Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 31

Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 31 tJtflutningiir íslendinga dróst saman um 11% 1981 Iðnaðarvöruútflutningur dróst saman um 5% - Þangmjölsútflutningur jókst um 258% Hcildarútflutningur íslendinga dróst saman um 11% í magni talið á síðasta ári, en alls voru flutt út 675.466 tonn, samanborið við 754.238 tonn árið 1980. Verðmæta- aukningin milli ára var um 46%, en heildarverðmæti útflutnings á síð- asta ári var liðlega 6,536 milljarðar króna, samanborið við liðlega 4,459 milljarða árið 1980. l’essar upplýs- ingar koma fram, í samantekt Ut- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Útflutningur iðnaðarvara dróst saman á síðasta ári um 5% í magni talið, en alls voru flutt út 163.903,4 tonn á síðasta ári sam- anborið við 172.666,6 tonn árið 1980. Verðmætaaukningin milli ára var um 30%, en heildarverð- mæti iðnaðarvöruútflutnings á síðasta ári var liðlega 1,269 millj- arður króna, samanborið við lið- lega 976 milljónir króna árið 1980. Útflutningur á álmelmi og áli dróst saman um 6% á síðasta ári í magni talið, en alls voru flutt út 63.187,5 tonn á árinu 1981, sam- anborið við 67.318 tonn árið 1980. Verðmætaaukningin milli ára var aðeins 17%, en verðmæti ál- og álmelmisútflutnings á árinu 1981 var liðlega 634 milljónir króna, samanborið við 541,7 milljónir króna árið 1980. Um 8% aukning varð í útflutn- ingi á ullarvörum á síðasta ári, þegar alls voru flutt út 1.574,5 tonn, samanborið við 1.454,3 tonn á árinu 1980. Verðmætaaukningin milli ára var liðlega 54%, en heild- arverðmætið á síðasta ári var lið- lega 246,4 milljónir króna, sam- anborið við liðlega 160 milljónir króna árið 1980. Kísiljárnsútflutningur jókst á síðasta ári um 27% í magni talið, þegar út voru flutt 32.081,7 tonn, samanborið við 25.309,1 tonn á ár- inu 1980. Verðmætaaukningin milli ára var liðlega 53%, en heild- arverðmætið á síðasta ári var lið- lega 123,4 milljónir króna, sam- anborið við liðlega 80,5 milljónir króna á árinu 1980. Skinnavöruútflutningurinn dróst saman um 18% í magni tal- ið, þegar út voru flutt 602,4 tonn árið 1981, samanborið við 737 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukningin milli ára var hins vegar um 28%. Heildarverðmætið á síðasta ári var tæplega 93 milljónir króna, samanborið við liðlega 72 milljón- ir króna á árinu 1980. Þá má geta þess, að útflutning- ur á þangmjöli jókst um 289% í magni talið á síðasta ári, þegar út voru flutt 2.698,1 tonn, samanbor- ið við 691,9 tonn á árinu 1980. Verðmætaaukningin milli ára var hins vegar um 358% milli ára, en heildarverðmæti útflutningsins var á síðasta ári um 7,7 milljónir króna, samanborið við tæplega 1,7 milljónir króna á árinu 1980. Mikill samdráttur í brezkum fiskiðnaði Miklir erfiðleikar steðja nú að brezkri útgerð og fiskvinnslu og hefur skipum í eigu Breta, sem notuð hafa verið til úthafsveiða, fækkað ur 500 á árinu 1974 í um 90. Nú nýlega voru tvö mestu vciðiskip Breta, Arctic Buccaneer og Arctic Galliard seld til Nýja Sjálands. Þorskafli Breta hefur minnkað úr 345 þús. tonnum ári.) 1970 í 104 þús. tonn árið 1980 of heildarfiskafli Breta hefur á sam tíma lækkað úr 975 þús. tonnum i 759 þús. tonn. Astæðan fyrir þessu hruni í brezkum fiskiðnaði er að sjálf- sögðu útfærsla í 200 sjómílur við Island og Noreg, en þar voru helztu veiðisvæði brezku fiski- skipanna, en því til viðbótar hafa Bandaríkjamenn aukið fiskveiðar sínar verulega og þar með hefur dregið úr fiskútflutn- ingi ýmissa þjóða til Bandaríkj- anna. Mikið af þeim fiski, sem áður var fluttur til Bandaríkj- anna, er nú seldur í löndum Efnahagsbandalagsins og þá sérstaklega í Bretlandi og veldur þetta mikla fiskframboð lækk- andi verði. A fyrstu níu mánuð- um ársins 1981 fengu brezkir fiskimenn að meðaltali 522 pund fyrir tonnið af þorski og var það 9% lækkun frá sama tíma á ár- inu 1980. Sömu sögu er að segja um aðrar fisktegundir og þessi þróun i verðlagi hefur haldið áfram. Að mati Austen Laing er verð á fiski í Bretlandi nú 25—30% lægra en það þyrfti að vera til þess að brezkur fisk- iðnaður gæti staðið undir sér. Þá eru ný áhyggjuefni fram- undan fyrir brezka útgerð og fiskvinnslu. Enn hefur ekki náðst samstaða um sameiginlega fiskveiðistefnu Efnahagsbanda- lagsríkjanna. Þegar Bretland gerðist aðili að Efnahagsbanda- laginu var veittur 10 ára um- þóttunartími vegna fiskveiði- mála og rennur hann út í upp- hafi næsta árs. Bretar halda fast við það, að brezkir fiskimenn hafi einkarétt til veiða innan 12 mílna fiskveiðilögsögu, en Frakkar leggja áherzlu á, að að- ildarríki Efnahagsbandalagsins hafi rétt til fiskveiða upp að ströndum hvers aðildarríkis, eins og gert var ráð fyrir í upp- haflegum tillögum að fiskveiði- stefnu bandalagsins, sem lagðar voru fram áður en Bretland gerðist aðili að EBE. Brezki sjávarútvegsráðherr- ann, Alick Buchanan Smith, hef- ur lýst því yfir, að engin brezk ríkisstjórn muni leyfa erlendum fiskimönnum fiskveiðar uppi í fjöru, en ef engin niðurstaða fæst og málið verður lagt fyrir Evrópudómstólinn er búizt við að dómurinn falli Bretum í óhag. Bretar hafa yfirleitt hlýtt slík- um dómsúrskurði Evrópudóm- stólsins, þótt aðrar aðildarþjóðir EBE hafi ekki gert það og eru brezkir fiskimenn ekki bjartsýn- ir um, að gengið verði gegn þeirri hefð til þess að verja þeirra hagsmuni. Curt Nicolin, formaður sænska vinnuveitendasambandsins, gestur á aðalfundi Verzlunarráðs íslands: Þjódsagnapersóna í lifanda lífi Curt Nicolin, formaður sænska vinnuveitendasambands- ins, verður gestur á aðalfundi VerzlunarráÖs Islands 25. febrúar næstkomandi. Hann flytur þar erindi, sem nefnist: Efnahagslífið á tímamótum, — vandi velferðarríkisins, hvað tekur við? Nafn Nicolins hefur unnið sér sess í sænskri tungu sem tákn fyrir hagræðingu og árangursríka stjórnun. Þegar menn standa frammi fyrir stirðbusahætti, skrifræði, slæmri stjórnun og skorti á hagræðingu hjá því opinbera eða í sæn^kum iðnaði, er viðkvæðið þetta: „Náið í Nicolin." Nicolin er orðin þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi. Magir gæti haldið, að þessi ummæli um hann væru ýkjukennd en staðreyndirn- ar tala öðru máli. Curt René Nicolin er fæddur í Stokkhólmi árið 1921. Hann lauk verkfræðiprófi árið 1945 og sama ár hóf hann störf hjá fyrirtækinu STAL. Tíu árum seinna varð hann tæknilegur framkvæmdastjóri þess. Á þeim árum hannaði hann ásamt samstarfshópi fyrsta sænska þotuhreyfilinn. Fyrir það afrek veitti sænska vísindaaka- demian honum gullverðlaun árið 1953. Endurskipulagði tvö stórfyrirtæki Á árinu 1961 var Cert Nicolin ráðinn framkvæmdastjóri ASEA, stærsta rafvélafyrirtækisins í Skandinavíu. ASEA var tæknilega mjög há- þróað og sérfræðingar fyrirtækis- Curt Nicolin, formaður Sænska vinnuveitendasanibandsin.s. ins höfðu getið sér góðan orðstír um allan heim. En stjórnun fyrir- tækisins var ábótavant. Yfirbygg- ingin var orðin allt of mikil og þung í vöfum. Nicolin hófst strax handa við að endurskipuleggja fyrirtækið og koma á hagræðingu í rekstri. Hann gerði arðbærari þáttum starfseminnar hærra und- ir höfði, breytti yfirstjórninni og kom á nýrri og virkari deildaskip- an í fyrirtækinu, minnkaði kostn- að við birgðahald og dró úr ráðn- ingu skrifstofufólks. Sú saga er sögð til marks um lagni hans við þessa endurskipulagninu, að hann fækkað störfum án þess að til árekstra kæmi. En Nicolin var varla byrjaður á þessu umfangsmikla uppbygg- ingarstarfi, þegar hann var lánað- ur til SAS-flugfélagsins, til þess að bjarga fyrirtækinu, sem þá rið- aði til falls. Það tóks svo vel til, að á nokkrum mánuðum rétti hann fyrirtækið við og lagði grunninn að þeirri hagstæðu fjárhagslegu stöðu, sem SAS býr við í dag. Um 40 þúsund manna fyrirtæki Undir stjórn Nicolins hefur framleiðni á starfsmann hjá ASEA aukizt stórlega. Hún er nú hærri en þekkist nokkrs staðar annars staðar í Evrópu. Aðal- ástæður fyrir þessari hagstæðu þróun eru nútímalegar vinnslu- rásir, tölvuvæðing í framleiðslu og stjórnun og auknar rannsóknir. 1981: Afkoma í alþjóða- siglingum léleg AFKOMA alþjóðasiglinga var léleg á árinu 1981 og er þar fyrst og fremst um að kenna almennum sam- drætti í efnahagslífi heimsins. Greinarmun verður þó að gera á, hvort um er að ræða áætlanasigl- ingar eða stórflutninga. Sveiflan í áætlanasiglingum er minni og afkoma þar mismunandi eftir markaðssvæðum. I alþjóðleg- um línusiglingum ríkir mjög mis- munandi samkeppni, og hefur t.d. geisað verðstríð á Norður- Atlantshafinu, líkt og í fluginu. Hvað varðar stórflutningana, var árið 1981 harla lélegt og víða alvarlegur samdráttur. Leiguverð hefur almennt lækkað svo og sölu- verðmæti skipa. Skip hafa verið höggvin upp í stórum stíl og öðr- um lagt.Sem dæmi má nefna.að vegna mikillar minnkunar í olíu- neyzlu í heiminum, hefur orðið mikill samdráttur í olíuflutning- um. Var olíuframleiðsla síðustu mánuði ársins 1981 sérstaklega hæg, eða um tveir þriðju hlutar af meðaltali ársins 1979. í desember sl. lágu í Persaflóa olíuskip með 10 milljónir tonna flutningsgetu og biðu verkefna. Hjá ASEA vinna nú um 40 þús- und starfsmenn og fyrirtækið hef- ur útibú í 36 löndum. Hlutafé þess er 225 milljónir dollara, sem er í eigu 80 þúsund handhafa. ASEA hefur komið mikið við sögu raf- væðingar hér á landi. Flestar virkjanir okkar eru búnar vélum frá þeim, svo sem virkjanir í Sogi, Laxá, Andakílsá, Fljótsá og nú síðast í Hrauneyjafossvirkjun. Þess má einnig geta að ASEA stendur framarlega í framleiðslu og sölu á vélmennum. Umboðsaðili ASEA á Islandi er Johan Rönning hf. lleiðursdoktor í verkfræði Nicolin var gerður að heiðurs- doktor í verkfræði árið 1974. Hann er nú stjórnarformaður í ASEA AB og í nokkrum fleiri tengdum fyrirtækjum. Þá hefur hann verið formaður sænska vinnuveitenda- sambandsins frá árinu 1976. Hann tekur virkan þátt í viðræðum um kjarasamninga við sænsku verka- lýðshreyfinguna og nýtur þar mik- illar virðingar. Nicolin stendur nú á sextugu. Hann er kvæntur og fimm barna faðir. Áhugamál hans eru tennis og siglingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.