Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 Þessi mynd var tekin þegar fram fór útfór Eduardo Freis, fyrrum forseta Chile og fyrsta kristilega demókratans, sem því embætti hefur gegnt og verið kjörinn til í Rómönsku Ameríku. Það bar til, að Pinochet, einvaldur í Chile, vildi fylgja Frei til grafar en margir viðstaddra hrópu til hansókvæðis- orð enda hefur Pinochet hrakið úr landi flesta frammámenn Kristilega demókrataflokksins í Chile. Ap-símamynd Árekstrar harðna á Öryggisráðstefnunni Stuðningur við Skakka turninn |{óm. 12. fehrúar. Al'. ÍTALSKA stjórnin hefur sam- þykkt 15 milljarða líra (120 milljónir ísl. kr.) fjárveitingu til að koma í veg fyrir að Skakki turninn í Pisa velti um koll. Fénu verður varið til þess að koma fyrir rafmagnsdælu- búnaði til að viðhalda vatns- þrýstingi í neðanjarðartjörn- um undir turninum. Hallinn á turninum hefur aukizt smátt og smátt og sér- fræðingar segja að hann velti um koll verði ekkert að gert. Turninn hallar um fimm metra frá lóðréttri línu. Skakki turninn í Pisa verð- ur lokaður almenningi hluta þess fjögurra ára tíma, sem það tekur að vinna verkið. Hluta fjárins verður varið til að bæta borgaryfirvöldum tekjumissinn. Krankfurl, 12. febrúar. Al’. FRIEDRICH Paulus, fyrrum höf- uðsmaður í SS, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í dag fyrir þátttöku í morðum a.m.k. 161 Pólverja á aldrinum 18 til 48 ára í þorpinu Jossefoh skammt frá Lublin í apríl 1940. Pólverjarnir voru líflátnir til að hefna morðs á þýzkri bænda- DAGBLADIÐ og V’ísir hafa það eftir sænsku blaði í gær að ágreiningur sé um það hvaða þjóðhöfðingi skuli vera fulltrúi Norðurlandanna á norrænni menningarsýningu, Scandinavia to- day, sem haldin verður í Bandaríkjun- um í haust, en eins og kunnugt er var forseta íslands, V igdísi Kinnbogadótt- ur, á sínum tíma falið að opna sýning- una og koma þar fram fyrir hönd allra Norðurlandanna. Segir í fregninni að Danadrottning og maður hennar hafi ákveðið að vera viðstödd opnunina og því kunni nýtt vandamál að vera upp komið. „Ilvað á að gera við frú Finn- bogadóttur? A að skrifa henni kurt- eislegt bréf, þar sem harmað sé að því miður verði ekki af Bandaríkjafór hennar? Kða á nefndin að halda sig við fyrri áætlun og láta drottninguna Bretar á leið til Norður- pólsins Lomion. 12. ffbrúar. Al*. LEIÐANGUR tveggja Breta lagði í dag af stað til Norður pólsins. Þetta er síðasti áfang- inn á hættulegri ferð leiðangurs- ins á sjó, ís og landi yfir bæði heimskautin, hinni fyrstu sem hefur verið farin. Sir Ranulph Fiennes leið- angursstjóri og félagi hans Charles Burton lögðu upp frá bækistöð sirtni Alert í Norð- ur-Kanada og eiga 829 km ferðalag fyrir höndum. Þeir vonast til að koma á Norður- pólinn í byrjun apríl. Þeir ferðast í snjóbíl og hafa með- ferðis 900 pund af vistum og búnaði. Kona Fiennes, Virginia, og tveir aðrir leiðangursmenn fylgjast með ferðum félag- anna í talstöð og skipuleggja birgðaflutninga í lofti ef með þarf. Ferð leiðangursins, sem kallast „Transglobe Expedi- tion“, hófst 1979. Meðlimir hans, 20 karlar og fimm kon- ur, hafa ferðazt yfir Afríku, Suðurskautið, Ástralíu og Asíu, Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku, Alaska og Norður-Kanada. Þetta hefur verð kallað „erfiðasta ferðalag í heimi" og síðasti meiriháttar leiðangurinn á jörðinni. Ferðin er 52.000 mílur, und- irbúningur hennar tók átta ár og 631 fyrirtæki standa að henni. Ef allt gengur að óskum verur Fiennes fyrsti maðurinn sem stígur fæti bæði á Suður- pólinn og Norðurpólinn. Fiennes kveðst hafa farið í ferðina „fyrir England“ og til að sanna að ævintýri séu ekki liðin undir lok. fjölskyldu í grenndinni nokkrum dögum áður. Sækjandinn færði rök fyrir því við réttarhöldin, sem hafa staðið i eitt ár, að það hafi verið sígaunar, en ekki pólsku þorpsbúarnir sem nazistar myrtu, er urðu þýzku fjölskyldunni að bana. Dómur Paulusar var mildaður þar sem hann hefur þrívegis orðið og forsetann keppa um athyglina vió setningarathöfnina?" er síðan haft eft- ir Sydsvenska dagbladet. Ólafur Egilsson, sendiherra, sem gegnir störfum forsetaritara um þessar mundir, sagði um þetta mái í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þessi skrif hljóta að vera á mis- skilningi byggð. Ferð Margrétar drottningar mun upphaflega til komin vegna óska fólks af dönskum uppruna, búsettu í Bandaríkjunum, og breytir á engan hátt því hlut- verki sem forseta Islands var í byrj- un falið af hálfu Norðurlandanna sameiginlega. Raunar var forseta- skrifstofunni kunnugt um fyrirhug- aða för drottningarinnar vestur um haf áður en tilkynnt var um hana Madríd, 12. fobrúar. Al*. ÁREKSTRAR Austur- og Vesturveld- anna á Öryggisráðstefnunni út af Póllandi hörðnuðu í dag, endurnýjað- ar voru ásakanir um mannréttinda- brot í Póllandi og fulltrúar Póllands sögðu Vesturveldin reyna að hrinda af stað borgarastyrjöld í landinu. Framtíð ráðstefnunnar er óljós, og vilja Svisslendingar að henni verði hætt sem fyrst. Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands, Carrington lávarður og Claude Cheysson, og aðrir ráð- herrar og fulltrúar á ráðstefnunni, gerðu ástandið í Póllandi að um- ræðuefni, gagnrýndu herstjórnina harðlega og sökuðu Rússa um að bera ábyrgð á því að herlögum var komið á í Póllandi. I ræðum fulltrúanna var því haldið fram að Pólland og Sovét- ríkin hefðu brotið mannréttinda- ákvæði Helsinki-sáttmálans frá 1975. „Það er út af fyrir sig skiljanlegt þegar herlögum er lýst í lóndum þar sem reynst hefði ókleift að halda lögum og reglu, en hvað Pól- land snertir verðum við að hafa að mæta fyrir rétti á einum ára- tug vegna málsins. Óvissa ríkti um endalok rétt- arhaldanna vegna herlaganna í Póllandi, þar sem enn skorti fram- burð mikilvægra, pólskra vitna. Lögfræðingur í Frankfurt fékk vegabréfsáritun í janúar til að fara til Póllands og viða að sér síðustu upplýsingunum sem skorti í málinu. opinberlega. Verður Margrét drottning viðstödd aðalopnun Scandinavia today í Washington, en mun síðan opna sérstaka danska sýningu sem haldin er í New York í tengslum við Scandinavia today.“ í viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í Svíþjóð, Guðfinnu Ragn- arsdóttur, sagði Göran Löfdahl, for- stjóri Svenska Institutet, sem sér um að skipuleggja þátt Svía í Scand- inavia today: „Þessi frétt er á algjörum mis- skilningi byggð. Danir senda drottn- ingu sína og mann hennar til að vera við opnunina, en sænski kon- ungurinn mun heimsækja sýning- una í nóvember. Hins má geta, að nokkrar deilur hafa verið innan dönsku sýningarnefndarinnar, en þær deilur ollu því t.d. að formaður dönsku nefndarinnar sagði af sér fyrir fáeinum dögum. Þau skrif sem hér um ræðir kunna að eiga rót sína það hugfast, að ofbeldið og mann- tjónið er ekki orsök, heldur afleið- ingar herlaganna," sagði Carring- ton. Cheysson sagði kreppuástandið í Póllandi aukast og fara versnandi. „Fangelsanir á stuðningsmönnum Samstöðu aukast 'og borgararnir eru neyddir til að breyta gegn eigin samvizku. Mótmæli almennings eru kæfð í fæðingu með ofbeldi af hálfu herstjórnarinnar," sagði Cheysson. Ráðherrar frá Svíþjóð, írlandi, l’arís, 12. fcbrúar. Al*. HUSIÐ þar sem ayatollah Khomeini bjó í útborg Parísar, þegar hann skipulagði bylting- una í íran, gereyðilagðist í sprengingu og eldi í nótt. Tveir hermenn úr frönsku Út- lendingahersveitinni féllu jafn- framt fyrir hendi vopnaðs manns á Korsíku og nokkrar sprengjur sprungu víðs vegar í Frakklandi. Khomeini fékk húsið í útborg- inni Neauphle-le-Chateau að láni þegar hann kom til Frakklands í október 1978 þegar hann hafði verið rekinn frá írak þar sem hann var 15 ár í útlegð. að rekja til þeirra deilna að ein- hverju leyti. Ove Svenson, sem bor- inn er fyrir því sem stendur í Syd- svenska dagbladet, á sæti í stjórnar- nefnd Scandinavia today, en um- mælin sem höfð eru eftir honum í blaðinu, hljóta að vera byggð á mis- skilningi, því að þetta hefur aldrei verið rætt innan nefndarinnar." Preben Hansen, nýr formaður dönsku sýningarnefndarinnar; sagði í samtali við Ib Bjornbak, fréttarit- ara Morgunblaðsins í gær, að enn hefði ekki verið endanlega gengið frá því með hvaða hætti þátttaka Margrétar drottningar í Scandinav- ia today yrði. Hins vegar lægi ljóst fyrir að þar sem drottningin kynni að verða viðstödd opnanir þar sem forseti íslands kæmi fram fyrir hönd Norðurlandanna allra í Bandaríkjunum 8. — 14. september nk. mundi drottningin sitja á meðan forsetinn talaði. 12 teknir í Indónesíu Djakarla. 12. febrúar. Al*. TÓLF indónesískir herforingjar hafa verið færðir til yfirheyrslu vegna njósnastarfsemi Rússa. Þetta fylgir í kjölfar brottvísunar sovézka stjórnar erindrekans Sergei Egorov undirof- ursta og handtöku yfirmanns skrif- stofu Aeroflot í Djakarta, Alexander Finenko, samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Sjóliðsforinginn Susdaryanto var þegar handtekinn fyrir að útvega sovézkum útsendurum mikilvæg skjöl um flotavarnir. Hann er líka sakaður um að hafa veitt þeim leyfi til athugana úr lofti á Natuna-eyjum á Suður-Kínahafi, sem Víetnamar og Indónesar deila um vegna mikil- vægra gas- og olíulinda er þar finn- ast. Indónesar efldu viðbúnað á eyjun- um fyrir tveimur árum og flugstöð var opnuð þar í maí í fyrra. Danmörku og Hollandi tóku í sama streng og Carrington og Cheysson í ræðum sínum. Jozef Wiejacz aðstoðarutanrík- isráðherra Póllands sagði Haig utanríkisráðherra Bandaríkjanna og félaga hans á ráðstefnunni halda uppi sálfræðistríði á pólska ráðamenn. Hann sagði ýmis um- mæli fulltrúa Vesturveldanna til þess fallin að hrinda af stað borg- arastyrjöld í Póllandi, og að Vest- urveldin myndu bera ábyrgð á at- burðum af því tagi. Brotizt hafði verið inn í húsið og eftirlíking af Khomeini fannst hangandi í tré í garðinum. Mengun mótmælt uppi á reykháfi New lork, II. fobrúar. Al*. Umhverfisverndarmenn, sem berjast gegn þeirri gífurlegu mengun, scm súr rigning veldur, settust í dag að uppi á reykháfum nokkurra orkuvera í Ohio og Indiana og á reykháfi kopar bræðslu í Arizona. Á jörðu niðri beið hins vegar lögreglan eftir því að geta handtekið mótmæl- endurna. Mótmælendurnir, sem eru í deild úr Greenpeace eða Grænfriðungasamtökunum, klifu skorsteina þessara sömu verksmiðja fyrr í vikunni til að vekja athygli á afleiðingunum sem súr rigning hefur fyrir náttúruna, en hún veldur því m.a., að fiskur hverfur úr vötn- um og ám og tré og jurtir drep- ast. Mjög kalt hefur verið í Indi- ana að undanförnu en mót- mælendur hafa ekki látið það hafa nein áhrif á sig og verið næturlangt uppi á reykháfun- um í allt að 20 gráðu frosti. Sumir hafa þegar verið hand- teknir fyrir tiltækið og segist nú lögreglan bíða eftir því að hinir komi sjálfviljugir ofan, ella verði þeir sóttir. Dæmdur fyrir morð í Póllandi „Á algjörum misskilningi byggðara -segir Svenska Institutet um frásagniraf misklíð vegna opnunar Scandinavia today Hús Khomeini í París brennur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.