Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 37 austur og vestur um haf og kunni skil á löndum og þjóðum. Hann var vinmargur, vinfastur, gestris- inn og ræktarsamur og honum stóðu því víða dyr opnar. Árið 1938 kvæntist Einar Ólöfu Magnúsdóttur frá Hóli í Bolung- arvík, en hún lézt 18. febr. 1968, eftir stranga sjúkralegu. Síðustu 10 árin bjó hann á Isafirði hjá kjördóttur sinni, Hansínu, og tengdasyni, Kristjáni Jónassyni, framkvæmdastjóra. Hjá þeim naut hann umönnunar og félags- skapar þeirra og tápmikilla barnabarna, þeirra Einars Vals, Kristins, Steinars, Ólafar og Guð- mundar, sem alla tíð voru hænd að afa sínum og áttu með honum fjöl- margar auðnustundir. Á heimili Hönnu og Kristjáns er jafnan gestkvæmt, og þar átti Einar hamingjuríkt ævikvöld, fullgildur þátttakandi í atburðum líðandi stundar allt til hinzta dags. Einar og Ólöf tóku Ágúst Jóns- son í fóstur, þegar hann var á fyrsta ári og gengu honum í for- eldrastað. Agúst býr á Neskaup- stað. Hann er kvæntur Birnu Geirsdóttur og eiga þau þrjú börn: Einar, Guðna og Ingu. Daginn áður en Einar Stein- dórsson lézt, talaði hann við Lóu dótturdóttur sína í síma, en hún dvelst í Uppsölum í Svíþjóð ásamt Björgvin Hjörvarssyni, eigin- manni sínum, sem þar stundar nám. Þau lögðu á ráðin um ferða- lag til Svíþjóðar að vori. En for- lögin breyttu skyndilega þeirri ferðaáætlun í ferð til fyrirheitna landsins handan við móðuna miklu. Þegar þessi sómamaður er kvaddur hinzta sinni, ríkir í brjóstum okkar söknuður. Sam- eigendur hans og samstarfsmenn og fjölskyldur þeirra minnast hans með hlýhug, virðingu og þökk fyrir ómetanlegt framlag á löngum starfsferli og votta að- standendum samúð sína. Ævisaga Einars Steindórssonar er samofin atvinnusögu Hnífsdælinga síðustu 60 árin. Hann verður í huga okkar tákn um gildi hins trausta, óeig- ingjarna og áreiðanlega. Og í mín- um huga lifir minningin um sént- ilmanninn frá Hnífsdal. Friðrik Sophusson Það kom mér á óvart er ég frétti lát Einars Steindórssonar rétt eft- ir hádegið sl. laugardag. Hann var í fullu fjöri kvöldið áður, hafði ekki kennt sér neins meins, nýkominn úr læknisskoð- un. Einar hefur reyndar aldrei verið veikur á æfinni að kalla mætti. Hann hafði sofnað út frá bókinni sem lá á brjósti hans. Þannig kveðja þeir sem ekki vilja vamm sitt vita í neinu. Einar Steindórsson var fæddur á Leiru í Jökulfjörðum í Norður- ísafjarðarsýslu 20. ágúst 1896. Foreldrar hans voru Sigurborg Márusdóttir ættuð úr Hvamms- sveit í Dölum, og Steindór Gísla- son ættaður úr Nauteyrarhreppi, N-ísafjarðarsýslu. Þau hjónin eignuðust 5 börn: Ágústu er lést fyrir nokkrum árum á tíræðisaldri á Isafirði, Gísla, hann dó ungur, Hjörleif, er var búsettur í Hnífs- dal, dáinn fyrir mörgum árum, sömuleiðis Benedikt Rósi, skip- stjóri, sem búsettur var á ísafirði. Einar var næst yngstur systkin- anna. Vorið 1908 brugðu foreldrar Einars búi og fluttu vestur í Hnífsdal. Ástæðan var sú, að ný fræðslulöggengu í gildi 1907, sam- kvæmt þeim voru börn skólaskyld frá 10—14 ára aldurs. Munu for- eldrarnir hafa haft mikinn hug á að börn þeirra nytu góðs af þess- ari tilhögun. Einar var í barna- skóla í Hnífsdal í 2 vetur. Vorið 1909, þá 12 ára, fór Einar alfarinn úr foreldrahúsum, réðst smali til merkishjónanna Ingi- bjargar Kristjánsdóttur og Guð- mundar Sveinssonar kaupmanns, sem ásamt verslun rak búskap', út- gerð og fiskverkun. Þau hjónin höfðu eignast 5 börn, 2 syni og 3 dætur, en misst báða synina. Einar ílentist þarna og kostuðu þau hann til náms í Núpsskóla og Vezslunarskóla ís- lands, en þar lauk hann námi vor- ið 1920. Einar vann síðan við verslun fóstra síns, sem hatði mikið um- leikis. Ingibjörg lést 1925 og Guð- mundur 1927. 1930 keypti Einar eignir dán- arbúsins með tilstyrk góðra manna, en vorið eftir byrjaði „kreppan mikla", mikið verðfall varð á öllum afurðum og þurftu stjórnvöld að hjálpa til. 1937 hætti Einar verslunarrekstri, en stund- aði áfram búskap og gerði út mót- orbát, sem hann átti með tveim ungum sjómönnum, auk þess vann hann við verslunarstörf hjá öðrum í nokkur ár. Þann 2. júní 1946 ræðst hann framkvæmdastjóri hjá Hrað- frystihúsinu hf. í Hnífsdal, sem útvegsmenn þar höfðu stofnað 1941 og hann verið þátttakandi í og nokkrum árum síðar kaupir hann stóran hlut í fyrirtækinu. Á stríðsárunum var mestur fiskur við Isafjarðardjúp seldur beint úr bát í fisktökuskip, sem sigldu á Bretland. Það er ekki fyrr en eftir stríðslok 1945, sem verulegur fjörkippur kemur í frystihúsin. Frystihúsið á þeim tíma, er Einar tekur við framkvæmdastjóra- starfi, var mjög fátæklega búið, lítil húsakynni, smávegis frysting í körum, engar fiskvinnsluvélar. Á árum Einars hefur orðið mik- il uppbygging á húsakosti frysti- hússins, tækjakaup, byggð mjöl- verksmiðja og keyptur skuttogari. Þegar Einar lét af starfi fram- kvæmdastjóra í árslok 1976 eftir 30 ár, skilaði hann af sér velreknu og traustu fyrirtæki. Hann vann þó áfram á skrifstofunni fullan vinnudag til ársloka 1980, þá 84 ára. Einar Steindórsson tók mikinn þátt í málefnum sveitarfélagsins. Hann var kosinn í hreppsnefnd Eyrarhrepps 1922 og þá strax oddviti í 3 ár. Hann sat í hrepps- nefnd að undanskildu einu kjör- tímabili til 1966, þar af oddviti í 21 ár til 1966 er hann gaf ekki lengur kost á sér til þeirra starfa. Sýslu- nefndarmaður var hann frá 1949—1973, er Pyrarhreppur sam- einaðist Isafirði. Þá átti hann sæti í sóknarnefnd Hnífsdalssóknar um árabil og í stjórn Ungmennafélagsins Þrótt- ar og fleiri félaga. Einar var póstafgreiðslumaður í Hnífsdal í 33 ár frá 1927-1960. Það gefur augaleið að erill hefur verið mikill og langur vinnudagur hjá Einari, sem bónda, fram- kvæmdastjóra og oddvita, allt í einu og störf hans nátengd at- vinnu- og félagslífi staðarins. Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku Fálkaorðunnar 1977. Undirritaður hóf störf hjá skrifstofu Hraðfrystihússins sumarið 1973 undir stjórn Einars, hafði að vísu kynnst honum nokk- uð áður. Einar Steindórsson var svip- mikill maður, þéttvaxinn, ekki hár vexti, en óx mjög við nánari kynni. Hann var alla tíð kappsfullur og framkvæmdasamur, vildi helst gera alla hluti á stundinni. Á yngri árum fór hann allra ferða sinna á hjóli, en með vax- andi umsvifum á bílaöld lét hann vörubíl frystihússins flytja sig á Ísafjörð og ef mikið lá við sagði hann bílstjóranum að aka á „þús- und“. Einar var mikill reglumaður í starfi, passinn á fé, en greiddi strax allar fjárkröfur. Hann var óeigingjarn og hugsaði lítt um eig- in hag. Hann var ljúfur og glað- lyndur, lítillátur í umgengni, en mjög fylginn sér og ákveðinn ef með þurfti og lét ekki snúa á sig. Einar var mjög vel lesinn, fróð- ur og minnugur, kunni mikið af kvæðum og hafði sérstakan áhuga á ævisögum. Hann lét sér fátt óviðkomandi um hagi manna og átti til að spyrja menn spjörunum úr, þó hann hitti þá í, fyrsta sinn, enda þekkti hann fjölda manna víða um land. Einar hafði eitt sinn þau ummæli um mann, sem honum þótti ekki afkastamikill, að hann væri vandvirkur en hefði litla vél. Sjálfur hefur Einar haft stóra og hraðgenga vél. Einari er best lýst með einkunnarorðum hans er hann hafði ritað í Móðurmáls- Bókina líklega þegar hann var í Núpsskóla: l»*d er dýrmsta af drottni líð oj; dyggast með sér bera, er ekki að telja l>eim mestu með, en maður í reynd að vera. Einar Steindórsson giftist 3. des. 1938 Ólöfu Magnúsdóttur, mætri myndarkonu frá Hóli í Bol- ungarvík, sem studdi mann sinn með ráðum og dáð í öllum hans umsvifamiklum störfum. Hún lést um aldur fram 18. febrúar 1968, 59 ára gömul, eftir mjög erfiðan sjúkdóm. Þau eignuðust barn sem fæddist andvana, en tóku nokkru seinna í fóstur stúlku á fyrsta ári, sem þau ættleiddu. Hansína Ein- arsdóttir er búsett á Isafirði, gift Kristjáni Jónassyni framkvæmda- stjóra og eiga þau 5 börn. Einar Valur, elsti sonur þeirra, var alinn upp til 12 ára aldujs á heimili Ein- ars og Ólafar. Þá tóku þau líka til fósturs Ágúst Jónsson, hann er búsettur á Neskaupstað, giftur Birnu Geirsdóttur, eiga þau 3 börn. Einar Steindórsson flutti á heimili dóttur sinnár haustið 1973 og hefur dvalið þar síðan. Ég vil að lokum þakka Einari Steindórssyni samstarf og vin- áttu. Ég og fjölskylda mín biðjum honum blessunar guðs. Við send- um börnum hans, Hansínu og Ág- ústi, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur. Konráð Jakobsson Látinn er mikill sæmdarmaður, Einar Steindórsson frá Hnífsdal, á áttugasta og sjötta aldursári. Það er litlu byggðarlagi mikill fengur að njóta starfskrafta og á mörgum sviðum forsjár slíks manns sem Einar var. Auk þess sem Einar gegndi hinum marg- víslegustu störfum í þágu byggð- Fæddur 1. júní 1911 Dáinn 6. febrúar 1982 „<>, dauðí, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur i þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust i banastund. Nú leggur hann það allt, st m var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Kr slíkt ei nóg? Si einn er ekki snauður, sem einskis hér i jörðu væntir sér. (Tómas (iuðm.) I dag er til moldar borinn, að Staðarfelli í Dölum, Ólafur Tryggvason, frá Grund á Fells- strandarhreppi. Hann var fæddur fyrsta júní 1911 að Rauðbarðar- holti í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Halldóra Einarsdóttir og Tryggvi Gunnarsson bóndi á Hellu á Fellsströnd, síðast í Arnarbæli á Fellsströnd. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum að Hellu til tólf ára aldurs, en þá fer hann til móðurafa síns og dvelur um tíma í Fremri- Langey í Klofningshreppi. Uppúr 1930 flytur Ólafur að Árnarbæli og kaupir þá hálfa jörðina á moti föður sínum. Þeir feðgar höfðu fé- lagsbú að Arnarbæli til ársins 1954, en það ár dó Tryggvi. Elsa Þórólfsdóttir, seinni kona Tryggva, nú bóndi í Arnarbæli, tekur við jarðarhluta Tryggva, og hefur nú félagsbúskap með tíu börnum sínum á móti Olafi, allt til ársins 1966, en það ár festir Ólafur kaup á hálfri jörðinni Grund á Fellsströnd, þar sem hann átti lögheimili til dauðadags. Ólafur var hlédrægur og skap- góður. Hann var nægjusamur og sérstaklega hjálpsamur maður. Hálfsystkini hans þakka honum sérstaklega fyrir þann tíma sem þau urðu hans aðnjótandi á upp- vaxtar árum sínum í Arnarbæli.í þá daga voru oft erfiðir tímar, sér- staklega á stóru heimili og þá var gott að hafa Óla, eins og hann var í daglegu tali nefndur, sér við hlið, til að ráða ráðum og taka til hendi. Það er svo margs að minn- ast frá þeim tíma að því verður ekki komið fyrir hér, svo vel sé. En við geymum þær stundir og gleymum ei. arlags síns, va.r hann einnig meðal forystumanna á sviði atvinnu- þróunar byggðarlagsins um hálfr- ar aldar skeið. Um fermingu réðst Einar til starfa hjá frænda mínum, Guð- mundi Sveinssyni kaupmanni og útgerðarmanni í Hnífsdal. Að- dragandinn mun hafa verið sá, að Guðmundur fékk eitt sinn nokkra stráka til að smala fé sínu. Að lok- inni smalamennsku skyldu þeir koma í búðina til hans og þiggja nokkuð að launum fyrir ómakið. Strákarnir mættu allir að verki loknu nema einn, Einar Stein- dórsson, sem taldi laun fyrir greiðann óþörf. Gerði Guðmundur síðan boð fyrir Einar og vildi launa honum. Fer ekki sögum af því hver launin voru, en nokkru síðar hafði hann ráðið Einar til starfa. Fluttist Einar á heimili Guðmundar, vann með honum í áraraðir og tók síðar við búskap og atvinnurekstri þeim sem hann hafði með höndum. Minntist Ein- ar Guðmundar Sveinssonar oft sem mikils velgjörðarmanns. Þegar Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal er stofnað árið 1941 er Einar einn af stofnendum þess. Hann hættir upp úr því eigin at- vinnurekstri og tekur að sér störf fyrir hið nýja fyrirtæki. Upp úr því hefst hinn merkilegasti kafli í lífsstarfi hans, einkum eftir að hann tekur við framkvæmda- stjórn árið 1948. Allt frá þvi er fyrirtækið tekur til starfa hefur það verið megin burðarásinn í at- vinnulífi Hnífsdælinga. Það voru ekki fjársterkir menn sem hófu þá uppbyggingu, en þeir áttu bjart- sýni og framúrskarandi dugnað til að bera. Var það fremur hagur byggðarlagsins sem þar var bor- inn fyrir brjósti en eigin hags- Fyrsta júní sl. átti Ólafur sjö- tugsafmæli, og þá bað hann í fyrsta sinn um afmælisgjöf, það var að fara hringinn um Snæ- fellsnesið. Það var ánægjulegt að geta veitt honum þá bón, þótt lítil væri, en þetta sýnir hversu kröfu- lítill Óli var. Óli gerði lítið af því að tala um sín mein, og brottför hans hafur átt sinn undanfara, og það lengri en okkur grunar. Þegar Óli var fluttur á Akranesspítala nú uppúr áramótunum, gerðum við okkur ljóst, að senn myndi draga að leið- arlokum. En samt, þegar fregnin barst, þá hrukkum við við. Óli var undirbúinn en við ekki. Að leiðar- lokum þökkum við samverustund- irnar sem við munum aldrei gleyma. „I'ar þu í fridi, fridur (>uds þig blessi, hafoöu þökk fyrir allt og allt. (•ekkst þú med (íudi, (>uð þér nú fylgi. hans dýrdarhnoNs þú hljóta skalt." Systkinin l»ínu jarúvistarlifi er lokiú en eilífúin bak v iA móduna ntiklu lekur \iA." í dag verður til moldar borinn frá Staðarfellskirkju Ólafur Tr.vggvason. Leiðir okkar Óla lágu fyrst verulega saman vorið 1971, er við hjónin hófum búskap að Staðarfelli. Þá kom hann til okkar að skafa selskinn og aðstoða við selveiði, síðan var hann hjá okkur á hverju vori að skafa selskinn. Þessu starfi hafði hann gegnt hjá fyrri ábúanda hér, þannig að það má segja að hann hafi tilheyrt þessari vertíð. Þetta starf sem og öll önnur störf vann hann af natni og samviskusemi. Óli var hljóðlátur maður og ið- inn, ekki gefinn fyrir að trana sér fram. Hann var minnugur og hafði gaman af að segja frá fyrri tímum, kunni margar sögur og sagði mjög vel frá. Þar voru smá- atriðin ekki undanskilin. Óli var alla tíð bóndi og bjó víða. Vorið 1975 hóf hann búskap á eiðibýlinu Dagverðarnesi í munir. Átti það ekki hvað síst við um Einar. Á löngum starfsferli sem framkvæmdastjóri mun það oftar en einu sinni hafa komið fyrir að stjórnarmönnum þótti keyra úr hófi fram hversu hógvær Einar var í launakröfum, enda lengst af einn á skrifstofu og vinnudagur erilsamur og langur. Var þá svar Einars oft á þann veg að hækkun kaups væri ástæðu- laus, honum dygði það kaup er hann hefði. Slík var hógværð Ein- ars og lítillæti í öllu því er varðaði umbun sér til handa fyrir þau margvíslegu störf sem hann leysti af hendi. Samt sem áður var hann höfðingi í lund. Hagur þess fyrir- tækis sem honum var trúað fyrir var fyrir öllu, enda hagsýni og fyrirhyggja í fyrirrúmi alla tíð. Hann lét af framkvæmdastjórn um áttrætt. Mun fjárhagsleg staða f.vrirtækisins með því besta sem gerist innan fiskiðnaðarins. Einar kvæntist árið 1938 mikilli ágætiskonu, Ólöfu Magnúsdóttur frá Bolungarvík. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp tvö fóst- urbörn, Hansínu og Guðjón Ágúst, sem reyndust fósturforeldrum sín- um í hvívetna hið besta. Ólöf lést hinn 18. febrúar 1968. Varð hún Einari mikill harmdauði. Milli Ólafar, Einars og foreldra minna ríkti mikil vinátta. Var Einar tíður gestur á heimili þeirra og eru minningar um heimsóknir hans mér einkar kærar, enda var Einar mikill barnavinur. Áttu börn mín síðar eftir að njóta þess þegar þau heimsóttu mínar æsku- stöðvar. Ég og fjölskylda mín sendum Hansínu, Ágústi, fjölskyidum þeirra og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur. Þorvarður Alfonsson Klofningshreppi. Þar bjó hann í rúm 5 ár. Ekki tók hann tæknina í sínar hendur, heldur heyjaði fyrir kindum sínum upp á gamla móð- inn með orfi og hrífu. Nútíma þægindi voru einnig af skornum skammti í Dagverðarnesi. Þar var olíukynding og steinolíulampar. Seint í nóvember 1980 varð Óli fyrir því áfalli að missa nærri helminginn af kindum sínum niður um ís á vogi skammt frá bænum án þess að geta neitt gert þeim til hjálpar. Þetta var mikið áfall fyrir einyrkjabónda. Þá sást best hvað Óli hafði mikla hugarró og viljastyrk að æðrast ekki yfir orðnum hlut. Eftir þetta áfall brá Óli búi í Dagverðarnesi og kom með féð sem eftir lifði til okkar að Staðarfelli. Það má segja að upp úr þessu hafi kraftar hans óðum farið að þverra og síðastliðið vor kom í ljós að hann gekk með al- varlegan sjúkdóm. Dvaldi hann á sjúkrahúsi Akraness síðastliðið vor og svo aftur nú undir lokin. Kn þrottum rr þörf á h\il<l <>|* þ\ i urúu þáttaskilin honum k.rrkomin jyof. Þetta eru fátækleg orð að leið- arlokum en örlítill þakklætisvott- ur frá okkur hjónunum og börnun- um okkar, sem hann var mjög góð- ur vinur og félagi. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til systkina og annarra vandamanna. Þóra og Sveinn, Staðarfelli. ^ _____ Olafur Tryggvason frá Grund - Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.