Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 19

Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 19
o Olympia (MlÆUMMy© KJARAIM HF [ ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022 MORGUNBLAEHD, ÞRIDJUDAGUR 23. FEBRtfAR.198? Vetur í Varsjá Námamenn í Katowice bera á brott félaga sinn, sem féll í átökum við hermenn 16. desember sl. Herlögin voru sett í vetrarhörkunum, pólska þjóðin ætlar að þreyja þorrann og góuna því að „vorið er okkar“. Það var bandarískur blaðamaður sem tók þessa mynd og gat smyglað henni úr landi. Flett ofan af „free lance“ blaðamanni Til sölu Hino-KM 600 árg. 1981 meö Sindra palli og sturt- um, ekinn 11 þúsund km. 6 mánaöa ábyrgö fylgir bílnum frá söludegi. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99 /---------------------N SKÓLARITVÉLAR Vidurkenndi að hafa falsað Kampútseugrein Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, feróa- og heimilisritvél, ótrúlega fyrirferöarlítil, ódýr og fáanleg í tveimur litum. Hálft stafabil til leiöréttingar, 44 lyklar, 3 blekbandsstillingar o.m.fl. sem aöeins er á stærri gerðum ritvéla. Fullkomin viögeróa- og varahlutaþjónusta. New York, 22. febrúar. Al\ „ÞETl'A var áhætta, sem ég tók, og tapaði,“ sagði Christopher Jones, sem starfar sem „free-lance“ blaða- maður. Hann viðurkenndi eftir þriggja daga yfirheyrslur að hafa falsað grein um ástandið í Kamp- útseu, sem birtist í New York Times Magazine. Greinina skrifaði Jones í Calpe á Spáni, þar sem hann hefur aðsetur og viðurkenndi að hann hefði aldrei farið út úr landinu til að afla sér nánari upplýsinga um raun- verulegt ástand mála í Kampútseu. í greininni hélt Jones því fram, að hann hefði dvalist í mánaðar- tíma á meðal Rauðu kmeranna þar sem þeir börðust við víet- namska hermenn, sem sóttu að þeim. Lýsti h^nn í smáatriðum ákveðnum persónum, svo og ímynduðum bardaga á milli her- manna Rauðu kmeranna og Víet- namanna. Jones hafði um skeið unnið sem blaðamaður í Asíu og fór gott orð af honum. Það var hluti niðurlags greinar Jones, sem vakti athygli eins les- anda New York Times. Fannst honum sem þessi hluti kæmi kunnuglega fyrir sjónir. Við nán- ari athugun reyndist hann svo til samhljóða hluta úr skáldsögu André Malraux, „The Royal Way“, og gerist í Kampútseu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ritstjór- um NY Times ekki að ná tali af Jones fyrr en gerð var ferð til Calpe. Þar viðurkenndi Jones að hafa stolið hluta sögunnar í grein sína til þess að gera hana „lit- skrúðugri". Grafhýsi Tiu fundið London, 22. febrúar. AP. BKKZKIR fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Tiu prinses.su, syst- ur Kamsesar II, rétt sunnan við Kaíró að sögn Sunday Telegraph. Höggmyndir og áletranir hafa fundizt síðan uppgröftur hófst á þessum stað fyrir hálfum mánuði undir stjórn Geoffrey Martin, prófessors í egypzkri fornleifa- fræði við háskólann í London. Grafhýsið var gert fyrir Tiu prinsessu um 1300 f.Kr. Ramses II faraói, bróðir hennar, er þekktur fyrir að hann lét smíða hið mikla musteri Abu Simbel og kúgun hans á gyðingum leiddi til brottfararinnar frá Egyptalandi í tíð eftirmanns hans, Mernept- ah. Áletranir sýna að Tia var gift skrifara, sem hafði umsjón með fjárhirzlum konungs. Fornleifa- fræðingar vona að uppgröfturinn leiði til þess að meiri vitneskja fáist um þessa lítt þekktu prins- essu. Einn lést í brotlendingu Sciuatc, Khode l.sland, 22. Tebrúar. Al\ EINN farþegi lést og hinir ellefu slös- uðust í dag er flugvél af Twin Otter gerð brotlenti rétt sunnan við Þrovi- dence, Rhode Island. Kviknaði í hreyfli vélarinnar á flugi og tilkynntu flugmennirnir nauðtendingu á Green State-flug- vellinum í Warwick, en skiptu síðan um skoðun og brotlentu vélinni á ísi- lögðu uppistöðulóni rétt sunnan við Providence. Kafarar voru sendir á vettvang ef svo illa færi að flugvélin kynni að sökkva og farþegar reynd- ust í frekari hættu, en svo reyndist ekki. Hæsta kona heims látin Pcking, 22. febrúar. AP. STÆRSTA kona heims er látin. Kínverjinn Zeng Jin-Lian, sem var 2,47 metrar á hæð, lést fyrir skömmu á heimili sínu eftir lang- varandi veikindi, aðeins 17 ára gömul. Hún hafði verið í sjúkrahúsi síðan í október, en fékk að fara heim í frí um stutt skeið. Jin-Lian þjáðist af rangri hormónastarfsemi og sykursýki. Vegna veikinda sinna átti hún bágt með að standa á eigin fótum lengi í einu og átti í erfiðleikum með að stjórna hreyfingum sín- um, stærðarinnar vegna. Yfirvöld í heimahéraði hennar, Hunan, borguðu öll lyf fyrir hana svo og kostnað við klæði á meðan hún lifði. Heilsa hennar hafði verið sæmileg, en 9. febrúar sl. fékk hún háan hita og lést fjórum dög- um síðar. Veður Akureyri Amsterdam Aþona Barcelona Berlín Chicago Dyftinni Feneyjar Frankfurt Færeyjar Genf Heisinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angelea Madrld Malaga Mallorca Merikóborg Miami Moskva New York Nýja Oelhí Osló Parfs Reykjavik ' Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 4 Mttskýjað 8 heióskírt 10 rigning 8 rigning 2 heiöskírt 5 heióskfrt 10 heióskirt 2 heióskírt 5 heióskírt 6 skúrir 1 skýjað 2 heiðskirt 17 skýjsð 14 skýjaó 25 heióskírt 1 skýjaó 20 skýjaó 19 skýjaó vantar 8 heióskírt 30 skýjaó 12 heiðskfrt 16 skýjaó 10 þoka 25 skýjaó 29 skýjaó -2 heiðskírt 5 skýjaó 23 heiöskírt -5 skýjað 6 heióskírt 2 skúrír 11 heiöskirt 18 skýjaó -2 heiðskirt 18 skýjaó 12 heióakfrt 7 skýjaó -8 heiðakírt Verður uppreisn í Póllandi í vor? I.ondon, 22. fcbrúar. AP. FRÉTTARITARI BRESKA blaðsins The Daily Telegraph, sem kom í gær, sunnudag, frá Varsjá til Lundúna, spáir því, að til meiriháttar átaka komi í Póllandi í vor, jafnvel til vopnaðrar uppreisnar gegn valdhöfunum. Fréttaritarinn, Robin Gedye, sem verið hefur víða í Póllandi síðustu 12 dagana, segir, að her- lögin hafi fengið því einu áorkað, að andstaðan við stjórnvöldin, sem áður var mest meðal félaga í Samstöðu, hafi nú snúist upp í ofboðslegt hatur allrar þjóðarinn- ar á ríkisstjórn landsins. Hvar sem farið sé, megi líta sömu orðin skrifuð á húsveggina: „Veturinn er þeirra, vorið okkar“. „A bensín- stöðvum, á kaffihúsum og inni á heimilum fólks var viðkvæðið eitt og hið sama: „Nú er allt hljótt, en við þolum þetta ekki miklu lengur. Þegar vorar og hlýnar í veðri geta skæruliðar dregið fram lífið á landinu og þá mun baráttan hefj- ast,““ segir Gedye í grein sinni. Gedye segir, að margir Pólverj- ar virðist standa í þeirri barna- legu trú, að Vesturveldin muni ekki sitja hjá aðgerðalaus ef pólska þjóðin geri uppreisn gegn kúgurum sínum og þeir líti á það sem gamla skuld við Pólverja vegna svikanna í síðari heims- styrjöld. Hann vitnar í orð konu einnar, sem segir, að hún vilji heldur sjá syni sína tvo falla í bar- áttunni gegn stjórnvöldunum en að þeir lifi lífinu undir herlögum. „Það er betra að fáir séu frjálsir en þúsundir lifi konan. í fjötrum," sagði „Því er almennt trúað, að pólsk- ir hermenn muni ganga til liðs við fólkið þegar til uppgjörsins kem- ur,“ segir Gedye, sem kveðst einn- ig hafa heyrt orðróm um að her- menn hafi sest að tedrykkju með verkfallsmönnum og að á skrið- drekum fyrir utan Gdansk-skipa- smíðastöðvarnar hafi mátt sjá borða með slagorðum Samstöðu. Það er þessi andi, sem mun ríkja með þjóðinni þegar frelsis- baráttan hefst," hefur Gedye eftir pólskum hermanni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.