Morgunblaðið - 23.02.1982, Síða 1
MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 48 SÍÐUR
40. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Oflug sprenging
í miðri Teheran
Keirúl. 22. febrúar. Al’.
GEYSILEGA ÖFLUG sprenging varð 15 manns að bana og 61 slasaðist af
völdum hennar í Teheran snemma í morgun. Sprengjan var falin í sorptunnu
og var svo öflug, að bíll, sem stóð rétt hjá, tættist í sundur. Skemmdir urðu á
húsum og bflum í allt að 500 metra fjarlægð.
Sprengingin varð rétt við eða í
herbúðum islamskra byltingavarða.
Meðlimum skæruliðahreyfingarinnar
Mujahedeen Khalq hefur verið kennt
um sprenginguna. Þau samtök hafa
verið sökuð um morð á meira en 1000
háttsettum ráðamönnum.
Fregnir af sprengingunni eru frek-
ar óljósar. A meðal þeirra, sem létust,
voru þrír byltingarverðir, a.m.k. tvö
skólabörn og starfsmenn við sorp-
hreinsunardeild borgarinnar. Með-
limir Mujahedeen Khalq hafa um
langt skeið þrengt að byltingarvörð-
um islamskra, staðið fyrir fjölda
Viðræður
um Times
mistókust
l/ondon, 22. febrúar. Al*.
Samningaviðræður eigenda
The Times og verkalýðsleiðtoga
sigldu í strand seint í gærkvöld.
Rupert Murdoch, eigandi
blaðsins, tilkynnti þá einhliða
uppsögn 210 starfsmanna
blaðsins. Hann lét ekki verða
af þeirri hótun sinni að loka
blöðunum Times og Sunday
Times og bað annað starfsfólk
að mæta til vinnu á morgun
eins og venjulega. Leiðtogar
prentara og skrifstofumanna
höfnuðu aðgerðum Murdoch og
kváðust mundu grípa til eigin
aðgerða.
sprengjutilræða og drepið marga
þeirra.
„Sé það rétt, að almennir borgarar
hafi látið lífið í sprengjuárásinni,
hefur hún ekki verið á okkar vegum,“
sagði talsmaður Mujahedeen Khalq
við fréttamann AP í París. „Þessu
hefur aðeins verið komið í kring til að
geta skellt skuldinni á okkur," bætti
hann við. „Engin framsækin baráttu-
hreyfing stæði þannig að verki.“
Hópar fólks flykktust út á götur í
Teheran eftir atburðinn og hrópuðu
ókvæðisorð í garð skæruliða Khalq.
Talsmaður stjórnarinnar í Teheran
lét hafa eftir sér í útvarpi skömmu
eftir atburðinn, „að skæruliðar legð-
ust nú svo lágt að fela sprengjur sínar
í sorpi og drepa saklausa og bláfá-
tæka verkamenn". Flest fórnarlamb-
anna í sprengingunni voru að bíða
eftir almenningsvagni á leið til vinnu
sinnar.
Þannig var umhorfs eftir sprenginguna í Teheran þar sem 15 létu lífið og rúmlega 60 slösuðust.
Harðnandi árásir á Walesa
og aðra verkalýðsleiðtoga
Varsjá, 22. febrúar. AP.
HERSTJÓRNIN í Póllandi þyngdi enn ásakanir sínar í garð leiðtoga
Samstöðu í dag. Segir þar að Lech Walesa hafi fylgt róttæklingum innan
verkalýðshreyfingarinnar að málum, en þeir vildu hefja aftökur embætt-
ismanna kommúnista að sögn yfirvalda.
Fundu 70 kg
af heróíni
New York, 22. febrúar. AP.
LÖGREGLAN komst í dag í mestu
heróínbirgðir í sjö og hálft ár er
hún fann 70,5 kg af efninu hjá
ítölskum verslunareiganda. Verð-
mæti þess er talið nema um 70
milljónum Bandaríkjadala á al-
mennum markaði. Heróínið var
falið inni i kaffivélum, sem komu
frá Napólí.
Fréttabréf Samstöðu sögðu frá
því á sama tíma að ásakanir þess-
ar í garð leiðtoga Samstöðu væru
falsaðar. Væri látið líta svo út, að
gögn, sem færa ættu sönnur á sekt
leiðtoganna, hefðu fundist við yf-
irtöku skrifstofa Samstöðu. í einu
fréttabréfanna er þess getið að
Samstaða hafi alls ekki byltingu í
huga né hafi hreyfingin áhuga á
að komast til valda í landinu með
ofbeldi.
Fréttabréfum þessum hefur
verið smyglað út úr Póllandi og
útdrættir úr þeim siðan birtir í
fjölmörgum útvarpsstöðvum í
Evrópu. Þau hafa stappað stálinu
í fulltrúa Samstöðu, einkum þá
yngri. í viðtali í Varsjárútvarpinu,
sagði lögreglufulltrúi að með
þessu vildi Samstaða láta líta svo
út sem um neðanjarðarhreyfingu
væri að ræða í landinu.
Pólsk blöð greindu frá því í dag,
að Wojciech Jaruzelski, forsætis-
ráðherra landsins, færi í heim-
sókn til Sovétríkjanna í næsta
mánuði, aðeins viku eftir mið-
stjórnarfund kommúnistaflokks-
ins, sem hefst á miðvikudag.
Jaruzelski verður þar með fyrsti
pólski ráðamaðurinn, sem fer til
Sovétríkjanna síðan í janúar-
byrjun er Jozef Czyerk utanríkis-
ráðherra var þar á ferð.
Belgar hafa nú ákveðið að setja
bann á ferðir ráðherranna til Pól-
lands og Sovétríkjanna til að mót-
mæla setningu herlaga í desem-
ber. I banninu felst m.a. að belg-
ískum ráðherrum er ekki leyft að
ferðast til landanna tveggja og
ennfremur að hætt verður viðræð-
um á því hvernig megi ráða fram
úr skuldum Pólverja við Belga.
Pólverjar skulda Belgum nú um
250 milljónir Bandaríkjadala. Á
fimmti hluti þeirrar upphæðar að
greiðast á þessu ári. Hins vegar
hefur bannið engin áhrif á þátt-
töku Belga í lagningu hinnar 3600
löngu gasleiðslu frá Síberíu.
Tilkynnt hefur verið í Póllandi
að fyrir dyrum standi a.m.k. þre-
föld stækkun á leyfilegri landar-
eign bænda. Hámarksstærð land-
areigna hefur til þessa verið
15—20 hektarar, en verður fram-
vegis 50—100 hektarar. Er ætlun-
in með aðgerðum þessum að reyna
að sporna gegn þeirri óheilla-
þróun, sem verið hefur í pólskum
landbúnaði. Flest bændabýli í
Póllandi eru í einkaeign.
Laker fær stuðning
frá Bandaríkjunum
Viðbrögð keppinautanna mismunandi
l/ondon, 22. febrúar. AP.
„ÞETTA tekur sinn tíma og er ekki
nokkuð, sem menn Ijúka af á einum
degi,“ sagði Sir Freddie Laker við
fréttamenn er hann sneri heim cftir
dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann
lcitaði eftir fjárstuðningi við nýja
flugfélagið, sem hann hyggst stofna.
Ég hef þegar gert það ljóst, að ég
hef fengið fjárhagsstuðning. Það
er útilokaö fyrir mig að greina frá
öllu því sem ég er að gera, þá vissu
allir hvert mitt fótmál," sagði Lak-
er ennfremur. Hann ferðaðist til
og frá Los Angeles á frímiða á
fyrsta farrými með Pan American.
Ekki eru þó öll flugfélög honum
svo vinveitt. British Caledonian,
stærsta flugfélagið í einkaeign á
Bretlandseyjum, gerir nú allt sem í
þess valdi stendur til að stöðva
Laker. Hefur flugfélagið lagt það
til við bresku flugumferðarstjórn-
ina, að Laker fái ekki flugleyfi á
leiðinni London — Los Angeles.
British Airways, ríkisrekna
flugfélagið, og helsti keppinautur
Lakers á enn í stöðugum vandræð-
um með allt Evrópuflug sitt.
Rúmlega 2000 starfsmenn Heath-
row-flugvallar ákváðu á fjölda-
fundi í gær að halda verkfallsað-
gerðum áfram í a.m.k. viku.
Freddie Laker við komuna til
London eftir ferð hans til Los Ang-
eles, þar sem hann leitaði eftir
fjárhagsstuðningi bandarískra að-
ila.
Gengið fellt í Danmörku og Belgíu:
Staða Ankers
verri en áður
Kriissel of| Kaupmannahófn, 22. febrúar. AP.
GENGI belgíska frankans og
dönsku krónunnar var í morgun fellt
um 8,5 og 3% í kjölfar fundar fjár
málaráðherra Efnahagsbandalags-
ríkjanna. Fjármálaráðherra Belga,
Willy de Clerq, sagði í dag, að nú
hæfíst nýr kafli efnahagslegs jafn-
vægis í landinu. í Danmörku voru
viðbrögðin ekki alveg á sama veg.
Talið er, að gengisfellingin muni að-
eins grafa enn frckar undan Anker
Jörgensen forsætisráðherra.
Danir vildu upphaflega fella
gengið um 7% og fylgja því eftir
með kaup- og verðstöðvunum í því
augnamiði að halda aftur af verð-
bólgunni. Danskir stjórnmála-
menn tóku misjafnlega í gengis-
fellinguna, allt eftir því hvort um
stjórnarsinna eða stjórnarand-
stæðinga var að ræða. „Til hvers í
ósköpunum að lækka gengið um
3% þegar 7% lækkunar var þörf,“
var haft eftir einum andstæðinga
stjórnarinnar. Gengisfellingin
kemur sérlega illa niður á dönsk-
um landbúnaði. Þykir ljóst, að
skuldabaggi danskra bænda er-
lendis muni þyngjast enn frekar
þar sem þeir fá ekkert til viðbótar
í sinn hlut.
Belgar hafa búið við mesta at-
vinnuleysi innan Éfnahagsbanda-
lagsríkjanna til þessa. Gengisfell-
ingin þar var sú fyrsta síðan 1949.
Belgar vildu fella gengið um 12%,
en urðu að sættast á minna, eins
og Danir. Ráðamenn í Luxemborg
hafa lýst yfir óánægju með geng-
isfellinguna, en skráning Luxem-
borgarfrankans hefur verið sú
sama og þess belgíska.
Fjármálaráðherra Luexmborg-
ar, Jacques Santer, sagði, að þetta
væri ekki í fyrsta sinn sem geng-
isfelling belgíska frankans hefði
ekki verið rædd við Luxemborg-
armenn og hann krefðist þess að
slíkar aðgerðir væru tilkynntar
fyrirfram.