Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
Kjartan Friðbjarnarson:
Er rétt að lækka verð á
söltuðum grásleppuhrognum?
Inngangsorð
Þar sem skiptar skoðanir eru
uppi um nauðsyn þess að lækka
söluverð á söltuðum grásleppu-
hrognum í dollurum, frá því sem
verið hefir undanfarin 2 ár, og
vegna þeirrar skoðunar Olafs
Jónssonar, aðstoðarframkvæmda-
stjóra sjávarafurðadeildar SIS, að
ef frekari umræðu sé þörf um
þessi mál, þá eigi hún að vera fyrir
opnum dyrum, þá eru þessar línur
skrifaðar. Eg er hinsvegar ekki
þeirrar skoðunar, að leysa eigi
ágreiningsmál um verðlagningu
íslenskra útflutningsafurða í fjöl-
miðlúm, en þegar sú leið er valin,
finnst mér nauðsynlegt að fleiri
sjónarmið komi fram.
Olafur Jónsson hefir haft for-
göngu um samninga við stærstu
kaupendur í Danmörku og Þýska-
landi um átak til þess að selja
6—7000 tunnur af grásleppu-
hrognum frá fyrra ári, og til þess
að ná skjótum árangri í þeirri við-
leitni valið mjög óvinsæla leið, það
er að bjóða gömlu hrognin á $255
og framleiðslu ársins 1982 á 288
dollara cif, sem er iækkun frá
gildandi lágmarksverði um 75
dollara fyrir gömul hrogn og 42
dollara fyrir nýja framleiðslu.
Þegar aðrir útflytjendur hafa
kynnt þessar tillögur Ólafs út um
land fyrir sjómönnum þeim, sem
hagsmuna eiga að gæta í þessu
máli, hefir verið nauðsynlegt að
geta þess, að þessar tillögur komi
frá Ólafi Jónssyni. Mér fannst því
mjög eðlilegt að hann gerði grein
fyrir sjónarmiðum sínum á opin-
berum vettvangi, og skýrði þar rök
fyrir tillögum sínum, en jafn
óeðlilegt fannst mér að útiloka
frekari umræður um þessi mál
utan fjölmiðla.
Sölufyrirkomulag
og verðákvörðun
í þessum kafla greinar sinnar
lýsir Ólafur Jónsson hvernig út-
flytjendum tókst að hækka verð á
grásleppuhrognum á árunum 1975
til 1978 úr 175 dollurum í 280 doll-
ara á tunnu, og hvernig sæmilegur
friður hélst á milli útflytjenda um
þau mál. Þetta var alls ekki svo
slæmur árangur, og hann náðist
án aðstoðar hinna svokölluðu
Samtaka, sem þá voru ekki komin
til sögunnar.
Hann skýrir ennfremur frá því,
að deilur hafi verið um verðlagn-
inguna 1979, þegar Sambandið og
Samtökin hafi staðið að hækkun
hrognanna í 300 dollara.
Þarna misminnir Ólaf. Samtök-
in hafa aldrei staðið að verðlagn-
ingu grásleppuhrogna, hvorki með
Sambandinu eða öðrum, heldur
hafa þau alltaf verið með verð-
kröfur, sem hafa legið uppí 50
dollurum hærra en nokkur
grundvöllur var fyrir. Við þessa
verðlagningu mættu þeir Sam-
takamenn með kröfu um 350 doll-
ara verð, komu beint af fundi vest-
an af Granda með fundarsam-
þykkt uppá vasann, og bundnir af
henni á höndum og fótum, lýstu
þeir þvt yfir, að þeir gætu ekki
breytt þeirri fundarsamþykkt,
jafnvel þó þeir viðurkenndu að um
óraunhæft verð væri að ræða. Ég
man ekki betur en að full sam-
staða hafi naðst um þessa verð-
ákvörðun, nema við Samtaka-
menn.
Verðþróunin hefir verið átaka-
lítil síðan, en mun hægari í dollur-
um en næstu fjögur ár á undan, og
er skýringarinnar að leita í hækk-
andi gengi dollarans gagnvart
myntum kaupendalandanna. í
þessum kafla greinar sinnar gefur
Ólafur í skyn, að orsökin fyrir
minnkandi sölu SIS á grásleppu-
hrognum hafi verið sú, að aðrir
útflytjendur hafi rægt Sambandið
við erlenda kaupendur. Ég get
ekki dæmt um það, þó held ég að
ástæðan sé önnur og mun ég koma
að því síðar.
Á að gefa verð-
ákvörðunina frjálsa?
Þessari spurningu svara ég
einnig neitandi. Ég er einnig sam-
mála Ólafi í því, að með föstu lág-
marksverði hafa kaupendur haft
tryggingu fyrir því, ef þeir kaupa
að vertíð lokinni ársbirgðir til
sinnar framleiðslu, að aðrir fram-
leiðendur og keppinautar fái ekki
að kaupa ódýrari hrogn seinna. Nú
er þessi trygging því miður ekki
lengur fyrir hendi, svo er við-
skiptaráðuneytinu fyrir að þakka.
Kaupendur treysta ekki lengur yf-
irlýsingum ráðuneytisins. Hvers
vegna spyr kannski einhver. Þetta
skal nú skýrt nánar. Undirritaður
og Karl Ágústsson á Raufarhöfn
höfðu á árinu 1980 selt töluvert á
þriðja þúsund tunnur af hrognum
á 330 dollara til eins fyrirtækis í
Danmörku. Hrognunum var út-
skipað strax í vertíðarlok og
greidd við móttöku, þannig að þeir
sjómenn, sem áttu þessi hrogn
höfðu fengið sína greiðslu viku
eftir afskipun.
Reglur ráðuneytisins voru þá
þær, að verðið átti að vera lág-
mark 330 dollarar og enginn
greiðslufrestur. Þetta trúðu kaup-
endur á þá, og því voru kaupin
gerð. Tveir stórir kaupendur, sem
sættu sig ekki við verðið, reyndu
að strögla og fresta kaupum, og
notuðu upp sínar birgðir af hrogn-
um, en þegar þeir voru að komast
í þrot í ágúst-september 1980,
tókst þeim að pressa út 6 mánaða
greiðslufrest á smásendingum,
300—500 tunnum, og voru þannig
komnir með mun ódýrari hrogn,
heldur en sá kaupandi, sem keypt
hafði og greitt í maímánuði.
Ráðuneytið sem átti að gæta þess
að kaupendum væri ekki mismun-
að í verði hafði brugðist. Skýring-
in sem ég fékk var sú að þetta
hefðu verið mannleg mistök, sem
ekki mundu endurtaka sig. Og ég
trúði því.
Kjartan Kriðbjarnarson
Á þessu ári, 1980, reyndi einn af
kaupendunum að fá keypt hrogn
hjá Ólafi Jónssyni með 6 mánaða
greiðslufresti, og Ólafur var sá
maður að hann neitaði þessum
kaupum. Ég virði hann fyrir þessa
ákvörðun, hann vildi ekki brjóta
gerða samninga um greiðslufrest-
inn og varð þá af viðskiptum við
þetta fyrirtæki, og eins og oftast
vill verða, þá eru aðrir reiðubúnir
til þess að yfirtaka viðskiptin. Mér
finnst eðlileg gremja Ólafs í þessu
máli.
Á árinu 1981 seldum við Karl
Ágústsson 2000 tunnur til sama
fyrirtækis á 330 dollara og með
staðgreiðslu gegn dokomentum. Á
verðákvörðunarfundi í viðskipta-
ráðuneytinu hafði verið samþykkt
að halda óbreyttu verði og gefa
enga greiðslufresti. Okkur hafði
tekist að sannfæra kaupandann
um þessi mannlegu mistök í ráðu-
neytinu, sem ekki myndu verða
endurtekin. En hvað skeður? Þeg-
ar kemur fram í ágúst-september,
Hrognkelsaveiði
endurtekur sagan sig. Nú eru það
ekki mistök, nú er vísvitandi verið
að eyðileggja traust kaupenda á
gildi lágmarksverðsins, sem átti
að tryggja þá sem keyptu mikið
magn í vertíðarlok fyrir undirboð-
um seinna, og verðlauna þrákálf-
ana, sem höfðu á þennan hátt flutt
birgðageymslur sínar til Islands
og fjármagnskostnað fyrirtækja
sinna, af sjálfum sér, yfir á herðar
íslenskra sjómanna. Það mun taka
langan tíma að endurvekja traust
þessara kaupenda á íslenskum
stjórnvöldum.
I’áttur samtaka gráslcppu-
hrognaframleiðenda og Sölu-
stofnunar lagmetis
Um þessa þætti í grein Ólafs
Jónssonar skal ég vera fáorður,
þar sem þessi samtök hafa sáralit-
il áhrif á verðlagningu og sölu á
söltuðum grásleppuhrognum í
tunnum, sem hér eru til umræðu.
Okkur greinir að vísu á í aðdáun á
S.aÉitökunum, en þau mál eru ekki
trá.
Ný verðákvörðun — veiði-
stefna á komandi vertíð
Eftir þeim upplýsingum sem ég
fékk hjá Ólafi Jónssyni þá hefir
SIS til sölumeðferðar 4500 tunnur
af þessum 6—7000 gömlu hrogna-
tunnum, sem eftir eru óseldar í
landinu og Samtökin eru með til
sölumeðferðar 1500 tunnur, sam-
kvæmt sömu heimildum. Lítið
munu því aðrir útflytjendur eiga
óselt af hrognum frá fyrra ári.
Aðalorsakirnar fyrir því, að enn
er óselt töluvert magn af grá-
sleppuhrognum frá fyrra ári, tel
ég vera tvær: Annarsvegar að við
höfum haft toppvertíðir tvö ár í
röð, með heildarframleiðslu
19—20.000 tunnur, sem mun vera
einsdæmi, hinsvegar er ástæðan
sú, að kaupendur sumir hverjir
hafa flutt birgðahald sitt til Is-
lands, liggja sjálfir með mun
minni birgðir en tíðkast hefir um
áraraðir. En hefir verðlagningin
þá ekki áhrif á söluna. Jú, að
sjálfsögðu hefir hún það. En hvað
langt eigum við að fara niður í
verði, til þess að tryggja okkur
markað fyrir toppana af fram-
leiðslu okkar?
Undanfarin ár, meðan við höf-
um hægt og sígandi þokað verði á
þessari framleiðslu uppávið, þó
mikið hægar hafi gengið, en með
margar aðrar sjávarafurðir, þá
hafa aðrar framleiðsluþjóðir fylgt
okkur eftir, þó í hæfilegri fjar-
lægð. Kanadamenn hafa verið
30—40 dollurum fyrir neðan okkur
í verðlagningu, en eins og þeirra
verð hefir hækkað í kjölfar okkar
verðlagningar, meðan við höfum
þokað verðinu uppávið, eins munu
þeir fylgja okkur í verðlagningu
niðurávið, ef við neyðumst til þess
að fara þá leið. Við munum því
ekki auka okkar hlutdeild í heild-
arviðskiptunum með lækkunum á
verði. Aðrar þjóðir eins og Græn-
lendingar og Norðmenn hafa legið
langt undir okkar verði, allt niður
í 220 dollara á tunnu. Ég held því
að engum detti það í hug í alvöru,
að við eigum að keppa við aðrar
þjóðir á verðgrundvelli, þá legðist
þessi atvinnugrein strax niður.
Við höfum orðið að sætta okkurvið
það undanfarið, að kaupendur
kaupi fyrst ódýr hrogn frá keppi-
nautum okkar og það sem á vantar
að þeir fái nægilegt magn þar,
verða þeir að kaupa af okkur, á því
verði, sem við verðum að fá fyrir
hrognin. Ég hefi enga trú á þeirri
fullyrðingu kaupenda, að þeir
muni beina innkaupum sínum í
auknum mæli til íslands, meðan
þeir geta fengið hrogn af sam-
bærilegum gæðum ódýrari ann-
arsstaðar, eins og fram kemur í
D-lið þessa kafla í grein Ólafs
Jónssonar. Ég hef heldur enga trú
á því að unnt sé að stefna að 15000
tunna framleiðslu á komandi ver-
tíð, eftir að vera búin rétt í vertíð-
arbyrjun að senda 6—7000 tunnur
til Danmerkur og Þýskalands á
okkar kostnað og með okkar fjár-
mögnun í allt að 6 mánuði. Þá er-
um við 3ja árið í röð að reyna að
troða inná markaðinn yfir 20.000
tunnum, sem við vitum að er of
mikið.
Við munum því með þeirri
stefnu eiga álíka birgðir óseldar
næsta haust, þrátt fyrir þær verð-
lækkanir, sem gert er ráð fyrir í
verðákvörðunar- og veiðistefnu
Ólafs Jónssonar, og mér finnst
það satt að segja hart, ef við lær-
um ekkert af vandræðum, sem
sumir framleiðendur og útflytj-
endur eru í nú.
Ef þessi nýja stefna verður
samþykkt hvað vinnst þá og hvað
tapast, og ekki hvað síst hverjir
borga brúsann?
Ólafur Jónsson gerir ráð fyrir
að þá sé hægt að selja 6000 tunnur
af gömlum hrognum og gera fyrir-
framsamninga um 6000 tunnur af
nýrri framleiðslu. Fyrirfram var
vitað að suma kaupendur vantar
hrogn og samkvæmt áætlunum
Ólafs sjálfs var hægt að selja fyrir
næstu vertíð allt að 2500 tunnum
af þessu gömlu hrognum á fullu
verði, en eitthvað hefir bæzt við af
sölum síðan, svo söluaukning á
gömlum hrognum yrði nálægt
3500 tunnur. En hvað kostar svo
þessi samningur? Hann kostar
lækkun á 6000 tunnum um 75 doll-
ara á tunnu eða 450.000 dollara,
hann kostar lækkun á 1050 tunn-
um með klásúlu um verðlækkun
um 75 dollara á tunnu sem gerir
78.750 dollara og hann kostar 16%
af andvirði 3500 tunna í allskonar
útflutningsgjöld, flutningsgjöld
o.fl. sem er 142.800 dollarar eða
alls 671.550 dollara. Hvað fæst þá
fyrir þessar seinustu 3.500 tunnur
sem óvissa er um sölu á nú. Jú,
3500 tunnur á 255 dollara er
892.500 dollarar, en tapið sem gert
er ráð fyrir hér að framan er
671.550 dollarar og þá fáum við
heim til skipta 220.950 dollara eða
63,12 dollara fyrir hverja tunnu.
Það má líka setja þetta dæmi upp
öðruvísi: Þessir 671.550 dollarar
sem tapast við þessa sölu er and-
virði 2.634 tunna á 255 dollara, svo
af 3500 tunnum fengjum við greitt
fyrir 866 tunnur. En þó þetta sé
slæmt, þá er engan veginn öll sag-
an sögð. Hvoru tveggja er, að tölu-
vert magn af hrognum hefir verið
selt innanlands með verðklásúlu,
allt það magn lækkar því einnig til
sjómanna, en það eru þeirra pen-
ingar sem svona rausnarlega er
verið að deila milli kaupenda. Mér
myndi síst detta í hug að Ólafur
væri með þessu að reyna að koma
sér aftur í mjúkinn hjá kaupend-
um, eftir að hann neitaði að selja
með gjaldfresti 1980, ég held að-
eins að hann hafi ekki athugað
málið niður í kjölinn, enda er
hann, eins og aliir vita, mjög
störfum hlaðinn og hefir í mörg
horn að líta í sínu starfi. Og svo er
hitt, sem er alvarlegasta hliðin á
þessu margslungna máli, og það er
fyrirhuguð lækkun á 15000 tunn-
um af framleiðslu ársins 1982 um
42 dollara á tunnu frá því verði,
sem var í fyrra, en það yrðu
630.000 dollarar og sjá þá vonandi
allir, hverju verði er verið að
kaupa sig út úr vandræðunum. Ég
spurði fyrr í þessum kafla hver
borgaði brúsann. Það er ekki sjóð-
urinn innan sjávarútvegsdeildar
SIS, sem keypti frystihúsið á Súg-
andafirði, — nei, það eru sjómenn
norður á Siglufirði og Raufarhöfn,
suður í Sandgerði og víðar um
land, sem þetta bitnar allt saman
á.
Það má flækja þetta mál í tölum
fram og aftur og fá mismunandi
útkomu, þegar bornar eru saman
danskar krónur, dollarar og mörk,
en það breytir ekki þeirri stað-
reynd að það kemur ekki króna
inn fyrir þessar 3500 tunnur af
gömlum hrognum, við þurfum
meira að segja að veita gjaldfrest
uppá 6 mánuði á flutningsgjöld-