Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
19
þungbærum veikindum. Ég vil að
lokum flytja henni og fjölskyldu
Péturs innilegustu samúðarkveðj-
ur frá okkur Ragnheiði.
Bragi Hannesson
Nú er skarð fyrir skildi. Vinur
minn og nánasti samstarfsmaður
um árabil, Pétur Sæmundsen, er
látinn. í stað þess að samgleðjast
Pétri á afmælisdegi hans, en hann
hefði orðið 57 ára í dag, munu vin-
ir hans og vandamenn fylgja hon-
um síðasta spöl þessa lífs.
Nú eru um 14 ár frá því við Pét-
ur kynntumst fyrst. Þá unnum við
saman í kosningabaráttu. Með
okkur tókst þegar mikill vinskap-
ur. Skömmu síðar réðst ég til
starfa hjá Iðnaðarbankanum og í
tæp 10 ár var Pétur annar tveggja
minna nánustu samstarfsmanna. í
svo nánu daglegu samstarfi reynir
oft á vináttuna, en með hverju ári
sem leið styrktist vinskapur
okkar. Fyrir það verð ég ævinlega
þakklátur.
Nýjum starfsmönnum í Iðnað-
arbankanum þótti Pétur Sæ-
mundsen oft erfiður húsbóndi,
kröfuharður og ákveðinn. En fljótt
áttuðu menn sig þó á því, að þetta
voru aðeins sömu kröfur og hann
gerði til sjálfs sín, sinnar eigin
vinnu. Eftir það kvörtuðu fáir, en
þess í stað jókst virðing og hlý-
hugur í garð húsbóndans.
Pétur Sæmundsen var tryggður
vinur, einlægur og hreinskilinn.
Hann var hollráður og hafði ein-
stæða hæfileika til að sjá málin
frá nýrri hlið. Hann var rökfastur,
átti auðvelt með að greina aðal-
atriði frá aukaatriðum og hann
lagði jafnan mikla vinnu í undir-
búning hvers máls, hvort sem það
var stórt eða smátt. Pétur var víð-
lesinn og fjölfróður, minnisgóður
var hann með afbrigðum.
Saga íslensks iðnaðar síðustu
þrjá áratugina verður ekki skráð,
nema Péturs Sæmundsen verði oft
getið. Spor hans eru djúp og liggja
víða. Framfarir í málefnum iðnað-
arins voru honum brennandi
áhugamál. Með Pétri átti iðnaður-
inn óþreytandi málsvara og for-
ystumann.
Pétur Sæmundsen hóf störf hjá
Félagi íslenskra iðnrekenda að
loknu prófi í viðskiptafræðum frá
Háskóla íslands árið 1950. Hann
var ráðinn framkvæmdastjóri fé-
lagsins árið 1956 og gegndi hann
því starfi til ársins 1963 er hann
tók við starfi bankastjóra við Iðn-
aðarbankann. Hann starfaði því
hjá FÍI í tæp 14 ár. Á þessum tíma
gegndi Pétur fjölmörgum trúnað-
arstörfum fyrir félagið, auk fram-
kvæmdastjórnar. Hann átti einnig
sæti í mörgum stjórnskipuðum
nefndum, sem fjölluðu um hags-
muni iðnaðarins.
Þótt Pétur léti af störfum hjá
FÍI fyrir tæpum 19 árum, sóttist
félagið alla tíð eftir ráðgjöf hans
og starfsorku. Hann gegndi marg-
víslegum störfum fyrir iðnaðinn
öll þessi ár, auk bankastjóra-
starfsins. Ég nefni aðeins þau síð-
ustu, en hann var fulltrúi FÍI í
stjórn útflutningsmiðstöðvar iðn-
aðarins og stjórnarformaður
1975—1979, hann sat í Samstarfs-
nefnd um iðnþróun og hann var
formaður framkvæmdastjórnar
Iðnþróunarsjóðs. Þessum trúnað-
arstörfum, sem öllum öðrum,
sinnti hann af fádæma áhuga og
trúmennsku, svo lengi kraftar ent-
ust.
Allt það mikla starf sem Pétur
Sæmundsen vann fyrir iðnaðinn í
þessu landi, verður seint fullþakk-
að. En fyrir hönd Félags íslenskra
iðnrekenda, stjórnar þess,
starfsmanna og félagsmanna
allra, er mér ljúft og skylt að færa
fram þakkir. Margt væri skemmra
á veg komið í málefnum iðnaðar-
ins, hefði Péturs ekki notið við.
Tæp 2 ár eru síðan Pétur Sæ-
mundsen kenndi fyrst þess meins,
er nú hefur sigrað hann. Þennan
tíma barðist Pétur við sjúkdóminn
af þeirri þrautseigju og þeim
kjarki, sem honum var gefinn í svo
ríkum mæli. En þessa baráttu
háði hann ekki einn. Við hlið hans
stóð kona hans, Guðrún, sem gerði
allt sem einni manneskju er
mögulegt til að létta honum bar-
áttuna.
Þau Guðrún og Pétur gengu í
hjónaband árið 1948. Eignuðust
þau þrjá syni, Edvald, Ara og
Grím, sem allir eru nú uppkomnir
og hafa eignast sínar eigin fjöl-
skyldur. Af einstakri hógværð og
staðfestu stóð Guðrún við hlið
manns sína í blíðu og stríðu. Og
síðustu misserin, þegar sjúkdóm-
urinn ágerðist sífellt, sinnti hún
og hjálpaði manni sínum með
óbifanlegu æðruleysi og hugprýði.
Við hjónin sendum Guðrúnu,
sonum og tengdadætrum, okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum algóðan Guð að styðja þau
og fylgja á ókomnum tímum.
Valur Valsson
Þær stundir koma í lífi okkar
allra, að við stöldrum við og lítum
yfir farinn veg. Sérstaklega á
þetta við þegar góðir vinir eða
nánir ættingjar hverfa á braut.
Æskuvinur minn, Pétur Sæ-
mundsen, bankastjóri lést 5. þ.m.
eftir erfiða og vonlausa baráttu.
Þegar ég kom hingað til Blöndu-
óss í október fyrir tæpum 50 ár-
um, var hann fyrsti krakkinn, sem
ég hitti en skólinn var þá að byrja.
Við urðum þá vinir og hélst sú
vinátta ævina út. Að vísu skildu
leiðir, þegar starfsævin hófst, þar
sem hann starfaði í Reykjavík en
ég heima. En það er ekki langt á
milli og allar fjarlægðir eru raun-
ar úr sögunni, vegna nútíma
tækni.
Pétur var fæddur hér á Blöndu-
ósi, sonarsonur landnema hér, ef
svo mætti orða það. Hér sleit hann
barnsskónum og hér átti hann
heima fram á fullorðinsár og hér
var hugur hans allur fyrir utan
starf og heimili.
Pétur var bankastjóri Iðnaðar-
bankans um tveggja áratuga skeið
og átti sæti í ýmsum ráðum og
stjórnum. Hann er því þekktur
maður enda ætla ég ekki að skrifa
ævisögu hans. Aðeins minna á
þann þátt, sem hann vann í kyrr-
þey. Hann var mikill fræðimaður
og raunar dæmigerður fræðimað-
ur, sem ávallt leitaði eins öruggra
heimilda og hægt var. Hann var
ekki fyrir getgátur ef hann hafði
grun um að hið sanna væri ein-
hvers staðar að finna. Hann var
hafsjór af fróðleik um sögu
Blönduóss og raunar hafði verið
til umræðu að nýta þessa þekk-
ingu hans og fá mann til þess að
skrá söguna með honum en af því
hafði ekki orðið.
Hann safnaði örnefnum á sjó og
landi og vildi varðveita þau. Hann
safnaði einnig myndum og þekkti
fjölda manns af myndum einum
saman. Eftir hann liggja nokkrar
greinar og ritgerðir og geysimikið
af heimildum, sem seinni tíminn
verður að vinna úr.
Pétur var Húnvetningur í húð
og hár. Öll mál, sem hann taldi til
framfara hér norðan heiða voru
honum áhugamál. Við ræddum
þau oft og naut ég góðs af reynslu
hans og þekkingu. Hér var hugur
hans og hér ætlar hann að láta
leggja sig til hinstu hvílu.
Góður drengur, enn á ágætum
starfsaldri er genginn, þar er nú
skarð fyrir skildi en starf hans á
eftir að bera ávöxt um ókomin ár.
Pétur var gæfumaður í einkalífi.
Hann kvæntist ágætri konu, Guð-
rúnu Guðmundsdóttur, ættaðri úr
Norður-ísafjarðarsýslu. Þau eign-
uðust þrjá mannvænlega syni. Ég
kveð æskuvin minn með trega,
þótt mér sé ljóst, að dauðinn var
kærkominn eins og komið var.
Konu hans, börnum, barnabörnum
og ættingjum öllum sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Jón ísberg
Fyrstu kynni okkar Péturs
Sæmundsens urðu fyrir rúmum
tveimur áratugum, er við áttum
báðir þátt í allvíðtækri athugun,
sem þá var gerð á þjóðhagslegri
hagkvæmni iðnaðarins. Kynntist
ég þar fyrst skarpskyggni Péturs
og sterkum málflutningi fyrir
hönd iðnaðarins, en málefnum
hans fórnaði Pétur dýrmætustu
starfskröftum sínum allt til ævi-
loka. Nú kann mörgum að þykja
það undarlegt, að ekki skuli lengra
liðið síðan menn töldu ástæðu til
þess að gera víðtæka athugun á
því, hvort iðnaðurinn væri í raun
þjóðarbúinu hagkvæmur, því að
engum blandast lengur hugur um
það, að hann er í dag ekki aðeins
annar höfuðatvinnuvegur þjóðar-
innar, heldur sá vaxtarbroddur,
sem fyrst og fremst er á að treysta
til aukinnar hagsældar á komandi
tíð. Að þeirri byltingu, sem orðið
hefur í hlutverki og stöðu iðnaðar-
ins í íslenzkum þjóðarbúskap,
vann Pétur að alefli með mörgum
og margvíslegum hætti. Framan
af var starfsvettvangur hans á
vegum Félags íslenzkra iðnrek-
enda, en framkvæmdastjóri þess
var hann um sjö ára skeið. Frá því
1963, er hann varð bankastjóri
Iðnaðarbankans, voru lánamál
iðnaðarins hins vegar meginvið-
fangsefni hans, jafnframt því, sem
hann lét mjög að sér kveða á öll-
um sviðum bankamála.
Allan þennan tíma átti ég náið
samstarf við Pétur Sæmundsen,
en þó einkum síðustu árin, eftir að
hann varð bæði bankaráðsmaður í
Seðlabankanum og formaður
framkvæmdastjórnar Iðnþróun-
arsjóðs. Eftir því sem kynni okkar
urðu meiri, lærði ég betur að meta
sérstaka mannkosti hans, sem
ekki voru sízt fólgnir í skarpri
dómgreind og vægðarlausu
raunsæi í mati á sérhverju máli.
Honum var ekki eiginlegt að sitja
aðgerðarlítill hjá, er mikilvægar
ákvarðanir voru teknar. Hann
taldi sér skylt að kryfja hvert mál
til mergjar og segja skoðun sína
tæpitungulaust, ekki sízt ef hon-
um virtust aðrir fara villir vegar.
Af þessum ástæðum var til fárra
manna betra að leita, ef vanda bar
að höndum. Aldrei var að efa, að
ráð hans voru gefin af heilum hug
og ekkert dregið undan, hver sem
hlut átti að máli. Hann vissi það
betur en flestir aðrir, sem ég hef
þekkt, að vinur er sá sem til
vamms segir.
Þótt Pétur væri afkastamikill í
störfum sínum í þágu iðnaðar og
bankamála, átti hann sér mörg
önnur hugðarefni. Einkum var
brennandi áhugi hans á sögu-
legum efnum, enda var hann
ótrúlega fróður um íslenzka sögu
og fylgdist vel með öllu, sem um
þau efni var ritað. Hann var í
stjórn Sögufélagsins og helgaði
starfsemi þess mikið af kröftum
sínum. Jafnframt gaf hann sér
tíma til þess að vinna að rann-
sóknum á sögu heimabyggðar
sinnar, Blönduóss og Austur-
Húnavatnssýslu, og ritaði hann
ýmislegt um þau efni. Var honum
mjög umhugað um allt, er varðaði
húnvetnska sögu og varðveizlu
heimilda og hvers konar menning-
arlegra minja þar í héraði.
Fyrir hálfu öðru ári vorum við
Pétur í síðasta skipti á ferð saman
um Húnavatnssýslu, fórum í
Vatnsdalsrétt og víðar um sveitir
og hittum marga að máli. Þótt
Pétur væri þá orðinn sjúkur, var
hann hrókur alls fagnaðar og
áhuginn sívakandi á öllu, sem
horfði til aukinnar menningar í
heimabyggð hans. Sjálfur var Pét-
ur fulltrúi flests þess bezta, sem
menn hafa talið einkenna Hún-
vetninga. Hann var karlmenni í
skapi, glaðlyndur og hreinskiptinn
og hafði ánægju af frjálslegum
orðaskiptum og snarpri rökræðu.
Hann var traustur vinur vina
sinna og undir glettnu og oft dálít-
ið hrjúfu viðmóti bjó viðkvæm
lund, sem einkenndist af nær-
gætni gagnvart öllu, sem honum
var kært. Slíks manns er vissulega
gott að minnast. Megi það verða
huggun Guðrúnu, konu hans, son-
unum þremur og ástvinum öllum.
Jóhannes Nordal
Það er sjálfsagt ekki öllum
kunnugt, að jafnframt því sem
viðskiptabankar hér á landi keppa
um innlán og önnur viðskipti er
náin samvinna þeirra á milli í
mörgum greinum og sú samvinna
hefur eflst mjög á undanförnum
árum. Bankarnir reka sameigin-
lega reiknistofu og gírókerfi
ásamt póstinum, en um þetta eru
ekki dæmi í öðrum löndum. Þá
setja bankarnir sér reglur um
margháttaða starfsemi og taka
þátt í stjórn ýmissa fjárfestinga-
lánasjóða. Síðast en ekki sízt -
koma bankarnir sameiginlega
fram, oft á tíðum ásamt sparisjóð-
unum, sem málsvari þeirra mik-
ilvægu hagsmuna, sem tengjast
starfsemi þeirra, og þá ekki sízt
hagsmuna sparifjáreigenda.
Það var á þessum vettvangi
bankasamvinnu, sem ég kynntist
Pétri Sæmundsen bezt. Hann átti
sæti í stjórn Sambands íslenzkra
viðskiptabanka allmörg undanfar-
in ár og í stjórn Reiknistofu bank-
anna frá upphafi. Hann var einnig
í framkvæmdastjórn Norræna
iðnþróunarsjóðsins frá stofnun
hans og formaður stjórnarinnar
undanfarin ár. Þá átti hann sæti í
bankaráði Seðlabankans og var
þar ötull málsvari sjónarmiða
viðskiptabankanna. I þessu sam-
starfi nutu ágætir hæfileikar Pét-
urs sín vel. Áhugi hans á þeim
málum, sem hann fjallaði um, var
mikill og skilningur hans skarpur.
Hann hafði næma tilfinningu
fyrir því, sem miður fór í stjórn og
rekstri, og glöggt auga fyrir væn-
legum leiðum til betri árangurs.
Hressilegt viðmót hans virtist
hrjúft á ytra borði en bar þó ætíð
vott þeirrar hlýju er undir bjó.
Kímni og hnyttni blésu lífi í þurr-
ar umræður. Það leiddist engum á
fundi með Pétri Sæmundsen. Þótt
líkamsþrek dvínaði í erfiðum
sjúkdómi var áhuginn lifandi og
andinn brennandi.
Hann tók beinan þátt í störfun-
um meðan nokkur tök voru á og
fylgdist með málum og kom skoð-
unum sínum á framfæri til hins
síðasta. Að leiðarlokum er mér
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
notið samfylgdar og vináttu svo
ágæts manns og samúð með fjöl-
skyldu hans og samstarfsmönnum
í Iðnaðarbankanum, sem svo mik-
ils hafa í misst.
Jónas H. Haralz
Enn á ný er höggvið skarð í fjöl-
skyldu okkar, í þetta sinn kom það
ekki á óvart, en samt erum við
aldrei raunverulega tilbúin að
taka því óumflýjanlega.
Þegar horft er eftir góðum vini
leitar hugurinn til baka, ég rifja
upp kynni mín og samveru við
minn elskulega mág Pétur Sæ-
mundsen, alltaf tók hann vel á
móti mér og börnum mínum og þó
ekki væri með orðskrúði fékk ég
ávallt að finna að ég var velkomin
á heimili hans með börnin, til
styttri eða lengri dvalar.
En ég var ekki ein um að njóta
gestrisni og vináttu á heimili
hans, systkini mín og fjölskyldur
þeirra nutu þess sama, alltaf var
pláss fyrir okkur tengdasystkini
hans þó fyrir væri einhver frá
hans fjölskyldu, því mjög gest-
kvæmt var oft á heimili hans, báð-
ar fjölskyldurnar stórar og flestir
bjuggu úti á landi.
Pétur mágur minn var ekki
allra, en að eiga hann að vini var
ómetanlegt. Það var svo gott að
geta leitað ráða hjá honum í
hverskyns vanda, alltaf hægt að
treysta dómgreind hans, það sem
hann lagði til málanna var lausn
vandans. Ég veit að þannig var
hann alltaf reiðubúinn að taka af-
stöðu, ef einhver leitaði eftir ráð-
um hans.
Ég á honum svo margt að
þakka. Ástúð hans við börnin mín
og umhyggju hans yfir velferð
minni alla tíð, hann vildi aldrei
neinar þakkir eða tilfinningavæl,
einungis að viðkomandi kæmi
hreint fram og stæði við orð sín og
gerða samninga, hvort sem var
viðskiptalegs eða félagslegs eðlis.
Hann var sjálfur svo sterkur og
traustur persónuleiki, hreinn og
ákveðinn.
Pétur Sæmundsen tókst á við
hvern vanda í hinum margvíslegu
störfum með festu og einurð, sem
var einkennandi fyrir hann. Við
sem til þekkjum sáum hann takast
á við þessa síðustu erfiðleika með
fádæma kjarki og karlmennsku,
baráttan var hörð, en hann stóð
ekki einn, hans trausti förunautur
Guðrún eiginkona hans var ávallt
við hlið hans og gerði honum
kleift að heyja baráttuna á þann
veg er hann óskaði, uns yfir lauk.
Að leiðarlokum kveðjum við
tengdasystkinin og fjölskyldur,
Pétur með virðingu og þakklæti
fyrir samfylgdina, sem við öll
óskum að hefði orðið lengri.
Marta B. Guðmundsdóttir
Pétur Sæmundsen bankastjóri
andaðist aðfaranótt föstudags 5.
febrúar sl. eftir langa og þung-
bæra sjúkdómsbaráttu.
Sú barátta sýndi í ríkum mæli
hinn andlega styrk Péturs, og þá
ögun skapgerðar hans, sem lýsti
sér meðal annars í því, að hann
kvartaði aldrei, og tók hinum erf-
iðu og þjáningarfullu örlögum sín-
um, með því jafnaðargeði, sem
skapríkum mönnum er oft gefið, á
erfiðum stundum lifsins.
Við sem áttum þvi láni að fagna
að starfa með Pétri daglega árum
saman, fundum vel, hversu marga
góða eðliskosti hann hafði til að
bera.
Hann var ávallt fljótur, að átta
sig á kjarna hvers máls, sem taka
varð afstöðu til hverju sinni.
Hann setti sjónarmið sín fram í
mjög stuttu, kjarngóðu og vel-
hugsuðu máli.
Allar málalengingar voru hon-
um fjarri skapi.
Öll ræða hans var já eða nei, og
það sem hann sagði, því var ávallt
hægt að treysta.
Það var alveg undravert hversu
gott og nákvæmt minni Pétur
hafði.
Hann mundi upp á dag og stund
og í einstökum smáatriðum löngu
liðna atburði. Við sem áttum dag-
leg samskitpi við hann fundum að
undir stundum hrjúfu yfirbragði,
sló gott og tilfinningaríkt hjarta,
sem var hlýtt af næmleika til
þeirra sem erfitt áttu í lífsbarátt-
unni, enda var hann fús að leysa
vanda þeirra. En jafnframt gerði
hann kröfu til þess, að menn
stæðu við gefin loforð.
Starfsfólk bankans þótti ávallt
gott að leita til Péturs, þegar per-
sónuleg vandamál þurfti að leysa.
Öll slík mál voru afgreidd fljótt
og vel, enda hafði hánn djúpan
skilning og næmleika á þörf ann-
arra, sem voru samferða honum á
lífsgöngunni.
I hinum dýpsta skilningi var
Pétur drengur góður.
Hann gerði miklar kröfur til
annarra, en þó mest til sjálfs sín.
Nú er hann horfinn samvistum
okkar úr þessu lífi, þessi hollráði,
hyggni og góði samferðamaður og
vinur.
Við drúpum höfði í þökk fyrir
látinn vin og biðjum Guð að
styrkja og hugga eiginkonu Pét-
urs, Guðrúnu Sæmundsen, og alla
ástvini þeirra í hinni miklu sorg.
Starfsfólk Iðnaðarbankans
Fyrir réttum tveimur árum
lögðum við Pétur Sæmundsen upp
í langferð. Þegar ferðin hófst
kenndi hann lasleika, en lét lítt á
því betra. Greinilegt var þó að
hann gekk ekki heill til skógar.
Hygg ég að einmitt þá hafi hafist
hetjuleg barátta við erfiðan sjúk-
dóm, þar til yfir lauk aðfaranótt
hins 5. febrúar sl.
Það átti fyrir Pétri að liggja að
helga starfskrafta sína málefnum
íslensks iðnaðar allt frá því er
hann lauk prófi í viðskiptafræðum
frá Háskóla íslands árið 1950 og
hóf að því loknu starf hjá Félagi
íslenskra iðnrekenda uns hann
gerðist bankastjóri Iðnaðarbanka
Islands hf. árið 1962. Verða störf
hans í þágu iðnaðarins rakin af
öðrum. Hann átti sæti í fram-
kvæmdastjórn Iðnþróunarsjóðs
frá stofnun hans árið 1970. Var
samstarf okkar ávallt náið og gott
allan þann tíma og þá einkum er
hann tók við sæti formanns fram-
kvæmdastjórnar fyrir þremur ár-
um.
Um tuttugu ár eru liðin frá því
að fundum okkar bar fyrst saman.
Hugðist ég þá ráða mig til starfa
undir hans stjórn. Hann gegndi þá
starfi framkvæmdastjóra Félags
íslenskra iðnrekenda. Að sjálf-
SJÁ NÁNAR Á BLS. 32.