Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 Yfirlýsing frá Geð- læknafélagi ísiands Á íundi í Geðlæknafélagi ís- tilfellum árangur. Undan þessari deild með rimlum fyrir gluggum lands 4. febrúar 1982 var sam- þykkt eftirfarandi yfirlýsing, sem óskast birt í blaði yðar. Undanfarnar vikur hefur átt sér stað umræða á opinberum vett- vangi um vistun og meðferð geð- veikra voðamanna. Með því að þar hefur víða gætt misskilnings og vanþekkingar á forsendum máls- ins, þykir Geðlæknafélaginu hlýða að birta nokkrar leiðréttingar og athugasemdir. I blaðagreinum hefur oft verið gefið í skyn að geðveikir menn séu almennt hættulegri en annað fólk og líklegri til að vinna voðaverk. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós, að geðveikir fremja hlut- fallslega færri afbrot en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Lagaleg skilgreining á ósakhæfi geðveikra manna er mismunandi í ýmsum löndum, t.d. á Norðurlönd- um, og hafa því skapast ákveðnar hefðir um vistun og meðferð slíkra voðamanna í samræmi við inntak laganna í hverju landi fyrir sig. Hér á landi úrskurðar rannsókn- ardómari hvaða afbrotamenn skuli sæta geðrannsókn m.t.t. sakhæfis eða ósakhæfis, og miðast slík rannsókn við ákvæði 15. greinar almennra hegningarlaga frá 1940, en þar stendur orðrétt: „Þeim mönnum skal eigi refsað sem sökum geðveiki, andlegs van- þroska eða hrörnunar, rænuskerð- ingar eða annars samsvarandi ástands, voru alls ófærir á þeim tíma er þeir unnu verkið til að stjórna gerðum sínum.“ Hugtakið ósakhæfi takmarkast í þessari lagagrein við svo gagn- gera truflun eða ágalla á sálarlíf- inu, að við geðrannsókn er einung- is hægt að úrskurða ósakhæfa þá einstaklinga, sem haldnir eru al- gerri sturlun og fá ekki stjórnað gerðum sínum. Þeir geðsjúkdómar og andlegir ágallar, sem leiða til svo alvarlegs vanhæfis, eru jafnan komnir á varanlegt stig og til- raunir til lækninga bera í fæstum Hótel Borg staðreynd verður ekki flúið, hversu mikið sem menn vilja leggja sig fram um meðferð. Osakhæfir voðamenn eiga að sjálfsögðu rétt til að njóta að- hlynningar eins og aðrir geðsjúkl- ingar, faglegrar tilsjónar lækna og tilhlýðilegrar hjúkrunar. Engu að síður hljóta þeir að skipa sér- stakan flokk geðsjúklinga, og kemur þar aðallega tvennt til: 1. Þeir hafa verið dæmdir til ör- yggisgæslu og teljast þar með hættulegir samborgurum sínum. 2. Þeir hafa unnið voðaverk sem í eðli sínu vekja hrylling í hugum manna. Vistun ósakhæfra voðamanna á Kleppsspítala eða geðdeildum annarra sjúkrahúsa, mundi hafa í för með sér algjöra röskun á þeim frjálslegu háttum um meðferð og aðbúnað, sem sjúklingar hafa þar notið í vaxandi mæli á undanförn- um árum, og tekið hefur tíma og fyrirhöfn að koma í framkvæmd. Öryggisgæslan mundi breyta sjúkrahúsinu í eins konar fangelsi, þar sem óhjákvæmilegt væri að vista þessa sjúklinga á lokaðri og öðrum öryggisútbúnaði. Mundi slík einangrun ákveðins hóps sjúklinga orka þvingandi á þá sjálfa og skapa óhug meðal ann- arra sjúklinga á spítalanum svo og aðstandenda þeirra. Þótt þessir sjúklingar séu ekki afbrotamenn í lagalegum skilningi, þá hafa þeir unnið voðaverk sem ekki verða aftur tekin eða bætt, og vera þeirra innan einangrunardeildar á stofnuninni mundi ala á enn meiri fordómum í garð geðsjúklinga al- mennt, og eru þeir nógir fyrir. Vegna sérstöðu ósakhæfra voða- manna, og einkanlega m.t.t. ör- yggisgæslunnar, þar sem verndun þegnanna vegur meira en læknis- fræðileg sjónarmið, virðist sú til- högun raunhæfust að vista þá á sérstökum geðdeildum í tengslum við fangelsi. F.h. stjórnar Geðlæknafélags íslands, Jakob Jónaason Sigmundur Sigfússon SPE RRY^VlCKERSj ' l POWE R AND MOTION H CONTROL SYSTEMS | f Frumsyning sunnudag kl. 20.30. | 2. sýning fimmtudag kl. 20.30. Miðapantanir allan sólarhringinn. J Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboð á íslandi. Atlas hf ARMÚLA 7 SÍMI 26755 6)cfriolansa\(lú(^ uri nn Zlaina Dansað í Félagsheimilí Hreyfils í kvöld kl. 9—2. (Gengiö inn frá Grensásvegi). Hljómsveit Jóns Sigurössonar og söngkonan Krist- björg Löve. Aðgöngumiðar í síma 85520 eftir kl. 8. Aðalfundur Eldridansaklúbbsins Eldingar veröur í Hreyfilshús- inu sunnudaginn 28. febrúar nk. og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin. Avallt um helgar Mikið fjör IEIKHÚS fi sfl KJPLLHRinn ö Opiö til kl. 03.00. * Kjallarakvöld aðeins fyrir matargesti. Miðar seldir milli kl. 14 og 16 fimmtud. föstud. Spiluð þægileg tónlist. Boröapantanir eru í síma 19636. Spariklædnaöur eingöngu leyföur. Opiö fyrir almenning eftir kl. 10. og , F RONSK MATAR VIKA 13.-20.febrúar T~"i' & i Y~r -i í ▼ ▼ ♦ ♦ 1 Franskur matráðsíwneistari, fransfcr skemmúkraftar. Borðapantanir í sinvam: 22321 og 22322. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.