Morgunblaðið - 23.02.1982, Page 17

Morgunblaðið - 23.02.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, WHÐJUDAGUR 23. FEBltífX'ft *982 17 Launaskattur á iðnfyrirtæki Opið bréf til alþingismanna frá stjórn Landssambands iðnaðarmanna AF HÁLFU Landssambands iðnad- armanna hefur löngum verið á það bent, að iðnaðurinn búi við önnur og lakari starfsskilyrði en aðrir höfuð- atvinnuvegir landsmanna. Jafnframt hefur verið á það bent, að stjórnvöld hafa freistast til þess að gera upp á milli iðngreina, þegar þau hafa tekið á sig rögg og leitast við að jafna að einhverju leyti aðstöðumuninn á milli atvinnuveganna. Hafa umbætur í ýmsum að- stöðumálum oft oltið á því, hvort iðngreinin teldist útflutnings- eða samkeppnisiðnaður. Hagsmunir greina, sem ekki hafa fallið undir þessa skilgreiningu, t.d. bygg- ingar- og þjónustuiðnaður ásamt ýmiss konar verktakastarfsemi, hafa setið á hakanum. Hefur Landssamband iðnaðarmanna margoft vakið athygli á því, að forsenda árangursríkrar iðn- þróunarstefnu sé sú, að stjórnvöld beiti sér fyrir úrbótum í aðbúnað- armálum alls iðnaðar, hvort sem hann er í beinni samkeppni eða óbeinni. Sú víðtæka iðnþróunar- stefna, sem Landssamband iðnað- armanna hefur boðað, átti framan af litlum skilningi að mæta meðal opinberra aðila. Að undanförnu virtist þó sem skilningur þeirra væri þó heldur að aukast, og sem merki þess má nefna breytingar á tollskrárlögum, sem Alþingi sam- þykkti í desembermánuði sl., þar sem heimilað er að leggja jöfnun- arálag á tollverð innfluttra mannvirkja og mannvirkjahluta, og skuli jöfnunarálagið miðað við hlutdeild uppsafnaðra aðflutn- ingsgjalda í verksmiðjuverði eða byggingarkostnaði sambærilegra mannvirkja eða mannvirkjahluta, sem framleitt er hérlendis. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna túlkaði samþykkt þessara laga sem nokkurs konar viðurkenningu á því, að með aðild íslendinga að EFTA hafi í raun allur iðnaður hér á landi lent í stóraukinni er- lendri samkeppni, en ekki aðeins hluti iðnaðarins. í framtíðinni yrði því tekið á vandamálum iðn- aðarins með þetta í huga. Það er því stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna gífurlegt reiðarslag, að sú lækkun launa- skatts á iðnfyrirtæki úr 3‘/2% af greiddum vinnulaunum í 2xk%, sem ríkisstjórn boðar með frum- varpi sínu um breytta tekjuöflun ríkissjóðs vegna ráðstafana í efna- hagsmálum, eigi fyrst og fremst að ná til útflutningsiðnaðar og samkeppnisiðnaðar, samkvæmt þröngri og úreltri skilgreiningu þess orðs. Stærstur hluti bygg- ingariðnaðarins, verktakastarf- semi margs konar og fleiri greinar eigi aftur á móti að greiða áfram 3 M> % launaskatt. Nú hefur Guðmundur G. Þórar- insson, alþingismaður, flutt breyt- ingartillögu við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytta tekju- öflun ríkissjóðs, og er þar lagt til að launaskattur verði 2lk% af greiddum vinnulaunum í öllum iðnaði. Hér kemur fram skilning- ur á vandamálum innlends iðnað- ar ásamt þeirri víðsýni, sem nauð* synlegt er raunhæfri iðnþróun hér á landi. Miðað við efni stefnuskráa stjórnmálaflokkanna um innlend- an iðnað og iðnþróun og fyrri yfir- lýsingar margra þingmanna um þetta sama málefni, hefði stjórn Landssambands iðnaðarmanna búist við því, að breytingartillaga þessi fengi góðan hljómgrunn þingheims. Raunin varð því miður nokkuð á annan veg, því ýmsir þingmenn, jafnt stjórnarsinnar sem stjórnarandstæðingar, hafa séð ástæðu til að skattyrðast vegna þessarar framkomnu breyt- ingartillögu. Landssamband iðn- aðarmanna skorar á alla alþing- ismenn, hvar í flokki sem þeir eru, að veita breytingartillögunni brautargengi. mmmr Hér má sjá nokkra leikendur í Stundarfriði Leikflokkurinn á Hvamms- tanga sýnir Stundarfrið LEIKFLOKKURINN á Hvamms- tanga hefur að undanförnu æft leikritið Stundarfrið eftir Guð- mund Steinsson, undir leikstjórn Magnúsar Guðmundssonar. Er þetta í fyrsta skipti, sem leikritið Stundarfriður er fært upp af áhugaleikfélagi. Leikendur i Stundarfriði eru níu, en að sýning- unni standa yfir 20 manns. Leikritið verður frumsýnt á Hvammstanga fðstudaginn 26. febrúar og önnur sýning verður sunnudaginn 28. febrúar. Síðan verður farið með leikritið um nágrannabyggðarlög og víðar. Fyrsta sýningin utan Hvamms- tanga verður á Skagaströnd sunnudaginn 7. mars. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU TONLISTARHATIÐ í tilefni 50 ára afmælis Félags íslenzkra hljómlistarmanna í Reykjavík 22.-27. febrúar 1982. * JAZZTONLEIKAR ^hcAet- ATTHAGASALUR ■ ■ - - I DAG Kl. 21.00 Big Band Tónlist- arskóla FÍH. Pétur Öst- lund og félagar. Sextett Árna Scheving. Nýja Kompaniiö. Kvartett Kristjáns Magnússonar. Miðvikudaginn 24. febrúar Kl. 21.00 Big Band Tónlist- arskóla FIH. Pétur Öst- lund og felagar Mezzo- forte. Jazz-sextett Tónlist- arskola FÍH. Mídasala og borðapantanir kl. 1—6 og við innganginn að Laufásvegi 40, skrifstofu FÍH. Aðgöngumiðar kr. 50.- GJAFAVARA FRA GUT...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.