þess að tímaritið mitt var ársfjórðungsrit en ekki vikurit eða dagblað. Þó var ég þá einn af fáum fagmenntuðum blaðamönnum á íslandi. í Rithöfundasambandið komst ég ekki vegna þess að ég hafði skrifað eina bók en ekki tvær. Þegar ég fluttist til Kanada nokkrum árum seinna, komst ég þó í bæði samsvarandi þarlendu félögin, þrátt fyrir það. Ritstjóri í Kanada —Nýtt smásagnatímarit — Hvað hefur þú unnið við síð- an? Ég kenndi ensku við Náms- flokka Reykjavíkur, og vann við Hagstofu Islands, þangað til ég fluttist til Toronto í Kanada 1972. Þar hef ég verið síðan, og meðal annars verið ritstjóri og fjölmiðla- fulltrúi fyrir Rauða kross Kanada og síðan fyrir kanadísku sykur- sýkissamtökin. Nú kenni ég blaða- mennsku við menntaskóla og er auk þess orðin eiginkona aftur. — Er von á einhverju nýju frá þér á næstunni? Ég er nú að hleypa af stokkum smásagnatímariti á ensku í Kan- ada. Það ber nafnið Reader’s Cho- ice. Nýjungin við það er að það er ekki takmarkað við Kanada, held- ur er tekið við góðum smásögum víðsvegar að, svo fremi sem þær séu á ensku. Mér þætti vænt um að fá einhverjar sögur frá íslensk- um höfundum. Einnig er ég nú að re.vna að fá eina af skáldsögum mínum út- gefna á íslandi, í þýðingu. — Hyggst þú flytjast aftur til Islands? Ég hef löngum gælt við þá til- hugsun að koma aftur í ellinni, og halda áfram útgáfu tímaritsins Icelandic Life. En ellin virðist vera svo langt undan, og ég hef nóg annað á minni könnu. Við kveðjum nú Amalíu að sinni, en hún á stefnumót við Vig- dísi Finnbogadóttur, til að taka við hana viðtal fvrir kanadísk blöð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.