Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 Pétur Sæmundsen bankastjóri - Minning Fæddur 13. fcbrúar 1925 Dáinn 5. febrúar 1982 Fregnin um andlát Péturs Sæ- mundsen bankastjóra barst mér til útlanda og bera þessi fáu minn- ingarorð um hann þess merki, að þau eru sett saman á ferðalagi. Það var árið 1950 að Pétur réðst sem skrifstofustjóri til Félags ís- lenskra iðnrekenda, en þá var þar framkvæmdastjóri sveitungi hans Páll S. Pálsson. Um sama leyti hóf ég afskipti af félagsmálum iðnrek- enda og upp frá því lágu leiðir okkar Péturs óslitið saman á sviði hagsmunamála iðnaðarins. Við Pétur vorum yngstir í þeim hópi sem reglulega kom saman á skrif- stofu FÍI á Skólavörðustíg 3, og varð það til þess að sérstök vin- átta tókst með okkur og hélst hún alla tíð. A þessum árum var mikið um að vera á skrifstofu FII. Má þar nefna útgáfu ritsins Islenskur iðn- aður, sem kom út mánaðarlega í fjölda ára. Lagður var grundvöllur að stofnun Iðnaðarmálastofnunar Islands, með því að ráðherra skip- aði Iðnaðarmálanefnd 1951 og var hún og starfslið hennar fyrst til húsa á skrifstofu FÍI. Undirbún- ingur að iðnsýningunni miklu 1952 fór að mestu leyti fram á skrif- stofu FÍI. Á þessum tíma var einnig unnið að stofnun Iðnaðar- banka Islands hf. Tók Pétur virk- an þátt í öllum þessum störfum. Vorið 1954 stóð félagið fyrir kynn- ingu á íslenskum iðnaðarvörum á alþjóðavörusýningu í Briissel. Tókum við Pétur þátt í undirbún- ingi þessarar sýningar og fórum ásamt Sveini B. Valfells, formanni félagsins, Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt og Elínu Pálmadóttur og unnum að uppsetningu sýningar- innar. Var þetta upphafið að starfsemi FII á þessu sviði. Fórum við Pétur síðar í sérstaka ferð ásamt Jóni H. Bergs til að kynnast slíkri starfsemi í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Eftir að FII gerðist aðili að samtökum norrænna iðnrekenda fórum við Pétur margar ferðir saman til að sækja fundi þeirra. Er margs góðs að minnast frá þessum ferðum. Þegar Páll S. Pálsson lét af störf- um framkvæmdastjóra FÍI 1956 tók Pétur við starfi hans og gegndi því af miklum dugnaði þar til hann var ráðinn einn af banka- stjórum Iðnaðarbanka Islands hf. 1963, en hann gegndi því starfi til dauðadags. Eins og þegar er getið tók Pétur þátt í stofnun Iðnaðarbanka Is- lands hf. Hann var svo kjörinn annar af tveimur fyrstu endur- skoðendum bankans við stofnun hans, en lét af því embætti er hann gerðist stjórnarmaður Verslunarsparisjóðsins þegar hann var stofnaður. Störf Péturs í þágu Iðnaðarbankans verða seint fullþökkuð. Hann var eljusamur og ósérhlífinn, glöggur á menn og einstaklega fljótur að átta sig á hvað væri kjarni hvers máls. Var hann því fljótur að taka afstöðu. Hann hafði frábært minni og gat á augabragði fundið fram skjöl og blaðagreinar er vörðuðu þau mál, sem til umræðu voru. Hann var í stjórn Iðnlánasjóðs 1963—1967 og í stjórn Iðnþróunarsjóðs frá 1970 og síðan formaður framkvæmda- stjórnar sjóðsins frá 1979. Hann sat í bankaráði Seðlabanka Is- lands og var formaður stjórnar Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins árin 1975-1979. Ég heimsótti Pétur daginn áður en ég fór til útlanda og ræddum við saman góða stund, þó það kost-, aði hann mikla áreynslu. Sagði hann við mig að þótt horfur væru ískyggilegar ætlaði hann ekki að gefast upp. Pétur var alltaf mikill baráttumaður og þegar takast skyldi á við þann sjúkdóm, sem að lokum náði yfirhöndinni, kom þessi baráttuhugur gleggst í ljós. Fyrir mína hönd, eigenda og stjórnenda Iðnaðarbankans votta ég Guðrúnu, konu Péturs, og son- um þeirra og öðrum ættingjum innilegustu samúð við hið ótímab- æra andlát hans. Gunnar J. Fridriksson, formaður bankaráðs Iðn- aðarbanka íslands hf. Þegar Pétur Sæmundsen er genginn fyrir ætternisstapa er mikill kappi að velli lagður. Kunn- ugir vissu hvert stefndi og einneg- in sjálfur hann. Þegar við Mogga- menn, Styrmir og Matthías, sátum síðast saman í hádegi inni á Rauð- arárstíg á liðnu hausti að ræða um landsins gagn og nauðsynjar, virt- ist Pétur allhress í bragði og hafði Styrmir orð á því. „Já,“ svaraði Pétur, „læknarnir ætla að láta mig lifa eitthvað lengur." Svo tal- aði hann ekki meira um það. Á þessum döpru dögum leita minningarnar á ákaflega ojg vand- séð hvar niður skuli bera. Á hausti komanda hefðu kynni okkar og vinátta orðið þrítug. Það fer að vísu betur á því að láta sjálfan mig liggja milli hluta í fáum kveðjuorðum hinztum til vinar síns. Ég á því miður þeim mun óhægara um vik sem Pétur átti ólítinn þátt í að hlaða ýmsar þær vörður við lífsleiðina sem máli skifta. En það bar til haustið 1952, að þeir félagar á Nýja-Garði, Gunnar Schram og Magnús Óskarsson, töldu nauðsyn til bera að kynna mig fyrir fullhuga miklum og framtíðarmanni í pólitík, sem þeir höfðu þá nýverið komizt í kynni við, en um stjórnmál snerist hug- ur okkar einkum. Því var það eitt síðkvöld að við örkuðum þrír sam- an upp á Skólavörðustíg 3, þar sem voru skrifstofur Félags ís- lenzkra iðnrekenda og hittum fyrir Pétur Sæmundsen, fulltrúa þess félagsskapar. Aðsetur hans var lítið herbergi til hægri þegar inn var komið í íveru þessa. Þar sat hann bak við eikarborð, ljós- hærður, bjartleitur, breiðleitur, þrekvaxinn og þéttholda með kviklegt augnaráð bak við þykk gleraugu. Um híbýlin stjáklaði ekki mikið ófullur iðnrekandi og þuldi Einar Ben. í gríð og erg. Þeg- ar slotaði tóku menn tal saman, en Pétur var hljóður um kvöldið og ígrundandi og hefir sjálfsagt gert heimullega úttekt á aðkomumönn- um. Pétur hafði þá þegar mörg járn í eldinum: í félagsskap FÍI, í ung- liðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins og í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. í stjórn VR átti hann sæti í níu ár, 1951—1960. Hann var aðal driffjöður þess að leiðir skildi með launþegum og vinnuveitendum í þeim félagsskap 1955 og að VR varð launþegafélag. Pétur réð því að undirritaður gerðist starfsmaður VR 1956. Hann átti þá sæti í nefnd er und- irbúa skyldi stofnun landssam- taka skrifstofu- og verzlunarfólks, sem hrundið var í framkvæmd 1. júní 1957. Það var einnig Pétur Sæmundsen sem mestu réð um val forystu LÍV þá. Sögu samtaka skrifstofu- og verzlunarfólks má lesa annars staðar og verða henni vafalaust gerð enn frekari skil síðar. En óhætt er að fullyrða að vöxtur og viðgangur þeirrar hreyfingar hef- ir haft gagnger og örlagarík áhrif á sögu íslenzkrar verkalýðshreyf- ingar hina síðari áratugina. Þarf ekki að leita langt yfir skammt ef menn skoða sig um bekki hjá Al- þýðusambandi íslands næstliðin tuttugu ár. Sá veldur miklu er upphafinu veldur og í því falli var Pétur í fararbroddi. Á þessum árum var Pétur einn af fastagestum og atkvæðamönn- um í Grænustofu í Vonarstræti 4, húsi VR, ásamt ýmsum Mogga- mönnum og hugkvæmnimönnum á borð við Barða Friðriks og Guð- mund Ben. Voru þar lögð á mörg ráðin. Og þótt í greinir kæmi með mönnum höfðu þó ein vinskapar- lög allir, þá og síðan. Pétur var alla tíð rammpólitísk- ur og ákafur fylgismaður hins frjálsa framtaks og einstaklings- hyggju. Lagði hann Sjálfstæðis- flokknum drjúgum lið alit frá unglingsárum. Hann gegndi for- mennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1956—1957 og átti sæti í stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna 1955—1957. Við vorum þá allmargir saman í röðum ungra sjálfstæðismanna sem töldum okkar hafa nokkra sérstöðu án þess að skilgreina hana sérstaklega, en frjálslyndir vorum við. Eins og ungum mönnum er títt, þótti okkur flokksaginn um of, sér í lagi í Reykjavík. En þótt við nú þætt- umst þrúgaðir af flokksvaldinu kom auðvitað engum til hugar að reyna til við það nema með afli atkvæða og lýðræðislegum aðferð- um. Þessi frjálslyndi hópur, sem samanstóð einkum af landsbyggð- armönnum, rak aldrei upp kerl- ingarvæl um flokkseigendafélag til afsökunar undirferlum sem voru þeim sem fjarlægust. Sam- vizka þeirra var því síður þann veg vaxin að hún ræki þá til trún- aðarbrota gegn flokki sínum. Þeir hefðu aldrei skilið að ráðið til við- reisnar væri að sundra Sjálfstæð- isflokknum, burðarás íslenzks þjóðfélags. Þótt ýmsir væru sæmi- lega að sér í latínu lögðu þeir aldr- ei hinn hyldjúpa skilning í orð- tækið: Sundraðu og þér munu völdin veitast. Eitt sinn voru menn til gamans að velta því fyrir sér að þessi hóp- ur ætti að velja sér kjörorð. Upp á ýmsu var getið. Einhver mjög óskáldlegur stakk upp á: Fram, fram aldrei að víkja, og enn fleiri ótækar tillögur voru ræddar. En Matti Jó fann lausnina: Ryðjum hver öðrum úr vegi! Þá var mikið hlegið heima hjá Páli Ásgeiri Tryggvasyni en þar var fundur settur. Líklega hefði slumað í mönnum og runnið tvær grímur á margan góðan dreng ef hann hefði séð fram yfir árið 1980. En svona eru skáldin stundum langsýn. Á þessari þroskatíð var Pétur Sæmundsen potturinn og pannan í félagsskap okkar, þrekmikill og þrautgóður, forkur til vinnu og fylginn sér með afbrigðum. Á stundum þótti ýmsum hann harð- drægur og sérdrægur svo jaðraði við yfirgang. En hefði hann íklæðst slíkri brynju þegar mikið stóð til, þá er hitt jafn víst að undir henni sló hlýrra hjarta drengskapar en ég þekki dæmi. Starfsvettvangur Péturs frá skólatíð til hinztu stundar var hin nýja undirstöðugrein atvinnulífs þjóðarinnar, iðnaðurinn. Hann réðst sem fulltrúi til Félags ísl. iðnrekanda 1950 og síðar skrif- stofustjóri, en framkvæmdastjóri félagsins var hann 1956—1963. Þá tók hann við stöðu bankastjóra Iðnaðarbanka íslands og gegndi henni til dauðadags. Hann hafði lengstaf á sinni könnu ýmis auka- störf, sem of langt yrði upp að telja, m.a. átti hann sæti í stjórn Seðlabanka íslands allmörg síð- ustu árin. Pétur var sem áður sagði ham- hleypa til verka, dugmikill og hvassgreindur með svo óbrigðult minni að undrum sætti. Heilsu- hraustur að mér er nær að halda að honum hafi ekki orðið misdæg- urt þar til hann kenndi sjúkdóms þess er dró hann til dauða. Hann var ákaflyndur og fjörmikill enda Húnvetningur í þess orðs góða skilningi, en dómabækur geyma hina. Hann var gleðimaður og sást þá á stundum lítt fyrir á árum áður. Við kváðum oft saman en það er önnur saga og má nú vera týnd. Pétur var bókamaður og rýninn á fornleg færði. Hann fylgdist vel með málum í heimabyggð sinni og lagði lið menningarstarfsemi, m.a. örnefnasöfnun um Húnaþing. Pétur Sæmundsen var fæddur á Blönduósi 13. febrúar 1925, sonur Evalds verzlunarstjóra og konu hans, Þuríðar Sigurðardóttur frá Húnsstöðum. Hann lauk stúdents- profi frá Verzlunarskóla íslands 1946 og kandídatsprófi í viðskipta- fræðum frá Háskóla Islands 1950. Síðan hefir lítillega verið drepið á lífshlaup hans á blöðum þessum. Hann kvæntist 6. marz 1948 Guðrúnu Guðmundsdóttur frá ísafirði, Kr. Guðmundssonar, ágæts sjómanns og skipstjóra á Gunnbirni Ísafjarðar í mörg ár, og konu hans, Sigurjónu Jónasdóttur, Dósótheussonar, hreppstjóra á Sléttu í Sléttuhreppi. Þau Guðrún eignuðust þrjá syni: Evald, sál- fræðing, kvæntur Sigríði Hauks- dóttur og eiga þau tvo syni, Ara, líffræðing, sem nemur til doktors í þeim fræðum í Svíþjóð, kvæntur Sigríði Skúladóttur og eiga þau einn son, og Grím, kandídat í læknisfræði, kvæntur Björgu Jónsdóttur og eiga einn son. Við Greta sendum Guðrúnu ög og öllum ástvinum Péturs hugheil- ar samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um góðan mann og föður verða þeim huggun í harmi. í dag verður Pétur Sæmundsen til moldar borinn í heimabyggð sinni sem hann unni svo mjög. Drottinn, taktu vel mót vini mín- um. Sverrir Hermannsson Hinn 5. þessa mánaðar lést Pét- ur Sæmundsen, bankastjóri Iðn- aðarbankans, tæplega 57 ára að aldri, eftir langa og harða baráttu- við erfiðan sjúkdóm. Pétur var fæddur á Blönduósi 13. febrúar 1925, sonur hjónanna Evalds Sæmundsen verslunar- stjóra og konu hans, Þuríðar Sig- urðardóttur frá Húnsstöðum á Ásum. Þau eru bæði látin, en syst- ur Péturs tvær eru búsettar á Blönduósi, þær Þorgerður og Magdalena. Pétur stundaði nám í Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan stúdentsprófi 1946. Hann hóf síðan nám í viðskiptafræðum við Háskóla Islands og lauk kandi- datsprófi vorið 1950. Réðist hann þá til Félags íslenskra iðnrekenda, fyrst sem fulltrúi og skrifstofu- stjóri, en var síðan ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins 1956. Gegndi hann því starfi til 1963, en þá tók hann við bankastjórastarfi í Iðnaðarbanka íslands hf. og jafnframt framkvæmdastjóra- starfi Iðnlánasjóðs. Árið 1948 kvæntist Pétur eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Sig- ríði Guðmundsdóttur frá ísafirði, og áttu þau þrjá syni. Þeir eru Ev- ald, sem er sálfræðingur að mennt, kvæntur Sigríði Hauks- dóttur, Ari Kristján líffræðingur og er hann við framhaldsnám í Lundi í Svíþjóð, kvæntur Sigríði Skúladóttur, og Grímur Karl, sem nýlega hefur lokið prófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands, kvænt- ur Björgu Jónsdóttur. Áður en Pétur varð bankastjóri Iðnaðarbankans, hafði hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi ungra sjáifstæðismanna og versl- unarmanna. Hann var formaður Heimdallar 1956—1957, átti sæti í stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna 1955—1957. I stjórn Verslunarmannafélags Reykjavík- ur var hann 1951—1960. Þá var hann í stjórn Verslunarspari- sjóðsins frá stofnun hans 1956 og síðan í bankaráði Verslunarbanka íslands hf. frá stofnun bankans til 1962. Þann tíma, sem Pétur starfaði hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, var mikið að gerast í iðnaðarmál- um. Á þessum árum var Iðnað- armálastofnun Islands stofnuð, sem nú ber heitið Iðntæknistofn- un Islands. Iðnaðarbanki Islands hf. tók til starfa 1953 og var Pétur annar endurskoðenda hans, og gegndi hann því starfi til 1957. Hann var ritstjóri Islensks iðnað- ar frá 1956—1962. Þá átti hann sæti í fjölda nefnda, sem fjölluðu um íslenskan iðnað. Má þar nefna milliþinganefnd í tollamálum 1953, í endurskoðunarnefnd tollskrár 1960 og í tollskrárnefnd frá 1963. Árið 1976 tók Pétur sæti í bankaráði Seðlabanka íslands, hann var í stjórn Iðnlánasjóðs 1963—1967, í framkvæmdastjórn Iðnþróunarsjóðs frá 1970 og for- maður frá 1979, hann átti sæti í stjórn Reiknistofu bankanna 1973—1981 og í stjórn Sambands íslenskra viðskiptabanka 1979—1982. Formaður Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins var hann 1975—1979 og í stjórn Út- flutningslánasjóðs á sama tíma. Ógetið er hins mikla áhuga, sem Pétur hafði á þjóðlegum fróðleik og sögu. Hann var í stjórn Sögufé- lagsins og vann ötullega að öflun heimilda úr sínu heimahéraði, og hann studdi með ráðum og dáð byggingu og söfnun muna til byggðasafns Húnvetninga að Reykjum í Hrútafirði. Þá var Pét- ur einn af stofnendum Glits hf. 1958. Pétur Sæmundsen var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar á sl. ári fyrir störf að iðnað- armálum. Við Pétur urðum samstarfs- menn í janúar 1963, þegar við vor- um ráðnir til starfa í Iðnaðar- bankanum. Á þessum 19 árum hefur Iðnaðarbankinn vaxið og dafnað og samtímis hefur mikil þróun orðið í bankamálum okkar og samvinnu milli lánastofnana. Pétur var mjög virkur þátttakandi í þessu starfi öllu, lét til sín taka og var óragur við að láta skoðanir sínar í ljós. Það tók hann að jafn- aði stuttan tíma að greina aðal- atriði máls og mynda sér skoðun. Hann var mjög starfsamur maður og hafði einstakt skipulag á mál- um sínum. Engum manni hef ég kynnst, sem hafði jafn mikla röð og reglu á skjölum sínum og skil- ríkjum. Oft var það okkur sam- starfsmönnum hans undrunar- og aðdáunarefni, þegar hann kom með gamlar fundargerðir eða skýrslur, sem vörðuðu mál þau er við vorum að fjalla um, og við þurftum að hafa, en fundum ekki. Þegar ég nú að skilnaði horfi til baka til samstarfs okkar Péturs í Iðnaðarbankanum, minnist ég uppbyggingarstarfsins, tölvuvæð- ingar bankans, byggingar útibú- anna og síðast en ekki síst þeirrar dimmu marsnætur 1967, þegar hús Iðnaðarbankans í Lækjargötu brann. Þá naut karlmennska og dugnaður Péturs sín. Enginn var ötulli í björgunar- og uppbygg- ingarstarfinu en hann. Þröngt var þá setinn Svarfaðardalur, þegar við skiptumst á að ræða við við- skiptamenn bankans, sem við okkur áttu erindi, í litlum sýn- ingarglugga á jarðhæð, en hún stóð þá ein óskemmd eftir. Það var okkur báðum ánægjulegt umræðu- efni, hvernig Iðnaðarbankinn reis stæltur úr þeirri öskustó. Með Pétri Sæmundsen er horf- inn einlægur baráttumaður fyrir framgangi íslensks iðnaðar, sem sparaði hvorki krafta sina né þekkingu til þess að vinna honum gagn. Á þessari stundu hugsum við til eftirlifandi konu hans, Guð- rúnar Sæmundsen, sem annaðist hann af einstakri umhyggju í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.