Morgunblaðið - 13.02.1982, Side 29

Morgunblaðið - 13.02.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 29 Vantrúaður á að frjálshyggjan berjist fyrir frelsi venjulegra einstaklinga - segir Birgir Björn Sigurjónsson, höfundur nýrrar bókar um Frjáishyggjuna Blm.: Birgir, hver er ástæðan fyrir því að þú fórst að skrifa bók um frjáls- hyggjuna? Birgir: Það eru nú margar ástæður fyrir því. Mér blöskraði stefnuleysið sem hefur lengi einkennt ís- lenska hagstjórn, auk þess sem yfirgangur erlendra fyrirtækja í skjóli frjáls- hyggjunnar hefur valdið mér áhyggjum um framtíð og sjálfstæði þjóðarinnar. Svo eru þeir líka svo iðnir við að skrifa, þessir frjálshyggju- menn, og boða trú sína eins og fagnaðarerindi, að mér þótti orðið brýnt að vega á móti þeirri einstefnu. Blm.: Og hvernig tekur þú á þessum málum í bókinni? Birgir: Bókin er þannig upp byggð, að fyrstu kaflarnir lýsa forsendum frjáls- hyggjuhagfræðinnar eins og þær hafa verið settar fram af fremstu hagfræðingum hennar. Mér virðast ungir ís- lenskir frjálshyggjumenn ekki vera of vel heima í hag- fræðilegri hlið frjálshyggj- unnar; skrif þeirra heyra yf- irleitt frekar undir pólitík en hagfræði. Eg reyni að svara mörgum fullyrðingum frjálshyggjumanna með fræðilegum rökum og talna- gögnum. í seinni hluta bók- arinnar ræði ég meðal ann- ars þá hættu sem íslenskum iðnaði og útgerð stafar af erlendri ásælni. En frjáls- hyggjan er raunverulega hættuleg sjálfstæði íslensks iðnaðar. Það eru ekki allir sem skilja það. Sænsk gagnrýni? Blm.: Þú hefur starfað sem kennari við háskólann í Stokkhólmi. Er gagnrýni þín að sænskri fyrirmynd? Birgir: Það er útbreiddur misskilningur á íslandi að Svíar séu vinstrisinnaðir. Ástæðan er sú að þeir hafa ekki verið stórveldunum eins leiðitamir í utanríkisstefnu sinni og margar aðrar þjóð- ir. En heima fyrir og einkum í háskólanum á frjáls- hyggjuhagfræðin miklu fylgi að fagna. Þegar sænskir hagfræðingar útlista hvern- ig eigi að leysa efnahags- kreppuna, hafa þeir minni áhyggjur af atvinnu fólks og lífsafkomu heldur en arð- semi fjármagnsins. Þannig að maður hefur auðvitað Út er komin bókin Frjálshyggjan eftir Birgi Björn sigurjóns- son, hagfræðing. Bókin er rúmlega 250 bls. að stærð og er útgefandi bókaforlagið Svart á hvítu. Hér fer á eftir viðtal við höfund bók- arinnar. BIRGIR BJORN SIGURJÖNSSON FlUÁtS’ HYGTiJ^ 3S25K3& á íslandI. • Ríkisbáknið — fyrtr hvem? • Áhreriö — ertend á»ælnl? • Hagfraeðtngar Stjómmálamenn? • Frjálshyggjuþjoðfelagtö - framtiðarþjóðfélagið? Bókarkápa. Birgir Björn Sigurjónsson, hag- frædingur. dregið ýmsar ályktanir af umræðunum þarna. Annars var ég einu sinni fylgjandi frjálshyggjunni sjálfur, — þegar ég var Vökumaður í Háskóla íslands. Þá taldi ég hana miða að því að standa vörð um frelsi þjóðar og ein- staklinga, og var jafnframt andvígur hernum og stóriðju í erlendri eigu. í dag er ég vantrúaður á það að frjáls- hyggjan berjist fyrir frelsi venjulegra einstaklinga. Hún er sniðin fyrir þá ríku og að sama skapi andstæð hinum fátæku. Blm.: Fyrir þá ríku? Birgir: Já; ef þú skoðar þetta í alþjóðlegu ljósi, út frá milliríkjasamskiptum og hagsmunum auðhringanna. Á Islandi eru það t.d. aug- ljósir hagsmunir innlends iðnaðar að kveða niður frjálshyggjudrauginn. Frelsi einstaklingsins Blm.: Fyrir hverja ertu að skrifa þessa bók? Birgir: Fyrst og fremst er ég auðvitað að skrifa þetta fyrir allan almenning; ég álít að menn séu orðnir þreyttir á málflutningi ungra frjáls- hyggjumanna. í aðra rönd- ina reyni ég að höfða til fólks sem hefur lesið hag- fræði og hefur eins og mér fundist mikilvægt að halda frelsi einstaklingsins í heiðri. Ég vil útskýra fyrir því fólki merkingu hugtaks- ins frjálshyggja eins og það birtist í frjálshyggjuhag- fræðinni með því að beita hagfræðilegum rökum, því umræðan um frelsi má ekki kafna í lýðskrumi og lodd- araskrifum. í vissum skiln- ingi er ég þannig að skrifa fyrir þá sem frjálshyggju- menn hafa þegar frelsað svo þeir viti hvers konar frelsi frjálshyggjan heitir þeim. „Draumur" frjálshyggjunn- ar gæti breyst í martröð, ef hann rætist. EG smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar -w-yyv—ryv- húsnæöi óskast Rekstrarframtöl Aöstoö viö gerö rekstrarfram- j tala. Leiöarvisir sf. símar 29018 og 16012. Skrifstofuhúsnædi 30 fm skrifstofuhúsnæöi óskast | til leigu, fyrir endurskoöenda- i skrifstofu. Helst i nágrenni | Heima- eöa Vogahverfis. Uppl. i | sima 39908 og 37195. þjónusta -A-JlA.A A Svona á aö telja fram til skatts 1982 Rit sem gilda allt áriö og fæst i bokabuöum og blaöasöluturn- um. Agóöi af ritinu rennur til öldrunarmála. Fyrirgreiösla Leysum út vörur úr banka og tolli meö greiöslufresti. Lysthaf- endur leggi inn nöfn til Mbl. merkt: „Fyrirgreiösla — 7861". Innflytjendur Get tekiö aö mér að leysa út vörur Umsóknir sendist augiýs- ingad. Mbl merkt: ,T — 8252". IOOF 8 = 1632144: M.a. Félag Kaþólskra leikmanna heldur aöalfund sinn i Stigahliö 63 manudaginn 15. febrúar kl. | 20.30. Venjulega aöalfundar- 1 störf Stjórn FKL Fíladelfía Börn, æskufólk velkomiö i sunnudagaskólann. Njarövík- urskóli kl. 11. Grindavikurskóli kl. 14. Sýnum fallegar litskugga- myndir. Muniö svörtu börnin. Kristján Reykdal. Heimatrúboðið Óöins- götu 6a Almenn samkoma á morgun sunnudag kl. 20.30. Allir vel- komnir. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík A morgun. sunnudag, veröur sunnudagaskóla kl. 11.00 og al- menn samkoma kl. 17.00. Veriö velkomin. Krossínn Æskulyössamkoma i kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34. Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. V/RKA Klapparstig 25—27. simi 24747 Námskeiö í bútasaumi Eftirmiðdaga. hefjast 15/2 kl. 5—8 mánudaga og 18/2 kl. 5—8 fimmtudaga. Kvoldnamskeid. hefjast 22/2 kl. 8—11 mánudag, 24/2 miö- vikudag og 25/2 fimmtudag. Framhaldsnámsketð í búta- saumi, hefjast þriöjudaginn 23/2 kl. 8—11 Hnýtmgar. hefjast fimmtudag 25/2 kl. 8—11. □ Gimli 59821527 — 1 Frl FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferöir sunnudaginn 14. febr.: 1. kl. 10 f.h. Ferö aö Geysi og Gullfossi. Feröafélagiö hefur fengiö ieyfi hjá Geysis-nefnd, til þess aö setja sápu i hverinn og framkalla gos. Ath.: Feröa- félagiö efnir aöeins til þessar- ar einu feröar aö Geysi. Verö kr. 150. 2. Kl. 13 — Skiöagönguferö í Ðláfjöll. Verö kr. 50. Frítt fyrir börn i fylgd fulloröinna Fariö frá Umferöarmiöstööinni, austanmegin Farmiöar viö bil. Feröafélag Islands. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 14. febr. 1. Kl. 10.00: Gullfosi í klaks- böndum — Gjótandi Geyair. Verö 150 kr. Fararstjóri Kristján M Baldursson. 2. Kl. 11.00: Grindaakörö — Bollar. Skiöa- og gönguferó. Ekiö i Kaldarsel og gengió þaóan. Verö 50 kr. Fararstjóri Þorleifur Guömundsson. 3. Kl. 13.00: Helgafell — Vala- hnúkar. Gengiö fra Kaldarseli. Verö 50 kr Fararstjóri Steingrimur Gaut- ur Kristjánsson. I allar feröirnar er lagt af staö fra BSI aó vestanveröu. i ferö 2 og 3 er folk tekió við kirkjugaróinn i Hafnarfirói. Utivist. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Félag sjálfstæöis- manna í Langholti heldur fund 15. febrúar kl. 8.30. Fundarefni: Er pólitísk innræting stunduö í skólum landsins? Frummælandi: Haraldur Kristjánsson nemi. Akureyri Akureyri Prófkjör sjálfstæöismanna Auglyst er eftir framboöum til prófkjörs vegna komandi bæjarstjórn- arkosninga Frambjööandi skal vera félagi í einhverju sjálfstæóisfe- laganna a Akureyri og hafa meömæli minnst 25 og mest 50 félags- bundinna sjálfstæöismanna og má hver maöur mæla meö 5 mönnum mest. Framboöum skal skilaó til formanns kjörstjórnar, Ragnars Steindórssonar hrl., Espilundi 2, jyrir miönætti, fimmtudaginn 18. febrúar nk. Kjörstjómin. Hafnarfjörður Sjálfstæóiskvennafelagiö Vorboöi heldur fund i Sjálfstæóishúsinu, mánudaginn 15. februar kl. 20.30. Fundarefni: Aö taka afstöóu og fylgja henni eftir. Framsögumaöur: Inga Jóna Þoröardóttir. Kaffiveitingar Allar sjalfstæöiskonur eru hvattar til aö mæta og taka meö ser gesti. Stjórnin. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.