Morgunblaðið - 23.02.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
11
þinginu, bandalag með verka-
lýðsfélögum, samtökum sjó-
manna og veiðimanna og tveimur
smáflokkum öfgasinnaðra
vinstrimanna. Slagorð þeirra var
frelsi í stað peninga, þótt það
kynni að koma niður á lífsgæðun-
um. „Efnahagur okkar er þegar
orðinn gegnsýrður af styrkjum og
framlögum frá EBE, og því leng-
ur sem við verðum í bandalaginu,
því háðari því verðum við,“ sagði
Motzfeldt nýverið. „Eigum við
ekki að gera okkur örlítið minna
að góðu og reyna fremur að
treysta á eigin mátt og megin.“
Chemnitz er á annarri skoðun,
og segir andstæðinga EBE
„fífldjarfa" í málflutningi sínum.
„Það kostar einnig peninga að
byggja eitthvert menningarlegt
sjálfstæði. Ef við höfnum aðild að
EBE, þá köllum við yfir okkur
efnahagslegan glundroða, og það
á eftir að virka sem eitur á póli-
tískt andrúmsloft um alla fram-
tíð,“ sagði hann.
Motzfeldt þykist vongóður um
að Grænlendingar geti náð við-
skiptasamningum við ríki Efna-
hagsbandalagsins, þrátt fyrir úr-
sögn úr bandalaginu, en í dag fer
ríflegur helmingur alls græn-
lensks útflutnings til EBE-ríkja.
Hann vonast jafnvel til að hljóta
ívilnanir og aðstoð frá bandalag-
inu á forsendu bandalagsins við
Danmörku.
Þá er það von Motzfeldts að
eftir úrsögnina megi endur-
heimta eitthvað af glötuðum fjár-
munum, með sölu fiskveiðileyfa.
Þá líta andstæðingar aðildarinn-
ar einnig hýru auga til íslands,
Færeyja og Norður-Ameríku,
ekki sízt Alasaka og á norður-
slóðir Kanada, þar sem þeir eygja
nýja markaði og viðskiptavini.
Fylgjendur aðildar að EBE
telja það muni reynast erfitt að
yfirstíga það, að missa aðstoð
EBE. Nauðsynlegt muni reynast
að setja á innflutningstolla og
hækka verulega beina skatta.
Það kemur í hlut Motzfeldts að
fara til Kaupmannahafnar til að
tilkynna ríkisstjórninni þar
formlega úrslit. Hafni Grænlend-
ingar aðild, kemur það í hlut
danskra embættismanna að
semja um breytingar á sáttmál-
um bandalagsins og nýja stöðu
Grænlands, sem dansks yfirráða-
svæðis, og er við því búist, að
endaniega verði ekki búið að
ganga frá þessum málum fyrr en
í árslok 1983.
—
Davíð Oddsson hefðu lagt fram í
borgarráði fyrir skömmu. Lýsti
Albert ánægju sinni með það, að
meirihlutinn hefði tekið að sér
þessa tillögu sjálfstæðismanna og
samþykkt hana efnislega
óbreytta.
Styður frv. um
skattadrátt vegna
námslána...
EITIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt á stjórnarfundi Sambands
ungra sjálfstæðismanna 11. febr. sl.
Stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna lýsir yfir stuðningi
við framkomið frumvarp Friðriks
Sophussonar, Halldórs Blöndal og
Matthíasar Á. Mathiesen um
skattfrádrátt vegna vaxtagjalda,
vaxta og gjaldfallinna verðbóta af
námslánum.
Ungir sjálfstæðismenn telja
eðlilegt að litið sé á fjárfestingu í
langskólamenntun sömu augum
og fjárfestingu í húsnæði og að um
vexti að lánum til hvoru tveggja
skuli gilda sömu reglur.
Skorar stjórn SUS á alþingis-
menn að veita máli þessu brautar-
gengi og samþykkja umrætt frum-
varp um breytingu á lögum nr.
75/1981 um tekjuskatt og eigna-
skatt, enda er hér um að ræða
mikið hagsmunamál námsmanna
sem skiptir ríkissjóð að sama
skapi litlu.
Nýr kaupfélags-
stjóri til Kaupfé-
lags Skagfirðinga
NÝR kaupfélagsstjóri, Ólafur Frið-
riksson, hefur verið ráðinn að Kaup-
félagi Skagfirðinga.
Ólafur Friðriksson lauk prófi
frá Samvinnuskólanum 1974 og
starfaði sem kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Langnesinga í 2 ár, en
var síðan ráðinn kaupfélagsstjóri
á Kópaskeri og hefur hann gegnt
þeirri stöðu þar til nú.
U W.YSIM. VSIMINN I
22«®D
Nei, ekki beinlínis veröhrun, en hvaöa orð lýsir betur
nýjasta veröinu á Skoda?
frá 63.000 kr.
Hann Halli svarar í símann eða tekur á móti ykkur með allar upplýsingar á reiðum
höndum og býðurjafnvel upp á kaffibolla
JÖFUR HF.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
Stjórn SUS