Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUSkEÍÐÍÍi;‘ÞRIÐJUDAGUR-23JEBRtfÁR 1982 Bjðlaöi til óháðra í Irska lýðveldinu Dyflinni, 22. febrúar. Al*. I,KH)T<K;AK stóru flokkanna á fr landi hafa hafíd tilraunir til að fá til lids við sig sjö óháóa þingmenn til þess að mynda nýja ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í sídustu viku. Charles Haughey fyrrum forsæt- isráðherra virðist vera í beztri að- stöðu til að mynda nýja stjórn. Flokkur hans, Fianna Fail, hlaut 81 þingsæti af 166 og hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann væri þess fullviss að hann gæti aflað sér stuðnings meirihluta þingmanna fyrir 9. marz þegar þingið, Dail, kemur saman. En uppi eru almennar bollalegg- ingar um að aðrar kosningar kunni að reynast nauðsynlegar, og horf- urnar á því urðu til þess að „Irish Times", virtasta blað Írska lýðveld- isins, sagði að írland ætti það „á hættu að verða banana-lýðveldi Vestur-Evrópu". Fianna Fail skorti aðeins tvö þingsæti til að fá hreinan meiri- hluta á þingi, en Haughey virðist geta treyst á stuðning eins hinna óháðu, Neil Blaney frá Donnegal. Bandalag Fine Gael og Verka- mannaflokksins undir forystu Garret Fitzgeralds forsætisráð- herra, hlaut 78 þingsæti og skorti fimm til að fá meirihluta. Sjö óháðir þingmenn náðu kosn- ingu, þar á meðal þrír marxistar úr flokknum Sinn Fein, sem sleit sam- bandi sínu við Irska lýðveldisher- inn (IRA) 1969 og berst gegn Deng segir af sér í sumar Beking, 21. febrúar. AP. DKNG Xiao-ping, valdamesti maður í Kína, ætlar að segja af sér sem varaformaður kommúnistaflokksins á 12. flokksþinginu, sem haldið verður á þessu ári. I’essar upplýs- ingar eru hafðar eftir heimildum í Kína, sem jafnframt sögðu, að llu Yao-bang, formaður kommúnista- ílokksins, hefði sagt frá þessari akvörðun Dengs á fundi með frammámönnum æskulýðssamtaka Hokksins. Haft var eftir- Hu, að með af- sögninni vildi Deng rýma til fyrir yngri mönnum meðal kínverskra æiðtoga en sjálfur ætlaði hann að vera í forsvari fyrir ráðgefandi nefnd á vegum miðstjórnarinnar. Deng er einnig formaður hernað- arnefndar flokksins og stjórnmála nefndarinnar en ekki er vitað hvort hann segir þeim embættum af sér. 1980 sagði Deng af sér sem að- stoðarforsætisráðherra til þess að létta af sér störfum og sýna með því gott fordæmi, því að hann stefnir að þvi að rjúfa hin nánu tengsl flokks og ríkis. Flokksskír- teinin eiga ekki að skera úr um hvort menn eru hæfir til að gegna embættum á vegum ríkisins, segir Deng. í Kína er nú stefnt að því að draga úr skriffinnskunni og gera miðstjórnarvaldið virkara en þar í landi eru nú ráðherrar á annað þúsund talsins og fjöldi opinberra starfsmanna sagður í öfugu hlut- falli við afköstin. !)eng Xiao-ping, varaformaður kínverska kommúnistaflokksins, sem nú hef- ur ákveðið að segja af sér. Fangelsaður fyr- ir njósnir í Prag l’rag, 22. febrúar. AP. DÓMSTÓLL í Prag kvað í dag upp þann úrskurð að Petr Babinsky, v-þýskur ríkisborgari, skyldi uæmdur í 14 og hálfs árs fangels- isvist fyrir njósnir um hernaðar- leyndarmál undanfarinn áratug. Babinsky, sem er fæddur Tékki, fluttist til V-Þýskalands 1969 og hefur síðan farið 34 sinnum til Tékkóslóvakíu til njósna, að sögn Ostrava-blaðsins, Nova Svoboda. stjórnmálaarmi IRA, sem einnig heitir Sinn Fein. Þar með er Haughey í sömu að- stöðu og Fitzgerald eftir kosn- ingarnar í júní í fyrra þegar Fine Gael og Verkamannaflokkurinn hlutu 80 þingsæti, Fianna Fail 78 og óháðir átta. Búizt er að þingmenn Sinn Fein og einn óháður þingmaður, O’Conn- ell, muni hvorki styðja Haughey né Fitzgerald. Afstaða tveggja þing- manna er mikilvæg, Tony Gregory, borgarráðsmanns í Dyflinni, sem er róttækur vinstrisinni, og Jim Kemmy, sósíalista, sem studdi Fitzgerald þar til sparnaðarráð- stafanir hans voru felldar á þingi með 82 atkvæðum gegn 81 í síðasta mánuði þannig að stjórnin varð að segja af sér. Gregory og Kemmy standa nær Fine Gael en Fianna Fail, en þeir gætu átt auðveldara með að sætta sig við efnahagsmálastefnu Haugheys, sem hefur hvatt til þess að skattar verði lagðir á fyrirtæki og banka til að auka ríkistekjurn- ar. Fitzgerald hefur m.a. hvatt til þess að 18% skattur verði lagður á barnaföt og bjór og tryggingabæt- ur verði lækkaðar. Leiðtogi Sinn Fein, Tomas MacGiolla, segir að hann hafi rætt við leiðtoga Verkamannaflokksins, Michael O’Leary, um hugsanlegt bandalag flokkanna. Þær kröfur gerast æ háværari í Verkamanna- flokknum að samstarfinu við Fine Gael verði slitið og bandalag verði myndað með Sinn Fein og óháðum vinstrisinnum til að halda uppi auknum þrýstingi við mótun efna- hagsstefnunnar. Klizabet Taylor Kichard Burton Burton sagður vilja sættast vid Elízabetu Taylor Lundúnum, 22. Tebrúar. Al'. BREZK æsifregnablöð halda því fram í dag að Kichard Burton leikari þrái mjög að sættast við eiginkonu sína sem eitt sinn var, Elízabetu Taylor. Er fregn þessi rökstudd með því að maðurinn hafi ort til hennar eftirfarandi ástaróð: „Ég þekki konu svo sæta og góða, oft hef ég séð hana svífa hjá. Svei mér ef ég skil hvað er að gerast í hjarta mínu og samt mun ég elska hana þar til ég dey.“ Blaðamaður nokkur, Whitak- er að nafni, heldur því fram að skáldagáfan hafi komið yfir Burton þar sem hann sat að snæðingi í veitingahúsi einu í Obdach í Austurríki, en þar dvelst leikarinn um þessar mundir og vinnur að kvikmynd um tónskáldið Richard Wagn- Elízabet Taylor og Richard Burton eru bæði nýskilin við síðustu maka sína, en leikkon- an á aö baki sex hjónabönd. Fregnin um sáttavilja Burtons var borin undir leikkonuna þar sem hún er að leika á Broadway og kvað hún allt slíkt úr lausu lofti gripið. Lopez Portillo Mexikóforseti: Nýjar hugmyndir um frið í Mið-Ameríku Managua, 22. febrúar. AP. JOSE Lopez Portillo, forseti Mex- ikó, sagði í gær, sunnudag, að rík- isstjórn hans hefði nýjar hug- myndir um hvernig binda mætti enda á borgarastyrjöldina í El Salvador og kvaðst hann vona, að brátt gætu hafist viðræður Banda- ríkjamanna og Kúbumanna, með það fyrir augum að draga úr spennu í Mið-Ameríku. Mexikó-forseti, sem er í opinberri heimsókn í Nicaragua, greindi frá þessu í ræðu, sem hann flutti fyrir 40.000 manns í Managua, höfuðborg landsins, en útlistaði þessar hugmyndir ekki frekar. Hann sagði, að það væri einkum þrennt sem stæði í veginum fyrir friði í Mið- Ameríku: Borgarastyrjöldin í E1 Salvador, gagnkvæm tortryggni stjórnvalda í Bandarikjunum og Nicaragua og fjandskapurinn, sem ríkti milli Bandaríkja- manna og Kúbumanna. Lopez lét þess getið í ræðu sinni, að það væru „raunveru- legar líkur" á því að Bandaríkja- menn og Kúbumenn hæfu fljótt viðræður sín í milli og sagði, að fyrsta skrefið hefði verið stigið í desember sl. þegar Alexander Haig, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hitti að máli Carlos Rafael Rodriquez, varaforseta Kúbu. Leiðtogi herstjórnarinnar í Nicaragua, Daniel Ortega, sagði á útifundinum í Managua, að nokkru áður en Mexikó-forseti kom til landsins hefði sprengja sprungið í ferðatösku á flugvell- inum með þeim afleiðingum, að fjórir menn biðu bana. Sagði hann, að þarna hefðu Banda- ríkjamenn verið að verki og hefði það vakað fyrir þeim að spilla fyrir heimsókn Mexikó- forseta. Uppistand vegna mynda af Díönu prinsessu l.undúnum, 22. febrúar. AP. MIKID írafár er rfkjandi innan brezka hcimsveldisins vegna mynda sem æsifréttablöð í Lund- únum hafa birt af hinni vanfæru Díönu prinsessu, sem um þessar Fleiri morð en aftökur í íran ~ segir Tabrizi Kelgrad, Beirút, 22. febrúar. AP. JÚGÓSLAVNESKUR blaðamaður sem er nýkominn frá íran, heldur því fram í blaðinu Politika í dag að síðan um mitt síðasta ár hafi um 2.006 andstæðingar byltingar- stjórnarinnar í íran verið teknir af lífi opinberlega. Þá er því haldið fram að í borg einni i norðurhluta landsins hafi allmargir vinstri sinnaðir stjórnarandstæðingar verið leiddir til aftöku frammi fyrir þúsundum áhorfenda á íþrótta- leikvangi. Þess er ekki getið í greininni í hvaða borg atburður þessi hafi átt sér stað né heldur hversu margir menn hafi verið líflátnir, en hins vegar kemur fram að þeim hafi verið ekið inn á leikvanginn í stórum flutn- ingabílum. Hafi þeir verið með bundið fyrir augun þar til rétt áður en aftökusveitin lét kúlna- hríðina dynja á þeim, um leið og lýðurinn hrópaði: „Allah er mestur, Khomeini er leiðtoginn" og „drepum svikarana". Teheran-útvarpið hafði það eftir Hossein Tabrizi um helgina að um þessar mundir væri meira um pólitísk morð í íran en opinberar aftökur, enda hefði byltingarstjórn Khomeinis ein- ungis tekið af lífi fólk sem væri skaðlegt þjóðfélaginu. Tabrizi stjórnar samanlögðu byltingar- dómstólakerfi landsins, en dóm- stólar þessir hafa dæmt þúsund- ir manna til dauöa fyrir hinar margvíslegustu sakir frá því að byltingin var gerð í landinu fyrir rúmum þremur árum. mundir dvelst á Bahama-eyjum í leyfi með eiginmanni sínum, Karli krónprins. Svo harkaleg hafa viðbrögðin orðið, að yfirvöld á eyjunum sáu ástæðu til að reka úr landi hóp blaðaljósmyndara sem kom til eyjanna í kjölfar hjónanna og hafa elt þau þar á röndum með aðdráttarlinsur. í Buckingham-höll var það tekið óstinnt upp að blöðin skyldu birta umræddar myndir, og sagði blaöafulltrúi Elísabetar drottningar að blöðin hefðu gerzt sek um smekkleysu sem væri brezkum blöðum ekki sam- boðin. Myndirnar eru af prins- essunni þar sem hún er að spóka sig á ströndinni í bikini, en frumburður krónprinshjónanna er væntanlegur í heiminn í júní- mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.