Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.02.1982, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 47 r • Páli Ólafssyni hefur tekist að koma skoti í gegn um hina hávöxnu rússnesku varnarmenn. -jósm. Krislján K Átta marka tap gegn rosa- sterku sovésku landsliði ÞAÐ ER ekki fjarri lagi að tala um sovéska birni þegar átt er við hand- knattleikslandslið þeirrar þjóðar, slíkir risar eru þar í hverri stöðu, nánast hver einasti leikmaður yfir 190 sentimetrar. íslenska liðið á allt annarri hæð þó allir væru af vilja gerðir að standa í tröllunum. Það var aldrei glæta hjá íslenska liðinu, Kússarnir sigruðu örugglega 25—17, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11—8. Fyrri hálfleikurinn var hreint ekki svo afleitur hjá íslenska lið- inu, Ólafur Jónsson skoraði mjög glæsilegt mark úr vinstra horninu strax á fyrstu mínútunni, Sovét- menn jöfnuðu, en Island náði aft- ur forystunni er Steindór Gunn- arsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Tvö næstu mörk áttu Sovétmenn, hinn risavaxni Gagin hreinlega uppi í rjáfri, er hann hleypti af síðara markinu. Guðmundur skor- aði þriðja mark íslands úr ger- samlega ómögulegu færi úr blá- horninu og jafnaði er tíu mínútur voru búnar. Eftir það leiddu Rúss- ar alltaf, munurinn bara mismik- ill, tölur eins og 6—3, 9—5 og 10—16 sáust Rússum í hag, en er staðan var 11—7 fyrir Rússa og fáeinar sekúndur til loka fyrri hálfleiks skoraði Óttar Mathiesen heppnismark mikið eftir þó að- dáunarvert harðfylgi, 11—8 í hálf- leik. Þess má geta, að þegar Þor- bergur Aðalsteinsson skoraði sjötta mark íslands er 3 mínútur og 14 sekúndur voru til leikhlés, var það fyrsta langskot íslendinga sem rataði í netið. í síðari hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, Sovét- mennirnir höfðu mikla yfirburði og náðu stórri forystu. Mátti sjá tölur á borð við 17—10, 19—12 og mestur varð munurinn átta mörk undir lokin. Islendingum tókst að laga stöðuna undir lokin með því að skora þrjú mörk í röð en staðan var 22—14 fyrir Rússa, en gestirn- ir áttu lokaorðin, lokatölur 25—17. íslenska liðið er erfitt að dæma, því mótherjinn var slíkur jaxl að möguleikar voru fáir að sýna eitthvað að gagni. Markverðirnir sluppu bærilega frá sínu, Kristján varði fjögur skot í fyrri hálfleik, Einar 5 í síðari hálfleik. En vörn íslenska liðsins var oft veik fyrir og flest mörk Rússa komu úr gal- opnum færum. Hlutskipti íslensku skyttanna var ekki öfundsverð. Var hálf neyðarlegt að sjá þessa stóru menn í íslenskum hand- knattleik, Kristján Arason, Sigurð Sveinsson og Þorberg Aðalsteins- son vera að lyfta sér upp og hoppa bókstaflega með hvirfilinn upp í hökurnar á rússnesku tröllunum. Vörnin sovéska tók svo mörg lang- skot að með ólíkindum var. Þá var markvarsla sovéska liðsins afar góð, einkum í fyrri hálfleik. Það var helst Alfreð Gíslason sem spjaraði sig gegn ógnarmúrnum sovéska, en betra hefði þó verið ef allir íslensku leikmennirnir hefðu haft vængi. Óttar Mathiesen gerði ísland:Rússland 17:25 HandknaltlelKur ___________ J einnig laglega hluti og slapp vel frá sínu. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 3, Ólafur Jónsson, Steindór Gunn- arsson, Kristján Arason, Þorberg- ur Aðalsteinsson, Óttar Mathiesen og Páll Ólafsson 2 hver, Sigurður Sveinsson og Guðmundur Guð- mundsson eitt mark hvor. Mörk Rússa: Gagin 8 (5 víti), Karaschakevic 4, Schetzov 3, Vassiljev, Belov, Anpilogov og Kidjaev tvö hver, Novitski og Juk eitt hvor. Þorbjörn Jensson var rekinn af leikvelli í fjórar mínútur, Páll Ólafsson í tvær mínútur. Sovét- menn hvíldu í samtals átta mínút- ur. Eitt víti fór forgörðum, Belov skaut í þverslá á fyrstu mínútu leiksins. Dómararnir voru þýskir. Mjög góðir. — gg Njarðvík sigraði með einu stigi eftir framlengdan leik GÍFURLEGUM baráttuleik UMFN og Fram í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik lauk með naumum sigri UMFN 76—75 eftir framlengdan leik í gærkvöldi. Var það mál manna að annar eins leikur í körfuknattleik hefði ekki sést í íþróttahúsinu í Njarðvík. Leikmenn Fram gerðu sér vel grein fyrir því að þeir urðu að vinna leikinn til þess að eiga mögu- leika á íslandsmeistaratitli í ár. All- an leikinn sýndu þeir mikla baráttu og ákveðni en það dugði ekki til gegn góðu liði UMFN. í hálfleik hafði UMFN forystu í leiknum, 37—32. Þegar leiknum lauk var staðan jöfn, 70—70 og því þurfi framlengingu. í henni reyndist lið UMFN sterkara og sigraði þótt að- eins eitt stig skildi liðin að í lok leiksins. Gífurleg stemmning var í íþróttahúsinu í Njarðvík í gærkvöldi og fögnuðu áhorfendur mjög í leiks- lok er sigur heimaliðsins var í höfn. Enda bendir allt til þess að UMFN verji íslandsmeistaratitil sinn í ár. Jafn fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Fram náði fljótt undirtökunum í leiknum og komst í 27—16. En Njarðvíkingar voru ekki á þeim buxunum að gefa eftir og sigu á aftur og náðu forystunni áður en hálfleiknum lauk. Valur Ingi- mundarson átti mjög góðan leik í fyrri hálfleik svo og Danny Shouse þegar hann loksins fann sig. En UMFN - Fram 76-75 framan af leiknum var hann tek- inn mjög óvægilega og stíft. Gíf- urlegur hraði var í leiknum og mikil spenna. Njarðvík jafnaði Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum, hraði, spenna og mikil barátta. Fram náði aftur forystu og lék liðið mjög vel. Sér í lagi í varnarleiknum. En með góð- um leik tókst UMFN að ná að jafna metin, 55—55. Eftir það var jafnræði með liðunum. Fram leiddi þó stigaskorunina. UMFN tókst þó að jafna metin rétt fyrir leikslok, 70—70. Það þurfti þvj framlengingu til að fá úrslit. í henni reyndist lið UMFN vera sterkara og sigraði með einu stigi. Stigahæstu leikmenn UMFN voru þeir Danny Shouse með 28 stig, Valur Ingimundarson með 18, Jónas Jóhannesson með 16 stig. Hjá Fram skoraði Viðar Þor- kelsson 22 stig, Símon Ólafsson 18 og Val Brazy 19. Nánar verður sagt frá leiknum í íþróttablaði Morgunblaðsins á þriðjudag. ÞR/emm. • Þrátl fyrir að snillingurinn I)anny Shouse væri tekinn óvægilega og stíft í leiknum skoraði hann 28 stig og sýndi góðan leik. Hér má sjá hvar Þorvaldur Geirsson reynir að ná frá honum boltanum. 7*1 nrrtimTiTrtSíN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.