Morgunblaðið - 13.02.1982, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982
Njarðvík:
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
í prófkjöri vegna bæjarstjórnarkosninga
Aki (iran/.
málaramcistari
f. 2(i. júní 1925
Alfred G. Alfredsson
skrifstofustjóri
f. 5. júlí 193.3
Jónína Sanders
gjaldkeri
f. 2.3. desember 1955
Júlíus G. Kafnsson
fiskverkandi
f. 10. maí 1947
Guóbjartur Greipsson
smiður
f. 2. marz 1957
Halldór Guðmundsson
framkvæmdastjóri
f. 13. febrúar 1928
María Sveinbjörnsdóttir
bankaritari
f. 7. desember 1944
Magdalena Olsen
húsmóóir
f. 26. marz 1948
Helga Óskarsdóttir
sölumaóur
f. 29. október 1942
Ólafur Pálsson
skipstjóri
f. 27. júlí 1954
Ingi Gunnarsson
aóstoðarstöóvarstjóri
f. 2. maí 1931
Sigríður Aðalsteinsdóttir
húsmóðir
f. 27. maí 1934
Ingólfur Bárðarson
rafverktaki
f. 9. október 1937
Sveinn Kiríksson
slökkviliðsstjóri
f. 30. júlí 1934
Sameiginlegt
SAMEIGINLEGT prófkjör verður
hjá stjórnmálaflokkunum í Njarðvík
laugardaginn 13. og sunnudaginn
14. febrúar nk. Kosið verður í félags-
heimilinu Stapa frá klukkan 10—19
báða dagana og er kosningaþátttaka
bundin við 18 ár. Kjósandinn á að
merkja við listabókstaf þess flokks,
sem hann styður og raða mönnum á
þann lista eingöngu, minnst í þrjú
sæti, með því að númera frambjóð-
endur frá einum og upp úr. I'rír nú-
verandi bæjarfulltrúar gefa ekki
kost á sér í prófkjörinu; sjálfstæðis-
mennirnir Ingólfur Aðalsteinsson og
Yngvar Jóhannesson og alþýðu-
flokksmaðurinn Hilmar Pórarins-
son. Meirihlutann í Njarðvík mynda
tveir fulltrúar Alþýðuflokks, einn
framsóknarmaður og einn fulltrúi
Alþýðubandalagsins, en 3 fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins eru í minnihlut-
anum.
Frambjóðendur Alþýðubanda-
lagsins í prófkjörinu eru: Ester
Karvelsdóttir, Þórustíg 10, Lína
María Aradóttir, Holtsgötu 12,
Oddbergur Eiríksson, Grundar-
vegi 17, Þórarinn Þórarinsson,
prófkjör um helgina
Borgarvegi 13, og Örn Óskarsson,
Tunguvegi 7.
Frambjóðendur Alþýðuflokks-
ins eru: Eðvald Bóasson, Hlíðar-
vegi 88, Erna Guðmundsdóttir,
Móavegi 3, Guðjón Helgason,
Hlíðarvegi 11, Gunnólfur Arna-
son, Lágmóa 5, og Grímur Karls-
son, Klapparstíg 13.
Frambjóðendur Framsóknar-
flokksins eru: Bragi Guðjónsson,
Njarðvíkurbraut 13, Einar Aðal-
björnsson, Hjallavegi 5 L, Gunnar
Ólafsson, Hæðargötu 4, Gunn-
laugur Óskarsson, Hjallavegi 5 C,
Ingigerður Guðmundsdóttir,
Klapparstíg 7, Margrét Gestsdótt-
ir, Njarðvíkurbraut 12, Ólafur
Eggertsson, Kirkjubraut 9, Ólafur
Guðmundsson, Grundarvegi 1,
Ólafur I. Hannesson, Brekkustíg 4,
Ólafur Þórðarson, Hæðargötu 3,
Sigurjón Guðbjörnsson, Hlíðar-
vegi 76, og Steindór Sigurðsson,
Klapparstíg 10.
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins eru: Áki Granz, Norður-
stíg 5, Alfreð G. Alfreðsson,
Holtsgötu 19, Guðbjartur Greips-
son, Hjallagötu 11, Halldór Guð-
mundsson, Borgarvegi 19, Helga
Óskarsdóttir, Kirkjubraut 6, Ingi
Gunnarsson, Hólagötu 43, Ingólf-
ur Bárðarson, Hólagötu 45, Jónína
Sanders, Hraunvegi 19, Júlíus G.
Rafnsson, Hjallavegi 5, Magda-
lena Olsen, Hjallavegi 5 A, María
Sveinbjörnsdóttir, Lágmóa 8,
Ólafur Pálsson, Grundarvegi 17,
Sigríður Aðalsteinsdóttir, Hlíð-
arvegi 5, og Sveinn Eiríksson, Ak-
urbraut 4.
Er eignaupptaka á íbúðum í Byggingar-
félagi verkamanna það sem koma skal?
vftir Jijama G.
JVwiasson
Hvarvetna þar sem jafnaðar-
stefnan hefur fest rætur, hefur
hún reynst vörn fyrir launþega og
neytendur, auk þess hefur hún
borið hátt merkið um samvinnu og
samhjálp. Samhjálpin hefur verið
þeim ofarlega í hug, sem sömdu
lögin um verkamannabústaði
1935. Um byggingarsjóð er fjallað
í 3. gr. 3. mgr., þar segir: „Bæjar-
sjóðir og sveitarsjóðir, sem um
ræðir í 2. gr., leggja í sjóðinn ár-
lega upphæð, sem svarar til
tveggja króna fyrir hvern íbúa
kaupstaðarins eða kauptúnsins."
Samhjálpin verður þannig til fyrir
skattgreiðslur í skipulögðu þjóð-
félagi. Húsnæðismálin eru þar
hátt skrifuð. Þetta er fögur stefna,
og engin goðgá að menn ánetjist
henni.
Er allaballaauðvaldið, sem
stjórnar byggingarsjóði og bygg-
ingarfélögum verkamanna að
framkvæma jafnaðarstefnuna.
Nei, það er að ráðast á garðinn þar
sem hann ér lægstur, gera aðför
að öldruðu fólki, sem er búið að
ala þá von í brjósti að íbúðirnar
eftir fjörutíu ára veru í þeim yrðu
þeim háldreipi í hárri elli. Þessir
herrar eru að kalla yfir sig ógæfu.
Það má ætla að þeim sé efst í hug
að gera íbúðirnar að leiguíbúðum.
Að þetta er ekki sagt útí hött má
ráða af samtölum, sem farið hafa
fram við menn á æðstu stöðum, af
skrifum um málið og síðustu laga-
breytingum frá 1980. í gr. nr. 51 2.
mgr. segir: „Ekki er heimilt að
leigja verkamannabústað án sam-
þykkis stjórnar verkamannabú-
staða og er leigusamningur ella
ógildur. Stjórnin getur bundið
samþykki sitt til útleigu skilyrð-
um um fjárhæð leigunnar og
leigutíma." Lagabreytingarnar
eru forspjall að eignaupptökunni,
við greiðum geysiháa upphæð í
skrifstofukostnað, allt viðhald og
fasteignagjöld, yfirvöld koma síð-
an í fyllingu tímans og sölsa undir
sig réttmætar eigur aldraðs fólks,
sem erfitt á með að verja hags-
muni sína. Þessi verða málalokin,
ef íbúðareigendur fljóta sofandi
að feigðarósi. Okkar réttlætis-
krafa er að þær íbúðir sem eru
orðnar skuldlausar geti selst á
frjálsum markaði ef eigendur óska
þess. Að neyða fólk til að selja
eign sína á hálfvirði, setur á það
átthagafjötra sem eru í senn
óréttlátir og siðlausir.
Varðandi það hvort litið hafi
verið á menn sem eigendur í upp-
hafi, er vert að athuga staðreynd-
ir. Á fundi, sem haldinn var um
það leyti sem flutt var inn í fyrstu
íbúðirnar var rætt um fyrir-
framgreiðslur og lánskjörin. Þá
voru erfiðir tímar að baki, ekki
allir komnir í takt við gullkálfinn
sem var að fæðast. Þá var gerð
uppástunga þess efnis að lánstím-
inn yrði lengdur, í framhaldi af
því var formaður félagsins spurð-
ur, hvort við ættum ekki íbúðirnar
þegar lánin væru greidd upp, og
svaraði hann því játandi. I tuttugu
og fimm ára afmælisriti Bygg-
rlil . ' i.M -. 1 ) ’.l I I.M > I 1 '
ingarfélags verkamanna segir:
„Byggingarkostnaður tveggja
herbergja íbúðanna varð krónur
15.955,77 og bar hverjum íbúðar-
kaupanda að greiða 15% kostnað-
arverðsins við móttöku íbúðanna,
en lán byggingarsjóðs á hverja
tveggja herbergja íbúð nam kr.
13.562,40. Mánaðar afborganir af
íbúðunum voru fyrst kr. 74,70.“
Þegar þetta átti sér stað vorum
við kallaðir kaupendur, staðið að
öllu eins og við kaupendur, enda er
kaupsamningurinn til. í lögum um
verkamannabústaði frá 1935, 6. gr.
5. mgr., segir: „íbúðirnar séu seld-
ar félagsmönnum fyrir það verð,
sem þær kosta byggingarfélagið,
gegn a.m.k. 15% útborgun, og með
sömu lánskjörum á eftirstöðvum
kaupverðsins, sem félagið nýtur
hjá byggingarsjóði."
Það, sem verður að ske, er að
íbúðareigendur standi saman sem
einn maður, þeir geta ekki lengur
gengið löghelsaðir, færðir í átt-
hagafjötur, horfandi á íbúðir sín-
ar ganga kaupum og sölum fyrir
ekki hálfvirði. Þeir verða að slíta
þessa fjötra og standa saman sem
ein heild um sinn hag. Það, sem
hægt er að gera, er að láta kveða
upp dóm í málinu, en það tekur
langan tíma. Eg hygg að það sé
þungur hugur í félagsmönnum í
garð hinna nýju stjórnenda og
menn almennt taki undir áskorun
til valdhafa um að breyta þessum
ólögum sem á engan hátt sam-
ræmast hugmyndum' Islendinga
um félagslega samhjálp. Slík sam-
hjálp á að vera til að bæta hag
„Gamla Reykjavíkuríhaldið
fór ekki verr að ráði sínu en
það, að eftir tuttugu ár veitti
það verkamönnum fullan yf-
irráðarétt yfir íbúðunum við
Bústaðaveginn, sama gerðist
hjá borginni í sambandi við
íbúðir, sem hún lét byggja
við Hringbraut og við Alfta-
mýri. Nýja allaballaauðvald-
ið ber hins vegar ekki hags-
muni alþýðufóiks fyrir
brjósti.“
hinna efnaminni. Ekki til að ræna
gamalmenni réttmætri eign.
Alþingi ber að leysa málið, al-
þingismönnum ber að leggja
okkur lið í þessu réttlætismáli.
Gamla Reykjavíkuríhaldið fór
ekki verr að ráði sínu en það, að
eftir tuttugu ár veitti það verka-
mönnum fullan yfirráðarétt yfir
íbúðunum við Bústaðaveginn, sama
gerðist hjá borginni í sambandi við
íbúðir, sem hún lét byggja við
Hringbraut og við Álftamýri. Nýja
allaballaauðvaldið ber hins vegar
ekki hagsmuni alþýðufólks fyrir
brjósti.
Hvítflibbamenn þess hafa það eitt
í huga að komast yfir völd og fé.
Þeir leggja drápsklyfjar af allskonar
gjöldum á íbúana í Byggingarfélagi
verkamanna. Þeir stefna að eigna-
upptöku. Þeir gera menn í raun að
leiguliðum, sem hvorki geta leigt
eða selt „eign“ sína. Gamlar íbúðir
eru metnar á minna en hálfvirði.
íbúðir, sem þetta nýja auðvald
sölsar undir sig eru látnar standa
auðar langtímum saman til að
hægt sé að selja þær nýjum kaup-
anda á miklu hærra verði. Það
væri fróðlegt að fá allt bókhald
þessara manna endurskoðað af
marktækum mönnum.
Má álíta að við séum að berjast
vopnlausir? Nei, aldeilis ekki, við
höfum hárbeitt vopn, sem við beit-
um ef með þarf, samstaða félags-
manna er allt sem þarf. Framund-
an eru tvennar kosningar, þær
fyrri geta orðið prófsteinn á þær
síðari, í framhaldi af því eigum við
að stíga á stokk og strengja heit
að kjósa engan þann stjórnmála-
flokk sem ekki gefur skýlausa yf-
irlýsingu um að hann styðji okkur
í málinu, það sé hans ósk að leysa
það okkur í vil. Á þennan hátt ber
okkur að vinna, og ef við vinnum
vel, þá er fullvíst að málið er í
öruggri höfn.